Metnaðarfullur póstaleikur
Það hefur víst aldrei verið séns að verða hluti af þessum hóp en á ótrúlegan hátt með mínum einstaka sjarma... (eða miklu veseni sem mér iðulega fylgir) fékk ég inngöngu! Við erum því 9 talsins núna og reynum að hittast reglulega. Þetta er eins og með aðra stóra vinkonuhópa, það er stundum hægara sagt en gert. Margar eru með börn og maka, sumar eiga heima á Þórshöfn á Langanesi og aðrar hér á Höfuðborgarsvæðinu, ein erlendis og önnur í Keflavík svo stundum krefst þetta heilmikils skipulags við að ná öllum saman á sama tíma.