Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / krista design

Íhugun um hönnunarhugtakið

Íhugun um hönnunarhugtakið

Í ljósi umræðunnar um „skeiðina hans afa“ síðastliðna viku, höfum við hjá Systrum&Mökum rætt hugtakið hönnun og viljum aðeins fara yfir okkar afstöðu til þess.

Það er líklega best að byrja á því að útskýra forsöguna. Þann 9.febrúar sl birtist grein á Vísir um „skeiðina hans afa“. Þar segir frá stúlku sem hafði fengið skeiðina að gjöf og furðar hún sig á því að hún skuli teljast íslensk hönnun þar sem efniviðurinn sé fenginn úr IKEA.

María Krista hönnuður Krista Design, svarar því að eflaust þyki einhverjum furðulegt að nota efnivið úr IKEA, en bætir þó við að hugmyndin sem liggi að baki endurgerð hennar eigi sér rætur að rekja til afa okkar systra sem fyrir u.þ.b. 40 árum tók hefðbundna matskeið úr skúffunni hjá ömmu, boraði á þær göt svo sigta mætti meðlæti frá vökva. Teljum við því að sú hugmynd sem og endurútfærsla Maríu Kristu sé hönnun/hugvit í sjálfu sér. Hér má til að mynda vitna í Christian Guellerin sem segir m.a. að hönnun snúist um athöfn eða ferli frekar en vöru og að verkefni hönnuðarins sé að umbreyta heiminum og bæta umhverfið, að gera það fallegra, nothæfara og gagnlegra.

Það ber þó að nefna að Krista Design hélt því aldrei fram að skeiðin væri sín hönnun, né íslensk hönnun yfirhöfuð heldur einfaldlega endurgerð á hugviti afa. Hann taldi sig svo sem ekki hafa fundið upp hjólið heldur bjargaði hann sér með lausn á vandamáli. „Skeiðin hans afa“ var því gerð til að heiðra afa og fínu hugmyndina hans sem kallast á hönnunarmáli „repurposing“ eða að finna einhverju nýtt hlutverk. Töluvert fyrir birtingu greinarinnar á www.visir.is skrifaði María m.a. bloggfærslu um skeiðina skemmtilegu sem lesa má hér.

Í umfjölluninni spurði Vísir Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands, hvað henni fyndist um þetta og svarar hún: „Það er einfalt - þetta er ekki hönnun þau eru bara að búa eitthvað til sem er bara fínt. Fólk ruglar mjög mikið með hönnunarhugtakið“.

„Til að vera hönnuður er ekki nóg að ákveða bara að maður sé hönnuður og búa eitthvað til. Langflestir hönnuðir hafa að minnsta kosti 4 ára háskólanám að baki. Það eru til ómenntaðir einstaklingar sem geta talist hönnuðir en þeir eru undantekning. Mig grunar að fólki í þessu fyrirtæki hafi aldrei lært neitt í hönnun“.

Það voru einmitt þessi hörðu ummæli Höllu sem urðu kveikjan að þessari grein okkar systra og maka og íhugun okkar um hönnunarhugtakið.

Það að vera hönnuður er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi eins og Halla staðfesti einmitt í Vikunni hjá Gísla Marteini, en það er hvergi gerð krafa um að einstaklingur þurfi að vera sérmenntaður til að geta hannað. Eins og segir í íslensku alfræðiorðabókinni samkvæmt www.mennta.hi.is er hönnun:

„Mótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Iðnhönnun er á sama hátt mótun hluta til fjöldaframleiðslu“ (Íslenska alfræðiorðabók H-O.1997:137).

Þetta segir okkur það að í raun er allt okkar umhverfi að einhverju leyti hannað, svo lengi sem það falli einfaldlega ekki undir náttúrulega sköpun móður jarðar.

Halla segir enn fremur að fólk rugli handverki og föndri við hönnunarhugtakið þar sem einungis menntaðir hönnuðir sem flestir hafa háskólanám að baki geti gert, annað telst til undantekninga. Lesa má frekar um skilgreiningar Höllu hér:

Þessu getum við ekki samsinnt að einungis menntuðum einstaklingum sé hampað og hinum ómenntuðu er meinaður titillinn nema um sérstæð tilvik sé að ræða. Hver er dómarinn sem gefur undantekningunum titlaheimild sem að menntaðir einstaklingar fá í útskriftargjöf? Eru það aðrir menntaðir einstaklingar, það að birtast í hönnunartímaritum, fá viðurkenningu frá erlendum hönnunarhúsum eða hver?

Með þessu er að sama skapi verið að gagnrýna alla þá einstaklinga sem að starfa ómenntaðir í fögum sem ekki hafa lögverndað starfsheiti sbr. listamenn, tónlistarmenn, leikara, rithöfunda og svo mætti lengi telja. Við sem eigum einmitt svo mörg dæmi um fagmenn á sínum sviðum sem þó eru ófaglærðir.

Hvað með til dæmis Jón Gnarr?

Þar er gott dæmi um einstakling sem fer allt á eigin verðleikum og hefur starfað á sviði ritstarfa, tónlistar, leiklistar og svo í pólitík þrátt fyrir að hafa þó ekki lokið stúdentsprófi. Er hann einn af þessum fáu sem heyrir til undantekninga?

Við systur erum reyndar báðar menntaðar á sviði hönnunar og lista þar sem María Krista nam fyrst iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist svo með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Katla útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbraut í Garðabæ og er með Diploma frá  Istituto Europeo di Design í Barcelona sem innanhúshönnuður. Við höfum einnig verið föndrarar, handverkskonur og hönnuðir allt frá barnæsku bæði fyrir og eftir nám og einkunnarblöð.

Við rekum atvinnuskapandi fyrirtæki, saumastofu, vinnustofu og verkstæði þar sem við erum bæði með faglærða sem og ófaglærða einstaklinga í vinnu. Við leggjum upp úr því að gera eins mikið hérlendis og við mögulega getum og rekum tvær verslanir auk netverslunnar sem selur okkar eigin hönnun og handverk í bland við aðrar vörur.

Við höfum verið stoltir þátttakendur á hinum ýmsu hönnunar -og handverskmörkuðum um land allt ásamt öðrum föndrurum, handverksmönnum og hönnuðum þar sem við stöndum hlið við hlið og seljum okkar eigin sköpunarverk.

Við gagnrýnum það að háskólamenntun sé ávísun á gæði í starfi og afurðum og teljum það rangt að tala um undantekningar ómenntaðra einstaklinga. Virðum heldur vinnu náungans og höldum áfram að starfa við það sem veitir okkur gleði og skapa hluti sem bæta umhverfi okkar hvort sem það sé nytjavara, til fagurfræði, skemmtunnar eða ögrunar.

Við tökum þó fram að nám er aldrei af hinu slæma og fögnum því og öllum þeim einstaklingum sem að mennta sig, hvort sem það sé gert með skólafenginni reynslu eða annarri.

Lifum í sátt og samlyndi hvort við annað og hættum titlatoginu. Hyllum heldur fjölbreytileikann og sköpunarkraftinn í hvaða mynd sem hann birtist, annað skilar engri hönnun. 

Lífið væri jú ansi litlaust ef hæfileikarnir fengju ekki að njóta sín því hugvitið leynist víða, eins og til dæmis hjá afa heitnum!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju

- Systur & Makar –

 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Lesa meira
Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

(English below)

Sagan um Mistilteininn !

Mistilteinninn er merkileg planta sem festir sig á stofn trjáa og fær næringu sína þaðan eins og þekkist hjá sníkjudýrum.



Mistilteinninn sem margir nota sem jólaskraut er ættaður frá Norður Ameríku en svo er til Evrópskt afbrigði sem er með hvítum berjum.
Þessi dularfulla planta hefur verið notuð í athöfnum hjá Keltum, Germönum og Evrópubúum. Grikkir töldu hana hafa yfirnáttúrulega krafta.



Til eru margar sögur sem tengjast mistilteininum og ein þeirra segir frá því að ástargyðjan Frigg hafi litið á mistilteininn sem heilaga plöntu.

Það var vegna þess að þegar Baldur syni hennar dreymdi fyrir dauða sínum þá leitaði Frigg til allra náttúruaflanna, lofts, elds, vatns og jarðar og fékk þau til að lofa sér að ekkert myndi skaða son hennar.

Henni yfirsást þó dularfullu plöntuna mistilteininn sem hvorki lifði á jörðu né ofan í jörðu heldur á stofni eplatrésins.

Loki sem var óvinur Baldurs sá sér leik á borði og bjó til ör úr mistilteininum sem Baldur var skotinn með og lést hann af sárum sínum.

Dauði Baldurs var Frigg mikill harmur og í 3 daga reyndu öflin öll að lífga hann við en ekkert gekk.

Frigg á að hafa grátið á hverjum degi af ólæknandi sorg og breyttust tárin í hvít ber sem nú má finna á mistilteininum og sagan segir að ást hennar á syni sínum hafi að lokum vakið hann frá dauðum.



Eftir þetta kyssti Frigg alla sem gengu undir tréð sem mistilteinn hékk í og er því talið að ef fólk kyssist undir mistilteini þá muni ekkert illt henda viðkomandi því ástin sigrar hið illa.

Hvort sem þessi þjóðsaga er sönn eða ekki veit enginn en falleg er hún engu að síður.

Efni: Hvítt húðað ál.

Textinn fylgir með sem segir sögu Mistilteinsins.

Versla má mistilteininn frá Kristu Design með því að ýta á myndirnar.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Vinningshafarnir í jólagjafatalinu í dag 11. desember eru:

Í Reykjavík: Ásta Kristjánsdóttir

Á Akureyri: Kristín Magnea Karlsdóttir

Þið hafið unnið ykkur NOEL jólaspreyið frá Crabtree & Evelyn, nokkur sprey um íbúðina eða húsið og jólin eru mætt!

The story about the mistletoe!

The Mistletoe is a remarkable plant that attaches itself to stems of trees and it gets nutrition from it like a parasite.

The Mistletoe that many use as a Christmas decoration is descended from North America but there also exists a European version that has white berries.

This mystical plant has been used for all sorts of Celtic, Germanic, and European ceremonies. Greece believed it had supernatural powers (so if you feel any, be sure to inform us! ;))

There are many stories that involve the mistletoe and one of them includes the Nordic love goddess Frigg but she considered the plant holy. Baldur, her son, had a dream about his own death and Frigg looked to all the natural forces; air, earth, water and fire and made them promise her that nothing in the world could ever hurt her son.

She failed to include this mystical plant that didn’t live in or on the ground but on the trunk of the apple tree.

“Loki”, Baldur’s arch enemy found out about this and got a cruel idea. He made an arrow from the plant and shot Baldur which lead to his very sad death. To his mother, Frigg, this was understandably a traumatising event and for three days she got all the natural forces to try to bring him back to life, without success.

Frigg supposedly cried every day of incurable grief and those tears turned to the white berries that can be found on the Mistletoe. The story says that in the end, her endless love finally brought her son back to life.

For the rest of time Frigg kissed everybody that walked under the apple tree where the Mistletoe was hanging, and it is believed that by doing so nothing evil will ever happen to either of them, love will always prevail!

Whether this folklore is true or not, nobody knows, but the beauty of the tale is definitely worth sharing!

Material: Aluminium Powdercoated

The story about the mistletoe is included.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira
Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

Jólaóróarnir frá Kristu Design - nýr á hverju ári! 9. í jólagjafatalinu.

(English below)

 

Krista Design hefur verið að gefa út jólaóróa á hverju ári núna í nokkur ár og oftar en ekki nokkra sama árið. Þetta er einhver lenska hjá henni, hún getur ekki beðið þegar hugmyndin er fædd og drífur þá allt í gang! 

Það er nú reyndar líka kosturinn við að vera með íslenska framleiðslu hvað þá þegar hönnuðurinn sefur hjá framleiðandanum þá gengur þetta ósköp hratt fyrir sig svona. :)

Hér má svo sjá óróana en einnig má smella á myndirnar sjálfar og nýr gluggi opnast þar sem hægt er að versla hér á netversluninni.

Mig langar nú að segja ykkur aðeins frá ferlinu en vinnan þeirra fer nokkurnveginn svona fram: hugmyndin fæðist, María teiknar hönnunina upp í Illustrator, grafíkina sendir hún svo á Börk sem er með vatnsskurðarvél og hann yfirfærir teikninguna hennar Maríu í forrit sem að vélin getur lesið. Svo raðar hann hönnuninni upp á plötuna til að nýta efniviðinn sem allra best en þau nota iðulega ál í þessa óróa.

(Þessir kisugormar verða næst pússaðir og svo skellt í húðun).

Þá fer vélin af stað og sker í gegnum efnið með miklum þrýstingi af vatni og örlítið af sandi. Ástæðan fyrir því að vélin er full af vatni er vegna þess að krafturinn er svo mikill að það þarf stórar þungar járnplötur í botninn og vatn til að minnka kraftinn þegar bunan er komin í gegnum efniviðinn, annars sagar vélin botninn bara úr sér!!

Stykkin eru þá brotin úr plötunni og þau pússuð niður og fíniseruð og því næst komið í húðun. Krista Design lætur húða allt fyrir sig innanlands en það er svokallað "powdercoating" eða dufthúðun. Þessi tegund af húðun er notuð fyrir margskonar varning svosem varahluti í bíla svo gæðin eru mjög góð en sumar vörur Kristu eru til dæmis ætlaðar til útinota og endist varan, jah út í það óendanlega ef að farið er vel með stykkin!

Þá er að þræða í óróana silkiborða og pakka í sérmerktar pakkningar, skutla í búðina og þar bíða þeir eftir þér ;)

  

Ferlið má sjá hér í video-inu okkar en þetta hefst á mínútu: 6:26

Þeir eru að sjálfsögðu fáanlegir í verslununum okkar á Laugaveginum, á Strandgötunni á Akureyri sem og á Strandgötunni í Hafnarfirði. Ég bendi ykkur á að vera tímanlega þar sem þessir fallegu óróar eru orðnir ofsalega vinsælir í gjafir enda á frábæru verði!

Einnig minnum við á það að ef varan er búin tökum við einfaldlega niður pantanir og bjöllum um leið og hún kemur í hús aftur :)

    

 

Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu unnu sér inn jólaóróa frá Kristu Design að eigin vali!!

Í Reykjavík: Sigrún Agnes Njálsdóttir

Á Akureyri: Vordís Björk Valgarðsdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Locally made Christmas ornaments from Krista Design.

Krista Design has been making new Christmas mobiles every year now for a couple of years and more often than not she makes more than one version per year! You see, when they get a new idea it is difficult to postpone it to another year, especially when the designer "sleeps" with the maker.. they just make it right away! 

The benefit of having your own local production for sure!

 

Here you can see the mobiles available and you can press the images to go to a shopping site here on our on-line store. They are of course also available in our stores!

I would like to tell you little bit about the process of making them. An idea is born and María draws the graphic or outlines in Illustrator. She then sends the file to Börkur, her husband and the maker, which opens the graphic up in a programme that the water jet cutter can read. He organizes all the pieces on a plate so the material is fully used, and for these ornaments they use aluminium plates.

When the machine starts cutting it is basically high intensity water with a little bit of sand. The reason for the tank to be filled with water is because the force of the water is so extreme that the water slows down the power until it reaches thick steel plates at the bottom of the tank that prevents the jet to go through the base of the machine itself!

The pieces are then released from the plate and all the edges are sanded and finished. It is then powder-coated, silk thread goes through the hole for hanging, packaged, labelled and driven to the stores.

  

The process can also be seen in the video here below from minute 6:26

The mobile ornaments don't have to be only for Christmas, many are suitable for the whole year around! They are available in our stores as well as here on-line. We do ask you to be timely before Christmas because they are becoming super popular especially due to their great price point! 

    

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Skemmtilegir jólasiðir, Sigga Beinteins og - 5. og 6. í jólagjafatalinu!

Skemmtilegir jólasiðir, Sigga Beinteins og - 5. og 6. í jólagjafatalinu!

(English below)

Já ég veit, ég var svo innilega búin að lofa bloggi á hverjum degi til jóla en svo klikkaði ég í gær! Það þýðir ekki að berja sig fyrir það, við vorum einfaldlega á fullu að vinna í verslununum: við Tóta í Reykjavík og María með Röggu frænku í Hafnarfirði og við vorum í því að deila piparkökum og heitu kakói til kúnnanna okkar svo að bloggið sat á hakanum, ég biðst forláts! :)

Strax eftir vinnu var svo haldið beint á jólatónleika Siggu Beinteins en hún er góð vinkona okkar Tótu og jemundur minn, þeir voru æðislegir! Við höfum nú farið undanfarin ár til hennar en þessir fannst mér slá allt út! Hún er mikill húmoristi og gerði óspart grín að sjálfri sér sem gerði stemmninguna einstaklega heimilislega! Sviðið var líka glæsilegt og allir tónlistarmenn og söngvarar: bakraddir sem og gestir Siggu stóðu sig með sannri prýði! Það er á þessum tónleikum sem ég kemst í jólagírinn: Brú yfir boðaföllin, Litli trommuleikarinn og Jólin eru að koma, hún kann þetta alveg sko!! Fullt hús stiga elsku tónleikahópur fyrir glæsilegt "show"!!

Ég ætla því nú að segja ykkur frá jólasiðum nokkurra mismunandi landa, en eins og ég kom aðeins inná í bloggi mínu, fyrsta dag aðventu, þá er ég einstaklega heilluð af sögum og hér má einmitt lesa söguna um aðventukransinn (viðeigandi svona annan í aðventu ekki satt?!)

Þá tilkynni ég einnig um sigurvegarana í jólagjafatalinu okkar síðan í gær og í dag, það er því tvöfalt núna!

Heillandi jólasiðir frá mismunandi löndum.

Fallega jörðin okkar er nú stór og fjölbreytt og jólasiðirnir margir og misjafnir. Ég vil deila með ykkur nokkrum skemmtilegum jólasiðum sem að mér finnst heillandi og ég tel að þið gætuð haft gaman að!

Nágrannar okkar í Noregi, þið vitið, þar sem hinir Íslendingarnir eru..fela allir kústana sína eftir jólakvöldmatinn svo að nornirnar eða aðrir illir andar muni ekki stela þeim og ánetja bæina.

Sumir ganga lengra og fara út og skjóta nokkrum skotum úr haglabyssu upp í himininn til að vara nornirnar við komu í húsið þeirra.

 

Strá- jólageitin er dýrkuð á jólunum í Svíþjóð allt frá litlu trjáskrauti upp í risavaxnar styttur eins og sú sem er í borginni Gavle.

Sú geit er sett upp á hverju ári í desember en hún er fræg fyrir að vera brennd niður. Síðan árið 1966 til ársins 2013 hefur geitin aðeins lifað af 13 sinnum, (og reikniði nú). Einnig er hægt að fylgjast með lífi geitarinnar á Twitter, mun hún lifa í ár? ...svo er Ikea eitthvað að væla..

Bretar eru nú ekki beint þekktir fyrir sérstaklega góðan mat svo það er gaman að segja frá því að ein helsta jólahefð þeirra er í formi jólabúðings og sumar uppskriftirnar ganga í erfðir.

Jólabúðingarnir eru nánast svartir því þeir eru svo fullir af púðursykri og eldunartíminn er svo langur. Búðingarnir eru bleyttir með djús og brandý og hann er vanalega settur í eldun circa 4-5 vikum fyrir jól og hann getur enst í allt að ár.... mmm jömm!  Hver fjölskyldumeðlimur hrærir í búðingnum meðan hann óskar sér og þegar hann er framreiddur er búðingurinn baðaður í brandý og að lokum er kveikt í honum! Stundum fela þeir einnig silfraðan mun, pening eða fingurbjörg í búðingnum og sá sem finnur hann mun vera „extra“ heppinn á komandi ári. Kannski svolítið eins og möndlugrautur okkar Íslendinga?

Þegar ég bjó í Barcelona kynntist ég ansi skemmtilegum hefðum sem tíðkast í Cataloniu eins og til dæmis sú þeirri að koma fyrir styttu sem kallast "caganer" í helgimyndina. 

Caganer í lauslegri þýðingu er eiginlega bara kúkakall, já í alvöru, kúkandi kall með rauða catalónska húfu á höfði, með girt niðrum sig og hrúgu af mannsins leyfum við fætur sér. Sjáið þetta fyrir ykkur:  Jósep og  María eru eitthvað að "slaka bara" með jesúbarnið nýfætt fyrir utan fjárhúsin , vitringarnir gjörsamlega búnir á því eftir að hafa gengið alla leiðina, rollurnar eru á beit þarna í kring og já, þar felur sig eitt stykki kúkandi kall í bakrunni! Dásamleg hefð alveg!!

Cataluniubúar stoppa sko ekki þar, þeir eru með annan „jólakall“ sem að kallast Caga tíó eða Tíó de Nadal.

Það er andlitsmálaður trjádrumbur með fjóra fætur sem að börnin koma fyrir á góðum stað í byrjun desembermánaðar. Krakkarnir sjá um að gefa honum að borða og drekka, hjúfra hann í teppi svo honum verði ekki kalt og að lokum á jóladag koma þau honum fyrir hjá arninum og syngja fyrir hann vísur og berja hann til skiptis með prikum og biðja hann að kúka gjöfunum.

Þessi ást á skít er ótrúleg, en elsku útbarði Caga tíó kúkar að lokum litlum gjöfum og sælgæti!

Caga tió,                                                                        Kúkadrumbur

caga torró,                                                                    kúkaðu núggati (turrón),

avellanes i mató,                                                          heslihnetum og kotasælu.

si no cagues bé                                                             Ef þú kúkar ekki vel,

et daré un cop de bastó.                                            mun ég lemja þig með priki.

Caga tió!                                                                        Kúkadrumbur!

 

Úkraína er með sérstakar hefðir sem tengjast jólatrénu.

Það er skreytt með gervi kóngulóarvef og talið er að það færi lukku að finna kónguló eða vef á trénu áður en það er tekið aftur niður að jólahátíð lokinni.

Þessi hefð er byggð á gamalli sögu sem segir frá ekkju og börnum hennar sem voru of fátæk til að skreyta jólatréð sitt. Um morguninn vaknaði hún en kóngulær hússins heyrðu í þeim grátinn og ákváðu að þekja tréð í vef um nóttina. Á jóladagsmorgun þegar sólin snerti vefinn breyttist hann í gyllta og silfraða þræði og ekkjan og börnin urðu svona líka bara ánægð með jólin!

Það er einnig talað um að englahár (jólatrésskrautið) eigi rætur sínar að rekja til Úkraínu.. gaman að segja frá því!

Í Caracas, Venesúela er siður að skautast í morgunmessur 16-24 desember, já og það á hvorki meira né minna en á hjólaskautum en margar götur eru lokaðar fyrir almenna umferð á þessum tíma svo allir komist óhultir í kirkjuna.

Börnin í hverfinu fara með þennan sið alla leið en þau eru farin að venja sig á að binda spotta utan um tána sína og láta hinn endann lafa út um gluggann.  Á morgnana þegar skautararnir fara fram hjá kippa þeir lauslega í spottana til að senda vinalega jólakveðju.. ofsa krúttlegt og kósý.. allavega þar til tosað verður of fast..

Það er ein japönsk að vinna á saumastofunni hjá okkur, hún Mai, sem sagði okkur frá frekar sérstökum sið úr sínu heimalandi sem er eiginlega orsök svakalegrar markaðssetningar.

Circa 1970 var KFC í eigu sömu aðila og áttu Mitsubishi, þeir fóru að auglýsa djúpsteiktan kjúkling sem jólamáltíð því þeir tóku eftir því að útlendingar borðuðu hann mikið sökum skorts á hefðbundnum amerískum jólamat í Japan. Nú tíðkast það að Japanir safnast saman fyrir utan KFC í röðum til að sækja jólamatinn sinn eða panta hann með heimsendingu, einnig er hægt að „lúxusera“ máltíðina og fá kampavín með.. Hamborgarhryggur, rjúpa eða KFC.. maður spyr sig!...

Svarti jólakötturinn frá Kristu Design.

Íslensku jólahefðirnar eru nú ekki heldur af verri endanum en einnig er gaman að gera sínar eigin hefðir sem að erfast með börnunum.

...Opna jólakortin til dæmis uppí rúmi á jóladagsmorgun... munið það næst, ofsalega skemmtileg hefð sem að lengir "pakkatímann" ;)

Sigurvegarar í leiknum okkar 5. desember:

Í Reykjavík: Sigrún Huld Guðmundsdóttir.

Á Akureyri: Arna Gerður Ingvarsdóttir.

Þið hafið unnið ykkur inn handstúkur að eigin vali frá Volcano Design.

Svo eru það sigurvegarar dagsins í dag 6. desember

Í Reykjavík: Jóhanna Sigurey Snorradóttir.

Á Akureyri: Anna Signý.

Þið hafið unnið ykkur gjafakortapakka frá Rafskinnu.

Við bjóðum ykkur allar velkomnar í verslanir okkar að sækja vinningana! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Charming and quite remarkable Christmas traditions from various countries!

Our beautiful earth is grande and incredible and the Christmas traditions are as different as they are many. I would like to share with you a couple of really adorable and some quite strange traditions I found so charming and am sure you will like!

Our neighbours in Norway apparently hide their brooms after the Christmas dinner so the witches and other evil spirits wont steal them and enmesh their homes. Some go even further and go outside after the dinner and fire couple of warning shots from a riffle to the sky!

The Yule goat is adorned in Sweden during Christmas, all from small decorative goats to mammoth statues like the one in the city of Gavle. That gigantic goat has been set up every year in December but it has become famous for being burned down so many times. Since the year of 1966 till 2015 it has been destroyed 27 times (last time in 2013). Now you can do the maths...

Apparently you can follow the goats life on Twitter: Will it survive this year? 

 

Christmas pudding is one of Britain's favourite Christmas tradition and some of the recipes get inherited throughout generations. The puddings are almost always black since it is so filled with brown sugar and the cooking time takes ages. The puddings are soaked in fruit juice and Brandy and are normally set to cook 4-5 weeks before Christmas and it can last up to a year! Every family member must stir the pudding while they make it's wish and when the pudding is served it is once again bathed in Brandy and set on fire!

Sometimes they hide little silver ornaments in it: a coin or a thimble and the one that gets it is said to have great fortune for the next year.

 

When I lived in Barcelona getting my education I got to know several traditions from Catalonia. 

One of them is a little guy called "Caganer", loosely translated it is basically a pooping man with it's pants down and a pile of poop behind/below him! It is traditionally dressed with red hat, black pants and white shirt and they normally place him somewhere in the icon of Joseph, Mary and baby Jesus. 

Can you picture it? A pooping man somewhere behind a tree next to some sheep...! Remarkable!

And they don't just stop there, no they have another "Christmas guy" they call Caga Tio or Tio de Nadal.

It is basically a tree trunk on four legs with a painted face and a warm blanket. It is placed somewhere safe in the beginning of December where the kids can take care of him. They make sure it doesn't get cold, give him food and water and love. Finally on Christmas eve they move him next to the fire place and sing songs for him while they beat him with sticks and ask him to poop the gifts! 

This love for poop is just unbelievable and the tree trunk poops the presents and candy! 

Caga tió,                                                                        Poop trunk,

caga torró,                                                                    poop nougat (turrón),

avellanes i mató,                                                          hazelnuts and cottage cheese.

si no cagues bé                                                             If you don't poop well

et daré un cop de bastó.                                            I will hit you with a stick.

Caga tió!                                                                        Poop trunk!

 

Ukraine has a lovely tradition that has to do with the Christmas tree! 

They decorate their trees with fake spider web but they also consider it great luck to find a spider or some web on the tree before the holidays are over.

This tradition is based on an old story that tells the tale of a widow and her children that were so poor they couldn't afford Christmas decorations for their tree. The night before Christmas they cried for their misfortune and the spiders in the house heard them and felt sorry for them. They decided to cover the tree with web and as soon as the morning sun hit the web it turned to gold and silver threads and the little family celebrated happily!

It is also said the angel hair (Christmas tree decorative silver and gold hair) is descented from Ukraine! 

In Caracas, Venezuela they have this tradition to roller skate to mass the days 16-24th of December. 

During this time many streets are closed for traditional traffic so everyone can arrive safe to church. Even the children in the neighbourhood have fallen in the habit of attaching string around their toes and let them hang out the window so bypassing mass-goers can pull lightly as a little Christmas cheer. 

We have one Japanese girl working for us at the sewing room and she told us about this tradition from Japan that is actually the results of a massive marketing campaign! 

Circa 1970 KFC was owned by the same owners as Mitsubishi and they started advertising special KFC, deep-fried Christmas chicken buckets whereas there wasn't great traditional American Christmas food available for tourists. This became so popular that now the Japanese gather in cues in front of KFC for a Christmas bucket of their own. You can even "upgrade" your order  and have a Luxurious bucket with complementing bottle of Champagne!  

 

The Icelandic traditions are also great and many very strange! The story of the black Christmas cat is one of them:

The Yule Cat (Icelandic: Jólakötturinn or Jólaköttur) is a monster from Icelandic folklore, a huge and vicious cat said to lurk about the snowy countryside during Christmastime and eat people who have not received any new clothes to wear before Christmas Eve. The Yule Cat has become associated with other figures from Icelandic folklore as the house pet of the giantess Grýla and her sons, the Yule Lads.

The threat of being eaten by the Yule Cat was used by farmers as an incentive for their workers to finish processing the autumn wool before Christmas. The ones who took part in the work would be rewarded with new clothes, but those who did not would get nothing and thus would be preyed upon by the monstrous cat. The cat has alternatively been interpreted as merely eating away the food of ones without new clothes during Christmas feasts. The perception of the Yule Cat as a man-eating beast was partly popularized by the poet Jóhannes úr Kötlum in his poem Jólakötturinn. (Source material: Wikipedia).

Making your own traditions is of course another way to go because the traditions have to start somewhere right? We for example always open our Christmas cards in bed the morning on the 25th of December. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

Jólatrésstjakinn - nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design.

(English below)

Jólatrésstjakinn er nýjasti gripurinn úr smiðju Kristu Design!

Hann kom á markaðinn núna rétt í byrjun nóvember og hann er algjört æði!

Tréð er úr dufthúðuðu áli og er fáanlegt í hvítu, það kemur í litlum kassa og er tilvalin jólagjöf!

Einfalt og fallegt en með stjakanum fylgir einnig glerstjaki undir teljós. Tréð er í stærðinni 22 X 11 cm

Stjakinn kostar 6900.- m/VSK en hægt er að versla hér á netversluninni með því að smella á myndirnar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The Christmas tree candle-holder is a popular choice for presents, particularly before Christmas!

It displays a christmas tree with christmas lights and a few presents all around.  It is a simple yet decorative candle holder.

Do you need a gift for mum or the grandparents, anyone?!

It is made of made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop.

The light comes with a glass bowl for tea lights in a beautiful packaging.

Size: 22 cm x 11 cm

The candle holder can be shopped here on-line and shipped to you wherever, just by clicking on the images!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Skapaðu þína eigin hamingju - yndislegt skart frá Kristu Design.

Skapaðu þína eigin hamingju - yndislegt skart frá Kristu Design.

(English below)

Það er nú meira hvað þetta fallega men hefur slegið í gegn! Heilu vinkonuhóparnir og saumaklúbbarnir hafa fengið sér eins enda allir á því að skapa sína eigin hamingju ekki satt?

Menin eru úr smiðju Kristu Design en um er að ræða hringlaga nisti með rúnaletri sem segir "Skapaðu þína eigin hamingju". Við trúum því neflinlega að hver og einn skapi sína hamingju í lífinu og við endum iðulega póstana okkar hér á blogginu á þessum fallegu orðum.

Nistið er vissulega táknrænt fyrir eiganda mensins en það hefur verið sérstaklega vinsælt í gjafir fyrir vinkonu, fjölskyldumeðlimi eða ástvin.

Hamingjunistin fást bæði í 45 cm sídd sem og 90 cm og eru um 3 cm í þvermál. Hægt er að fá krómaða áferð og matta, allt eftir smekk en nistin eru úr stáli og koma á ryðfrírri keðju sem fellur ekki á.. Stutt nisti 5.900.- og síða nistið kostar 6.900.- 

Þau koma í fallegri öskju með þýðingum setningarinnar á þónokkrum tungumálum.

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

Menin fást hér á netversluninni, smelltu einfaldlega á hvaða mynd sem er og það opnast gluggi sem býður upp á kaupmöguleika.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

"Create your own happiness".. yes, isn't that just in our power?

This stainless steel necklace by Krista Design is engraved with the slogan " Create your own happiness". Sisters and Partners often refer to this beautiful sentence and we wanted to use it in our design somehow. Circle necklaces are a big hit these days and we wanted to join the party with our version of a circle necklace but with our own unique twist.

The writing is in Futhark runes but the translation comes along with the necklace in 12 diffrent languages: 

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

The necklaces are made of stainless steel, available in two different lengths and matte as well as shiny.
The lengths are 45 cm and 90 cm. The ring is 30 mm in diameter.

 

These lovely pendants have been very popular as gifts for friends, family members and loved ones!

They can be ordered here on-line simply by clicking any of the images :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

Lesa meira
Hitaplattarnir frá Kristu Design - praktísk gjöf!

Hitaplattarnir frá Kristu Design - praktísk gjöf!

(English below)

Hitaplattarnir frá Kristu Design eru hluti af fyrstu vörunum sem kom frá þeim hjónum en þeir eru mjög slitsterkir, þola vel heita potta og eldföst mót, þá má setja í uppþvottavél og þeir fara sérstaklega vel með viðkvæma borðfleti.

Plattarnir eru híbýlaprýði hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. Eins eru þeir óbrjótanlegir og þá má setja í uppþvottavél og undir brennandi heitt vatn til að losna við alla bletti (öfugt við korkplattana sem geta fengið í sig bletti sem erfitt getur verið að ná úr.)

Plattarnir eru úr endurunnu hjólbarðagúmmí frá Gúmmívinnslunni.

Gúmmívinnslan hf. var stofnuð 1982 og var upphaflegur tilgangur enduvinnsla á gúmmíi. Strax var farið að endurvinna vörubílahjólbarða með sólningu. Við sólninguna fellur til gúmmí sem nýtt er til framleiðslu á ýmsum nytjahlutum svo sem öryggishellum og vinnustaðamottum.

Með þessari endurvinnslu er stuðlað að verndun umhverfisins og þróunar á arðbærri framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrðu ekki notuð svo óhætt er að segja að um sé að ræða íslenska framleiðslu frá A – Ö

Plattarnir koma í ýmsum útgáfum en þeir eru fáanlegir hér á netversluninni og eru skemmtileg gjöf á frábæru verði fyrir hvern sem er!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Trivets: heat resistant mat made of recycled tires and cut in a water jet cutter.

The rubber trivets are very durable, dishwasher safe and work especially well on delicate worktops such as glass and other scratch sensitive furniture’s. The trivets are a home décor whether in use or not.

The rubber is recycled at Gúmmívinnslan which it located at Akureyri in Iceland.

Gúmmívinnslan hf. was founded in 1982 and its original purpose/intent was the recycling of rubber. Its first process was to recycle truck tire-rubber. During the recycling, unused rubber is used to produce various other usable things, such as safety mats for children’s playgrounds, floorings, fishing equipment and more.

These processes facilitate the protection of the environment and the progression of profitable production from materials other wise not used.

The trivets are available in several forms as shown in the images and if you would like to order one, simply press on any of the images and you will be moved to a corresponding product page.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hamingjusamur föstudagur og dömulegir dekurdagar á Akureyri!

(English below)

Ég elska föstudaga! Það eru allir svo léttir og glaðir eitthvað, hvort sem það sé tilhlökkun fyrir notalegri helgarstund með börnum og fjölskyldu, æsingur fyrir ferðalagi sem er framundan eða einfaldlega vínspenna þá er eitthvað í loftinu alltaf á föstudögum.

Það lá því beinast við að vera með léttan og notalegan póst í dag og mjög viðeigandi að segja ykkur aðeins frá hamingjunistinu frá Kristu Design. 

Þið hafið örugglega nokkur séð myndir af þessi meni áður en það er þó tiltölulega nýkomið, textinn á því á bara svo vel við föstudagsgírinn sem við erum í!

Nú eru hringir mikið í tísku í hálsmenum og lokkum og Krista vill að sjálfsögðu fylgja straumum og stefnum í þeim efnum. Við vildum þó að nistið væri táknrænt fyrir þann sem það ber og rituðum við á það með rúnaletri slagorðið sem Systur & Makar halda mikið upp á "Skapaðu þína eigin hamingju" því við trúum því nefninlega að hver og einn skapi sér sína eigin hamingju í lífinu, það er nú bara þannig.

Þetta eru því sannkölluð hamingjunisti sem fást bæði í 45 cm sídd sem og 90 cm og eru um 3 cm í þvermál. Hægt er að fá krómaða áferð og matta, allt eftir smekk en nistin eru úr stáli og ryðfrí keðja sem fellur ekki á..

Stutt nisti 5.900.- og síða nistið kostar 6.900.- 

Hægt er að smella á myndirnar til að detta beint inn á vöruna í netversluninni!

Eins minnum við á Dömulega Dekurdaga sem eru nú í fullum gangi á Akureyri.

Dömulegir dekurdagar er einn stærsti styrktaraðili Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Hátt í 100 aðilar voru með á síðasta ári og var afrakstur af þátttökugjöldum, pokasölu, happdrætti og einstökum framlögum í tengslum við Dömulegu dagana um 3 milljónir króna. Í ár styðjum við Krabbameinsfélagið í söfnun fyrir brjóstaómskoðunartæki á Sjúkrahúsið á Akureyri. Tækið kostar um 12 milljónir og hefur Krabbameinsfélagið þegar safnað tæplega 5 milljónum með aðstoð góðgerðarsamtaka og með einkaframlögum. Með sameiginlegum krafti tekst okkur að ná markmiðinu svo kaupin á ómskoðunartækinu verði að veruleika sem fyrst.

Systur & Makar taka að sjálfsögðu þátt í þessum flotta viðburði og er með bleikar vörur á -20% afslætti sem og þónokkrar vörur á útsöluslánni okkar.

Hún Abba verður einnig með léttar veitingar í boði fyrir gestina okkar, verið því hjartanlega velkomin öll í búðina á Akureyri, Strandgötu 9. Þar er einnig ávallt heitt á könnunni eins og vanalega!

Hér má svo fylgjast með facebook síðunni á Akureyri:

Hún Sigga Kling kíkti í búðina okkar áðan á Akureyri en hún er alltaf jafn dásamlega hress (hvort sem það sé föstudagur eða ekki, ég meina það!) Hún fékk sér einmitt Íslandsstúkur sem falla reyndar algjörlega í skuggann af þessu dásamlega stressi, en þær verða pottþétt góðar fyrir spádómsúlnliðina hennar! -  hvað sem ég dýrka þennan snilling!

Ef þér líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Happiness Friday and Lovely ladies days at Akureyri!

I adore Fridays! There is a certain tension in the air, people are excited for the weekend; whether it's for spending some quality time with friends and family or to spend some quality time with friends and cocktails: Fridays are fabulous!

So I found it fitting to tell you all a little something about Krista Design's Circle of happiness necklaces!

This stainless steel necklace by Krista Design is inspired by the slogan " Create your own happiness". Sisters and Partners often refer to this beautiful sentence and we wanted to use it in our design somehow!! Circle necklaces are a big hit these days and we wanted to join the party with our version of a circle necklace but with our own unique twist.

The writing is in Futhark runes but the translation comes along with the necklace in 12 different languages: 

Skapaðu þína eigin hamingju - Íslenska

Create your own happiness - English

Crea la tua felicità - Italian

Créer votre propre bonheur - French

Lag din egen lykke - Norwegian

Skapa din egen lycka - Swedish

Stwórz własną szczęścia - Polish

Erstellen Sie Ihr eigenes Glück - German

Создай свое счастье - Russian

Skab din egen lykke - Dansk

创建你自己的幸福 - Chinese

The necklaces are made of stainless steel, available in two different lengths and matte as well as shiny.
The lengths are 45 cm and 90 cm. The ring is 30 mm in diameter.

You can press the images to go straight to the web-store if you would like to order your own happiness necklace!

 

We would also like to tell you about the days that are happening in our store at Akureyri:

The lovely ladies days are benefit event that is happening this weekend and this event is one of the largest sponsor for Akureyri cancer organisation. This year they are collecting a fund to buy a breast scanning machine which costs about 12 million ISK. The organisation has already collected about 5 million ISK. This event will be a great support to this truly needed cause.

Systur & Makar will of course participate and we have pink products on -20% offer in the store plus we are offering light refreshments later today for our dear customers and there is always hot coffee for our clients!

Happy weekend everybody!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sameining, ó svo falleg!

(English below)

Nýju nistin okkar Sameining er nýkomin úr smiðju Kristu Design. Þau eru unnin út frá velþekktu keltnesku merki sem táknar sameiningu. Einnig er það talið sýna þroskaskeið konunnar á þremur mismunandi stigum; saklausa unga meyjan, mòðirin sem verndar og nærir og að lokum gamla vitra ættmóðirin. Efni ryðfrítt stál bæði í nisti og keðju. Menin fást í 2 stærðum og síddum, 45 cm og 90 cm keðjum. 

Þessi hafa orðið mjög vinsæl í gjafir! 

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þau á netversluninni!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

This stainless steel necklace by Krista Design is inspired by the Celtic symbol for Unity and exists all around the world.

It appears across many cultures and generations in quite a few incarnations, the most common of which are the three interlocking spirals and the three human legs spiralling out symmetrically from a common centre. Similar forms are the three number sevens or any figure composed of any three-pronged protrusions.

Although it does appear in many ancient cultures, it is most commonly accepted as a symbol of Celtic origins, depicting the Mother Goddess and the three phases of womanhood namely; maiden – innocent and pure, mother – compassionate and nurturing, and crone – old, experienced and wise.

Material is stainless steel, both in pendant and chain.
The pendant is available in two sizes and different chain length, 45 cm and 90 cm

You can click on the images to go straight to our web store!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Kríuóróinn- falleg heimilisprýði!

(English below)

Kríuóróinn er kominn aftur hjá Kristu, og sem betur fer því þetta er ein af mínum uppáhalds vörum frá henni systur minni!

Ég elska skrautmuni og ef einhver ykkar hefur komið heim til okkar Tótu þá vitið þið það að þar hef ég fyllt allt af dóti! Veggirnir eru orðnir fullir, allar hillur, öll borð svo þá er komið að því að hengja í loftin og jeminn hvað óróinn kemur þá sterkur inn!!

"Krían er líka besta móðir í heimi", þetta sagði hún Bergrún Íris vinkona mín, en hún er teiknari og rithöfundur og gaf nýlega út bókina "Sjáðu mig sumar", en hún hefur alveg rétt fyrir sér, það er líklega enginn sem ver eggin og ungana sína jafn harðlega og hún, ef þú kemur nálægt verður allt vitlaust!

 

(Hér er mynd úr fallegu bókinni hennar en hana má finna hér:)

Fuglinn er hávær í raunveruleikanum og nokkuð árásargjarn en sérlega fallegur svo við gerðum okkar eigin hljóðlátu útgáfu. Kríuna má hengja upp í glugga eða loft og ég lofa að hún ræðst ekki á neinn.

Efni: Krossviður og kemur fuglinn í flötum pakkningum. Tilvalið til gjafa erlendis.

Hægt er að versla óróana hér á netversluninni með því að smella á myndirnar af óróanum!

Stærð: Vænghaf um 60 cm 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Arctic Tern mobile, a beautiful decoration that comes in a flat pack!

The Arctic Tern (Sterna paradisea) is a very common bird here in Iceland. It is a sea bird and we love the sharp shapes of the bird and it‘s striking features! The bird can be a bit agressive but our mobile is very calm and beautiful, floating in the air, or in a window. Guarantee no pecking from this one!

All the shapes are designed and drawn by Krista and made of plywood cut in a water jet cutter and finally painted in the locally based workshop.

The bird comes in a beautiful flat pack packaging.

Size: Wing span about 60 cm 

You can shop this fantastic mobile by simply clicking on the images of the bird and you will be re-directed to our web store.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Kirkjuprýði, falleg fyrir heimamenn og gesti!

(English below)

Kirkjur eiga sér langa sögu á Íslandi en trúin hefur ávallt verið frekar sterk hér á landi. Þegar við Tóta fórum með Skosku gestunum okkar í smá ferð um landið furðuðu þau sig á fjölda kirkja sem þau sáu á þessum stutta tíma sem að við vorum á veginum.

(mynd fengin af www.kirkjukort.net)

Þetta vakti mig til umhugsunar og áhuga og hef ég nú komist að því að á Íslandi eru á fjórða hundrað kirkjur.. það finnst mér alveg ótrúlegur fjöldi. (það eru mismunandi magntölur taldar upp en á einum stað sá ég töluna: 361)

Sérstaklega ef að við hugsum okkur að fjöldi Íslendinga sé skv Hagstofu Íslands 1. janúar 329.100.

Þá þýðir það að við eigum eina kirkju fyrir hverja 912, og ekki eru allir trúaðir svo talan er í raun mun lægri... magnað á Íslandi!

Þar sem að kirkjurnar eru sterk tákn á Íslandi og oft mikil bæjarprýði þá hannaði Krista kirkjuprýði en sú fyrsta var gerð af Akureyrarkirkju í tilefni af opnun fyrstu Systra & Maka versluninni okkar þar í september 2014.

Kirkjuprýðin er framleidd úr hvítu húðuðu áli og eins og er fást þær í þessum nokkrum mismunandi úttfærslum. Kertastjakinn er einfaldur og fallegur og um leið táknrænn og vonandi minningarsjóður fyrir þá sem þekkja til sinnar kirkju. Glerstjaki fylgir með kertaprýðinni undir sprittkerti.

Fríkirkjan í Hafnarfirði kom næst en við systurnar ólumst upp í Hafnarfirði og vorum skírðar og fermdar í þessari dásamlegu kirkju.

Þá var komið að Hallgrímskirkju en þegar við opnuðum verslun okkar á Laugavegi var ekki annað hægt en að framleiða eina þekktustu og mest mynduðu kirkju landsins.

 

Nýjasta kirkjan er sveitakirkjan, en hún kemur aðeins í svörtu og er tilvísun í gömlu sveitakirkjurnar og hér með sérstakri vísun í Krísuvíkurkirkju.

Þessir fallegu stjakar hafa bæði verið mjög vinsælir í gjafir fyrir heimamenn sem og minjagripur fyrir ferðamanninn en þær fást einnig hér á netversluninni einfaldlega með því að smella á viðkomandi mynd.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Icelandic churches, a strong symbol!

I was driving about the country side with friends from Scotland last weekend as you might remember reading about. And they were amazed with the amount of churches we saw here in Iceland though we weren't driving for so long.

I found this very interesting since I had never thought about it that way before so I checked it out and got a figure of 361 churches in Iceland.

I think that is remarkable especially if you think about the amount of Icelanders, according to statistic council of Iceland, January 1st we were 329.100!

This means we have one church for every 912, and not all attend mass so the number is in fact even lower! 

Well.. to make use of this very strong symbol, Krista designed beautiful candle holders to honour these beautiful buildings.. (not all 361 of them, but they have 4 so far!)

They are also available here on-line by simply clicking the images of each church.

The church ornaments are candle holders made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop. They are available in several implementations that are all inspired by Icelandic churches.

The church candle holder is simple and beautiful and yet it holds a great significance. Many have as a memorabilia to “their” church or simply their belief. A glass candle holder for a tea light is included with the church.

Akureyrarkirkja was made due to our first store opening at the largest city in the north of Iceland, Akureyri.

Fríkirkjan in Hafnarfjörður is simply because the sisters of Systur & makar are born and raised in that town and were confirmed and baptised in that church.

Hallgrímskirkja is the newest addition to the “church family” and simply because it could not be left out once we opened our main store at Laugavegur, Reykjavík.

The old icelandic church is a typical church we know from the country side and the simple shape is very common for those kind of churches in Iceland.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Uglur uglur út um allt!

(English below)

Uglur hafa notið ótrúlega mikilla vinsælda undanfarin ár enda svo fallegir fuglar og Snæuglan svo íslensk!

Krista Design hefur verið með uglukrúttin sín í sölu í rúmlega ár en þau eru alveg ferlega vinsæl.

Uglukrúttin eru hugsuð sem híbýlaprýði og henta vel í glugga eða sem hangandi skraut úr lofti. Uglurnar eru tilvalin útskriftargjöf en hafa einnig verið mikið teknar í fermingar- og afmælisgjafir. Uglurnar fást í tveimur stærðum og eru úr dufthúðuðu áli, ýmist í svörtu eða hvítu. Silkiborði fylgir með og koma uglurnar í gjafapakkningu.

Stærðir 

Stór: 23 cm x 14 cm 

Lítil: 12 cm x 7 cm

Þær hafa líka verið vinsælar í gluggana í sumarbústöðunum og vinsælar gjafir. Litlu uglurnar koma líka í lítilli flatri pakkningu svo auðvelt er að senda þær með póstinum út á land eða erlendis.

Krista framleiðir einnig dásamleg uglukort og uglumyndir í nokkrum mismunandi útfærslum, þær hafa verið sérstaklega vinsælar í útskriftargjafirnar.

Annars er sjón sögu ríkari og bjóðum við ykkur því í heimsókn í búðina okkar á Laugavegi 40 eða á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Owl trend sweeps the nation and we of course take part!

Krista has been selling her very popular owl cutenesses for the past year and has now added owl images and greeting cards. 

The owl cuteness’s are designed as a home décor pieces for hanging in the window or from the ceiling. They are great as graduation presents and have also been popular as presents for the teenager or for the summer house owner.

They are available in two sizes made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop in black and white.

It comes in a pretty package with a silk ribbon for hanging.

Sizes

Large: 23 cm x 14 cm 

Small: 12 cm x 7 cm

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
13 niðurstöður