Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / jól

Glæný ilmkerti hjá Systrum&Mökum - 3. í jólagafatalinu.

Glæný ilmkerti hjá Systrum&Mökum - 3. í jólagafatalinu.

(English below)

Góð lykt inná heimilum er eitthvað sem að við systur algjörlega elskum enda bjóðum við uppá svolítið af vellyktandi vörum til sölu í verslununum okkar! Við erum td með ilmolíur og reykelsi:

 

(Smellið einfaldlega á myndirnar til að versla).

 

Svo fengum við nýlega inn glæný ilmkerti sem koma frá Svíþjóð. Sagan um kertin er hér á eftir og þó hún sé ofsalega frönsk þá eru kertin víst sænsk að uppruna.

Þau koma í fallegum pakkningum og brennslutíminn á þeim er 45 klukkustundir svo þessi duga ofsalega vel!

Ég er nú komin með þau inn á netverslunina og hér má finna þau öll: 

Sagan um kertin sjálf má svo lesa hér en þetta er einfaldlega þýðing af síðunni þeirra, jú vissulega svolítið háfleygt allt saman svona en kertin eru í alvöru góð og duga vel :)

VICTORIAN CANDLES – FERÐIN LANGA

Saga Victorian Candles hófst í Frakklandi í hjarta Evrópu þar sem er ofgnótt tísku, matar og drykkjar. Á langri ferð okkar um Frakkland höfum við velt mörgum steinum og látið hrífast af öllu því margbreytilega sem fyrir hefur borið. Á því ferðalagi höfum við upplifað ævintýralegar leigubílaferðir í París, gengið á hæstu fjöll í Ölpunum, siglt hættulega nálægt uggvekjandi klettum Atlantshafsstrandarinnar og baðað okkur í ljóma ríka og fræga fólksins á frönsku Rivíerunni.

ÞESSA UPPLIFUN HÖFUM VIÐ FANGAÐ Í ÞVÍ SEM VIÐ KÖLLUM VICTORIAN CANDLES BOUGIE PARFUMÉE, EINSTÖKU ÚRVALI OKKAR AF STÓRKOSTLEGUM ILMKERTUM

Ekki er annað hægt en að heillast af íburði og glæsileika þegar við eyðum nóttunum með fræga fólkinu á rauða dreglinum og heimsækjum frábæra veitingastaði í París. Tilfinningin fyrir munaði sem við nemum úr tískuklæðnaði og nýjungagirni fólksins fylgir okkur þegar við bókum herbergi í móttökunni á einhverju af vinsælustu hótelunum í miðborginni í von um að geta notið næturinnar eilítið lengur.

Victorian Candles – Úrval stórkostlegra ilmkerta í stórglæsilegum umbúðum í Viktoríönskum stíl fyrir öll tækifæri, hvort sem þau eru ætluð sem vinargjöf eða til eigin nota í ró og næði.

Svo er komið að vinningshöfunum hjá jólagjafatali Systra & Maka:

Að þessu sinni gefum við Hallgrímskirkjuóróa í Reykjavík og Akureyrarkirkjuóróa á Akureyri:

Í Reykjavík vann: Íris Sigurbjörnsdóttir.

Á Akureyri vann: Vilborg Karlsdóttir.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomnar í verslanir okkar til að finna vinningana ykkar :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Good smells for the home is something us sisters love and that is why we offer a variety of scented products such as oils and incenses. (Simply click on the images to shop).

 Recently we got a new brand from Sweden called Victorian Candles. 

This is in fact arriving from Sweden but it seems they were very influenced in France and around Europe when developing their scents.

The candles come in lovely packages, burn for 48 hours and you can see them all here:

The candles come in lovely packages, burn for 48 hours and you can see them all here:

The story about the candles themselves is a little "elevated" should we say, but the candles are indeed very nice and last long. The story is simply a translation from them :)

VICTORIAN CANDLES – The long trip!

The story about Victorian Candles began in France in the heart of Europe where fashion, food and drink prevails. On our long journey around France we tried many things and were fascinated of all things different and new. We experienced adventurous taxi rides around Paris, walked the highest mountains in the Alps, sailed dangerously close to the redoubtable rocks of the coast of the Atlantic and spent time with the rich and famous at the French Riviera!

All these experiences lead to our capture of what we now call VICTORIAN CANDLES BOUGIE PARFUMÉE, a unique variety of scented candles in beautiful Victorian style packaging.

VICTORIAN CANDLES are the perfect gift for a loved one or simply a high quality product to be enjoyed by yourself in peace and quiet.  

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bloggáskorun fram að jólum.. og aðeins meira!

Bloggáskorun fram að jólum.. og aðeins meira!

(English below)

Ég setti mér svolítið markmið fyrir þann 19 nóvember og það var það að ég ætlaði mér að birta nýtt blogg á hverjum degi til jóla! Við höfum ekki verið með nýjar færslur daglega frá því við byrjuðum að blogga, langt í frá, heldur skrifum þegar við höfum tíma til því þess, milli þess sem við framleiðum vörurnar okkar, sem og þegar við höfum eitthvað merkilegt að segja! 

Þetta var því heljarinnar persónuleg áskorun að koma með 36 nýjar færslur allar í röð!

Ég settist því við tölvuna og hóf að skrifa niður hugmyndir að bloggum til að birta og það gekk bara svona líka ágætlega og meira að segja svo vel að nú er ég að birta annað blogg í dag (2 í dag ss) þar sem að ég er komin með of mörg fram að jólum! Þetta er því orðið lúxusvandamál! Það er alltaf of eða van!

Takk fyrir að deila!!!

Það er frábært að heyra frá því ef þið lesið bloggið og fáum við stundum hrós í búðunum okkar sem við erum svo þakklát fyrir! Þar fyrir utan er auðvitað sérstakur lúxus þegar þið deilið því sem við höfum að segja og "share-ið" á Facebook og svona og vil ég þakka ykkur sérstaklega vel fyrir það!

Hluti af bloggunum sem eru á dagskrá eru kynningar á vörunum okkar en ég mun einnig koma með jólaföndursblogg og innpökkunarhugmyndir, sögur af jólahefðum og sykurlausar góðgætisuppskriftir sem og gjafahugmyndir til ástvina sem ég ætla einmitt að byrja á hér.

Hvað skal gefa ömmum og öfum sem eiga eiginlega allt?!

Þetta getur stundum verið svolítið erfitt er það ekki? Hvað ætli amma eigi orðið mikið af slæðum og hvað ætli afi eigi orðið mikið af sokkapörum?

Ömmur og afar eiga að sjálfsögðu að fá pakka á jólunum, mér finnst það allavega!

Það skiptir þó máli að það séu ekki alltof stórir pakkar sem að taka upp hálfar stofurnar né eitthvað sem fer bara ofan í skúffu og verður aldrei til nokkurs gagns! 

Gjafirnar þurfa heldur ekki að vera alltof alltof dýrar en það er skemmtilegt að gefa eitthvað fallegt sem hittir svolítið í mark og gleður og ekki spillir ef gjöfin getur orðið til einhvers gagns!

Hér eru því nokkrar hugmyndir að gjöfum sem fást hjá Systrum&Mökum og gætu hentað ömmum og öfum!

Fallegt bókamerki innblásið af verki Ásmundar Sveinssonar!

Uglubókamerkin frá Kristu Design er skemmtilegt dæmi um gjöf sem mun koma sér vel en tekur á sama tíma lítið pláss. Hönnunin er byggð á afsteypu eftir Ásmund Sveinsson sem kallast UGLA en María Krista tók þátt í samkeppni árið 2010 og var þessi sniðuga tillaga valin sem ein af topp 10.

Bókamerkið kostar 2500.- og fæst hér: 

Einnig má lesa svolítið meira merkið hér:

 

Skeiðin hans afa!

Heiti þessarar vöru gefur berlega til kynna að þessi hugmynd gæti verið ekta pakki fyrir ömmu og/eða afa ekki satt?!

Hann afi okkar systra átti einmitt hugmyndina að þessari sniðugu skeið en hugsunin var einmitt sú að götin í skeiðinni myndu sía baunasafann frá svo hann myndi ekki sullast yfir matinn!

Brilliant hugmynd auðvitað sem að Krista nýtti og færði í eigin framleiðslu. Skeiðarnar eru fáanlegar með nokkrum orðum: Mais, Baunir og Feta. Þær kosta 1900.- og fást hér:

Lesa má meira um þessa skemmtilegu vöru hér:

Lyklabær- heimili fyrir lyklana þína!

Þessi fallegi snagi er ein nýjasta viðbótin frá Kristu Design og hefur selst eins og heitar lummur!

Lyklarnir þurfa jú einhversstaðar að eiga heima svo þegar við sáum það að okkur vantaði einmitt snaga fyrir lyklana í sumarbústaðnum okkar settist Krista við teikniborðið og hannaði þenna dásamlega sæta lyklabæ!

Ég held að þessi gæti passað vel á mörgum heimilum! Hann kostar 6900.- og fæst hér:

Liljuljós - fallegur stjaki fyrir teljós!

Krista Design er með hellings úrval af stjökum fyrir teljós og er Liljuljósið gott dæmi og fallega gjöf!

Liljan sjálf er mynstur sem fengið er úr Sjónabók, en það er samansafn gamalla útsaumsmunstra sem var safnað saman í eina veglega bók.

Liljuljósið er ofsalega sætur stjaki á borð og þegar kveikt er á kertinu glampar myndin á borðið í kring.

Stjakinn kostar 6500.- og fæst hér:

Englaljósið er önnur útgáfa að fallegum stjaka frá Kristu.

Þessi er svolítið jólalegri en þarf þó að sjálfsögðu alls ekki eingöngu að vera uppi á jólum heldur má algjörlega nota hann allt árið.

Englaljósið kostar 5500.- og fæst hér:

 

Ekki má gleyma kirkjuprýðinni!

Þessir skemmtilegu stjakar fást einmitt í nokkrum útgáfum en þeir kosta allir 6200.-

Hallgrímskirkjan er hér:

Akureyrarkirkjan er hér:

Fríkirkjan í Hafnarfirði er hér:

og Sveitakirkjan er hér:

Værðarvoð í kuldanum!

Hlýtt og notalegt teppi kemur sér vel á öllum heimilum og sérstaklega hjá ömmu og afa í sjónvarpshornið!

Þessi teppi voru keypt inn þegar við græjuðum bústaðinn okkar og þar sem fólk spurði svo oft hvar við hefðum eiginlega fengið þau, bættum við nokkrum til viðbótar til að selja í versluninni.

Þau eru í fallegum ljósum og gráum tónum og henta örugglega inn á mörg heimili.

Værðarvoðin kostar 14900.- og fæst hér:

Þetta er vissulega ekki tæmandi listi og heill hellingur til viðbótar til hjá okkur sem gæti hentað vel í gjafir fyrir ömmu og afa. Handáburðirnir frá Crabtree&Evelyn gætu komið sér vel, plakötin frá Rafskinnu, ilmkerti og þónokkuð í viðbót af vörum frá Kristu Design svo sem skart og önnur heimilisvara! 

Við bjóðum ykkur öll velkomin í verslanirnar okkar til að kíkja á úrvalið!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Blog-challenge until Christmas and some gift-ideas for the grandparents!

I set myself a little goal the 19th of November to blog every day till Christmas! We haven't exactly been doing that, not every day at least, because it sure takes time to write and come up with new ideas but also actually make the products we sell and finding some interesting things to blog about! 

Coming up with 36 new topics was a challenge indeed!

So I set myself down and wrote down all the ideas I could find! It was actually easier than I had anticipated so I ended up having a bit of a luxury problem: too many ideas! To be able to fit everything in I decided to post this now, as the second blog of the day!

Thank you so much for sharing!

I also want to thank you all for reading what we are putting out to the cosmos and thank you all especially for sharing what we have to offer!

The December blog will be full of all sorts: how to wrap your presents, Christmas DIY projects, sugar and gluten free cookie recipes as well as stories of different Christmas traditions and gift ideas for your loved ones and here begins the first one:

What to give the grandparents who seem to own it all?!!

This can sometimes be a little bit tricky right? I mean how many scarf's can one woman have, or socks? like really?! 

Grandmothers and grandfathers SHOULD get presents on Christmas- I think so!

What is important tough is that the presents do not to be overly large or overly expensive! You need to be smart, it is better if they are practical and boy: try to find something that fits just right! 

Here we have couple of great ideas for the grandparents from Systur & Makar:

A Lovely bookmark inspired by a statue made by the famous Icelandic artist Ásmundar Sveinssonar!

The owl bookmark is a great example of a gift that will proof to be useful yet doesn't take up too much space. The design is based on a statue by Ásmundur Sveinsson, a famous sculptor in Iceland and a very known artist! The bookmark was actually a part of a design competition Krista took part in, in 2010 and was chosen one of the top 10 ideas! 

The bookmark is available here:

You can also read some more about it here:

Grandpa's spoon!

Like the name of this product indicates, this idea can be the perfect gift for the grandparents right?!

Out sisters grandfather got this brilliant idea because he really didn't like the juice that came with the beans. The holes in the spoon could then strain away the juice before the beans hit the dish!

Krista Design upgraded this great idea and the spoons are now available with couple of different words: Feta, Mais (meaning corn) and Baunir (meaning beans) and they are available here:

You can also read more about this fun little product here:

 Keyhouse - a home for your keys!

This great little hanger is one of the newest additions from Krista Design and has become quite popular! 

The keys need to have a home somewhere right? 

It is available here:

Lilja-light, a lovely spot for a tea light!

Krista Design has great variety of candle holders and the Lilja light is a great example of those and it is such a pretty little present! 

The lily itself is a pattern that comes from Sjónabók, a collection book with old cross-stitch patterns from Iceland. 

When the candle is lit the lily will mirror it's shade on the table surrounding the piece. 

It is available here:

The angel light is another candle holder version from Krista.

This one might be a little bit more holiday-ish but it can also pride the table all year around!

It is available here:

Let's not forget the church ornaments!

These beautiful candle holders are all patterned after actual Icelandic churches. The most famous and popular one being the on in the photo here above: Hallgrímskirkja!

Hallgríms-church is here:

Akureyris-church is here:

Fríkirkjan in Hafnarfjörður is here:

And the black country church is here:

Please read more about these pieces in their links. 

Snuggly blanket, we all need that during the cold winters!

Blankets are especially necessary at the grandparents for the TV room!

When we decorated the summerhouse, we bought these beautiful blankets and decided to buy couple more for the stores whereas our customers kept asking about them! The light greys and beige work in every home I believe! 

It is available here:

This is not at all the whole variety of gift ideas for the grandparents, only a section of ideas from our stores! Hand lotions from Crabtree&Evelyn, the old Icelandic ads, scented candles and loads more products and jewellery from Krista Design could also work!

Please come visit the store to see more or browse our web-store!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Aðventustjakarnir frá Kristu Design og sagan um aðventukransinn!

Aðventustjakarnir frá Kristu Design og sagan um aðventukransinn!

(English below)

Kæru vinir! 

Ég vil byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegrar aðventu og við viljum biðja ykkur að njóta hennar eins og þið getið! Ég minni aftur á viðburðardagatalið sem ég talaði um hér: Þar má finna fullt af fallegum hugmyndum til að gera saman í aðventunni með makanum, börnunum, fjölskyldunni og/eða vinunum. Þetta þarf neflinlega ekki að vera mjög flókið, einfalt er oft best! 

Nú er aftur á móti sá dagur þar sem að vert er að kynna aðventustjakana frá Kristu Design og segja ykkur söguna af aðventunni og kertunum fjórum.

Það eru líklega allir búnir að græja sinn stjaka eða krans og kveikja svo á fyrsta kertinu í kvöld en ég á einmitt laufkransinn frá Kristu og finnst hann alltaf svo hátíðlegur og fallegur!

Hann er eins og margar vörurnar frá Kristu, úr húðuðu áli og er 33 cm í þvermál. Kransinn kemur í kassa sem auðvelt er að geyma hann í ár eftir ár og laufin eru flöt til að byrja með. Þið potið svo laufunum út sjálf eins og þið viljið (munið bara að það má ekki pota til baka, þá geta laufin brotnað af eins og getur gerst þegar áli og járni er juggað fram og til baka).

Laufkransinn kemur með 4 silfurlituðum kertastöndum en hægt er að skrúfa þá úr og nota hann þá sem gluggaskraut (þá sjást 4 lítil göt á kransinum sjálfum). Við eigum þó einnig til Laufkransinn frá Kristu ætlaðan eingöngu í glugga eða á hurð hér: (og þá eru ss engin göt). 

Kransinn er einnig hægt að skreyta að vild, setja í hann rauð ber eða greni eða einfaldlega láta hann standa á stærri bakka og skreyta meira í kringum hann, ég sé fyrir mér eitthvað grænt og kannski jólakúlur, stjörnur eða bambastyttur! Hér fær hugmyndaflugið að njóta sín! Hann fær þó iðulega að njóta sín einn og sér á mínu heimili, fallegur í einfaldleika sínum!

Hreindýrastjakinn er önnur útgáfa frá Kristu en hann er bæði hægt að nota sem aðventustjaka sem og hátíðlegan kertastjaka yfir öll jólin! Hann kostar 8900.-

Honum fylgja 4 kertaglös sem hægt er að raða sprittkertum í og birtan glitrar í gegnum götin og speglar myndunum á borðið á kring.

Einnig er hægt að raða fjórum stórum kertum í stjakann og nota hann þannig.

Þessi stjaki fæst í verslununum okkar á Laugavegi 40, Strandgötu 9 Akureyri og Strandgötu 11 í Hafnarfirði :)

1-2-3-4, þessi stjaki er ekta aðventu! Hann er líka opinn í báða enda og hægt að draga grenilengju eða perlur eða eitthvað í gegnum hann og láta hann standa þannig með 4 stórum kertum. Einnig er hægt að raða litlum stjökum eða krukkum fyrir sprittkerti eins og sjá má hér að ofan.

Hann kemur í fallegri pakkningu eins og allt sem Krista gerir og ég bendi á að litlu glerstjakarnir fylgja ekki með þessum, enda er stjakinn mest hugsaður fyrir stór kubbakerti.

Öðru megin eru tölustafirnir og hinum megin má sjá jólatré: 

Þessi fallegi stjaki kostar 6900.-

Sagan um aðventukransinn:

Þar sem að uppruni hluta og hefða heillar mig sérstaklega mikið ákvað ég að gera örlitla leit að sögunni á bakvið aðventukransinn og fann heilmiklar heimildir á Vísindavefnum: Ég ákvað því að deila greininni þeirra hér með ykkur en mér þykir hún vel skrifuð með mjög áhugaverð! 

 

Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem þýða „koma Drottins“ og hefst hún á 4. sunnudegi fyrir jóladag. Þessi árstími var löngum - og er reyndar víða enn - kallaðar jólafasta, sem helgast af því að fyrr á öldum mátti þá ekki borða hvaða mat sem var, til dæmis ekki kjöt.

Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina. Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í, og þar sem ekkert rúm var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Aðventukransinn, sem talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar, barst til Suður-Jótlands og varð algengur í Danmörku eftir 1940. Frá Danmörku barst þessi siður til Íslands. Í fyrstu var aðventukransinn aðallega notaður til að skreyta búðarglugga en á milli 1960 og 1970 fór hann að tíðkast á íslenskum heimilum og er nú orðinn ómissandi hluti þessarar árstíðar.

„Nå tenner vi det første lys“.

Fyrir rúmlega 40 árum orti norski rithöfundurinn Sigurd Muri (1927-1999) ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast „Nå tenner vi det første lys“ og er það sungið við sænskt lag frá 1898 eftir Emmu Christinu Köhler (1858-1925). Lilja Sólveig Kristjánsdóttir fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið „Við kveikjum einu kerti á“ og er það á góðri leið með að verða einn þekktasti aðventusálmur Íslendinga fyrr og síðar. Hann er á þessa leið:

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda‘ í líking manns.

 

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

 

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.

En um aðventukertin er líka til þýsk saga, er ber heitið „Fjögur kerti“. Höfundur hennar er ókunnur en þýðinguna gerði Pétur Björgvin Þorsteinsson. Sagan er á þessa leið:

Það var búið að kveikja á öllum fjórum kertunum á aðventukransinum. Í kringum þau ríkti þögn. Ef einhver hefði verið nálægur þá hefði hann heyrt kertin tala saman.

Fyrsta kertið andvarpaði og sagði: „Ég er friðarkerti. Ljós mitt lýsir en fólkið býr ekki í friði hvert við annað. Fólkinu er alveg sama um mig!“ Ljósið á fyrsta kertinu varð minna og minna þangað til það slokknaði alveg.

 

Annað kertið flökti og sagði: „Ég heiti trú. En ég er alveg óþarfi. Fólkinu er alveg sama um Guð, það vill ekkert af honum vita. Það hefur engan tilgang að það sé ljós á mér.“ Krafturinn í kertinu sem nefndi sig trú var þrotinn. Lítill trekkur dugði til. Ljósið slokknaði.

 

Með lágri, dapurri röddu tók þriðja kertið til máls: „Ég heiti kærleikur. En ég hef enga orku til þess að láta ljós mitt skína. Fólkið er búið að ýta mér til hliðar. Það sér bara sig sjálft og ekki náungann sem þarf á kærleikanum að halda.“ Að þessum orðum mæltum slokknaði á þriðja kertinu.

 

Lítið barn kom inn í herbergið þar sem aðventukransinn stóð á borðinu. Með tárin í augunum sagði það: „Mér finnst ekki gaman þegar það er slökkt á ykkur.“

 

Þá svaraði fjórða kertið: „Ekki vera hrætt, kæra barn. Meðan ljós er á mér getum við kveikt á hinum kertunum. Ég heiti von.“ Það var gleðisvipur á andliti barnsins þegar það notaði ljósið af vonarkertinu til þess að kveikja á kærleikskertinu, trúarkertinu og friðarkertinu. Að því loknu sagði barnið eins og við sjálft sig: „Nú geta jólin komið í alvöru.“

Jólafundur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði.

Við systur ætlum svo á hinn árlega jólafund Fríkirkjunnar í Hafnarfirði en það var siður að fara á þennan fund með ömmu Böggu heitinni sem var virkur Fríkirkjumeðlimur.

Þetta höfum við gert eins oft og við höfum getað í gegnum tíðina enda sérstaklega hátíðleg stund! Við gefum einnig nokkrar gjafir í happadrættið sem er iðulega sérstaklega veglegt! Ein af gjöfum kvöldsins frá okkur verður að sjálfsögðu Fríkirkjustjakinn sjálfur!

(Hægt er að versla stjakana hér: eða í einhverri af verslununum okkar þremur).

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The advent wreaths and candle holders from Krista Design plus the story about the advent wreath!

Dear friends!

I would like to begin to wish you a happy and peaceful advent and remind you to please try to enjoy it! I also emphasize on the blog I did couple of days ago about the advent calendar right here, you can find loads of lovely ideas of how to spend this time with your partner, children, family and/or friends!

Today is the day to tell you a bit about the advent wreath and candle holders from Krista Design as well as the story about the origin of the wreath!

I have one of the leaf wreaths from Krista which I absolutely love and will light the first candle tonight!

It is, like so many products from Krista, made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop. It is 33cm in diameter and it comes with silver powder coated aluminium candle holders. The wreath comes in a box where it can easily be stored year after year.

The wreath comes flat so the new owner can pull up the leaves to create its beautiful 3 dimension to taste. A classic and simple Christmas decoration that can easily be decorated and adjusted to each year’s colour theme. We recommend decorating with holly berries, ribbons or branches. After the holiday’s the candle holders can be easily detached and the wreath can hang in the window and essentially works as a decoration for the whole year around.

Please note: do not bend the leaves back and forth, stick to a position once it has been found, moving many times can reduce the hold of the aluminium and its strength can decrease and eventually fall off.

Size: 33 cm x 33 cm 

The reindeer candle holder is another version of a decorative piece that can be used for the advent or simply as a Christmas décor throughout the holidays! 

It comes with 4 candle glasses you can use for tea lights and the flare makes the cut-out forms mirror on the table around the holder.

It is also great for larger candles like you can see here:

This piece is only available in our stores for now.

1-2-3-4, this one is perfect for the advent! It is open in both ends so you can even thread spruce through it and let it sit proudly in the centre of the table!

It comes in a lovely package like every other piece from Krista but I note that the little glass holders are not included in the package whereas this holder is more meant for larger candles like so:

On one side you can see the numbers and on the other it has 4 little Christmas trees! (Perfect for the window sill!) 

The story about the advent wreath:

I did a little search about the story behind the wreath since origin and traditions is something that just fascinates me! I found a great article on the Icelandic science web and I will try to translate it here to the best of my abilities! 

The word "advent" comes from the Latin words Adventus Domini, meaning: "the arrival of the Lord" and it begins on the fourth Sunday before Christmas! This time of the year was, and in many places it is still, called the Christmas fast. It is because in the early ages you weren't allowed to eat just anything, for example meat.

The advent wreath is based on a northern-European tradition. The "evergreen" stands for life in Christ and the "circle" symbolises the eternity. The first candle is called "The prophecy candle or candle of hope". The second one is called "The Bethlehem candle or the candle of preparation". The third one is called "The shepherd candle or the candle of joy" and the fourth and final candle is called "The angel candle or the candle of love".

The wreath which is considered to be based in Germany early 19th century, carried to South Jotland and became popular in Denmark after 1940. From Denmark this tradition came to Iceland and in the beginning it was mainly used to decorate store windows but in the years of 1960-1970 it got a common part of Icelandic homes and is now an essential part of this holiday time!

„Nå tenner vi det første lys“.

Over 40 years ago the Norwegian writer Sigurd Muri (1927-1999) wrote a poem about the four advent candles called: „Nå tenner vi det første lys“ and it is sang with a swedish song from 1898 by Emma Christina Köhler (1858-1925). Lilja Sólveig Kristjánsdóttir translated the poem to Icelandic and it is now one of the most known advent psalm in Iceland. (I'm sorry but I will not even endeavour translating this beautiful psalm!) 

Við kveikjum einu kerti á.
Hans koma nálgast fer
sem fyrstu jól í jötu lá
og Jesúbarnið er.

Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans,
því Drottinn sjálfur soninn þá
mun senda‘ í líking manns.

 

Við kveikjum þremur kertum á,
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.

 

Við kveikjum fjórum kertum á.
Brátt kemur gesturinn,
og allar þjóðir þurfa að sjá,
að það er frelsarinn.

There is also a German story about the four advent candles. The writer is unknown but it is called "The four candles" and goes something like this:

All the candles had been lit and around them was some sort of silence. If someone had been close enough he would have heard the candles whisper to each other:

The first candle sighed and said: "I am the candle of peace. My light illuminates but the people don't live in peace with one another. They don't care about me!" The light on the first candle got smaller and smaller and finally it went out.

The second candle flickered and said: "my name is faith, but I am completely unnecessary. The people don't care about god and they don't want to recognize him. There is no point for me to be lit". The power in the candle called faith was over and a little gust turned the light off completely.

In a low, sad voice the third candle said: "My name is love, but I have no energy to let my light still shine. The people have pushed me to the side. They only take care of themselves and not the fellow who really needs affection". And with these words the third candle blew out.

A small child entered the room where the advent wreath stood and with tears in it's eyes it said: "I don't like it when you are not lit."

The fourth candle replied: "Don't be scared little child. When I am lit we can turn on the other candles. My name is Hope". The child got happy and it used the candle of hope to light the candle of love, the candle of faith and the candle of peace. Finally the child said to itself "Now the Christmas can come, for real."

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira