Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / Biðukolla

Biðukolla frá Sunnu Björk og 4. í jólagjafatalinu.

Biðukolla frá Sunnu Björk og 4. í jólagjafatalinu.

(English below)

Annar makinn í batterýinu okkar, hann Börkur sem er ss. maðurinn hennar Maríu, mágur minn, svili Tótu, náðuð þið þessu? Allavega, hann Börkur á bróðir, hann heitir Eiríkur og hann Eiríkur á konu sem heitir Sunna Björk og ég ætla að segja ykkur aðeins frá henni núna.

Hún Sunna er neflinlega alveg snilldar jazz-söngkona og gaf út disk árið 2014 sem heitir Biðukolla.

Við systur erum alveg sérstaklega hrifnar af disknum hennar og höfum spilað hann oft í búðinni sem og heima en við seljum hann einnig í verslununum okkar sem og á netversluninni.

Við fengum lögin hennar til dæmis að láni þegar við gerðum kynningarmyndbandið okkar sem má sjá hér að neðan (það er aðeins reyndar búið að uppfæra myndbandið núna en það er önnur saga, lögin eru æðisleg!)

Hér er svo annað dæmi um lag frá henni í fullri lengd sem ég er ofsalega hrifin af líka:

Ég sendi nokkrar spurningar á hana Sunnu og bað hana að segja mér aðeins frá sér. 

Ég fæddist í Reykjavík fyrir 32 árum síðan. Ólst mikið upp í Hafnarfirði en eyddi einnig miklum tíma í sveitinni hjá systur mömmu enda mikil náttúruvera og dýravinur. Ég var alltaf talin mikið fiðrildi og listræn. Gerði hlutina aldrei eins og aðrir. blómstraði í myndlist í skólanum og elskaði leiklist, tónmennt og stundaði ballet, nútímaballet og samkvæmisdansa í 20+ ár.

 

Þá fluttist ég til danmerkur með fjölskyldunni þegar að ég var 14 ára og fékk ferðabakteríuna enda hef ég flakkað mikið og búið í alls 6 löndum. Áhugamálin voru mörg og ég lærði ljósmyndun í Flórens á Ítalíu í eitt ár og hef síðan unnið sem söngkona og ljósmyndari síðustu árin í Kaupmannahöfn og á Íslandi.

Ég finn mig mest í mannlegu starfi og hef til dæmis unnið mikið á spítölum og á elliheimilium. Það má líka segja að ég sé mikil sögumanneskja en ég segi alltof oft sömu sögurnar aftur og aftur meira mér til gamans en öðrum!

Ég lifi fyrir börnin mín og gæti ekki hugsað mér lífið án þeirra!

Við Eiríkur eigum saman tvo stráka þá Rökkva Frey 7 ára og Ísar Flóka 4ra mánaða.

Aðeins að söngnum...

Ég byrjaði að læra söng 9 ára gömul og kláraði fjórða árið mitt í FÍH árið 2004. Þá hélt ég út til Hollands þar sem að ég lærði jazzinn í 3 ár.

Uppáhalds tónlistarfólkið eru t.d Ella Fitzgerald, Nina Simone, Joni Mitchell, Tom Waits, Nick Cave, Beth Gibbons, Beck og Will Oldham til að nefna einhverja. Þeir eru samt miklu miklu fleiri og úr öllum áttum.

 

Platan "Biðukolla" er fyrsta platan sem ég gef út og hún er einskonar óður til kvennanna í mínu lífi. Ömmur mínar og mamma höfðu allar mikil áhrif á mig í tónlistinni og þessi lög eru öll tengd þeim á einn eða annann hátt.

Það má ekki gleyma því að minnast á aðra tónlistarmenn plötunnar en ég var svo heppin að fá þá allra bestu sem meðleikara og fékk Kjartan Valdemarsson á píanó og harmónikku, Birgir Bragason á bassa og Einar Scheving á trommur.

Það verður ekki mikið betra og manni líður eins og blóm í eggi að syngja með þeim!

 

Segðu mér aðeins frá jólunum þínum.

Ég er ekkert fyrir jólastressið og reyni að halda eins róleg jól og mögulegt er. Það besta við jólin er klárlega kósíkúr með strákunum mínum og kallinum. Við erum að halda þau í fyrsta skiptið bara 4 þetta árið og munum hugsanlega reyna að búa til einhverjar skemmtilegar hefðir.

Við þökkum Sunnu Björk kærlega fyrir spjallið og óskum henni og þeim öllum gleðilegra jóla að sjálfsögðu! Ég mæli svo eindregið með því að þið tryggið ykkur eintak af þessari ljúfu jazzplötu en hún er full af yndislegri tónlist og lagalistinn ekki af verri endanum:

Dagný

Ég veit þú kemur

Litli tónlistarmaðurinn

Ó, borg mín borg

Vegbúinn

Frostrósir

Lóa Lóa

Við gengum tvö

I'm So Lonesome I could Cry

Heyr mína bæn

Þá er komið að því að tilkynna vinningshafana í jólagjafatalinu þennan 4. desemberþunga dag.

Í Reykjavík vinnur Elín Edda Alexandersdóttir

og á Akureyri er það Marta S. Pétursdóttir en þið hafið einmitt unnið ykkur inn diskinn hennar Sunnu: Biðukollu!

Innilega til lukku og við hlökkum til að taka á móti ykkur í verslununum! :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

One of the partners in "Sisters & Partners" is Börkur, that is Marías, my sister husband. He has a brother called Eiríkur and Eiríkur has a partner also which is Sunna Björk and I would like to tell you little bit about her now...

Sunna is a wonderful jazz singer and she released her first album, Biðukolla in 2014.

Us sisters absolutely love her album and have had it on reply on and off pretty much since we got it and we also play it in the store. It is a collection of a soft jazz, mostly Icelandic classic songs and we sell the CD in our stores as well as here on our on-line store. 

She also lend us her songs when we made a little video about our company and that you can watch here:

Here is another sample of a full length song from her which is just lovely!

I sent Sunna couple of questions about herself and asked her to tell me little bit about her childhood, family, studies and the jazz of course! 

I'm born in Reykjavík just 32 years ago. I grew up mainly in Hafnarfjörður but I also spent a lot of time at the country side with my cousin, loving nature and animals!

I have always been a bit of a butterfly and artistic. I never did things like others did and blossomed in arts and craft classes in school. I have also always loved music lessons and studied ballet, modern ballet and ballroom dancing for over 20+ years!

 I then moved to Denmark with my family at the age of 14 and got hooked on the travel addiction. I have since lived in 6 different countries! 

The interests were multiple and I for example studied photography in Florence, Italy for one year and have since worked as a singer and a photographer in Copenhagen and in Iceland.  

 

I thrive best in social works and have for example spent a lot of time working in hospitals and in retirement homes. Some also refer to me as being a "story person" because I often tell the same stories many times, probably more for my pleasure than others! 

 

I live for my children and couldn't think of my life without them! 

Me and Eiríkur have two sons together: Rökkvi Frey 7 years old and Ísar Flóki 4 months! 

 

A little bit about the music...

I started taking singing lessons at the age of 9 and finished my fourth year at FIH in 2004. Then I head of to the Netherlands where I studied jazz for 3 years.

My favourite musicians are Ella Fitzgerald, Nina Simone, Joni Mitchell, Tom Waits, Nick Cave, Beth Gibbons, Beck og Will Oldham just to name a few. There are so many more from all genres!

The album, Biðukolla, is the first album I release and it is some sort of an ode to the women in my life! My grandmothers and my mother all influenced me greatly in my music and these songs have all something to do with them in every other way!

Let's not forget the other artist on the album but I was so fortunate to be able to work with the cream of the crop: Kjartan Valdemarsson on piano and accordion, Birgir Bragason on base and Einar Scheving on drums. 

It doesn't really get much better than that!!

Tell me a little about your Christmas..

I am not at all for the Christmas stress than often comes with Christmas and try to have a very slow and wonderful time with my hubby and boys. We are having our first Christmas this year being only the four of us and now it will be our time to make some traditions on our own.

 

We thank Sunna Björk for the interview and wish her and her family a wonderful and calm Christmas!

For you all readers we recommend this album wholeheartedly which is full of sweet and very relaxing jazz! 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira