Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / ál

Jólakransar Kristu Design

Jólakransar Kristu Design

(English below)

Jólakransarnir frá Kristu Design hafa fengið alveg dásamlega verðskuldaða athygli enda eru þeir svo ótrúlega fallegir!

Hún er með 3 tegundir af hangandi krönsum og einn sem stendur á borði og þeir eru allir úr húðuðu áli, koma flatir svo eigandinn flettir laufblöðunum upp og beygir eftir smekk.

Aðventukransinn er 33 cm í þvermál og honum fylgja silfurlitaðið  dufthúðaðir álkertastandar. Kransinn kemur í kassa og er auðvelt að geyma ár eftir ár. Klassískt og einfalt jólaskraut sem auðvelt er að breyta, við mælum t.d. með því að skreyta kransinn með berjum, slaufum og greinum. Eftir hátíðirnar má skrúfa úr kertastjakana og hengja kransinn upp í glugga og því gengur kransinn einnig sem heilsársskraut. (þá sjást 4 lítil göt á honum).

Stærð: 33 cm x 33 cm

Laufkransinn er eins og aðventukransinn nema hann er eingöngu hugsaður sem hangandi krans en hann gengur svo sannarlega allt árið enda ofsalega fallegur og tímalaus. Hann kemur einnig flatur í umbúðum sem eigandinn flettir svo upp. Hér þarf að ákveða strax hvort að kransinn sé hugsaður í glugga: þá flettir maður laufunum sitt á hvað, fram og aftur. Ef hann er aftur á móti hugsaður á hurð flettir maður laufunum öllum fram. Við mælum ekki með því að breyta honum aftur eftir að búið er að beygja hann þar sem laufin geta þá farið að brotna af. 

Stærð: 33 cm x 33 cm

Ílex kransinn er svipaður laufkransinum. Hann er í sömu stærð, kemur einnig flatur og hvíthúðaður. En ílexið er töluvert jólalegra en laufkransinn sem hægt er að nota allt árið.

Holly Berry eins og ílexið er kallað á ensku er dásamlega jólalegt og þessi er æðislegur bæði á hurð sem og í glugga. 

Einnig er hægt að fá ílexið í smá óróa eins og hér:

Að lokum ber að nefna hreindýrakransinn en ég er sérstaklega hrifin af honum á hurð. Það sama má þó segja um hann, hægt er að beygja laufin í báðar áttir og hafa hann þá þannig í glugga en það kemur ofsalega vel út líka. Hreindýrakransinn er 42cm í þvermál.

Við bendum á að hægt er að panta alla kransana hér á netversluninni með því einfaldlega að ýta á viðkomandi mynd og nýr gluggi opnast þar sem hægt er að panta.

Kransarnir hafa einnig verið vinsælir í gjafir þar sem þeir eru ofsalega tímalausir og fallegir og sóma sér vel á hvaða heimili eða fyrirtæki.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Introducing the wreaths from Krista Design!

Krista Design offers 4 wreaths, 3 are meant for hanging and one is an advent wreath for the table.

They are all made of aluminium, cut in a water jet cutter and finally powder coated in the locally based workshop. 

The wreaths come flat so the new owner can pull up the leaves to create its beautiful 3 dimension to taste. A classic and simple Christmas decoration that can easily be decorated and adjusted to each year’s colour theme. We recommend decorating with holly berries, ribbons or branches. After the holiday’s the candle holders can be easily detached and the wreath can hang in the window and essentially works as a decoration for the whole year around.

The advent wreath is 33cm in diameter and it comes with silver powder coated aluminium candle holders. The wreath comes in a box where it can easily be stored year after year.

Please note* do not bend the leaves back and forth, stick to a position once it has been found, moving many times can reduce the hold of the aluminium and its strength can decrease.

The leaf wreath is also available in a hanging position solely and it works for the whole year around and totally timeless.

The Holly berry wreath is much more Christmas-y than the leaf wreath and is perhaps more intended for the holiday season!

The Holly Berry is also available in a miniature mobile version here:

Finally Krista Design offers the Christmas wreath. An absolutely lovely wreath with reindeer's and a star, yeah this certainly for the holidays! I also adore this one for the front doors but the wreaths are very durable and can for sure stand to be outside!

Please note that all the wreaths can be ordered here on-line simply by clicking the images and they have been super popular as gifts!

It's time to decorate, right?!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira