Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / fyrir og eftir

Leikir og afþreying fyrir börnin

Leikir og afþreying fyrir börnin

Ég elska leiki og almennt bras og hef verið að gera smá "efni" fyrir fullorðna fólkið á Instagram, þar má nú finna nokkur "insta quiz" með mismunandi þema.

En þar sem margir eru fastir heima með gormana sína og þolinmæði bæði barna og foreldra oft af skornum skammti þá datt mér í hug að setja hér saman smá lista yfir leiki og afþreyingu fyrir fjölskylduna. 

Vonandi gagnast þetta einhverjum og stuðlar að gæðastundum fyrir fjöldskylduna á þessum furðulegum tímum.

Lesa meira
Samverustundir í desember og sykurlaust kakó

Samverustundir í desember og sykurlaust kakó

Mér hefur alltaf fundist svo fallegt þegar fjölskyldur ná að gera eitthvað saman í jólaundirbúningnum og það þarf ekki að vera flókið.
Lesa meira
Bústaðurinn: pallurinn

Bústaðurinn: pallurinn

Já við tókum pallinn í bústaðnum okkar í gegn og ætlum við hér í þessum pósti að fara aðeins yfir það sem við gerðum við dekkið.
Lesa meira
Bústaðurinn: pallahúsgögn

Bústaðurinn: pallahúsgögn

Þegar við tókum pallinn í bústaðnum í gegn um daginn þá verð ég að viðurkenna að við systur vorum ekkert endilega spenntastar fyrir því að pússa upp dekkið. Þó svo að það hafi vissulega verið hluti af þessu, alveg eins og að mála. En við erum bara meira fyrir skrautið og húsgögnin og smáhlutirnir áttu eiginlega alla okkar athygli.
Lesa meira
Barnasturta fyrir Mekkín

Barnasturta fyrir Mekkín

Hún Mekkín dóttir Maríu og Barkar er núna ólétt af sínu fyrsta barni ásamt Arnari sínum og þau eiga von á stúlku í september! Sem þýðir það að ég er að verða ÖMMUSYSTIR!!! Jerimías minn!
Lesa meira
Hótel Eldborg- matsalur fær yfirhalningu

Hótel Eldborg- matsalur fær yfirhalningu

Vinafólk mitt rekur Hótel, veitingastað og tjaldsvæði ásamt hestaleigu með túrum og leiðsögn sem og sundaðstöðu (legg ekki meira á ykkur) á hverju sumri á Hótel Eldborg.
Lesa meira
Bústaðarbreytingar Systra&Maka

Bústaðarbreytingar Systra&Maka

Það fylgir oft árstíðaskiptum að fólk fer að huga að hreiðurgerð og breytingum heima við, í sumarhúsinu eða garðinum.

Nú er komin spenna eftir betra veðri er því tilvalið að stytta biðina með pælingum, undirbúningi og kannski smá stússi!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - borðstofan!

Bústaðurinn fyrir og eftir - borðstofan!

Þegar maður er með vott af athyglisbresti sem háir mér stundum alveg hroðalega þá er oft erfitt að muna eftir öllum verkefnunum sem eru framundan... og þeim sem búið var að plana, og þeim sem á eftir að klára, og þeim sem mig langar til að gera, og þeim sem ég verð að prufa osfrv!! 
Ég skal leyfa ykkur að skyggnast aðeins inn í kollinn minn í eitt augnablik.. 
Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - eldhúsið

Bústaðurinn fyrir og eftir - eldhúsið

Eldhús og baðherbergi eru iðulega dýrustu rými hússins til að taka í gegn. Það var líka það sem við vorum hræddust við í bústaðarbreytingunum öllum. 
Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Það er alveg ótrúlegt hvað málning og rétt birta getur breytt miklu eins og ég vil sýna ykkur aðeins í póstinum í dag.

Það er komið að því að sýna ykkur svefnherbergi 2, herbergið mitt og Tótu.

Hér er horft úr herberginu fram á gang og beint inn í eldhúsið, það er þarna beint á móti sumsé. Nú það sem að fyrri eigendur gerðu var að bæta við einni innréttingareiningu í viðbót í eldhúsið sem féll inn í vegginn. Þetta var skúffueining og kubbnum sjálfum var þá komið fyrir inn í svefnherbergið. Nokkuð sniðug lausn sossum til að bæta geymsluplássi við í eldhúsið en það var einfaldlega ekki að henta okkur þar sem við vildum gera þetta að tveggja manna herbergi og þurfum að nýta hvern einasta centimeter.

Makarnir duglegir!

Hér var mjó efri koja og undir henni var vanalega sófi og svo sjónvarp og fataskápur á móti. (sjá fyrstu myndina.) Þetta var því ekki hugsað sem gistirými þannig séð nema ef eitt og eitt barnabarn læddist með í bústaðinn :)

Við byrjuðum því á því að hreinsa allt út úr herberginu, skápinn, eldhúsinnréttingarkubbinn og kojuna sem gaf okkur hreinan ramma til að vinna með. (jebbs og herbergið virkaði smotterý að stærð.. sem það sossum er!)

Hér má sjá glitta í gatið eftir innréttinguna, við fylltum upp í gatið aftur með panil sem var eins og sá sem var og litamunurinn skipti engu þar sem við máluðum svo allt.

Við saumuðum öll teppi og púða á saumastofunni okkar svo hér var ég að fara í gegnum búta og efni sem við áttum til að nýta. 

Við rúnuðum hornin á kósýteppinu og snillingarnir á vélunum settu svo ullarskáband sem ég átti til allan hringinn, okkur fannst það koma æðislega vel út!

Þetta náttborðskrútt fundum við í Góða Hirðinum á litlar 3000.- (systkynið sáum við svo nokkrum vikum síðar en það var merkt "keypt".. skipti ekki öllu, við vorum fullkomnlega ánægð með eitt). :)

-Þetta var svona ekta A-HA móment!

Þar sem það var háglans, pússuðum við létt yfir það til að ná svolitlu gripi og grunnuðum svo með svörtum grunni sem við fengum blandaðan í Slippfélaginu í Hafnarfirði, algjör snilldar grunnur þegar maður er að mála svona svart. Það munar svo miklu, því þegar við fórum svo yfir allt með lakkinu þá sást hvergi glitta í hvítt (sem hefði annars mögulega gert ef grunnurinn hefði verið hvítur, sjáðu til!) Þetta snilldarráð notuðum við auðvitað á allt annað sem varð svartmálað í bústaðnum, rúmið, borðstofuskáoinn, stólana ofl.

Hnúðinn fengum við í einhverri heimsókninni okkar til Akureyrar, við eigum líka Systra&Maka verslun þar og þá förum við systur stundum og kíkjum aðeins til þeirra í Sirku.. ekki mjög leiðinlegt að stinga nefinu inn þar get ég sagt ykkur!

Þennan IKEA koll fengum við líka í Góða á 1000.- minnir mig.. hann var tilvalinn sem náttborð á móti hinum kubbnum, létt og fínt og smellpassaði í hornið!

Kommóðuna átti María í geymslunni hjá sér, og við nýttum auðvitað allt sem við gátum enda vitleysa að gera annað, ekki satt?!

Hér er kotið okkar Tótu svo tilbúið! Það er mun dekkra en herbergið hjá Maríu og Berki.. sjá hér: En það var líka alltaf ætlunin. Bústaðurinn neflinlega leiðir mann svolítið í gegnum rýmin frá ljósum yfir í dekkri stíl: fyrst er það gangurinn, svo er það baðherbergið rómantíska, þá er það svefnherbergið hjá M&B og svo dekkist þetta smátt og smátt á leiðinni inní stofuna og borðstofuna.

Ljósið í horninu fylgdi bústaðnum (það glittir í það á mynd 1) og þessu herbergi, en nú nýtur það sín fullkomnlega þar sem það lýsir upp litla kollinn í horninu!

Rúmið fylgdi bústaðnum og er aðeins 120 á breidd (það kemst ekki stærra rúm í þetta herbergi) en eins og við vorum vissar um að það væri of lítið þá rúmar það okkur bara svo vel! Dýnan er líka þokkalega stíf svo við rúllum ekki í keng inní miðju sem er vissulega mikill kostur! :)

Myndirnar á veggnum átti mamma Barkar en þetta eru gamlar grafík eftirprentanir sem að smellpössuðu hér inn!

Ef þið munið eitthvað eftir póstinum okkar þar sem við vorum að sækja innblástur fyrir bústaðinn, þá sýndum við þessa mynd hér að neðan. Þessi mynd var einmitt útgangspunkturinn að þessu herbergi.

Uppröðunin á myndunum fyrir ofan rúmið, græni tónninn sem við settum í púðana og lágstemmd notaleg lýsingin. 

Það er neflinlega svolítið "trix" að fá innblástur frá öðrum myndum án þess að finna alltaf nákvæmlega sömu hlutina til að framkvæma loka-útkomuna.  

Það er líka svo gaman að sjá hvernig Þoku liturinn á veggjunum breytist eftir því hvað er inní herberginu. Hér erum við með nokkra græna tóna í púðum, myndum og smáatriðum sem að okkur finnst endurspeglast svolítið í veggjunum, hann virkar einhvernveginn "grænni".

Þennan geggjaða stól fundum við Tóta fyrir nokkrum árum í einhverri nýtjaverslun höfuðborgarsvæðisins á jú 10.000.- og hann er algjört gull og það sér ekki á honum! Hinn mesti fjársjóður sem geymir nú púðana alla á nóttunni meðan við sofum.

Þar sem við komum ekki fataskáp fyrir í herberginu ákváðum við að festa tvær góðar lengjur af snögum sem við fundum í IKEA og litla gardínustöng fyrir kósýteppin. Hér má sjá kommóðuna sem María málaði og hún er eins og náttborðið allt í mismunandi hnúðum úr Sirku.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - stofan

Bústaðurinn fyrir og eftir - stofan

Við Tóta eyddum helginni í sumarbústaðnum okkar með yndislegum hópi vinkvenna þar sem þema helgarinnar var: hlátur, át, drykkja og slökun.. ekki amalegt það!

Þær voru allar að koma í fyrsta skipti og urðu svona líka heillaðar af bústaðnum okkar sem minnti mig á það að ég var aldrei búin að klára að birta allar bústaðarbreytingarnar. Þetta var því vænlegt spark og ég þarf endilega að halda áfram að sýna ykkur auðvitað! Hér má sjá stofuna okkar, bæði fyrir og eftir myndir :)

Hornglugginn hér til hægri er svona aðalatriðið í stofunni fyrir utan kamínuna sem verður að algjörlega ómissandi hlut um leið og maður fer að umgangast svona draum! Sófasettið hentaði okkur ekki alveg þar sem okkur fannst það aðeins of lítið og ekki alveg í stílnum sem við vorum að reyna að ná. Það var þó hægara sagt en gert að finna rétta stærð af sófasetti og við enduðum á því að gera okkar sett sjálf, kem betur að því hér á eftir.

Helsta breytingin í stofunni fyrir utan málningarvinnuna var að taka niður gardínurnar og kappana. Okkur þótti þær heldur þungar fyrir rýmið en erum fyrri eigendum endalaust þakklát fyrir geggjaðar screen rúllugardínur sem leyndust þarna undir. Ekki alveg hvítar, ekki alveg beige heldur blanda með svolítilli áferð, geggjaðar!

Hér er horft inní eldhúsið, út ganginn og á mótvegginn í stofunni. Sjáiði stóra flotta furuskápinn, hann fylgdi einnig bústaðnum sem við vorum svo hamingjusöm með! Hann neflinlega tekur alveg endalaust magn í geymslu og svo er hann ekkert nema fegurðin. Þessi fékk málningarumferð og endaði svo í borðstofunni.

Hér má svo sjá inní stofuna úr eldhúsinu. Gluggarnir fallegu eru nú opnari og njóta sín með öllu útsýninu og hringmottan sem þið sjáið hérna á gólfinu færðist upp á svefnloft.

Svona er stofan í dag!

Við það að mála loftin hvít breyttist nú heldur betur rýmið og það stækkaði um helming. Málningin fallega: "Þoka" frá Slippfélaginu er á veggjunum eins og allsstaðar og nýtur sín líka sérstaklega vel þar sem gluggalistar, hornlistar og hurðalistar eru orðnir hvítir. Það er gaman að segja frá því að Þoku liturinn breytist svolítið í mismunandi birtuskilyrðum, stundum er hann grár, stundum blágrár og stundum svolítið útí grænan tón!

Hér er verið að mála loftin, við notuðum Sperregrunn, tvær umferðir og Tóta er enn að jafna sig í öxlinni, já það tekur svolítið á að mála svona upp :) Það getur blætt svolítið í gegnum grunninn en það borgar sig að leyfa málningunni að þorna vel áður en farið er aftur yfir með annarri umferð af grunni eða vatnsmálningu. 

Hér var nýbúið að hreinsa kisturnar frá, fyrri eigendur eru neflinlega miklir blómaunnendur og komu fyrir svolítilli gluggakistu sem var iðulega stútfull af blómapottum. Nú þar sem við erum ekki með svo græna fingur og þykir garðurinn nógu mikil áskorun, leyfðum við kistunum að fjúka og gluggakarmarnir ramma gluggana svona líka dásamlega inn.

Svolítið gaman að segja frá þessu geggjaða veggteppi!

Við fundum þetta á sölusíðu Skreytum Hús að mig minnir og ég sá það algjörlega fyrir mér fyrir ofan borðstofuborðið. Myndin reyndist þó vera of löng svo hún passaði því miður einfaldlega ekki á vegginn. Við vorum þó mjög skotin í litunum í myndinni svo það voru góð ráð dýr. Ég hafði samband við konuna sem að seldi okkur myndina og spurði hvort hún vildi fá hana aftur eða hvort henni væri sama um að við tækjum hana í sundur.. æi okkur fannst svona réttara að láta hana vita þar sem hún fylgdist spennt með verkefninu á Instagram.

Henni var alveg sama hvað við gerðum við myndina þar sem hún hafði því miður ekki pláss fyrir hana sjálf svo við byrjuðum á því að taka hana af rammanum. 

Þá bjó ég til nokkur snið að púðaverum þar sem við nýttum myndina og já (afþví margir spurðu) það var svo sannarlega stressandi að klippa bara í útsauminn!

Það borgaði sig þó að lokum og við enduðum með að gera 8 stóra púða með svörtu velour efni í köntum og baki. Einnig poppuðum við þá upp með gulum púðum frá IKEA. Við erum alsæl með þessa breytingu á veggteppinu sem nýtur sín nú einstaklega vel sem bak í sófanum okkar!

Hér var aðeins verið að ímynda sér hvernig sófinn og borðið myndi passa á gólfinu.. maður nýtir það sem hendi er næst sko! ;)

Hér má sjá samsetningu sófans, við sumsé keyptum okkur stakt rúm í IKEA en við fundum tvö svona á slikk í útsöluhorninu í einni IKEA ferðinni. Keyptum bæði og nýttum annað hér í stofunni og hitt á svefnloftinu.

Skelltum á það yfirdýnu úr Rúmfatalagernum fyrir aukna mýkt.

Þá heftuðum við áklæðið á, það fengum við í Vogue og við saumuðum hornin og listana á hér á saumastofu Volcano, slungnar skvísurnar okkar sko!

Röðuðum svo að lokum öllum fínu púðunum og voila! 

Litli kollurinn er einnig úr IKEA, svona geymslukubbur bara, hann er örlítið lægri en svolítið stífari en dýnan svo við leyfðum þessu að vera með mismunandi hæð því þegar maður sest á "rúmið" verður það jafnt kubbnum. Hann er líka sniðugur því þarna er nú aukarúm og í kubbnum eru auka rúmföt! Hver rúmmetri er nýttur vel!

Hér má svo sjá sófaborðið í vinnslu. Hann Máni sonur Maríu og Barkar sauð það saman en hann er svolítið undrabarn með suðutækið. Þess má geta að hann sauð öll járnhúsgögnin okkar og við létum svo sprauta þau fyrir okkur.

Börkur sneið svo spýturnar á toppinn sem og undirhilluna sem við bæsuðum svo með sama bæsi og fór á sperrurnar í loftinu og allan annan við (elshúshillur, borðstofuborð, ofl). Bæsið heitir Lady Sjosand 9043 og fæst í Húsasmiðjunni.

Þetta krúttaða bleika svín fundum við í Góða Hirðinum á nokkrar krónur og það fékk tvær umferðir af svartri málningu og varð nú mun "dýrara" í útliti! 

Hér má sjá langa bekkinn í smíðun, Máni meistaraverk að brillera aftur!

Takið eftir því hvað hornið er nú mun léttara en það var áður og fallega kamínan fær að njóta sín til fullnustu!

Að lokum snýst þetta um að raða og stílisera, það getur tekið svolítinn tíma og gott auga að sjálfsögðu, en sýnið þolinmæði og það hefst iðulega að lokum.

Mér finnst alltaf gott að vera svolítið opin fyrir furðulegum hlutum, því þó svo að hluturinn virki "út úr kú" eða beinlínis ljótur í einu umhverfi getur hann tekið stakkarskiptum í öðru. Margt af því sem við notuðum til að stílisera fengum við á slikk í Góða, eitthvað kemur úr dánarbúi, sumt leituðum við uppi á sölusíðum á Facebook og svo bækur. Bækur eru alltaf frábær leið til að leika sér við mismunandi hæðir og fá þannig dýpt í uppröðunina.

Hér fær fallega svíni að njóta sín. Takið einnig eftir því að við notum sömu tóna og liti í hlutina til að búa til góða heildarmynd. td. fatan fyrir eldiviðinn, gyllta klukkan (virkar ekki, skiptir engu!), og gyllingin á bókunum.

Svarti liturinn varð gegnumgangandi um bústaðinn allan og gefur það góða endurtekningu sem myndar ró. 

Falleg birta og lýsing er lykillinn að notalegum rýmum, kertaljós, dimmanlegir lampar eða lampar með mildum perum skipta miklu máli.

Það er ekkert að því að eyða kvöldstund hér í góðra vina hópi sem sannaði sig um síðustu helgi! 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

(English below)

Við systur og makar skelltum okkur á Jólamarkað á Þórshöfn um helgina og erum því búin að vera frekar léleg á blogginu upp á síðkastið. Hún Tóta mín er sumsé ættuð frá Þórshöfn eins og ég hef komið inná áður (sjá hér). Okkur var boðið að taka þátt í markaðnum svo við skelltum okkur í ferðalag, skreyttum búðina okkar á Akureyri svolítið í leiðinni svo það var "multi-taskað" eins og okkar er von og vísa.

Nú erum við komin aftur í raunveruleikann eftir yndislegt dekur hjá tengdó og það styttist í jólin og nýjar vörur eru að hrúgast inn. (Ég ætla að fara aðeins betur yfir það í næsta pósti).

En nú að svefnherbergi 1 í bústaðnum.

Það var eins og restin af bústaðnum, furulitað og eins og sést á efstu myndinni snéri rúmið í átt að hurðinni þegar maður kom inn. Okkur fannst það ekki nýta herbergið alveg nógu vel en grunar að ástæðan hafi verið hjá fyrri eigendum að koma kommóðu í hornið. Þau notuðu neflinlega bústaðinn ótrúlega mikið og þurftu því enn meira geymslupláss.

Við ákváðum strax að létta svolítið á þessu með hvítu rúmi, léttum náttborðum og að sjálfsögðu fallega Þoku litnum úr Slippfélaginu.

Hún Gulla, sem er mikil vinkona okkar, var í örlitlu fríi þarna frá námi erlendis og brunaði auðvitað beint upp í bústað í málningargallanum og eyddi stórum hluta frísins hjá okkur! Meira hvað það er dýrmætt að eiga svona yndislega félaga, í alvöru, það er svo ótrúlega mikið gull!

Gunna, önnur frábær vinkona, kom og græjaði gamlan spegil sem við fengum í Góða Hirðinum fyrir 3000.- Hún pússaði létt yfir hann en ramminn var í raun hart plast (1990 stíll), grunnaði með hvítum grunni og málaði svo með þráhyggjupenslinum með hvítu lakki.

Þessa sætu kommóðu fengum við líka í Góða Hirðinum á 2000.- (Svo sá ég systur hennar nokkrum vikum síðar, reyndar í svolítið verra ástandi en við vorum þá orðin svo ánægð að við vorum ekkert að splæsa í hana). Hún fékk sömu meðferð og spegillinn, þrif, létt púss, hvítur grunnur og svo hvítt lakk. Hnúðana átti María en hún fékk þá upphaflega í Kaupmannahöfn.

Rúmið keyptum við í IKEA ásamt borðlampanum sem sést hér á myndinni að ofan. Veggljósið var líka úr IKEA en við áttum það síðan einhverntíman í geymslunni. (Það átti greinilega að eiga heima hér!)

Gardínurnar voru í bústaðnum áður og þar þökkum við fyrri eigendum enn og aftur fyrir vandaða hluti, myrkvunargardínur í hvítu með keðjum og það sá að sjálfsögðu ekki á þeim!

Rúmteppið saumuðu snillingarnir á saumastofunni sem og flesta púðana. Bleiku púðana fengum við þó í Söstrene Grene, aðra græjuðum við. Efnin fengum við í Vogue og Álnabæ en við notuðum frekar gróf-ofið efni í teppið sjálft með flauelis kanti. 

Heklaða blúnduteppið er gamla fermingarteppið hennar Tótu sem við stálum í einhverri heimsókninni til tengdó, það var upphaflega úr IKEA.

Hér má sjá spegilinn fína sem sómir sér svona vel á veggnum. Það þarf neflinlega ekki alltaf að vera rándýrt til að vera dásamlega fallegt! 

Krossinn er úr smiðju Kristu Design en þau eru með tvær stærðir af þessum fallegu vegg krossum.

Kransinn í glugganum er að sjálfsögðu einnig frá Krista Design, en hann hentar bæði sem heilsárs eða sem jólakrans. Þeir hafa verið að slá í gegn uppá síðkastið en Krista býður einnig upp á Ílex krans sem og Hreindýrakrans.

Myndirnar hér á veggnum prentaði María út af þessari síðu og hér má einnig sjá minni týpuna af krossinum sem hangir hér á skápahurðinni.

Það má einnig geta þess að við tókum viðarhnúðana af skápahurðunum og nýttum hnúðana sem áður voru á eldhúsinnréttingunni úr bústaðnum. 

Þetta ljós var einnig í eldhúsinu svo það passaði svona glimrandi vel við hnúðana fínu!

Hér á myndinni fyrir ofan má einnig sjá hjarta sem er eins og krossarnir frá Kristu Design og slána fengum við í IKEA en hún er hugsuð fyrir rúmteppið meðan gestirnir hrjóta.

Þetta var þá svefnherbergi eitt sem að við erum svo ofsalega ánægð með. Það er töluvert léttara og ljósara en hitt herbergið en það var planið frá upphafi að hafa þau svolítið misjöfn, María og Börkur eiga þetta herbergi enda ótrúlega rómantísk og væmin bæði tvö ;) 

Ég og Tóta rokkari eigum svo næsta herbergi en það er allt annað lúkk á því, miklu svartara og dekkra...

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is time to tell you about the first bedroom in our summerhouse.

We decided to have the bedrooms quite different; one light and quite romantic and the next one quite dark and a bit more eccentric.

The bedroom was like the rest of the house, covered in pine and as you can see from the top image the bed faced the door as soon as you entered the room.

We decided to turn it to the left to get more space when you entered and to get an easier access to the cabinets.

We believe the reason for turning the bed the way they used to was to have more storage in the room, they actually fitted a dresser next to the bed but since the house will not be used as much by us and more by guests we don’t need quite as much permanent storage solutions.

Firstly we wanted to lighten the space up, painted the ceilings white as well as the doors, the windows and window frames. The walls got to be in the grey colour, same as the rest of the house.

Gulla, our dear friend, had a little vacation from her studies abroad when we renovated the house and she came as soon as we called to help us out. Seriously, it is so very precious to have friends like that!

Gunna, another helping hand, came and renovated the frame. It was s very cheap old second hand plastic framed mirror we sanded lightly. Based it with a base foundation and did a top coat with white lacquer.

This little bedside table we also got at a second hand store very cheaply. Same process: cleaning, light sanding, base foundation and a top coat of white lacquer. The knobs my sister got some time ago in Copenhagen so they fitted perfectly!

The bed frame is from IKEA as well as the table lamp. The wall lamp is also from IKEA but we had that from some time ago and now it found itself a place to belong!

The curtains came with the house and again we thank the previous owners for quality in their choices! Full darkness curtains are a necessity here in Iceland whereas the summer nights have full daylight for the whole 24 hours!

The bedspread was sewn at Volcano Design’s sewing room as well as most of the cushions. The pink velvet cushions we got at Sostrene Grene but the other ones we made.

The white crochet throw is also from IKEA but a quite old collection, sadly not available anymore.

Here you can see the mirror, perfect by the bed!

We decided to use a simple fold chair as the other side table. It was light and simple and doesn't take much space, plus we found it was very “beachy” and “summerhouse-y” (that’s a word, right?!)

The cross is made by Krista Design but they offer two sizes of these beauties!

The wreath in the window is also from Krista Design. This one I absolutely love! It can be used as a Christmas decoration but it is also perfect for the whole year around!

Krista also has 2 other wreaths, the Christmas reindeer one and the Holly Berry wreath!

The images on the wall María printed from this page:

Here you can also see the smaller version of the wall cross.

The pole is for the bed spread during the nights and the heart is the same collection from Krista Design as the wall crosses.

So, this was bedroom one and we are completely thrilled with it! It is very light and airy and very different from the next room, (more coming soon).

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
20 niðurstöður