Jólakort síðustu ára frá systrum og mökum!
(English below)
Hún María sys og hennar fjölskylda hefur alltaf staðið sig alveg ótrúlega vel með jólakortin og senda í tugatali á alla sína vini og vandamenn eins og þau hafa gert í fjöldamörg ár.
Kortin eru alltaf heimagerð og hvert öðru fallegra eins og sjá má á meðfylgjandi myndum!
Þau eru svo klikkuð og hafa td. sent útskorna jólaóróa og laufabrauð brotin úr pappír með sínum kortum!
Allir sem fengu kort fengu því um leið jólaskraut.. eins og ég segi: svolítið klikkuð!
Okkur Tótu fannst þetta svo skemmtilegt hjá þeim að við ákváðum að taka þátt í stuðinu og höfum nú sent okkar eigin kort í 5 ár í röð, prentuð í massavís og send til vina, vandamanna og fjölskyldumeðlima en kúnnarnir okkar hafa stundum fengið að finna fyrir því líka!
(Þetta byrjaði ósköp saklaust, Tótu var skellt í kjól af mér sem er sérstaklega ólíkt henni og ég fór í gamla rúllukragapeysu frá henni sem og hneppt vesti, þetta var fyrsta árið okkar saman og vestið sem og rúllukragabolurinn er ekki meðal vor lengur...) ;)
Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg hefð og maður reynir að toppa sig á hverju ári!
Það er "alls engin" íronía í þessu... þetta var ss 2011 þegar allir voru að sprengja sig úr líkamsrækt og dugnaði!
Það varð allt skemmtilega vitlaust þegar við sendum ballettkortið og fólk fór að senda okkur hugmyndir að næstu kortum! En það var erfitt að toppa ballettinn.. sérsaumaðir spandexgallar.. hvað skal gera?
Við ákváðum því að róa alla niður, halda upp á friðinn og gáfum Yoko og Lennon heiðurinn! Við fengum meira að segja vinkonu okkar til að taka myndina en hún hafði "pantað að mynda" með árs fyrirvara! Hrikalega skemmtilegt!
Nú er aldrei að vita hvað kemur á þessu ári en við munum auðvitað leyfa ykkur að fylgjast með og við setjum örugglega inn myndir af kortunum eftir jólin!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
There has been a Christmas card tradition in our family for years. Our mother was our greatest influence but she used to craft all her cards and they were all pieces of art really! Then she hand-wrote every single one - like 40-50 pieces each year, and they all had little "essay's".
María, my sister took up the tradition with her family but they have always created these super fun cards, printed yes, but often they included a little hand made ornament! (They are also crazy!)
María, which by profession is indeed a graphic designer, makes all her cards herself and they photograph themselves as well.. and I know the image here above was done using a "timer"! Just so fantastic!
We just loved this so we decided to start making our own and it began relatively "innocent".
Tóta dressed in a dress from me and I wore a vest and a turtle-neck from her. (both items are not among us any more..!) :)
People loved it! So we of course wanted to better and better every year here are the results:
When we sent out the ballet card- people went nuts! They loved it! We began to get ideas for next year's card and one friend asked to be the next years photographer.. year ahead!
But it was difficult to "top" the ballet.. so we just asked everybody to calm down and love peace and dressed up as Yoko Ono and John Lennon!
We don't know what this years card will look like, but it will be fun I can tell you that!
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!
Hakk og kúrbítsspaghetti!
(English below)
María systir býður okkur Tótu stundum í mat sem er alltaf rosalega gott og gaman auðvitað og iðulega frekar hollt.
Við höfum fengið að prufa heilan helling af uppskriftum frá henni og ein af þeim var kúrbítspasta.. hún var sossum ekkert að gaspra því þá hvernig pasta þetta væri og ég hélt það væri bara venjulegt, eða eitthvað svona hollari útgáfa af einhverju... Það hefði reyndar ekki komið mér neitt á óvart ef hún hefði verið búin að rúlla upp pasta úr huski og eggi eða einhverju ótrúlegu. Nei pastað var gert úr kúrbít sagði hún og ég trúði því varla!
Uppskriftin hennar upphaflega er hér og hún er geggjuð!
Þetta var fyrir þónokkru síðan og við Tóta fórum og keyptum okkur græju til að skera kúrbítinn svona niður en við höfum gert okkur þetta nokkuð oft síðan. (Við fengum okkar í Duka í Kringlunni).
Við eigum alltaf soldið mikið af hakki þar sem að tengdaforeldrarnir kaupa alltaf skrokk og deila á fjölskyldurnar, og það er einstaklega hreint og fitulítið og sérstaklega gott og þar sem ég elska hakk og spaghetti þá gerum við það oft heima.
Ég ákvað núna að prufa að gera það með kúrbítspasta og vitiði, það er sko alls ekki síðra en hveitipastað og þetta er mun léttara í magann.
Spaghettí uppskriftin er sossum engin töfrauppskrift, ég reyni iðulega að hreinsa svolítið úr skápunum, nota það grænmeti sem er til og krydda soldið vel og soldið sterkt svo þið gerið hana eins og þið viljið auðvitað, en svona var þetta allavega hjá okkur í gær:
Innihald:
2 kúrbítar
500 gr nautahakk
2 laukar
2 litlir hvítlaukar
5 gulrætur
6 sveppir
1 pastakrukka frá Jamie oliver
2 dósir niðursoðnir tómatar (fínt ef þeir eru með einhverju bragði líka.. hvítlauk, basiliku osfrv).
salt, svartur pipar, malaður hvítur pipar, basilika, oregano, paprikukrydd, Tabasco sósa, (og það sem þér finnst gott ef þú vilt krydda meira).
Að lokum setti ég ferska basiliku, niðurrifinn parmesan og kotasælu.
Svona fór ég að þessu:
Fyrst þarf að byrja á að taka græna hlutann af kúrbítnum. (Þetta er ekki nauðsynlegt, ef þú vilt hafa pastað með meira "biti" þá má það alveg vera eftir á og rífa það niður með hinu, ég hef prufað bæði).
Svo þarf að rífa pastað niður með rifjárninu, ég sleppi iðulega miðjupartinum þar sem kúrbíturinn verður frekar mikið blautur í miðjunni.
Allt sett í skál og hér strái ég slatta af salti yfir, ég notaði gróft sjávarsalt en það á ekki að skipta neinu sossum. Bara mikið af salti og hræra svolítið í skálinni svo saltið fari um allt.
Þetta er gert til að "útvatna" kúrbítinn. Láttu þetta bíða í skálinni á meðan þú undirbýrð allt annað.
Ég notaði svona hvítlauk, tvö stykki og skar niður í fínt.
Laukinn skar ég niður í tvennt og helmingana svo í sneiðar. Hvítlaukurinn og laukurinn er steiktur þar til hann er farinn að svitna ansi vel.
Gulrótunum bætt útí þar sem ég hef skorið þær í þunnar sneiðar, þetta er allt látið svitna svolítið vel saman. Mér fannst þetta vera við það að brenna fyrst svo ég bætti við 3 msk af vatni, bara til að fá gufuna svolítið af stað.
Grænmetið er hreinsað af pönnunni og hakkið er sett af stað, ég setti smá olíu með því.
Þá hrúga ég öllum kryddunum á, ég bara slumpa magninu og set frekar meira en minna. Við Íslendingar kryddum ekkert svakalega mikið og ekki í miklu magni. Notið frekar meira af kryddum og minna af salti, það er hollara og mér finnst það gefa réttinum meiri dýpt.
Þá steikti ég hakkið þar til það var orðið frekar þurrt og vel brúnað.
Bætti þá nokkrum niðurskornum sveppum útí pönnuna og leyfði þeim að brúnast svolítð með hakkinu.
Því næst skellti ég steikta lauknum og gulrótunum aftur útí og blandaði saman við.
Hér var æsingurinn eitthvað mikill á mér og ég var búin að tæma úr annarri dósinni þegar ég mundi að ég átti eftir að taka mynd. Ég nota ss tvær dósir af tómötum og svo eina af pastasósu. Jú vissulega gæti ég gert eigin pastasósu og duddað eitthvað í því, en mér finnst þetta ósköp þægilegt. Ég kaupi aldrei sömu sósuna, bara það sem mér finnst girnilegast hverju sinni. Jamie varð fyrir valinu í þetta skiptið!
Svo skolaði ég kúrbítspastað vel (það var þónokkuð salt á því) og kreysti það svolítið til að losna við aukavökvann. Það fór svo beint í hakksósuna þar sem ég leyfði öllu saman að bubbla í svolítinn tíma og hitna vel!
Setti svo í skál, með góða slummu af kotasælu, reif niður svolítinn parmesan ost (afþví ostur er bestur!) og blandaði nokkrum laufum af ferskri basiliku við!
Ferlega gott og mjög hollt! :)
Þetta er líka mjög gott í hádeginu, upphitað daginn eftir! :)
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Healthy zucchini spaghetti with meat sauce!
I love pasta with meat sauce and generally I cook it quite often at home, but the wheat pasta is a bit heavy for my stomach to digest. That doesn't mean I don't cook it, I just love to have the alternative if I want something a bit lighter.
My sister introduced me to zucchini pasta, which is basically strings of spaghetti that simply replace the wheat spaghetti. They don't really taste of much, but then again, neither does wheat pasta, and they are way lighter plus healthier for you.
I made my version of the meat sauce the other day and I would like to share with you guys and I hope you enjoy.
The recipe for the sauce isn't any magic recipe really, normally when I make a dish like this I try to use whatever I have in my fridge and load quite a lot of vegetables in there:
Ingredients:
2 zucchinis500 grams ground beef
2 onions
2 small garlic onions
5 carrots
6 mushrooms
1 can of pasta sauce (this time I used one from Jamie Oliver)
2 cans tomato
salt, black pepper, white ground pepper, dried basilica, dried oregano, spicy paprika and Tabasco
Finally I dressed the dish with a spoonful of cottage cheese, fresh basilica and sliced parmesan cheese.
This is how I made it:
First I took the green part of the zucchini, this you don't have to do if you like the pasta to have a bit more bite to it. This time I decided to take it off.
Then you need to have a julienne cutter and cut down vegetable into thin strips. I don't use the centre whereas it becomes quite wet in the middle.
I put all the juliennes in a bowl and salt well with a coarse salt. This will get some of the water out of the vegetable so just leave it in the bowl while you make the rest of the dish.
This is the sort of garlic I used, I cut it down finely and put on the pan with a little oil.
I cut down the onions as well and added them to the garlic. I let it sweat for a while.
Then I added the sliced carrots to the mix and let them sweat as well until the onion had turned a bit brown and luminescent and the carrots were a bit soft.
I took all the vegetables out and put to the side and started frying of the meat.
Then I add all the spices and I tend to use more then less of them and use less salt instead.
I fry the beef until it is well toasted and quite brown and dry.
Add couple of sliced mushrooms to the mix and let them brown with the meat.
Then I add the roasted onion and carrot back in and mix well.
I did use two cans of tomatoes and one of the Jamie Oliver sauce and mixed that in with the meat.
Then I washed the julienne zucchini and drained it well. I even squeezed out most of the liquid before adding it to the meat sauce.
I let it heat up well and plated it.
Then I put a good table spoon of cottage cheese on top, slivers of parmesan cheese and couple of fresh basil leaves.
Very healthy and tasty, plus it is great to be heated up the next day!
Enjoy!
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!
Skipstjóraspegill- DIY
(English below)
Við áttum dásamlega nótt í bústaðnum og María og Börkur bættu svo við einni nótt í viðbót með strákunum sínum. Það var yndislegt að gista þarna sérstaklega eftir að við vorum búin að græja svona mest allt tilbúið! Kamína, Irish, grillmatur og næslæf! Þessi mynd lýsir stemmningunni ágætlega þarna fyrsta kvöldið!
Ég ætla nú að nota nokkra pósta í að fara svona aðeins yfir verkefnin sem að við höfum verið að gera þarna sérstaklega þar sem það eru mjög margir búnir að spyrja.. hvaðan við fengum vörurnar osfrv. allavega svona í bland við aðra pósta. Verslunin er einnig að fyllast af nýjum vörum svo ég mun líka kynna þær smátt og smátt á næstu dögum.
Hringspegillinn eða "The captains mirror" eins og hann heitir raunverulega er þessi hér:
Hann er svakalega flottur en við höfum ekki efni á honum og kannski ekki fyrir bústaðinn heldur. Við vildum þó nota okkur þessa fallegu hönnun sem innblástur að okkar eigin spegli.
Það eru til ofsalega mörg DIY verkefni um gerð þessa spegils og hér er okkar útgáfa:
Við versluðum okkur kringlóttan bakka í IKEA sem kostaði 1550.-
Máluðum hann...
Þessi var málaður með litunum sem sjást á myndinni.. en það er alveg eins hægt að grunna með svörtum vatnsgrunn og hálfmöttu lakki eins og við gerðum flestar aðrar mublur í bústaðnum.
Börkur hennar Maríu skar út hringspegilinn í vélinni sinni en við grennsluðumst aðeins fyrir og okkur skilst að sér-skorinn hringspegill sé að kosta ca. 5000.-
Þá var bara að líma spegilinn ofaní bakkann og við skrúfuðum svo litlar skrúfur í hliðina á honum fyrir keðjuna sem að María átti til.
Hér er hann svo kominn á endanlegan stað í bústaðnum, ofsalega notalegur svona við hliðina á kamínunni.
Við fundum allskonar útgáfur af heimagerðum skipstjóraspeglum og hér eru fleiri útgáfur:
House and Home er hér með video:
Style at home er hér með útgáfu út frá Ikea spegli.
Design Sponge er hér með vandaða útgáfu:
Já og svo er hellingur á Pinterest af allskonar útgáfum af svona heimagerðum krinlóttum speglum :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
The captain's mirror - DIY
So in the next few posts I will be giving you more examples of the DIY projects at the summerhouse. We tried to be super smart and do things as cheaply as possible but make it look as expensive as possible at the same time!
We are still so amazed by all the support and compliments we got for the changes and loads of questions as to where we got all these different things. So here is the first project: The captain's mirror.
We would have loved to buy the original but apparently the price for one of those is about 1500$ so that wasn't really going to be happening at the summerhouse, so we got the idea to make our own DIY style.
Many have done similar projects already and I will share couple of links to those here at the bottom, this is however how we made ours:
Firstly we bought a round wooden tray from IKEA.
Then we painted the sides of the tray like shown here above. We used Martha Stewart paint like you can see on the image above, but I'm pretty sure you can use just about any paint you have or spray paint as long as it sticks to the wood.
Glue the mirror on the inside of the tray..
and put small hooks on the sides, we then attached black chain we already had in our storage..
Tadaaaaa ready and done and at it's final place at the summerhouse!
here are some more DIY Captain's mirrors:
And many many more on Pinterest!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!
Sumarbústaðarbreytingarnar, hvernig gengur?
(English below)
Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast, en það er góð og gild ástæða fyrir því sossum. Við systur & makar erum búin að vera upp í bústað síðustu daga langt fram á kvöld með allskonar fórnarlömbum að vinna við að klára. Það er magnað hvað við höfum náð að plata marga til að koma og aðstoða okkur og allt eru þetta atvinnu málarar, magnað alveg!
Hann verður sossum ekki alveg tilbúinn strax, ekki svona alveg alveg, við ætlum til dæmis að mála hann að utan næsta vor. Það var ekki mjög vinsælt hjá mér að bíða með það, en það er víst "gáfulegast" að gera það.. þoli ekki "gáfulegast"!... en ég get þá látið mér hlakka til þess í allan vetur! :)
Bloggið verður stutt í dag þar sem ég er að fara í púðaverasaum og rúmteppasaum, en þið getið fylgst með því á Instagram. Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegan áhuga sem þið hafið sýnt þessu verkefni okkar. Það bætist endalaust á Instagram listann okkar og commentin sem við fáum frá ykkur eru dásamleg! Takk öll, það er geggjað gaman að gera þetta svona með ykkur!
Fyrsta nóttin á föstudaginn...
Hér eru nokkrar myndir af síðustu viku(m) af Instagram og ég mæli svo með því að þið haldið áfram að fylgjast með. Fyrsta nóttin okkar í bústaðnum verður núna á föstudaginn og þá munum við geta sýnt ykkur svefnherbergin og svona.. þó svo að allt muni ekki verða komið þá verður þetta langt komið og við munum vonandi setja djúsí myndir inn, líklega nokkrar af Irish Coffee drykkju við arininn!.. já só, í alvöru, það er must í bústað! ;)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
The summerhouse transformation continues!
I haven't been very visible here on the blog lately, but there is a reason for that. We have been working on our little cottage for the past two weeks and it is going super well!
We are amazed by how many have joined the following on our Instagram page and we really feel the moral support! The post today will be short and sweet since I really need to continue working, it's cushion cover and bedspread day today! And you will of course be able to see that by following Instagram or our Facebook page.
Our first night in the house will be this Friday evening and I am sure you will see some posts then.,.. mostly of Irish Coffee drinking by the fireplace! It really is a must, am I right or am I right?!
Anyhow, here are some images from the past two weeks.. this is what has been happening :)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!
more to come...
Fyrir & Eftir- húsgagnabreytingar Röggu frænku.
(English below)
Hún Ragnhildur Ragnarsdóttir móðirsystir okkar er dúllari fram í fingurgóma og við fengum hana til að senda okkur nokkur verkefni sem hún hefur verið að gera nýlega. Þetta eru aðallega húsgagnabreytingar eða hreinlega húsgagnasmíðar en hún er með eindæmum handlagin. Okkur datt í hug að ykkur þætti spennandi að sjá nokkrar svona skemmtilegar hugmyndir og lausnir þar til að fleiri bústaðarmyndir birtast.
Hún Soffía hjá Skreytum Hús hefur skrifað um hana líka hér: enda klár hún frænka!
Nýju/gömlu náttborðin!
"Mér finnst alltaf gaman að finna og uppgötva gamla og þreytta hluti, setja þá í sparifötin og gefa þeim framhaldslíf".
Hún Ragga fann fyrst annað náttborðið í Góða Hirðinum en það kostaði heilar 3000 kr. Síðar fann hún "tvíburasystirina", svo þær verða krúttlegar systurnar þegar þessi verður komin í sparifötin líka. Seinna borðið kostaði bara 1.500.- vegna lasleika í fótaburði, en hún mun græja það á "nótæm"!
"Ég skar út nýtt stykki, og skellti því á, og svo var pússað, grunnað og málað...með smá dassi af strokum og dekri...voila"!
Rúmgaflinum reddað!
"Sá þessa elsku á Blandinu, bauð í hann fáeinar krónur og heim kom hann".
Ragga pússaði og bætti aðeins upp á slappleikann, grunnaði svo og málaði og skellti að lokum á hann skrauti úr A4.
Þeir finnast ekki hamingjusamari rúmgaflarnir en þessi enda með eindæmum rómantískur!
Kommóðan sem þráði að verða arinn!
"Ég féll fyrir þessari kommóðu á Bland, sá í henni fullt af möguleikum!"
Hún kostaði heilar 5000.- kr. sem Ragga byrjaði á að grynna (ss tók framan af henni og gerði búkinn grynnri..), taka úr henni skúffurnar, og líma skúffufront framan á hana í staðinn fyrir litlu skúffurnar efst. Hún gerði hliðarnar aðeins þykkari, setti panel í bakið og hækkaði hana upp.
Þá var grunnaði með heftigrunn og málað með kalkmálningu, með smá þolinmæði, föndri, ást og umhyggju er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt og ofsalega kósý eins og þessi fallegi kertaarinn sýnir.
Rándýrt sófaborð sem fékkst fyrir slikk!
Ragga fann þetta volduga sófaborð í Góða Hirðinum á 5000.- kall. Lakkaði það svart og bætti svo þessum plötum ofan á það, en það var glerplata ofan á því áður...sem var ekki gera þessu djásni neinn greiða. Ragga fékk plöturnar í Bauhaus en þær eru með svolitlu texta prenti sem gerir það enn áhugaverðara.
"Með smá hugmyndaflugi og nennu er allt hægt. :)"
Svart og seiðandi skrifborð!
Hún datt svo um þetta ofur-krúttlega skrifborð í Góða Hirðinum í fyrra sumar og var það bara með einn fót, hinir fluttir að heiman.
Það fékk sinn skammt af makeover: Ragga byrjaði á að pússa yfir viðinn, höldurnar teknar af, borðið grunnað og svo sagaði hún út 3 fætur í viðbót. Enda ekki hægt að hafa skrifborðið einfætt !!
Að lokum var borðið lakkað með vatnslakki, kantarnir pússaðir til að fá þetta þreytta notaða útlit og badabing badabúmm, dásemd!
Krúttað ekki satt ?!
Krúttleg kommóða!
Ragga gerði sér ferð í Keflavík og heilsaði uppá krakkana í Götusmiðjunni. Það leynast nú margir demantarnir þar og þessi fína stóra kommóða tók á móti mér og fékk hún að fylgja mér heim.
Hún grunnaði hana með heftigrunni, málaði hana og voila...nú sómir hún sér svona líka dásamlega vel á heimilinu!
Eldhússtóllinn sem þráði að vera kökustandur!
"Ég náði mér í eldhússtól í Góða hirðinum, sagaði af honum lappirnar og notaði þær fyrir súluna í miðjunni". Brilliant hugmynd að nýta eitthvað eitt í eitthvað annað. Bakkarnir sjálfir eru MDF plötur sem hún sagaði svo út.
Allt grunnað, málað og pússað létt yfir með sandpappír til að fá þetta notaða útlit.
Þessi bakki var notaður í brúðkaupi hjá annarri frænku okkar og brúðhjónin urðu svona líka alsæl!
Þriggja hæða bakki úr salti og piparstaukum!
Þessi hugmynd er líka snilld: "Ég nældi mér í gamla salt og pipar stauka úr þeim Góða, 3 gamla bakka sem lágu þar greyin og vildu fara líka með mér heim". Svona finnast demantarnir! Allt límt saman, grunnað, málað og pússað létt yfir á eftir.
Stór og vígalegur og tekur óhemjumagn af ....ja..hverju sem er. :)
Við þökkum Röggu frænku kærlega fyrir allar þessar frábæru hugmyndir og vonum að þið hafið haft gaman og mögulega gagn af!
Þessi breytiþráhyggja er í blóðinu enda öll fjölskyldan uppfull af handverksfólki og miklum listamönnum svo það er kannski ekki skrítið að við systurnar séum stundum svolítið ofvirkar og höfum náð að gera þessa þörf okkar að atvinnu.
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Before & After - furniture renovations by our aunt!
This is Ragnhildur Ragnarsdóttir. She is our mothers sister and has a little hyperactive blood which seems to be a "running thing" in our family. She loves her grandchildren, taking photos and renovating her furnitures. She sent us couple of photos of her previous projects for us to share with you guys! So creative this lady and we really hope you will enjoy her fun ideas.
New/old bedside tables!
She found the first one in a second hand store here in Iceland and couple of weeks later the "sister" appeared in the same store. So she has matching tables that she has renovated beautifully!
The happy bed-head!
She saw this lovely thing at an on-line "second hand" market, made a bid and home it went! She had to sandpaper it slightly, put a base coat, two coats of paint and finally she decorated it with plaster ornaments. Sometime all you need to do is give a little love and nurture and now look at this happy, beautiful thing!
The dresser that wanted to become a candle-fire place!
"I saw this lovely little dresser and imagined all the possibilities with it, home it came and work began".
Basically I had to put it on a little diet, make it look a bit thinner, taller with thicker sides. I decorated with plaster ornaments and paint and now, oh so cosy!!
Expensive looking coffee table but such a bargain!
She found this great coffee table at a second hand store for very cheap! Painted it black, gave it some love and nurture and changed the glass table top with a stained and printed wood. Look how expensive it looks now! amazing!!
Black and luscious desk.. yes a luscious desk!
She found this run down little thing at the market and it really needed some up-doing! Only one leg remained so she built the other, base coated, painted, sandpapered the corners slightly and decorated it at it's new little home!
Now it is used as a setting to write romantic quill pen letters to secret boyfriends.... well it should right!?
Cute dresser!
This was a fun and easy little project, white paint, new knobs and voilà!
The kitchen chair that turned into a three tiered cake stand!
"I bought a chair from a second hand store because the legs of the chair charmed me, I cut them of and cut out MDF circles. This became the funniest little project. A Cake stand from a chair.. how unique, and it stores so many things also! :) "
"It was used at my little cousins wedding and the bride and groom loved it!"
Tiered stand made with salt and pepper shakers!
This is an awesome idea, imagine how all these things can be used for different purposes. Salt and pepper shakers and couple of bowls, now look at this beauty!
Thank you aunt Ragga for all of these amazing ideas, we love them and we truly hope they will inspire you guys also!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!
Sítrónudraumur, litli frændi Limonchello!
(English below)
Æskuvinkona Tótu kom í heimsókn til okkar í gistingu eina helgi, en hún kom færandi hendi með heimabruggað Limonchello, já takk mín kæra!
Við Tóta elskum sítrónur og allt sem þeim tengist, eftirréttir með sítrónum, sítrónur í eldamennsku, sítrónur í vatni og sítrónur í áfengi, sítrónur eru æðislegar! Svo þegar vinkonan kom í heimsókn með bruggið vorum við ekki lengi að finna glös og koma okkur fyrir á pallinum að ræða nýjasta slúðrið.
Limonchello er upphaflega ítalskur drykkur og samkvæmt Wikipedia er það aðallega framleitt í Suður Ítalíu. Það eru ekki allir sammála um nákvæman uppruna drykkjarins en talið er að hann sé allavega hundrað ára gamall. Limonchello er unnið úr hýðinu af sítrónum, nánar tiltekið úr Sorrento sítrónum, gula partinum eingöngu þar sem hvíti hlutinn er mjög beiskur. Hýðið er sett í sterkan spýra þar til olían losnar frá og þessu er svo blandað við sýróp, jú vissulega er þetta stutta og einfalda lýsingin á þessum merka drykk.
Uppskriftirnar eru margar en vinkona okkar lýsti ferlinu þar sem að hún blandaði þessu saman í flösku eftir kúnstarinnar reglum og þar beið þetta í ca mánuð meðan hún og pabbi hennar skiptust á að snúa flöskunni. Drykkurinn var svo góður að hann kláraðist fljótt!
Við Tóta vorum þó alls ekki komnar með nóg af sítrusnum og vildum prufa að gera "fljótlega útgáfu" af þessum kokteil enda ekki þolinmóðustu týpurnar.
Ítalirnir myndu örugglega hengja okkur upp á rasshárunum enda dirfumst við ekki að kalla okkar drykk "Limonchello" þar sem ekki er farið eftir 100 ára gömlum reglum.
Drykkurinn okkar er líkari kokteil heldur en líkjör, ekki alveg eins sætur, virkilega ferskur og borinn fram í glasi með fullt af klaka.
Þessi uppskrift er frekar súr en mig grunar að fyrir sætabrauðsgrísina væri gott að prufa aftur með aðeins meira sýrópi og þarafleiðandi örlítið meira af vodka en halda þó sítrónusafanum í sama magni. Daufur drykkur sossum þannig séð með alls ekki nokkuð áfengisbragð, heldur sterkt sítrónubragð og sætan sítrus ilm. Ég mæli með því að þið prufið! (Frá því að ég prufaði þetta fyrst hef ég gert aftur og þá með tvöföldu magni af sýrópsblöndu, hélt sama sítrónumagninu og bætti við slatta af Vodka, smakkaði til, það var ekki síðra, sætara og ekki alveg eins súrt.. held ég muni gera þetta þannig aftur næst ;)
Uppskrift:
1 bolli hvítur sykur
1 bolli vatn
Hýði af 2 sítrónum (bara guli parturinn, ekki hvíti)
safi úr 4 sítrónum
200ml vodki. (Má vera meira, hér þarf að smakka aðeins til...)
Aðferð:
Byrjið á því að blanda bolla af vatni og bolla af sykri saman í potti á hellu ásamt hýði af tveimur sítrónum. Hitið þar til sykurinn bráðnar og haldið áfram þar til blandan sýður og bubblar, leyfið henni að gera það í 2 mínútur og slökkvið þá undir pottinum og leyfið að kólna svolítið niður.
Kreistið safann úr öllum sítrónunum og passið að engir steinar séu í vökvanum.
Blandið safanum, sýrópinu og vodkanum saman, setjið í glös með miklum klaka og njótið!
Jább, ekki að grínast...svona einfalt!! :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Lemondream cocktail, Limonchello's cousin...
I adore lemons, with everything, in food, in desserts, in smell, in water, in soaps and especially in alcohol!
Yes I do, they are so super fresh and wonderfully fragrant! So when a dear friend of ours came for a visit the other day with a home brewed Limonchello that had taken her about a month to make, I wasn't long to take out glasses and ice! Juhuuummm!!
Limonchello is originally an Italian liquor that is said to be at least 100 years old. It is traditionally made with Sorrento Lemons in the south of Italy and it is Italy's second most popular drink. Limonchello is served ice cold, in frozen shot glasses and is a popular dessert wine that has been seeing growing popularity in the past couple of years outside of Italy, f.ex. in posh restaurants in the US. This is of course all according to our dear friend Wikipedia so I do hope that I am getting this all more or less correct.
We finished the bottle relatively quickly and I wanted to try to make my own. My patience does not cover a month of brewing so me and Tóta tried to make a very quick little version.
It is of course NOT Limonchello and we would never compare the two except for the lemons... and sugar syrup... and alcohol.. but still it is not Limonchello as it is supposed to be done! See, I am respecting the original!
I would like to try this recipe again with a bit more syrup and a bit more vodka but keep the same amount of lemon juice... making it a bit sweeter and more alcoholic, until then I really enjoyed this super fresh drink!
Ingredients:
1 cup sugar
1 cup water
Zest of two lemons
Juice from 4 lemons
200ml Vodka. (may be a little more, taste until right).
Method:
Start with blending sugar, water and lemon zest in a pot and heat until the sugar is dissolved. Bring to the boil and let it bubble for about two minutes and then cool.
Squeeze the juice from all the lemons and make sure to remove all the seeds.
Mix the lemon juice, the vodka and the syrup together and serve in tall glasses with loads of Ice!
Yes, it's THAT simple!!
Enjoy!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!