Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / dagatal

Samverustundir í desember og sykurlaust kakó

Samverustundir í desember og sykurlaust kakó

Mér hefur alltaf fundist svo fallegt þegar fjölskyldur ná að gera eitthvað saman í jólaundirbúningnum og það þarf ekki að vera flókið.
Lesa meira

Janúarhollusta, nutribullet og skipulagning!

(English below)

Fylgir það ekki svolítið janúar að vilja byrja svolítið upp á nýtt? Nýtt ár, nýr kroppur, betra skipulag, tiltekt og allskyns hreinsun!

Áramótaheit hér og þar, lestur spádóma hvort sem það sé völvan sem á að segja til um framtíðina eða næsta stjörnuspá. Í guðanna bænum takið þó ekki bókstaflegt mark á öllu.. EÐA hlustið á Siggu Kling eingöngu, manni líður undartekningarlaust vel eftir lestur á hennar skrifum og þannig finnst mér að spár eigi að vera!

Skipulag og ný byrjun hefur allavega verið svolítið þemað hjá okkur hér í byrjun árs með svakalegri tiltekt á saumastofunni eins og ég kom inná í síðasta pósti, flutningum á vinnustofu Kristu Design til okkar hingað í Síðumúlann sem og auðvitað klassískt sykur, glúten og áfengisleysi í einn mánuð. Já við tókum þetta alla leið eins og okkar er nú iðulega von og vísa.. alla leið eða sleppa því frekar!

Við systur tókum okkur á í skipulaginu og erum búnar að funda meira en mögulega allt síðasta ár samanlagt.. nei segi það nú kannski ekki en ég er allavega búin að panta mér risavaxið dagatal frá Í boði náttúrunnar og get ekki beðið eftir að hengja það hérna upp á skrifstofunni minni. Ég pantaði mér, (svona til að fylgja ýkta þemanu) auðvitað stærsta plakatið sem var mögulegt að fá 1,0 X 1,25M og það er GEÐVEIKT!!

Hún Tóta mín átti svo afmæli þann 4. janúar og hún fékk skrefamæli frá mér svona armband (ég fékk einnig), María og Börkur gáfu henni Nutribullet.. tengdaforeldrarnir gönguskó.. , ég fékk einnig gönguskó frá tengdó og gamla mín gaf mér zúmba skó í jólagjöf..sjáiði þemað hérna? 

Jú jú, við erum svolleiðis búnar að blanda og blanda Nutribullet sjeika frá því meistaragræjan kom í hús og hrista okkur svolleiðis og hreyfa að það er engu lagi líkt!

Við reynum þó að hugsa: Einn dag í einu!

Ég held að það sé best að gera þetta svolleiðis, einn dag í einu.. En það er ótrúlega hvetjandi að sjá árangur og það er hann sem heldur okkur við efnið. Jú bætt orka og skýrari hugsun hjálpar líka til og svo er ég með gulrót: Köbenferð í lok jan með Maríu systur að heimsækja Mekkín, litlu frænku. bahhhhh ég hlakka svo til!!

Jebb, þá verður skálað, rölt um borgina, kíkt í hönnunarverslanir og við tútturnar skellum okkur örugglega á eitthvað tjútt saman, ágætis gulrót ekki satt?!

Já og talandi um Mekkín þá er hún algjör snillingur í Nutribullet sjeika-gerð enda búin að eiga svolleiðis græju í þónokkurn tíma. Þessi dugnaðarforkur er einnig byrjaður að blogga og sjá má bloggið hennar hér, ég mæli með því að fylgjast vel með henni, þetta verður eitthvað :)

Hún er nýbyrjuð en hún er að dunda sér við allskonar skemmtileg DIY verkefni, handavinnu og fleira með hjúkrunarfræðináminu og gerði td blogg um daginn um Nutribullet með uppskriftum. Ég fékk leyfi hjá henni til að deila blogginu hennar og hér er það: 

Mekkín skrifar..

Þar sem allir eru ad fara á fullt í hollustuna og koma sér í grírinn eftir hátíðirnar datt mér í hug ad deila með ykkur nokkrum uppskriftum sem ég sendi vinkonu minni í smá djóki, í tilefni af afmæli hennar en ég vissi ad hún fengi Nutribullet í afmælisgjöf. Ég fjárfesti í svoleiðis græju síðasta sumar og ég ELSKA hann. Ég nota þetta mjög mikið, og hef prufað allt mögulegt, svo ég er komin med smá reynslu.

Ég hef áður verið spurð, hvað sé gott ad blanda i þessu og hverju maður eigi ad blanda saman, og einnig hef ég tekið eftir því ad fólk veit kannski ekki alveg hvernig það á ad nota þetta.
Svo ég skrifaði nidur  nokkur "Nutribullet-tips", ásamt mínum uppáhalds uppskriftum sem ég hef fengið héðan og þaðan, og bullað eitthvad sjálf.

Nutribullet uppskriftir..

Grænn og suðrænn

½ avokado                                                                
½ banani
½ epli
1-2 cm engifer ( má sleppa)
1/3 gúrka
2 sellerístilkar
(má setja meira/annað grænmeti, t.d. spínat, brokkolí, grænkál)
Safi úr einni lime (má sleppa)
Frosnir ávextir (suðræn blanda, ananas, mangó ofl.)
Suðrænn safi/blandadur ávaxtasafi c.a. 1 ½ dl og má þynna með smá vatni.

 

Grænmetissæla

1 appelsina
Safi úr einni sítrónu
2 stórar gulrætur
2-3 tómatar (eftir stærð)
Appelsínusafi og vatn til ad þynna

 

Gulur sætur

½ Avokado
½ Banani
Ananas (frosið/ferskt)
Mangó (frosið/ferskt)
Appelsinusafi/suðrænn safi

 

Bleikur prótein sjeik

½ banani
5-6 frosin jardaber
1 skeid prótein (vanillu eda jardaberja)
Möndlumjólk/fjörmjólk/vatn
1-2 msk chia fræ

 

Spínatsjeik

Lúka spínat
½ avokado
1 selleristilkur eða smá brokkolí (má sleppa)
¼ gúrka (má sleppa)
Suðrænir ávextir frosnir
½ banani
½ pera eda ½ grænt epli
Appelsinusafi/suðrænn safi
Vatn eftir þörfum

 

Bulletproof

1 bolli kaffi
50 gr ósaltad smjör
1 msk kókosolía
 

Frappó

Instant kaffiduft
Súkkulaðiprótein
Klakar
Avokado
Möndlumjólk/kókosmjólk

 

Orkuríkt sumarkrap

2-3 skeiðar amino energy (ananas/fruit fusion)
1 lúka frosnir ávextir (ananas og mango/ jarðaber)
Vatn og klaki

 

Bragdarefur

½ frosinn banani (má sleppa eda setja ½ avokado i stadinn)
Lúka frosin jardaber
1 skeid Vanillu/súkkuladiprótein
1 tsk hnetusmjör
Kókosmjólk
Klaki

(Sætar þessar duglegu mæðgur!)

Nutribullet tips Mekku:

-ef notað er avokado eda banani, best bædi (½ avokado og ½ banana), verður sjeikinn mjög kremadur/mjúkur og gódur.

-þad þarf ekki ad fylla vökva upp ad max línunni.

-bannad ad blanda meira en 30 sek í einu minnir mig svo mótorinn skemmist ekki.

-blanda frekar stutt og oft og bæta við vökva eftir þörfum

-snilld að mala möndlur, kaffibaunir, fræ i litla gæjanum

-mæli ekki med því ad blanda smjörkrem í þessu, þad er of litill vökvi fyrir það og glösin verða fitug í langan tima!

-notið stærðarglösin eftir þörfum, blandast best ef þad er ekki mikið auka pláss í glasinu.

-gott er að skera niður i nokkra sjeika og frysta tilbuið i poka, þá þarf bara ad bæta við spinati, grænmeti og vökva (ég til dæmis nota bara ½ avokado og hálfan banana og ef ég geri ekki sjeik strax daginn eftir þá geymist hinn helmingurinn ekki vel, en þá má bara skera það niður i poka og henda i frystinn! :D)

-ráð frá Jamie Oliver "vini minum", ef þú finnur gott engifer (ekki miklir trædir í tví), skerðu það þá niður strax og frystu það i bitum! Þad er snilld og þá er líka hægt ad henda einum bita med i sjeikinn, og ekkert vesen ad skræla og skera engiferið!

-svo finnst mér rosa gott ad nota sítrónur og lime i svona ferska safa/sjeika. Ekki hika við það, en það er lika rosa hollt.. og gleymið ekki engiferinu! ;) 

Þið sem ekki eigid Nutribullet, þá mæli ég hiklaust með þeirri græju eins og þið sjáið þá elska ég hana, en auðvitað er hægt ad blanda alla þessa drykki í hvada blandara sem er :) 

Jæja ég vona að einhverjir orkuboltar geti nýtt sér þessar hugmyndir til ad koma sér ennþá betur inn í nýja árið! 

Við þökkum elsku Mekkín kærlega fyrir að fá að deila póstinum hennar og ég get alveg sagt ykkur það að ég hef farið eftir mörgum uppskriftum og þær eru hver annarri betri!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

A new year is sort of a new beginning for many of us right? Cleaning, organizing, diets, new goals and self-promises!

That is all good and well and we are totally there with you, I just ask you to please take it one day at a time! I say this to you at the same time I try to remind myself!

Cleaning and organizing has sort of been our theme for the beginning of the year like I told you in the last post. We are „all the way or skip it“ kind of a group and that mantra is the same in every field or project we take on. Tying loose ends, moving, getting rid of things and taking up a healthier lifestyle.. at least for the first couple of weeks of the year right?!

I and María have taken a grip in the organization and have been having all sorts of meetings to plan the year. I even ordered a huge calendar postar from this page and I love it and can’t wait to get it! Like I said, go big or go home, so I ordered the largest possible: 1,0 X 1,25m. EPIC!

My Tóta had her birthday the 4th of January and she got a Garmin step counter from me (I got one also), we got hiking shoes from her parents for Christmas and María and Börkur gave her a Nutribullet machine for her birthday.. Tota also gave me Zumba shoes for Christmas.. seeing a theme here?

Well we have embraced this all and then some and have been making some super Nutribullet shakes, moving our asses, walking about and dancing like nobody’s watching in Zumba.

We do try to think: one day at a time.. because detoxicating the sugar, wheat and alcohol out of the system after some serious consumption over the holidays is a task on it’s own!

But man is it motivating to see some results and it is already happening, yes, sure lots of water retention in the beginning for sure but believe me, it all counts! ;)

I also have a “carrot”.. yeah, me and María are going to Copenhagen in the end of the month to visit Mekkín, María’s daughter, my niece and I cannot wait!!!

Then there are no rules, just walking about the city, checking out some designer stores and basically paint the town red right!

Speaking of Mekkín, she is so great at doing Nutribullet shakes since she has owned this machine for a while now and has given us loads of great tips. She has also just started blogging which is so exciting for me because she is quite the crafter and this gives me a change to follow her projects!

She made a blog the other day with some Nutribullet recipes and tips and tricks and I want to share some of them with you here:

Mekkín writes..

Since I have some experience already with Nutribullet and I knew my friend was about to get one for Christmas I decided to write a little blog here with some recipes and tips on the do’s and don’t’s.

Here are some of the things I love to do, things from my own head and something I have seen from others along the way..

Nutribullet tips:

- if you are using avocado or a banana for the blasts (preferably both, half and half) the shakes becomes very creamy, soft and nice.

- you do not need to fill the liquid content to the max line.

- it is FORBIDDEN to blast for more than 30seconds at a time.

- rather do shorter blasts more often and add liquid as needed!

- it is great to grind almonds, coffee and seeds in the smallest container.

- I do not recommend making buttercream in this machine, the liquid amount isn’t sufficient and the glasses become fatty for a long time!

- use the glasses as needed, there are different sizes and the best mix is when there isn’t much extra space in the glass.

- I find it very convenient to prepare couple of shakes at a time and freeze in plastic bags then simply add spinach, vegetables and liquid at the time of mixing. I for example only use half a banana and half an avocado and if I don’t make another shake straight the next day, the ingredients don’t store well so simply cut it down and store it in the freezer!

- plus a little advise from my good friend Jamie Oliver, if you find a good gingerroot (not to grainy) buy it in bulk, cut in pieces and freeze. It is so convenient not having to have to prepare the root every time you make a shake!

- instead of using whole lemons and limes in the juices/shakes I use only the juice from them and I absolutely find it essential, plus its very healthy!

If you do not have the Nutribullet machine and completely recommend it because as you can see, I LOVE IT! (You can however make all of these drinks in another type of a blender!)

Nutribullet recipes

Tropical green

½ avokado                                                                 
½ banana
½ apple
1-2 cm ginger (not necessary) 
1/3 cucumber 
2 celery
(you can also add more vegetables: spinach, broccoli, kale)

Juice from one lime

Frozen fruits (tropical, pineapple, mango etc).

1 ½ dl Tropical juice and thin it down slightly with water.

Vegetable joy

1 orange
juice from one lemon
2 large carrots 
2-3 tomatoes 
orange juice and water to thin it down.

Sweet yellow

½ Avocado 
½ Banana 
Pineapple (frozen or fresh)
Mango (frozen or fresh)

Orange juice/ tropical juice.

Pink protein

½ banana 
5-6 frozen strawberries 
1 spoon vanilla protein (you can also use strawberry)

Almond milk, low fat milk, water

1-2 table spoons chia seeds.

Spinach shake

Handful spinach 
½ avocado 
1 celery or a little broccoli 
¼ cucumber 
Frozen tropical fruit. 
½ banana 
½ pear or ½ green apple 
orange juice or tropical juice. 
water as needed.

Bulletproof

1 cup coffee 
50 gr unsalted butter 
1 table spoon coconut butter. 

Frappo

Instant coffeepowder
Chocolate protein
Ice
Avocado 
Almond milk or coconut milk

Summery boost slush

2-3 spoons amino energy (pineapple/fruit fusion) 
1 handful frozen fruit (pineapple and mango/ strawberries) 
water and ice

Trickster

½ frozen banana (you can also use ½ avocado)
handful frozen strawberries.
1 spoon vanilla/chocolate protein.
Coconut milk
Ice

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólagjafatal Systra & Maka - gjafir að andvirði 200.000.-

Jólagjafatal Systra & Maka - gjafir að andvirði 200.000.-

(English below)

Við hjá Systrum&Mökum ætlum að koma öllum í jólaskapið í ár með jólagjafatali fyrirtækisins!

Krista Design gerði tvö stór dagatöl fyrir verslunina í Reykjavík og annað á Akureyri og við munum svo draga úr vinninga alla 24 dagana til jóla! Dregið verður úr vinum Systra&Maka á síðunni okkar í Reykjavík og svo á Systra&Maka síðunni á Akureyri.

Andvirði vinninganna er um 200.000.-

En gjafirnar eru allt frá yndislegu handáburðunum frá Crabtree & Evelyn upp í stóra pakka í verslununum okkar, þetta verður því mjög spennandi og tilkynnt verður um vinningshafana hér á blogginu okkar sem og á Facebook síðunum :)

Það þarf ekkert að gera nema passa bara að vera vinur okkar á Facebook og þá áttu möguleika á því að vinna!

Einfalt, skemmtilegt og jólalegt allt í bland ekki satt?! :)

Þá er ekkert að vanbúnaði en að draga fyrstu vinningshafana:

Fyrsti vinningurinn er þetta skemmtilega aðventudagatal frá Systrum&Mökum en lesa má meira um það hér:

Á síðunni okkar í Reykjavík er vinningshafinn: Dagmar Ösp Vésteinsdóttir

Á síðunni okkar á Akureyri er vinningshafinn: Berglind Birna Erlendsdóttir

Við bjóðum ykkur kæru að koma í heimsókn verslanirnar okkar og sækja dagatölin ykkar :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

(English below)

We have decided to boost the Christmas spirit with an advent gift calendar every day until the 24th!

Krista Design made two beautiful calendars for each shop (one in Reykjavík and another at Akureyri) and every day we will pull one person from each page:

Systur&Makar Reykjavík and also from Systur&Makar Akureyri.

The total gift value is about 200.000.-

From a lovely Crabtree&Evelyn hand lotion to big and warm present in our store! This will be exciting, festive and fun all at once!

You don't have to do anything except be our friend at Facebook because we will only pull from our friends list! The winners will be announced here on the blog as well as on each Facebook page! 

Fun, festive and fabulous all at once, right?! :)

The first price for 1st of December is this lovely advent calendar from Systur&Makar

You can read all about it here, but this is a way to do something fun, creative and active during the advent with your partner, children, friend and/or family!

On our Reykjavík page the winner is: Dagmar Ösp Vésteinsdóttir

On our Akureyri page the winner is: Berglind Birna Erlendsdóttir

We invite you to come to our stores and collect your gifts! :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira