Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / húsgagnabreytingar

Skipstjóraspegill- DIY

(English below)

Við áttum dásamlega nótt í bústaðnum og María og Börkur bættu svo við einni nótt í viðbót með strákunum sínum. Það var yndislegt að gista þarna sérstaklega eftir að við vorum búin að græja svona mest allt tilbúið! Kamína, Irish, grillmatur og næslæf! Þessi mynd lýsir stemmningunni ágætlega þarna fyrsta kvöldið!

Ég ætla nú að nota nokkra pósta í að fara svona aðeins yfir verkefnin sem að við höfum verið að gera þarna sérstaklega þar sem það eru mjög margir búnir að spyrja.. hvaðan við fengum vörurnar osfrv. allavega svona í bland við aðra pósta. Verslunin er einnig að fyllast af nýjum vörum svo ég mun líka kynna þær smátt og smátt á næstu dögum.

Hringspegillinn eða "The captains mirror" eins og hann heitir raunverulega er þessi hér:

Hann er svakalega flottur en við höfum ekki efni á honum og kannski ekki fyrir bústaðinn heldur. Við vildum þó nota okkur þessa fallegu hönnun sem innblástur að okkar eigin spegli.

Það eru til ofsalega mörg DIY verkefni um gerð þessa spegils og hér er okkar útgáfa:

Við versluðum okkur kringlóttan bakka í IKEA sem kostaði 1550.-

Máluðum hann...

Þessi var málaður með litunum sem sjást á myndinni.. en það er alveg eins hægt að grunna með svörtum vatnsgrunn og hálfmöttu lakki eins og við gerðum flestar aðrar mublur í bústaðnum.

Börkur hennar Maríu skar út hringspegilinn í vélinni sinni en við grennsluðumst aðeins fyrir og okkur skilst að sér-skorinn hringspegill sé að kosta ca. 5000.-

Þá var bara að líma spegilinn ofaní bakkann og við skrúfuðum svo litlar skrúfur í hliðina á honum fyrir keðjuna sem að María átti til.

Hér er hann svo kominn á endanlegan stað í bústaðnum, ofsalega notalegur svona við hliðina á kamínunni.

Við fundum allskonar útgáfur af heimagerðum skipstjóraspeglum og hér eru fleiri útgáfur:

House and Home er hér með video:

Style at home er hér með útgáfu út frá Ikea spegli.

Design Sponge er hér með vandaða útgáfu:

Já og svo er hellingur á Pinterest af allskonar útgáfum af svona heimagerðum krinlóttum speglum :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The captain's mirror - DIY

So in the next few posts I will be giving you more examples of the DIY projects at the summerhouse. We tried to be super smart and do things as cheaply as possible but make it look as expensive as possible at the same time! 

We are still so amazed by all the support and compliments we got for the changes and loads of questions as to where we got all these different things. So here is the first project: The captain's mirror.

We would have loved to buy the original but apparently the price for one of those is about 1500$ so that wasn't really going to be happening at the summerhouse, so we got the idea to make our own DIY style.

Many have done similar projects already and I will share couple of links to those here at the bottom, this is however how we made ours:

 

Firstly we bought a round wooden tray from IKEA. 

Then we painted the sides of the tray like shown here above. We used Martha Stewart paint like you can see on the image above, but I'm pretty sure you can use just about any paint you have or spray paint as long as it sticks to the wood.

Glue the mirror on the inside of the tray..

and put small hooks on the sides, we then attached black chain we already had in our storage..

Tadaaaaa ready and done and at it's final place at the summerhouse!

here are some more DIY Captain's mirrors:

House and Home:

Style at home.

Design Sponge:

And many many more on Pinterest!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sumarbústaðarbreytingarnar, hvernig gengur?

(English below)

Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast, en það er góð og gild ástæða fyrir því sossum. Við systur & makar erum búin að vera upp í bústað síðustu daga langt fram á kvöld með allskonar fórnarlömbum að vinna við að klára. Það er magnað hvað við höfum náð að plata marga til að koma og aðstoða okkur og allt eru þetta atvinnu málarar, magnað alveg!

Hann verður sossum ekki alveg tilbúinn strax, ekki svona alveg alveg, við ætlum til dæmis að mála hann að utan næsta vor. Það var ekki mjög vinsælt hjá mér að bíða með það, en það er víst "gáfulegast" að gera það.. þoli ekki "gáfulegast"!... en ég get þá látið mér hlakka til þess í allan vetur! :)

Bloggið verður stutt í dag þar sem ég er að fara í púðaverasaum og rúmteppasaum, en þið getið fylgst með því á Instagram. Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegan áhuga sem þið hafið sýnt þessu verkefni okkar. Það bætist endalaust á Instagram listann okkar og commentin sem við fáum frá ykkur eru dásamleg! Takk öll, það er geggjað gaman að gera þetta svona með ykkur!

Fyrsta nóttin á föstudaginn...

Hér eru nokkrar myndir af síðustu viku(m) af Instagram og ég mæli svo með því að þið haldið áfram að fylgjast með. Fyrsta nóttin okkar í bústaðnum verður núna á föstudaginn og þá munum við geta sýnt ykkur svefnherbergin og svona.. þó svo að allt muni ekki verða komið þá verður þetta langt komið og við munum vonandi setja djúsí myndir inn, líklega nokkrar af Irish Coffee drykkju við arininn!.. já só, í alvöru, það er must í bústað! ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The summerhouse transformation continues!

I haven't been very visible here on the blog lately, but there is a reason for that. We have been working on our little cottage for the past two weeks and it is going super well! 

We are amazed by how many have joined the following on our Instagram page and we really feel the moral support! The post today will be short and sweet since I really need to continue working, it's cushion cover and bedspread day today! And you will of course be able to see that by following Instagram or our Facebook page.

Our first night in the house will be this Friday evening and I am sure you will see some posts then.,.. mostly of Irish Coffee drinking by the fireplace! It really is a must, am I right or am I right?!

Anyhow, here are some images from the past two weeks.. this is what has been happening :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

more to come...

Lesa meira

Fyrir & Eftir- húsgagnabreytingar Röggu frænku.

(English below)

Hún Ragnhildur Ragnarsdóttir móðirsystir okkar er dúllari fram í fingurgóma og við fengum hana til að senda okkur nokkur verkefni sem hún hefur verið að gera nýlega. Þetta eru aðallega húsgagnabreytingar eða hreinlega húsgagnasmíðar en hún er með eindæmum handlagin. Okkur datt í hug að ykkur þætti spennandi að sjá nokkrar svona skemmtilegar hugmyndir og lausnir þar til að fleiri bústaðarmyndir birtast.

Hún Soffía hjá Skreytum Hús hefur skrifað um hana líka hér: enda klár hún frænka!

Nýju/gömlu náttborðin!

"Mér finnst alltaf gaman að finna og uppgötva gamla og þreytta hluti, setja þá í sparifötin og gefa þeim framhaldslíf".

Hún Ragga fann fyrst annað náttborðið í Góða Hirðinum en það kostaði heilar 3000 kr. Síðar fann hún "tvíburasystirina", svo þær verða krúttlegar systurnar þegar þessi verður komin í sparifötin líka. Seinna borðið kostaði bara 1.500.- vegna lasleika í fótaburði, en hún mun græja það á "nótæm"!

"Ég skar út nýtt stykki, og skellti því á, og svo var pússað, grunnað og málað...með smá dassi af strokum og dekri...voila"!

Rúmgaflinum reddað!

"Sá þessa elsku á Blandinu, bauð í hann fáeinar krónur og heim kom hann".

Ragga pússaði og bætti aðeins upp á slappleikann, grunnaði svo og málaði og skellti að lokum á hann skrauti úr A4. 

Þeir finnast ekki hamingjusamari rúmgaflarnir en þessi enda með eindæmum rómantískur!

Kommóðan sem þráði að verða arinn!

"Ég féll fyrir þessari kommóðu á Bland, sá í henni fullt af möguleikum!"

Hún kostaði heilar 5000.- kr. sem Ragga byrjaði á að grynna (ss tók framan af henni og gerði búkinn grynnri..), taka úr henni skúffurnar, og líma skúffufront framan á hana í staðinn fyrir litlu skúffurnar efst. Hún gerði hliðarnar aðeins þykkari, setti panel í bakið og hækkaði hana upp.

Þá var grunnaði með heftigrunn og málað með kalkmálningu, með smá þolinmæði, föndri, ást og umhyggju er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt og ofsalega kósý eins og þessi fallegi kertaarinn sýnir.

Rándýrt sófaborð sem fékkst fyrir slikk!

Ragga fann þetta volduga sófaborð í Góða Hirðinum á 5000.- kall. Lakkaði það svart og bætti svo þessum plötum ofan á það, en það var glerplata ofan á því áður...sem var ekki gera þessu djásni neinn greiða. Ragga fékk plöturnar í Bauhaus en þær eru með svolitlu texta prenti sem gerir það enn áhugaverðara.

"Með smá hugmyndaflugi og nennu er allt hægt. :)"

 

Svart og seiðandi skrifborð!

Hún datt svo um þetta ofur-krúttlega skrifborð í Góða Hirðinum í fyrra sumar og var það bara með einn fót, hinir fluttir að heiman.

Það fékk sinn skammt af makeover: Ragga byrjaði á að pússa yfir viðinn, höldurnar teknar af, borðið grunnað og svo sagaði hún út 3 fætur í viðbót. Enda ekki hægt að hafa skrifborðið einfætt !!

Að lokum var borðið lakkað með vatnslakki, kantarnir pússaðir til að fá þetta þreytta notaða útlit og badabing badabúmm, dásemd!

Krúttað ekki satt ?!

Krúttleg kommóða!

Ragga gerði sér ferð í Keflavík og heilsaði uppá krakkana í Götusmiðjunni. Það leynast nú margir demantarnir þar og þessi fína stóra kommóða tók á móti mér og fékk hún að fylgja mér heim.

Hún grunnaði hana með heftigrunni, málaði hana og voila...nú sómir hún sér svona líka dásamlega vel á heimilinu!

Eldhússtóllinn sem þráði að vera kökustandur!

"Ég náði mér í eldhússtól í Góða hirðinum, sagaði af honum lappirnar og notaði þær fyrir súluna í miðjunni". Brilliant hugmynd að nýta eitthvað eitt í eitthvað annað. Bakkarnir sjálfir eru MDF plötur sem hún sagaði svo út.

Allt grunnað, málað og pússað létt yfir með sandpappír til að fá þetta notaða útlit. 

Þessi bakki var notaður í brúðkaupi hjá annarri frænku okkar og brúðhjónin urðu svona líka alsæl!

Þriggja hæða bakki úr salti og piparstaukum!

Þessi hugmynd er líka snilld: "Ég nældi mér í gamla salt og pipar stauka úr þeim Góða, 3 gamla bakka sem lágu þar greyin og vildu fara líka með mér heim". Svona finnast demantarnir! Allt límt saman, grunnað, málað og pússað létt yfir á eftir.

Stór og vígalegur og tekur óhemjumagn af ....ja..hverju sem er. :)

Við þökkum Röggu frænku kærlega fyrir allar þessar frábæru hugmyndir og vonum að þið hafið haft gaman og mögulega gagn af!

Þessi breytiþráhyggja er í blóðinu enda öll fjölskyldan uppfull af handverksfólki og miklum listamönnum svo það er kannski ekki skrítið að við systurnar séum stundum svolítið ofvirkar og höfum náð að gera þessa þörf okkar að atvinnu. 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Before & After - furniture renovations by our aunt!

This is Ragnhildur Ragnarsdóttir. She is our mothers sister and has a little hyperactive blood which seems to be a "running thing" in our family. She loves her grandchildren, taking photos and renovating her furnitures. She sent us couple of photos of her previous projects for us to share with you guys! So creative this lady and we really hope you will enjoy her fun ideas. 

New/old bedside tables!

She found the first one in a second hand store here in Iceland and couple of weeks later the "sister" appeared in the same store. So she has matching tables that she has renovated beautifully!

The happy bed-head!

She saw this lovely thing at an on-line "second hand" market, made a bid and home it went! She had to sandpaper it slightly, put a base coat, two coats of paint and finally she decorated it with plaster ornaments. Sometime all you need to do is give a little love and nurture and now look at this happy, beautiful thing!

 

The dresser that wanted to become a candle-fire place!

"I saw this lovely little dresser and imagined all the possibilities with it, home it came and work began".

Basically I had to put it on a little diet, make it look a bit thinner, taller with thicker sides. I decorated with plaster ornaments and paint and now, oh so cosy!!

Expensive looking coffee table but such a bargain! 

She found this great coffee table at a second hand store for very cheap! Painted it black, gave it some love and nurture and changed the glass table top with a stained and printed wood. Look how expensive it looks now! amazing!!

 

Black and luscious desk.. yes a luscious desk! 

She found this run down little thing at the market and it really needed some up-doing! Only one leg remained so she built the other, base coated, painted, sandpapered the corners slightly and decorated it at it's new little home!

Now it is used as a setting to write romantic quill pen letters to secret boyfriends.... well it should right!?

Cute dresser! 

This was a fun and easy little project, white paint, new knobs and voilà!

The kitchen chair that turned into a three tiered cake stand!

"I bought a chair from a second hand store because the legs of the chair charmed me, I cut them of and cut out MDF circles. This became the funniest little project. A Cake stand from a chair.. how unique, and it stores so many things also! :) "

"It was used at my little cousins wedding and the bride and groom loved it!"

Tiered stand made with salt and pepper shakers!

This is an awesome idea, imagine how all these things can be used for different purposes. Salt and pepper shakers and couple of bowls, now look at this beauty! 

Thank you aunt Ragga for all of these amazing ideas, we love them and we truly hope they will inspire you guys also!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira