Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / soft

Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.

Íslenskur heimagalli í jólapakkann frá Volcano Design - 18. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég elska svona notalegt heimastúss og sérstaklega þegar maður á virkilega að slaka vel á eins og til dæmis um jólin!

Þessi var því í raun sérstaklega gerður fyrir mig og gæðastundirnar mínar uppí bústað öll jólin! Já, planið er einfalt: kósýgallinn, fjölskyldan mín, góðar bíómyndir (hér er einmitt mjög góður listi), góðar bækur, spil og stór konfektkassi, ostar, jólaöl og ekkert nema notalegheit!

Mér þykir þetta bara nokkuð gott plan! Ef að veðrið verður gott er alveg spurning að hendast í einn og einn labbitúr um svæðið en það er ekkert möst, ég get líka alveg faðmað mig bara í þessum!

Toppurinn er úr bambus og það er eins og að vera í skýi að vera í þessum "gourmet" galla! Buxurnar eru úr laufléttu viscose og berar táslur eða notalegir ullasokkar eru málið!

Takið eftir strengnum, já hann er breiður og með mikilli teygju, það verður því nóg pláss fyrir allskyns gúmmelaði!! Elsku laufabrauð.. komdu bara, nú tökum við á því!!!

Svo erum við einmitt með tvö kósý "Gæðastundar teppi" í bústaðnum, þetta verður því uppskrift að einhverjum notalegustu jólum fyrr og síðar!!

Hér verð ég að gera EKKERT í nokkra daga!!! ahhhhhhhhhh en sú sæla!

18. í jólagjafatali Systra & Maka, vinningur dagsins er Victoria Ilmkerti: Jóladúó!

Vinningshafinn í Reykjavík er: Karen Guðmundsdóttir

Á Akureyri: Agnes Björk Blöndal

Við bjóðum ykkur velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinningana :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

A cosy overall for a very chilled Christmas time is absolutely necessary, and here it is!

This one was in fact made especially for me, it is such a privilege to be able to make stuff for myself when I need it. And this overall was my next necessity to own! You see I have a plan: after a very busy December and well year in fact I see Christmas vacation in mirage as this super relaxed time in our summerhouse. We are talking this overall, my family, quality movies (and here is a good list btw), good books, board games, a large box of chocolate treats, cheeses, Christmas malt brew and nothing but cosy time!  

A pretty good plan right?!

Perhaps we go for a walk or two around the area, but not at all a must! I can just as well just stay by the fireplace and hug myself wearing this, so soft!! 

The top is made of bamboo and it is like wearing the clouds! The pants are a light viscose and bear toes or woolly socks is definitely the way to go!

Ahhh and notice the waist band, stretchy, wide and soft: bunch of space for all that gourmet food right!?!

Plus we have two of these cosy blankets in the summerhouse, so this will be a recipe for some of the nicest Christmases ever I believe!!!

Here I'll be staying, doing absolutely NOTHING for a few days!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Teppaslá- snilld á pallinn, í bústaðinn eða útileguna!

(English below)

Þetta er ekta svona gjöf fyrir þá sem eiga "allt" og vantar "ekkert"!

Við Systur & Makar erum óttarlega kósý hópur svona, elskum bústaðarferðir, ferðalög, að sitja á pallinum og hafa það náðugt. Bæði heimilin eru með notalega palla og eitt "pallakvöldið" hjá hópnum fór umræðan, eins og svo oft áður, í að hanna eitthvað. Þar og þá vantaði okkur eitthvað sniðugt teppi þar sem maður gæti haldið á bolla, eða glasi, eða flösku.. jæja þið sjáið þetta fyrir ykkur... án þess að þurfa alltaf að færa teppið af sér.. skiljiði? "Já, við setjum bara falleg "göt" á teppið, svona eins og er á slám og svona, og svo þarf að vera lokun að framan, og þetta má ekki dragast eftir gólfinu ef þú stendur eða labbar, og þetta þarf líka að nýtast fyrir fleiri.."!

Svo úr varð að ég fór á saumastofuna á laugardeginum, örlítið ryðguð eftir pallakvöldið, en með klárt "mission"! 

Teppið var saumað, snöpp send á Maríu og við kláruðum hönnunina í gegnum símann! Jebb, svona gerist þetta stundum, góð hugmynd sem fæðist á einhverju sérstöku augnabliki og þar sem að við framleiðum allt á Íslandi tekur ekki langan tíma fyrir okkur að skella vörunni í framleiðslu og sölu nokkrum dögum síðar.

Útileguteppin eða teppasláin er nú komin í sölu í verslununum okkar, og á netversluninni hér. (einnig er hægt að smella á hvaða mynd sem er).

Þau eru notaleg fyrir einstaklinginn til að vefja utan um sig með smellu að framan og götum fyrir hendurnar eða breiða úr teppinu sem er frekar stórt og nýta það þannig eins og venjulegt teppi fyrir nokkra saman! 

Svo var einhver sem benti á að þau gætu verið sniðug fyrir veitingarstaði, hótel eða skemmtistaði með útisvæði.. ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Camping blanket, brilliant for the patio, the summer house or the camping trip!

The group behind Systur & Makar (me, Tota - my partner, my sister María and her husband Börkur) spend quite a lot of time together. Well we have to because of the company, but we also work really well together and enjoy each others company. We have nice patios in each of our homes and during one "patio-evening" we sat around, talking and like so often the talk lead to some brainstorming and idea bouncing. The camping blanket was born! 

We were sitting outside during a wonderful summer evening, but as you can imagine here in Iceland, the evenings are cold, and blankets are a necessity!

We got an idea to make a blanket with holes for the arms (you know, to have better access to our drinks), and a closure in the front. It couldn't be to long to drag on the floor when you'd walk and it must be usable for more than one person at a time if you'd spread it out as a normal blanket.

The day after our patio evening I went to the workshop and made the first blanket, soon after we launched it in our stores and now it is available here on-line, simply by clicking the images. The glory of having local production!

A cute gift for the ones who have "everything" and need "nothing"!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira