Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / christmascalendar

Glæný ilmkerti hjá Systrum&Mökum - 3. í jólagafatalinu.

Glæný ilmkerti hjá Systrum&Mökum - 3. í jólagafatalinu.

(English below)

Góð lykt inná heimilum er eitthvað sem að við systur algjörlega elskum enda bjóðum við uppá svolítið af vellyktandi vörum til sölu í verslununum okkar! Við erum td með ilmolíur og reykelsi:

 

(Smellið einfaldlega á myndirnar til að versla).

 

Svo fengum við nýlega inn glæný ilmkerti sem koma frá Svíþjóð. Sagan um kertin er hér á eftir og þó hún sé ofsalega frönsk þá eru kertin víst sænsk að uppruna.

Þau koma í fallegum pakkningum og brennslutíminn á þeim er 45 klukkustundir svo þessi duga ofsalega vel!

Ég er nú komin með þau inn á netverslunina og hér má finna þau öll: 

Sagan um kertin sjálf má svo lesa hér en þetta er einfaldlega þýðing af síðunni þeirra, jú vissulega svolítið háfleygt allt saman svona en kertin eru í alvöru góð og duga vel :)

VICTORIAN CANDLES – FERÐIN LANGA

Saga Victorian Candles hófst í Frakklandi í hjarta Evrópu þar sem er ofgnótt tísku, matar og drykkjar. Á langri ferð okkar um Frakkland höfum við velt mörgum steinum og látið hrífast af öllu því margbreytilega sem fyrir hefur borið. Á því ferðalagi höfum við upplifað ævintýralegar leigubílaferðir í París, gengið á hæstu fjöll í Ölpunum, siglt hættulega nálægt uggvekjandi klettum Atlantshafsstrandarinnar og baðað okkur í ljóma ríka og fræga fólksins á frönsku Rivíerunni.

ÞESSA UPPLIFUN HÖFUM VIÐ FANGAÐ Í ÞVÍ SEM VIÐ KÖLLUM VICTORIAN CANDLES BOUGIE PARFUMÉE, EINSTÖKU ÚRVALI OKKAR AF STÓRKOSTLEGUM ILMKERTUM

Ekki er annað hægt en að heillast af íburði og glæsileika þegar við eyðum nóttunum með fræga fólkinu á rauða dreglinum og heimsækjum frábæra veitingastaði í París. Tilfinningin fyrir munaði sem við nemum úr tískuklæðnaði og nýjungagirni fólksins fylgir okkur þegar við bókum herbergi í móttökunni á einhverju af vinsælustu hótelunum í miðborginni í von um að geta notið næturinnar eilítið lengur.

Victorian Candles – Úrval stórkostlegra ilmkerta í stórglæsilegum umbúðum í Viktoríönskum stíl fyrir öll tækifæri, hvort sem þau eru ætluð sem vinargjöf eða til eigin nota í ró og næði.

Svo er komið að vinningshöfunum hjá jólagjafatali Systra & Maka:

Að þessu sinni gefum við Hallgrímskirkjuóróa í Reykjavík og Akureyrarkirkjuóróa á Akureyri:

Í Reykjavík vann: Íris Sigurbjörnsdóttir.

Á Akureyri vann: Vilborg Karlsdóttir.

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomnar í verslanir okkar til að finna vinningana ykkar :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Good smells for the home is something us sisters love and that is why we offer a variety of scented products such as oils and incenses. (Simply click on the images to shop).

 Recently we got a new brand from Sweden called Victorian Candles. 

This is in fact arriving from Sweden but it seems they were very influenced in France and around Europe when developing their scents.

The candles come in lovely packages, burn for 48 hours and you can see them all here:

The candles come in lovely packages, burn for 48 hours and you can see them all here:

The story about the candles themselves is a little "elevated" should we say, but the candles are indeed very nice and last long. The story is simply a translation from them :)

VICTORIAN CANDLES – The long trip!

The story about Victorian Candles began in France in the heart of Europe where fashion, food and drink prevails. On our long journey around France we tried many things and were fascinated of all things different and new. We experienced adventurous taxi rides around Paris, walked the highest mountains in the Alps, sailed dangerously close to the redoubtable rocks of the coast of the Atlantic and spent time with the rich and famous at the French Riviera!

All these experiences lead to our capture of what we now call VICTORIAN CANDLES BOUGIE PARFUMÉE, a unique variety of scented candles in beautiful Victorian style packaging.

VICTORIAN CANDLES are the perfect gift for a loved one or simply a high quality product to be enjoyed by yourself in peace and quiet.  

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira