Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / bóndadagurinn

Sagan um bóndadaginn

Sagan um bóndadaginn

(English below)

Ef að þið hafið lesið bloggið okkar eitthvað áður þá vitið þið það líklega að ég er svolítið sögusjúk og einstaklega hrifin af því að læra um mismunandi hefðir og siði. Ég skrifaði td um aðventukransinn hér og aftur um jólahefðir mismunandi landa í desember.

Það var því komið að því að finna söguna á bakvið bóndadaginn þar sem hann er á morgun!

En það var ekki svo auðfundið, ég fann þá eftir nokkra leit á alheimsnetinu örfáar heimildir og lítinn texta en þessi hér sást á mörgum síðum:

Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.

Heimild: Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Reykjavík. Mál og menning.

Ég fann þó aðeins fleiri heimildir hér:

Föstudaginn 22 janúar höldum við upp á bóndadaginn en það er vonandi að það hlýni eitthvað aðeins í veðri annars mun líklega enginn hlaupa nakinn um. Sagan segir að bóndinn eigi að hlaupa um í kringum húsið sitt þennan dag en það átti að vera fyrirboði um góðar fregnir.

Á morgun er einnig fyrsti dagur Þorra en Þorri er gamalt mánaðarheiti sem að hófst með föstudegi í 13. Viku (19-25 janúar) og stendur yfir  þar til Góa hefst en það gerist á sunnudegi í 18. Viku (19-24 febrúar).

Þorri var fjórði mánuður vetrar, miðsvetrarmánuður. Þorri hefst með föstudegi í 13. viku vetrar (19–25. janúar). Ekki er nákvæmlega vitað hvað nafnið merkir. Oftast er það þó tengt sögninni að þverra eða að minnka eða talið skylt lýsingarorðinu þurr. Einnig hefur verið nefnt að það gæti verið gælunafn Ása-Þórs. Þorri var persónugerður sem vetrarvættur á miðöldum. Fyrsti dagur þorra var tileinkaður húsbændum og síðar var farið að kalla hann bóndadag . Líklega eru þorrablót ævagömul hefð sem hefur verið endurvakin á síðustu áratugum.

Öskudagur. Af þeim bræðrum bolludegi, sprengidegi og öskudegi er sá síðastnefndi langelstur. Heiti hans er þekkt allt frá 14. öld en flengingar og bolluát munu ekki hafa borist til landsins fyrr en með erlendum bökurum seint á 19. öld. Á öskudag reyndu konur að láta karla bera ösku en karlar að fá konur til að bera steina. Til að svo mætti verða saumaði fólk litla poka sem konur setti ösku í en karlar steina og reyndu svo að hengja pokana á hitt kynið svo að lítið bæri á. Þetta er mjög gamall siður á Íslandi en þekkist ekki í öðrum löndum.

Enn frekar má lesa um gömlu mánuðina hér:

Önnur gömul hefð segir að bóndinn eigi að vakna fyrr en allir aðrir á bænum, klæða sig aðeins í skyrtu og aðra nærbuxnaskálmina og hoppa svo um húsið, dragandi hina skálmina á eftir sér og þannig biði hann Þorra velkominn!

Nú á dögum er fyrsti dagur Þorra einfaldlega kallaður bóndadagurinn eins og við þekkjum hann og er hefðin fyrir því að eiginkonan dekri við bóndann sinn sérstaklega á þessum degi en það var talið vera fyrir lukku á býlinu og bænum.

Seint á 14. öld segir í Flateyjarbók af gömlum konungi „Þorra“ sem færði fórnir en sá gjörnungur kallaðist „Þorrablót“ og var haldið á hverju ári um miðjan vetur. Mögulega var Þorri því kallaður vetrarandi eða veðurguð.

Í kringum 1870 varð þessi hefð aftur vinsæl á Íslandi.

Já þá spyr maður sig, förum við fram á að bóndinn hlaupi nakinn í kringum húsið eða skoppist um innandyra berfættur, skyrtuklæddur í einni buxnaskálm með aðra dragandi á eftir sér eða dekrum við bara svolítið við hann á morgun afþví hann á það kannski skilið?

Við hjá Systrum & Mökum erum með ágætis úrval af fallegum gjöfum fyrir herrana og má þá helst nefna fallega herraskartið frá Kristu Design.

 

Eins bjóðum við upp á dásamlegar vörur frá Crabtree & Evelyn en herralínan frá þeim kallast Moroccan Myrrh og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Þessi gjöf er í raun bæði fyrir hann og þig þar sem ilmurinn er dásamlegur! Ég mæli sérstaklega með þessum fallegu gjafaöskjum eða ferðasettum en þar má finna ilmvatn, raksápu, bað- og sturtusápu og „after shave cream“ á 6150.-

Svo erum við með stærri einingar af hverri vöru svo hver ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þessar sem vilja vera sérstaklega grand geta td. gefið ilm og skart...

Hvað sem þið gerið elskurnar þá óskum við ykkur gleðilegs bóndadags og reynið nú umfram allt að njóta og knúsa bara kallinn!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Husband's day is celebrated in Iceland tomorrow!

It is an old custom to celebrate the first day of Thorri. It as the duty of the farmer (man of the house) to welcome Thorri by rising earlier than anyone else. He was to get up and go out clad only in a shirt, barefoot and partly barelegged, for he was to wear only one leg of his underpants, while the other was to be dragged behind. Thus attired, he was to . . . hop on one foot all around the house, dragging his underpants on the other, and bid Thorri welcome to his home.

In modern times, this first day of the month is called “husband’s day” and the lady of the house is supposed to treat her husband exceptionally well. These traditions were to bring good luck to the farm and home. 

In the late 14th century, the Flatey Book tells of old King Thorri, who made a sacrifice called a Thorrablot (Thor feast) every year in the middle of winter. So, maybe Thorri was named a winter spirit or weather god.

In the 1870´s, this tradition became popular in Iceland again. Thor, the thunder-god was honored, probably because it was a popular explanation that the name Thorri (Þorri) was for Thor (Þór), the hammer-wielding Germanic through Viking Age god associated with thunder, storms, oak trees, strength, and healing. 

People wear emblems, jewellery, and even have tattoos of his hammer, named Mjölnir. Thor has a day of the week named after him:  Thor’s day or Thursday.

The food served at a Þorrablót is of traditional Icelandic dishes, prepared the way of olden days when every part of the animal was used and preservation was to salt, dry, or put in whey.

(Text found here: )

We at Systur&Makar offer a wide variety of all sorts of presents for that dear hubby of yours such as jewellery from Krista Design

 

And we also have the wonderful gentleman's collection from Crabtree & Evelyn called Moroccan Myrrh and really that is a present for both your love and yourself because the smell of these products are so lovely!

At least, be extra kind to your hubby tomorrow and have a happy husband's day!

 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira