Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / orange candles

Afmæli í desember, baráttusöngur og krakkaföndur! - 16. í jólagjafatalinu

Afmæli í desember, baráttusöngur og krakkaföndur! - 16. í jólagjafatalinu

(English below)

Þessi póstur er svolítið svona í allar áttir en það er samhengi, í alvöru! Við erum sumsé að tala um barnaafmæli og jólaföndrið þar, stórafmæli vinkonu okkar og baráttusöng desemberbarna!

Ég ætla að byrja á því að segja ykkur frá stórafmæli vinkonu okkar en þannig var það að okkur Tótu og Maríu var boðið í afmæli til Bryndísar Ásmunds (söng- og leikkonu) en eins og margir vita þá vinnur hún einnig í búðinni okkar milli þess sem hún malar ljúflega á Bylgjunni á sunnudögum. Þessi duglega kona hélt upp á fertugsafmælið sitt með pompi og prakt í dásamlegum félagsskap vina og fjölskyldu! 

Nema hvað að hún er sumsé desemberbarn eins og María systir sem á afmæli á gamlársdag (og hefur oft fengið flugelda í afmælisgjöf), sem og Nói sonur hennar Maríu, og svo margir aðrir!

Jæja, afmælið var ferlega skemmtilegt og stútfullt af frábærum skemmtiatriðum eins og þið getið rétt ímyndað ykkur í afmæli manneskju í skemmtanabransanum! Þar á meðal kom þarna drengur sem heitir Eyvindur og ég er ekki að grínast, ég hágrét úr hlátri þegar hann sögn þetta frábæra lag: (Ég bendi þó á að þetta lag er kannski meira fyrir eldri lesendurna!) :)

Eins og hann útskýrir þetta sjálfur:

"Það eru grimmileg örlög að eiga afmæli í desember. En ég hugsa í lausnum. Hér er kominn baráttusöngur okkar desemberbarnanna".

Lag og texti, söngur, gítar og forritun: Eyvindur Karlsson
Bassi: Hallur Guðmundsson

Fylgist endilega með þessum ljúfa dreng og mikla húmorista hér:

Við héldum svo uppá afmælið hans Nóa í salnum okkar í gær, en hann varð 12 ára gamall!! Sem getur einfaldlega ekki staðist þar sem það er EKKI svo langt síðan hann fæddist! Það bendir til þess að ég sé að eldast og það passar ekki þar sem ég yngist með hverju árinu!!

Hún María skrifar svo fallega um hann: Fyrir 12 árum þá fæddist þessi litli gullkálfur, þann 22.des kl 13.56, 14,6 merkur eða 3665 gr og 53 cm með naflastrenginn tvívafinn um sig miðjan. Hann er barnið sem vaknar brosandi og er ljúfur og góður við allt og alla. Lætur þrálátt ofnæmi ekki slá sig út af laginu og er hetjan okkar. Litli tónlistarsnillingurinn okkar Nói, til hamingju með daginn þinn og njóttu vel, það verða hrískökur á boðstólum í dag krútt og þú mátt fá eins margar og þú vilt!

Hann elskar Playstation tölvuna sína svo hann fékk náttúrulega að spila á hana með bekknum sínum á risaskjá!

Við systur vildum þó vera með aðeins meira vesen, þið vitið, flækja þetta svolítið!!..

Svo við settum upp föndurstöðvar þar sem hægt væri að dúllast í allskonar milli leikja!

 

Við gerðum til dæmis svona appelsínukerti en það er einnig hægt að gera þetta með mandarínum og það virkar bara enn betur ef eitthvað er! 

Þetta er svolítið eins og töfrabragð og gott fyrir partýljónin að hafa þetta í farteskinu ;)

Þið einfaldlega skerið appelsínuna í tvennt og fjarlægið allt innvolsið úr henni, en passið þó að "kveikurinn" eða miðjan sé ennþá inní henni og að ekkert gat hafi myndast í húð appelsínunnar. Þá setjið þið olíu í skálina og nuddið henni svolítið upp hliðarnar og bleytið "kveikinn" vel.

Svo er bara að kveikja á og voilà: appelsínukerti! (Það getur tekið svolítinn tíma fyrir kveikinn að taka við loganum, en sýnið þolinmæði því þetta virkar!)

 

Afmælisdrengurinn sáttur! 

Svo fléttuðum við hjarta-jólapoka.

Það gekk reyndar misvel þar sem ég var ekki alveg búin að undirbúa mig nóg vel og var ekki með nógu góða uppskrift. Þeir eru þó ekkert mál í framkvæmd og betri lýsing á þeim er hér: (þetta eru bestu leiðbeiningarnar).

Eins er hægt að finna allskonar uppskriftir að mismunandi munstrum eins og þessar hér:

Enn fleiri uppskriftir má finna td. á Pinterest en þessir pokar kallast "heart baskets" á ensku.

"Mini pom poms" urðu vinsælir í gær en þetta er annað föndur sem hefur sést á síðum Pinterst.

Þeir eru einnig mjög einfaldir í gerð og má sjá frekari leiðbeiningar að þeim hér: Við gerðum bara litla með 5 crepe pappírs örkum í einu og settum band til að hengja þá á jólatréð.

Ekki má gleyma origami jólatrjánum en þau eru ofsalega falleg. María hjálpaði krökkunum að gera litla óróa úr þeim með perlum og vír. Ég hef áður gert blogg um hvernig má gera origami trén en lesa má um þau hér:

 

Ég held að María hafi fundið þónokkra framtíðar starfsmenn enda krakkarnir alveg ótrúlega lagnir í höndunum!

 

Við þökkum krökkunum kærlega fyrir samveruna, meiri húmoristarnir og grallararnir sem þessir litlu snillingar eru! 

Elsku Nói, til hamingju með afmælið þitt!!

16. í jólagjafatalinu og vinningshafar dagsins hljóta pakka af reykelsum að eigin vali!

Í Reykjavík: Elísabeth Malmberg Arnarsdóttir

Á Akureyri: Þorbjörg Hafdís

Verið velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinninginn! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

(English below)

We threw a December birthday party for Nói last night but he just turned 12 years old! 

Nói is María and Börkur's son and I can hardly believe that there have been 12 years since his birth! It seems like it was yesterday.. and that might indicate I am getting older.. hmm well..

María wrote so well about him here: 12 years ago this little golden-calf was born, the 22. of December, at 13:56, 53 centimetres and 3665 grams! He had his umbilical cord wrapped around his torso twice!  He is the child that wakes up smiling, is so sweet and loving to all things and humans! He is an allergy child but that doesn't stop him at all and he is for sure our little hero! He is our little musicologist, happy birthday dear son and I will serve Chocolate Rice Crispy treats tonight and you may have as many as you like!!!

 

He loves his PlayStation computer and he wished to play that on a large screen, and ofcourse that is what he got!

Well for us that wasn't really enough so we made some craft stations for the kids to try out between games!

 

We for example made these orange candles but you can also do these with mandarines, simpler if anything! 

This is little bit like magic and good for the party entertainers to have this trick in the back pocket! 

You simply cut the orange in half and remove all the pulp carefully, please take care the "wick" or the centre of the orange stays intact. Then you pour some oil into the centre and smudge up the sides, also take care you cover the wick in oil. Then you simply light it and voilà! An orange candle! (It can take a little patience for the wick to catch fire, but it does work!)

 

One happy birthday boy!

Braided heart baskets.

These are quite simple to make and i remember doing these at my grandmothers when I was younger!

The best descriptions for these can be found here: 

There are loads of patterns available on Pinterest for example such as these.

"Mini pom poms" got "mass produced" last night, but they are so simple and fun! These have also been very popular on Pinterest!

Here is a great tutorial: 

We made miniature versions of them with 5 sheets of paper at a time and tied string so they could be hung on the Christmas tree.

Lets not forget the lovely origami trees. I absolutely love these and have even written about these before:

 

 

We thank the kids for a lovely afternoon, such a crisp and clear bunch with great humour and wit! 

And dear Nói, Happy birthday!!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira