Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / herbergið

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Það er alveg ótrúlegt hvað málning og rétt birta getur breytt miklu eins og ég vil sýna ykkur aðeins í póstinum í dag.

Það er komið að því að sýna ykkur svefnherbergi 2, herbergið mitt og Tótu.

Hér er horft úr herberginu fram á gang og beint inn í eldhúsið, það er þarna beint á móti sumsé. Nú það sem að fyrri eigendur gerðu var að bæta við einni innréttingareiningu í viðbót í eldhúsið sem féll inn í vegginn. Þetta var skúffueining og kubbnum sjálfum var þá komið fyrir inn í svefnherbergið. Nokkuð sniðug lausn sossum til að bæta geymsluplássi við í eldhúsið en það var einfaldlega ekki að henta okkur þar sem við vildum gera þetta að tveggja manna herbergi og þurfum að nýta hvern einasta centimeter.

Makarnir duglegir!

Hér var mjó efri koja og undir henni var vanalega sófi og svo sjónvarp og fataskápur á móti. (sjá fyrstu myndina.) Þetta var því ekki hugsað sem gistirými þannig séð nema ef eitt og eitt barnabarn læddist með í bústaðinn :)

Við byrjuðum því á því að hreinsa allt út úr herberginu, skápinn, eldhúsinnréttingarkubbinn og kojuna sem gaf okkur hreinan ramma til að vinna með. (jebbs og herbergið virkaði smotterý að stærð.. sem það sossum er!)

Hér má sjá glitta í gatið eftir innréttinguna, við fylltum upp í gatið aftur með panil sem var eins og sá sem var og litamunurinn skipti engu þar sem við máluðum svo allt.

Við saumuðum öll teppi og púða á saumastofunni okkar svo hér var ég að fara í gegnum búta og efni sem við áttum til að nýta. 

Við rúnuðum hornin á kósýteppinu og snillingarnir á vélunum settu svo ullarskáband sem ég átti til allan hringinn, okkur fannst það koma æðislega vel út!

Þetta náttborðskrútt fundum við í Góða Hirðinum á litlar 3000.- (systkynið sáum við svo nokkrum vikum síðar en það var merkt "keypt".. skipti ekki öllu, við vorum fullkomnlega ánægð með eitt). :)

-Þetta var svona ekta A-HA móment!

Þar sem það var háglans, pússuðum við létt yfir það til að ná svolitlu gripi og grunnuðum svo með svörtum grunni sem við fengum blandaðan í Slippfélaginu í Hafnarfirði, algjör snilldar grunnur þegar maður er að mála svona svart. Það munar svo miklu, því þegar við fórum svo yfir allt með lakkinu þá sást hvergi glitta í hvítt (sem hefði annars mögulega gert ef grunnurinn hefði verið hvítur, sjáðu til!) Þetta snilldarráð notuðum við auðvitað á allt annað sem varð svartmálað í bústaðnum, rúmið, borðstofuskáoinn, stólana ofl.

Hnúðinn fengum við í einhverri heimsókninni okkar til Akureyrar, við eigum líka Systra&Maka verslun þar og þá förum við systur stundum og kíkjum aðeins til þeirra í Sirku.. ekki mjög leiðinlegt að stinga nefinu inn þar get ég sagt ykkur!

Þennan IKEA koll fengum við líka í Góða á 1000.- minnir mig.. hann var tilvalinn sem náttborð á móti hinum kubbnum, létt og fínt og smellpassaði í hornið!

Kommóðuna átti María í geymslunni hjá sér, og við nýttum auðvitað allt sem við gátum enda vitleysa að gera annað, ekki satt?!

Hér er kotið okkar Tótu svo tilbúið! Það er mun dekkra en herbergið hjá Maríu og Berki.. sjá hér: En það var líka alltaf ætlunin. Bústaðurinn neflinlega leiðir mann svolítið í gegnum rýmin frá ljósum yfir í dekkri stíl: fyrst er það gangurinn, svo er það baðherbergið rómantíska, þá er það svefnherbergið hjá M&B og svo dekkist þetta smátt og smátt á leiðinni inní stofuna og borðstofuna.

Ljósið í horninu fylgdi bústaðnum (það glittir í það á mynd 1) og þessu herbergi, en nú nýtur það sín fullkomnlega þar sem það lýsir upp litla kollinn í horninu!

Rúmið fylgdi bústaðnum og er aðeins 120 á breidd (það kemst ekki stærra rúm í þetta herbergi) en eins og við vorum vissar um að það væri of lítið þá rúmar það okkur bara svo vel! Dýnan er líka þokkalega stíf svo við rúllum ekki í keng inní miðju sem er vissulega mikill kostur! :)

Myndirnar á veggnum átti mamma Barkar en þetta eru gamlar grafík eftirprentanir sem að smellpössuðu hér inn!

Ef þið munið eitthvað eftir póstinum okkar þar sem við vorum að sækja innblástur fyrir bústaðinn, þá sýndum við þessa mynd hér að neðan. Þessi mynd var einmitt útgangspunkturinn að þessu herbergi.

Uppröðunin á myndunum fyrir ofan rúmið, græni tónninn sem við settum í púðana og lágstemmd notaleg lýsingin. 

Það er neflinlega svolítið "trix" að fá innblástur frá öðrum myndum án þess að finna alltaf nákvæmlega sömu hlutina til að framkvæma loka-útkomuna.  

Það er líka svo gaman að sjá hvernig Þoku liturinn á veggjunum breytist eftir því hvað er inní herberginu. Hér erum við með nokkra græna tóna í púðum, myndum og smáatriðum sem að okkur finnst endurspeglast svolítið í veggjunum, hann virkar einhvernveginn "grænni".

Þennan geggjaða stól fundum við Tóta fyrir nokkrum árum í einhverri nýtjaverslun höfuðborgarsvæðisins á jú 10.000.- og hann er algjört gull og það sér ekki á honum! Hinn mesti fjársjóður sem geymir nú púðana alla á nóttunni meðan við sofum.

Þar sem við komum ekki fataskáp fyrir í herberginu ákváðum við að festa tvær góðar lengjur af snögum sem við fundum í IKEA og litla gardínustöng fyrir kósýteppin. Hér má sjá kommóðuna sem María málaði og hún er eins og náttborðið allt í mismunandi hnúðum úr Sirku.

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira