Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / pinterest inspiration

Notalegur sunnudagur á Pinterest

Notalegur sunnudagur á Pinterest

Sunnudagar geta verið svo dásamlegir, fullkomnir til að slaka á, sofa svolítið, kúra, skipuleggja, liggja yfir pinterest og fá hugmyndir og innblástur og auðvitað elda og borða eitthvað gúmmelaði!

Þannig er þessi sunnudagur búinn að vera hjá okkur; sváfum svolítið út, kúrðum og tókum svo aðeins til og þrifum heimilið, lágum yfir sjónvarpinu, ég missti mig aðeins á Pinterest og svo erum við að taka á móti Maríu sys og Berki sem og strákunum þeirra í mat í kvöld þar sem að við munum skipuleggja sumarið framundan milli rétta..

Hér má sjá nokkrar spennandi myndir af Pinterest og hér er albúmið:

Ég er að elska flatbotna skó í augnablikinu og held að ég verði að finna mér fallegar mokkasíur eða kínaskó fyrir sumarið.

Maxi síðpils eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér þegar sólin fer aðeins að skína, hjólabuxur innanundir + fallegir toppar og stuttir jakkar = sumarlegt! Við stefnum á að gera nokkur Maxi pils fyrir sumarið svo fylgist með því..

Málaðir/tússaðir steinar, þetta finnst mér ferlega krúttleg hugmynd, sniðugt að nota sem bókastoðir, skraut á borðið eða til að halda niðri servéttunum þegar borðað er úti.. (við vitum það alveg, þó það verði sól þá verður aldrei blankalogn á Íslandinu góða!)..

Skemmtilegar sumargjafir eða jafnvel vera svolítið snemma í því og safna steinum í sumar og skipuleggja næstu jólagjafir.. ohhh ég vildi að ég væri svo skipulögð!

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

 

 

Katla – Systur & Makar –

 

 

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

 

 

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

 

 

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Lesa meira