Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / flower

Blómatopparnir fallegu nú einnig komnir í svörtu!

(English below)

Sætu blóma crop-topparnir frá Volcano Design eru nú komnir í svörtu!

Þeir eru því nú fáanlegir í ljósu, bleiku og svörtu, en þar sem að hún Jóa mín, (Jóhanna Gils, módelið okkar) er erlendis og kemur ekki fyrr en í lok ágúst þá næ ég ekki að mynda þá strax. Það er kannski ekkert verra, við erum að safna saman í ágætis töku, því það er slatti að koma af nýju svona síðsumars/snemmhaust vörum sem ég mun þá mynda í leiðinni.

Topparnir hafa verið vinsælir við mynstruðu buxurnar okkar og pilsin sem og maxi pilsin en þessi dress hafa komið vel út í sumarpartýum, grillboðum og brúðkaupum. Ég er líka svo hrifin af því að þeir eru mjög sætir við gallabuxur með blazer, svona svolítið nýtt twist á sparitoppinn og hann er hægt að para við allskonar átfitt.

Svo er Menningarnótt á næsta leiti svo það er um að gera að nýta rúntinn og kíkja í búðina!

(Einnig er hægt að ýta á hvaða mynd sem er til að versla).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Flower crop tops now also available in black!

(Press any image to shop!)

The pretty textured flower crop-tops are now available in black as well as light pink and blonde.

Our darling model: Jóhanna Gils is spending her summer abroad so we are waiting for her to come home to have a new photo shoot. We are working on some interesting late-summer/pre-fall products that we will "shoot" at the same time.

 

I love these textured little tops and even though they might seem a bit summery and were a part of our summer collection, I think they will also match very well with pants and a blazer this fall. I adore having piece I can mix and match.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira