Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / renovation

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

(English below)

Við systur og makar skelltum okkur á Jólamarkað á Þórshöfn um helgina og erum því búin að vera frekar léleg á blogginu upp á síðkastið. Hún Tóta mín er sumsé ættuð frá Þórshöfn eins og ég hef komið inná áður (sjá hér). Okkur var boðið að taka þátt í markaðnum svo við skelltum okkur í ferðalag, skreyttum búðina okkar á Akureyri svolítið í leiðinni svo það var "multi-taskað" eins og okkar er von og vísa.

Nú erum við komin aftur í raunveruleikann eftir yndislegt dekur hjá tengdó og það styttist í jólin og nýjar vörur eru að hrúgast inn. (Ég ætla að fara aðeins betur yfir það í næsta pósti).

En nú að svefnherbergi 1 í bústaðnum.

Það var eins og restin af bústaðnum, furulitað og eins og sést á efstu myndinni snéri rúmið í átt að hurðinni þegar maður kom inn. Okkur fannst það ekki nýta herbergið alveg nógu vel en grunar að ástæðan hafi verið hjá fyrri eigendum að koma kommóðu í hornið. Þau notuðu neflinlega bústaðinn ótrúlega mikið og þurftu því enn meira geymslupláss.

Við ákváðum strax að létta svolítið á þessu með hvítu rúmi, léttum náttborðum og að sjálfsögðu fallega Þoku litnum úr Slippfélaginu.

Hún Gulla, sem er mikil vinkona okkar, var í örlitlu fríi þarna frá námi erlendis og brunaði auðvitað beint upp í bústað í málningargallanum og eyddi stórum hluta frísins hjá okkur! Meira hvað það er dýrmætt að eiga svona yndislega félaga, í alvöru, það er svo ótrúlega mikið gull!

Gunna, önnur frábær vinkona, kom og græjaði gamlan spegil sem við fengum í Góða Hirðinum fyrir 3000.- Hún pússaði létt yfir hann en ramminn var í raun hart plast (1990 stíll), grunnaði með hvítum grunni og málaði svo með þráhyggjupenslinum með hvítu lakki.

Þessa sætu kommóðu fengum við líka í Góða Hirðinum á 2000.- (Svo sá ég systur hennar nokkrum vikum síðar, reyndar í svolítið verra ástandi en við vorum þá orðin svo ánægð að við vorum ekkert að splæsa í hana). Hún fékk sömu meðferð og spegillinn, þrif, létt púss, hvítur grunnur og svo hvítt lakk. Hnúðana átti María en hún fékk þá upphaflega í Kaupmannahöfn.

Rúmið keyptum við í IKEA ásamt borðlampanum sem sést hér á myndinni að ofan. Veggljósið var líka úr IKEA en við áttum það síðan einhverntíman í geymslunni. (Það átti greinilega að eiga heima hér!)

Gardínurnar voru í bústaðnum áður og þar þökkum við fyrri eigendum enn og aftur fyrir vandaða hluti, myrkvunargardínur í hvítu með keðjum og það sá að sjálfsögðu ekki á þeim!

Rúmteppið saumuðu snillingarnir á saumastofunni sem og flesta púðana. Bleiku púðana fengum við þó í Söstrene Grene, aðra græjuðum við. Efnin fengum við í Vogue og Álnabæ en við notuðum frekar gróf-ofið efni í teppið sjálft með flauelis kanti. 

Heklaða blúnduteppið er gamla fermingarteppið hennar Tótu sem við stálum í einhverri heimsókninni til tengdó, það var upphaflega úr IKEA.

Hér má sjá spegilinn fína sem sómir sér svona vel á veggnum. Það þarf neflinlega ekki alltaf að vera rándýrt til að vera dásamlega fallegt! 

Krossinn er úr smiðju Kristu Design en þau eru með tvær stærðir af þessum fallegu vegg krossum.

Kransinn í glugganum er að sjálfsögðu einnig frá Krista Design, en hann hentar bæði sem heilsárs eða sem jólakrans. Þeir hafa verið að slá í gegn uppá síðkastið en Krista býður einnig upp á Ílex krans sem og Hreindýrakrans.

Myndirnar hér á veggnum prentaði María út af þessari síðu og hér má einnig sjá minni týpuna af krossinum sem hangir hér á skápahurðinni.

Það má einnig geta þess að við tókum viðarhnúðana af skápahurðunum og nýttum hnúðana sem áður voru á eldhúsinnréttingunni úr bústaðnum. 

Þetta ljós var einnig í eldhúsinu svo það passaði svona glimrandi vel við hnúðana fínu!

Hér á myndinni fyrir ofan má einnig sjá hjarta sem er eins og krossarnir frá Kristu Design og slána fengum við í IKEA en hún er hugsuð fyrir rúmteppið meðan gestirnir hrjóta.

Þetta var þá svefnherbergi eitt sem að við erum svo ofsalega ánægð með. Það er töluvert léttara og ljósara en hitt herbergið en það var planið frá upphafi að hafa þau svolítið misjöfn, María og Börkur eiga þetta herbergi enda ótrúlega rómantísk og væmin bæði tvö ;) 

Ég og Tóta rokkari eigum svo næsta herbergi en það er allt annað lúkk á því, miklu svartara og dekkra...

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

It is time to tell you about the first bedroom in our summerhouse.

We decided to have the bedrooms quite different; one light and quite romantic and the next one quite dark and a bit more eccentric.

The bedroom was like the rest of the house, covered in pine and as you can see from the top image the bed faced the door as soon as you entered the room.

We decided to turn it to the left to get more space when you entered and to get an easier access to the cabinets.

We believe the reason for turning the bed the way they used to was to have more storage in the room, they actually fitted a dresser next to the bed but since the house will not be used as much by us and more by guests we don’t need quite as much permanent storage solutions.

Firstly we wanted to lighten the space up, painted the ceilings white as well as the doors, the windows and window frames. The walls got to be in the grey colour, same as the rest of the house.

Gulla, our dear friend, had a little vacation from her studies abroad when we renovated the house and she came as soon as we called to help us out. Seriously, it is so very precious to have friends like that!

Gunna, another helping hand, came and renovated the frame. It was s very cheap old second hand plastic framed mirror we sanded lightly. Based it with a base foundation and did a top coat with white lacquer.

This little bedside table we also got at a second hand store very cheaply. Same process: cleaning, light sanding, base foundation and a top coat of white lacquer. The knobs my sister got some time ago in Copenhagen so they fitted perfectly!

The bed frame is from IKEA as well as the table lamp. The wall lamp is also from IKEA but we had that from some time ago and now it found itself a place to belong!

The curtains came with the house and again we thank the previous owners for quality in their choices! Full darkness curtains are a necessity here in Iceland whereas the summer nights have full daylight for the whole 24 hours!

The bedspread was sewn at Volcano Design’s sewing room as well as most of the cushions. The pink velvet cushions we got at Sostrene Grene but the other ones we made.

The white crochet throw is also from IKEA but a quite old collection, sadly not available anymore.

Here you can see the mirror, perfect by the bed!

We decided to use a simple fold chair as the other side table. It was light and simple and doesn't take much space, plus we found it was very “beachy” and “summerhouse-y” (that’s a word, right?!)

The cross is made by Krista Design but they offer two sizes of these beauties!

The wreath in the window is also from Krista Design. This one I absolutely love! It can be used as a Christmas decoration but it is also perfect for the whole year around!

Krista also has 2 other wreaths, the Christmas reindeer one and the Holly Berry wreath!

The images on the wall María printed from this page:

Here you can also see the smaller version of the wall cross.

The pole is for the bed spread during the nights and the heart is the same collection from Krista Design as the wall crosses.

So, this was bedroom one and we are completely thrilled with it! It is very light and airy and very different from the next room, (more coming soon).

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

(English below)

Næsti kafli í bústaðarbreytingunum er svefnloftið, en það er eitt af mínum uppáhalds rýmum.

Það er ekki með fulla lofthæð reyndar en úff það er svo kósý eitthvað og krúttlegt og þessi gluggi horfir yfir allan dalinn, hér er æði að vakna!

Svona var svefnloftið áður þegar við tókum við fallega bústaðnum, furuklætt eins og restin og þarna til vinstri á efri myndinni getið þið séð vatnstankinn.

Við vildum strax halda þessu rúmi á sínum stað svona undir glugganum og mála það hvítt, okkur grunaði líka að loftið yrði aðeins léttara þegar búið væri að mála það og vá hvað það varð mikill munur (sést á myndum hér aðeins neðar).

Við vildum líka setja upp einhverskonar klæðningu fyrir hitakútinn, sérstaklega þar sem við erum að fara að leigja hann út þá á þessi "fíll" ekki að vera sjáanlegur.

Þetta rúm var einnig hér á loftinu við rimlana en við fórum með það niður í svefnherbergi tvö (ég segi betur frá því síðar).

Hér sjást semsagt rimlarnir og hér til hægri er smá skápainnrétting sem var fest í gólfið.

Hér sést skápurinn enn betur, hann er ss þarna svolítið út á miðju gólfi en myndar þessar hillur þarna við hliðina. 

Við fjarlægðum þetta allt saman út og vorum svo heppin að parketið var alveg heilt undir og það var bara eins og það hefði aldrei neitt verið þarna, enn og aftur vil ég þakka fyrri eigendum fyrir gæði í öllum frágangi!!

Þá tók auðvitað yndislega málningarvinnan við, grunna grunna, mála og mála :)

Hún Tóta mín var þarna á fjórum fótum í nokkra daga og rak svart hárið reglulega upp í hvíta loftið.. hún var bókstaflega að verða gráhærð á þessu! hohoho ;)

En ohhh, svona var þetta létt og fallegt!

Þá var komið að því að mála rúmið hvítt...

Feðgarnir að koma fyrir rennum svo hægt væri að loka fyrir hitakútinn, þarna er svo kominn léttur renniveggur sem hægt er að opna svo við græddum þarna svolitla aukageymslu fyrir fleiri sængur.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Hér er svo loftið tilbúið: Þetta er boxdýna úr Ikea en við tókum bara fæturna undan því og saumuðum utanum það brúnt leðurlíkisáklæði. Fallegu blómapúðarnir fylgdu bústaðnum sem og kringlótta ofna mottan, hún var áður í stofunni en smellpassaði nú á loftið!

Þessa litlu innréttingu fundum við í gegnum sölusíðu Skreytum Hús en hún smellpassaði inn!

Þetta rými er semsagt hugsað svona svolítið fyrir krakkana: skúffurnar eru með DVD diskum og spilum og bókum. Eins nýtist boxdýnan auðvitað sem aukarúm fyrir einn fullorðinn eða ungling.

Öll rúmteppi og púðaver saumuðu snillingarnir á saumastofunni okkar, Volcano Design. Þær eru að verða ansi vanar að stökkva úr fatasaum í heimilissaum þessar elskur... já aðallega orðnar ótrúlega vanar þessu veseni í okkur!

Hér er svo fallega rúmið við gluggann, ég algjörlega elska þetta eins og ég sagði. Unglegt, ferskt og notalegt!

Motturnar fengum við í ILVA (það eru tvær langar sitthvorumegin við rúmið). Náttborðið öðrumegin er gamall viðarkassi og hinumegin notuðum við gamlar ferðatöskur.

Myndirnar sem halla hér uppað veggnum fengum við á heimasíðu sem býður uppá þann möguleika að prenta út fría grafík. Við nýttum okkur þessa skemmtilegu lausn á nokkrum stöðum um bústaðinn.

Hér sjáið þið td fjaðrirnar fallegu í rammanum, þær eru líka af þessari síðu.

Karfan hér fyrir framan er svo hugsuð fyrir alla púðana og rúmteppið meðan sofið er í rúminu.

Ég elska að stútfylla allt af púðum og teppum og öllu sem öskrar "GÆÐASTUND" svo ég fékk það sem ég vildi í þessu! :)

Þarna má svo finna gæða lesefni, Bridget Jones ofl "gourmet stuff"! 

Svona er hæðin, eins og þið sjáið hérna vinstra megin þá lokuðum við þessum vegg með svolitlum panil og komum slökkvaranum aftur fyrir (þarna var enginn veggur áður). Þetta verður til þess að loftið virkar dálítið skipt þegar maður kemur upp, maður byrjar á að horfa á sjónvarpsdýnuna og svo til vinstri á rúmið.

Litla sjónvarpsinnréttingin er með glerplötu svo við komum nokkrum myndasögum fyrir undir plötunni til að gera þetta enn "krakkalegra". Ég veit, þetta er Tinni sem er alveg bannað að rífa, en bókin var brotin og nokkrar blaðsíður rifnar úr, það er eina ástæðan fyrir því að við notuðum Tinna!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Next chapter in the summerhouse renovations is the loft but that is one of my absolute favourite places!

It doesn't have a full loft height but oh it is so lovely and cost and this window offers view over the whole valley!

This is how the loft looked like before we changed it, covered in pine which made it very cosy but a little heavy and dark.

We loved the location of the bed, under the little window and decided to keep it there from the start but the space needed to become a bit lighter with paint and the difference is vast!

We also wanted to set up some sort of a cover for the water tank to make it “invisible”.

This bed was also here on the loft next to the banister but we took this downstairs to be used in the second bedroom.

Here you can see the banisters and there on the right you can see a little cabinet that was stuck to the floor.

Here the cabinet is even more visible, we decided to remove this storage and luckily the flooring underneath was whole, again we are so very thankful to the previous owners for their fine finishing’s!

Then it was time to paint paint paint.. but how everything brightened with a bit of white!

Look, what a difference!

The bed was painted white…

The father and son built a little wall to the left when you go up the stairs and a little light moving wall to hide the water tank. By doing this we gained some extra storage for more bed linens and sheets.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Here the loft is ready. This is a box mattress from IKEA but we simply removed the legs and covered it with brown foe leather cover. The pillows came with the house as well as the rug but that used to be located at the living room.

This little storage we bought second hand online but it fitted perfectly!

This space is considered to be an area for the kids, the drawers are filled with DVD’s and books and board games. The box mattress also works as a “sofa” as well as an extra sleeping space for one adult or a teenager!

All bed sheets and pillow cases were made at Volcano Design’s sewing room. They are now quite used to jump from clothes making to home ware which I truly appreciate!

Here we can see the beautiful bed next to the window: I LOVE this like I said! Young, fresh and oh so cosy!

The images on the wall we got online at a brilliant blog called Oh so lovely but she offers free printable’s. This we used in several places throughout the house!

The feathers in the frame are also from this brilliant page!

The basket here in front of the bed is for all the pillows and throws because I am such a sucker for everything that screams “Cosy time”! I got what I wanted!

Quality reading material: Bridget Jones… well of course!

This is how the floor looks from one end to the other. The little wall we built is a sort of a cover for the bed area as soon as you come upstairs. Firstly you see the extra “sofa bed” on the right and then you see the main sleeping area to the left.

We also but some old cartoons under the glass plate on top of the TV cabinet, just to emphasize slightly that this area is “meant for” the kids and teenagers.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Gamli spítalinn Patreksfirði- magnað verkefni!

(English below)

 

"Þetta er gömul ljósmynd af húsinu frá 1910 sem Örn setti í ramma. Ramminn er gamalt fag úr einum kjallararglugganum, það er fúið en við týmdum ekki að henda því!"

Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir, gömul skólasystir mín, mér í póstinum þar sem ég bað hana að segja mér aðeins frá Gamla spítalanum, algjörlega klikkaðu verkefni sem hún er að gera ásamt eiginmanni sínum Erni Hermanni Jónssyni! Þau eru greinilega svolítið klikkuð líka sjálf og það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þeim en þau halda úti Facebook síðu þar sem þau sýna myndir og segja frá ferlinu.

Geturðu sagt mér aðeins frá ykkur?

Ég er fædd og uppalin við utanverðan Patreksfjörð, starfa sem lögfræðingur og er mikið sögunörd, ég held því utan um ljósmyndirnar, söguna og pappírsvinnuna í kringum húsið og er ágætur aðstoðarmaður yfirsmiðsins, fín á kústinn og pensilinn.

Örn, maðurinn minn, er líka vestfirðingur, þó af norðanverðum Vestfjörðum, fæddur og uppalinn í Hnífsdal.

Hann er smiður og hefur komið að endurbyggingu og viðhaldi ýmissa húsa síðustu ár. Síðustu tvö ár hefur hann unnið í Calgary í Kanada og þar öðlaðist hann mikla reynslu sem hefur hjálpað okkur mikið í þessu verkefni. Saman held ég að við séum nokkuð gott teimi í þetta verkefni en okkur þykir þetta ákaflega skemmtilegt og spennandi.

Við fáum líka út úr þessu frábærar samverustundir á stað sem er yndislegur og allir ættu að heimsækja!

 

Hvað eru þið eiginlega að gera?

Við erum að gera upp Gamla spítalann á Patreksfirði.

Húsið er timburhús byggt 1901. Það hefur tekið þónokkrum breytingum frá því það var byggt fyrir 114 árum síðan og hefur viðhald verið af skornum skammti síðustu árin.

Aðaláherslan hjá okkur er að færa húsið í fyrra horf og halda því í gamla stílnum. Taka burt plastparket, spónarplötur og gömul teppi og leyfa þessu gamla í húsinu að njóta sín.

Við fórum í það strax í vor að gera húsið þokkalega íbúðarhæft, koma upp tveimur snyrtilegum svefnherbergjum, starfhæfu eldhúsi og baðherbergi. Við vildum geta notið þess að vera í húsinu á meðan við værum að vinna í því.

Meðal þess sem við höfum svo verið að vinna í síðustu mánuði er að taka upp og laga gömlu gólffjalirnar á miðhæðinni. Við ætlum að pússa þær upp, bera á þær antík lút og lakka. Einnig fengum við styrk úr Húsafriðunarsjóði til að byrja að endurnýja gluggana í húsinu. Húsið var augnstungið í kringum 1965-1970 þ.e. gömlu gluggarnir voru teknir burt en við ætlum að setja aftur gömlu gluggana aftur í, þessa litlu með mörgu fögunum. Við fengum frábæran smið á Þingeyri til að smíða fyrir okkur gluggana í akkurat þeim stíl sem við komumst næst að gluggarnir hafi litið út. Við áætlum að taka eina hlið á ári, enda er bæði kostnaðarsamt og mikil vinna að endurnýja alla gluggana.

Fyrsta hliðin fær nýja glugga núna í október/nóvember. Við erum því bæði að vinna í húsinu að innan og utan.

Í sumar unnum við líka aðeins í garðinum, byrjuðum að rækta upp grasið og gera umhverfið aðeins snyrtilegra.

Hér er kjallarahurðin að fá nýjan þröskuld!

Hvers vegna þetta verkefni?

Okkur hefur alltaf dreymt um að gera upp okkar eigið hús. Í september í fyrra vorum við á ferðinni á Patreksfirði að heimsækja ættingja og vini og að gamni ákváðum við að fara og fá að skoða húsið sem þá var til sölu.

Ég hafði komið inn í húsið sem krakki og í barnaminningunni var stiginn risastór og ég öfundaði vinkonu mína sem bjó í húsinu mikið af flotta herberginu hennar sem er á efstu hæðinni með útsýni yfir fjörðinn!

 

Fyrir mér var þetta eins og kastali!

Húsið hafði þó eitthvað minnkað þegar ég skoðaði það síðasta haust.. eða kannski frekar að ég hafi stækkað. Ég er þó ennþá afskaplega hrifin af gamla stiganum enda er hann algjör mubbla. Það sem heillaði okkur líka var að allar hurðirnar í húsinu eru upprunalegar og margt sýndist okkur að væri upprunalegt. Til dæmis er mikill hluti af járninu utan á húsinu upprunalegur frá 1901. Við erum mikið fyrir gamla tímann og gamla hluti og því ákváðum því að demba okkur í þetta verkefni!

Herbergi vinkonunnar á efstu hæðinni breyttum við í bráðabirgða gestaherbergi:

 

Herbergið var teppalagt og málað blátt. Undir teppinu og masonet plötum komu í ljós gömlu gólffjalirnar.

Undir veggfóðrinu var svo strigi og panell og ekki fór á milli mála hvar kamínan hafði staðið í gamla daga.

Klæðningin af gangnum niðri var nýtt til bráðabrigða til að klæða vegginn upp á nýtt.

Svo var málað, rúminu skellt inn og bráðabrigða gestaherbergið tilbúið fyrir áhugasama vinnumenn og gesti!

Dásamlegt útsýnið úr miðjunni!

 

Svona tók gangurinn á móti okkur þegar við hófumst handa. Klæddur í hólf og gólf með þessari líka fínu rennihurð og plastparketi á gólfinu. Hér má einnig sjá klæðninguna sem var nýtt í bráðabirgða svefnherberginu.

 

 

3. apríl 2015 var hafist handa við að hreinsa upp gólfefnin, en ofan á gömlu fjölunum var fyrsta lagið plastparket, annað lagið mosagrænt teppi og þriðja lagið pappi!

15. maí 2015 var svo klárað að hreinsa af ganginum og undan gulu klæðningunni kom gamli panellinn í ljós!

 

Þá var stiginn fjarlægður!

Gólffjalirnar fjarlægðar!

Rétta þurfti gólfið um 6 cm i ganginum.

Búið að rétta gólfið og gömlu gólffjalirnar settar aftur á gólfið.

 

Stiginn kominn aftur á sinn stað!

Pílárarnir og handriðið hreinsað upp!

 

Í hvað verður húsið notað

Hugmyndin er að gera húsið upp sem íbúðarhús enda hefur það verið notað sem slíkt frá 1945. Í húsinu eru tvær íbúðir og mögulega leigjum við það eitthvað út, aðallega til að hafa fyrir kostnaði þar sem þessi endurbygging kostar sitt. Svo eigum við fjölskyldu og vini á Patreksfirði og ég á rætur mínar að rekja til svæðisins, svo hugmyndin er að nota húsið þegar við erum á svæðinu.

Grindverkið að framan fyrir lagfæringuna!

Þetta er fína spýtan sem handlistinn er búinn til úr!

Hvað eruð þið að reikna með því að verkefnið muni taka langan tíma?

Við köllum þetta langhlaupið okkar enda er húsið stórt, um 250 fm og verkefnin eru endalaus. Við áætlum að vera komin með húsið í þokkalegt stand eftir sirka 5 ár, þá ætti að vera búið að skipta um alla glugga og það ætti að vera orðið ágætt að innan líka. Við tökum bara einn dag í einu og ætlum frekar að njóta verkefnisins en að keyra þetta áfram á miklum hraða.

"Við gerðum upp þessa gömlu KitchenAid hrærivél frá árinu 1945 til að setja í Gamla spítalann."

Af hverju þetta hús?

Ég á rætur að rekja til svæðisins og það var einna helst ástæðan fyrir því að við völdum þennan stað.

Þá hafði ég heyrt að húsið hafi verið spítali og trúði því að það ætti sér smá sögu. Ég reyndar komst ekki að því fyrr en ég var búin að kaupa húsið að það átti sér merkilegri sögu en mig grunaði. Það hefur því verið partur af þessu verkefni okkar að skrá og halda utan um sögu hússins.

Vegna þess hversu gamalt og merkilegt húsið er ákváðum við fljótlega eftir að við keyptum húsið að halda úti facebook síðu um endurbæturnar til að leyfa áhugasömu fólki að fylgjast með. Það er líka gott tæki fyrir okkur að halda utan um verkefnið.

Við höfum fengið jákvæð viðbrögð í þorpinu og vorum td. með opið hús í sumar þar sem bæjarbúar gátu komið og skoðað húsið að innan. Það var mjög gaman og við stefnum að því að halda opið hús aftur þegar við erum komin lengra með endurbæturnar.

 

Við óskum Rebekku og Erni ofsalega góðs gengis með breytingarnar! Þetta er algjörlega magnað verkefni sem við munum fylgjast spennt með og við mælum eindregið með því að þið gerið það líka hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Renovating the old hospital - a huge project! 

Rebekka Hilmarsdóttir, an old school friend of mine is renovating the old hospital building with her husband: Örn Hermann Jónsson. I contacted her and asked her to tell me a little bit about this remarkable project!

Can you tell me a little bit about yourselves?

I am born and raised just outside of Patreksfjörður (a village in the west fjords of Iceland with about 650 inhabitants). I work as a lawyer and am a bit of a history geek so I take care of the photographs, the history and paperwork around the house plus I am a fine assistant to the main builder (my husband). I’m fine with a brush and the broom.

Örn, my husband, is also from the west fjords and he is a builder. For the past two years he has been employed at Calgary, Canada where he got great education and experience which has been great for this project. Together I believe we are a great team for this project, we love what we are doing and find this super exciting and fun!

What is this project you are doing?

We are renovating the old hospital at Patreksfjörður.

The house it built 1901 and it has been changed quite a lot since it got raised 114 years ago but maintenance has been limited.

Our main focus is to bring it as close to the original as we can. Take away modern features such as laminate wood, veneers and old rugs and let the old and the original really come into its own!

This spring we began to make the house more or less “liveable”, we set up two fine bedrooms and a working kitchen and bathroom. We wanted to be able to enjoy living there while we are working on this project!

In the past few months we have been restoring the floorboards in the middle floor. We mean to sandpaper them and oil and lacquer. We also got a grant from the house preservation fund to redo the old windows. The windows were removed 1965-1970 but we tend to put the original look back. Whereas this is a very costly project we will do one side of the house per year.

The first side will receive new windows now in October/November so we are renovating the house on both inside and outside.

This summer we also began working in the garden slightly, grooming the grass and making the surroundings look a bit better.

Why this project?

Well we have always dreamt of renovating our own house and in September last year we were travelling to Patreksfjörður to visit friends and family and decided to check out the houses that were for sale, you know, just for the fun of it.

I remember going into this house as a small girl and in the memory the stairs were huge! My friend lived in it and I remember I envied her of her gigantic bedroom with the great view overlooking the fjord. To me this house was like a castle!

This time it was somewhat smaller (or I had grown, perhaps that is the more likely explanation). I do however still love the stairs and they are a great ornament in the building.

Many things in the house are still original and that is something that fascinated us right away! We love the old times and vintage, original fittings are special to us so we decided to jump in the deep end!

What will the house be used for?

Well the idea is to make it a residence but it has been used as such since 1945. In the house we also have two apartments and possible we will rent those out, mainly to cover the costs but changes like these can be very costly! Plus we have a family and friends living at Patreksfjörður and I have my roots from the area so the idea is for us to use it when we are around!

How long do you anticipate this project taking?

We call this the marathon! The house is large, around 250 square meters and the projects are endless. We estimate we will have the house more or less done in about 5 years. All windows should have been changed by then and it should be fine on the inside also. We just take this day by day and intend to enjoy the project instead of going full speed ahead!

Why this building?

As I said I have roots in this area and that was the main focus for choosing Patreksfjörður.

I had also heard the house had been a hospital before and believed it probably had a great story. I didn’t realise how great that story was until after we had bought the house but it was always a part of this project to record all things we hear about it. Shortly after we bought it we decided to have a Facebook page where people could follow us and this project. It has been a great way to keep everything in order.

We have received great response from the village and held an open house this summer where people could come and check it out. That was a really fun event and we tend to do that again when we are a little more ahead!

We thank Rebekka greatly for sharing this with us and encourage you to follow this very exciting project here.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Skipstjóraspegill- DIY

(English below)

Við áttum dásamlega nótt í bústaðnum og María og Börkur bættu svo við einni nótt í viðbót með strákunum sínum. Það var yndislegt að gista þarna sérstaklega eftir að við vorum búin að græja svona mest allt tilbúið! Kamína, Irish, grillmatur og næslæf! Þessi mynd lýsir stemmningunni ágætlega þarna fyrsta kvöldið!

Ég ætla nú að nota nokkra pósta í að fara svona aðeins yfir verkefnin sem að við höfum verið að gera þarna sérstaklega þar sem það eru mjög margir búnir að spyrja.. hvaðan við fengum vörurnar osfrv. allavega svona í bland við aðra pósta. Verslunin er einnig að fyllast af nýjum vörum svo ég mun líka kynna þær smátt og smátt á næstu dögum.

Hringspegillinn eða "The captains mirror" eins og hann heitir raunverulega er þessi hér:

Hann er svakalega flottur en við höfum ekki efni á honum og kannski ekki fyrir bústaðinn heldur. Við vildum þó nota okkur þessa fallegu hönnun sem innblástur að okkar eigin spegli.

Það eru til ofsalega mörg DIY verkefni um gerð þessa spegils og hér er okkar útgáfa:

Við versluðum okkur kringlóttan bakka í IKEA sem kostaði 1550.-

Máluðum hann...

Þessi var málaður með litunum sem sjást á myndinni.. en það er alveg eins hægt að grunna með svörtum vatnsgrunn og hálfmöttu lakki eins og við gerðum flestar aðrar mublur í bústaðnum.

Börkur hennar Maríu skar út hringspegilinn í vélinni sinni en við grennsluðumst aðeins fyrir og okkur skilst að sér-skorinn hringspegill sé að kosta ca. 5000.-

Þá var bara að líma spegilinn ofaní bakkann og við skrúfuðum svo litlar skrúfur í hliðina á honum fyrir keðjuna sem að María átti til.

Hér er hann svo kominn á endanlegan stað í bústaðnum, ofsalega notalegur svona við hliðina á kamínunni.

Við fundum allskonar útgáfur af heimagerðum skipstjóraspeglum og hér eru fleiri útgáfur:

House and Home er hér með video:

Style at home er hér með útgáfu út frá Ikea spegli.

Design Sponge er hér með vandaða útgáfu:

Já og svo er hellingur á Pinterest af allskonar útgáfum af svona heimagerðum krinlóttum speglum :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The captain's mirror - DIY

So in the next few posts I will be giving you more examples of the DIY projects at the summerhouse. We tried to be super smart and do things as cheaply as possible but make it look as expensive as possible at the same time! 

We are still so amazed by all the support and compliments we got for the changes and loads of questions as to where we got all these different things. So here is the first project: The captain's mirror.

We would have loved to buy the original but apparently the price for one of those is about 1500$ so that wasn't really going to be happening at the summerhouse, so we got the idea to make our own DIY style.

Many have done similar projects already and I will share couple of links to those here at the bottom, this is however how we made ours:

 

Firstly we bought a round wooden tray from IKEA. 

Then we painted the sides of the tray like shown here above. We used Martha Stewart paint like you can see on the image above, but I'm pretty sure you can use just about any paint you have or spray paint as long as it sticks to the wood.

Glue the mirror on the inside of the tray..

and put small hooks on the sides, we then attached black chain we already had in our storage..

Tadaaaaa ready and done and at it's final place at the summerhouse!

here are some more DIY Captain's mirrors:

House and Home:

Style at home.

Design Sponge:

And many many more on Pinterest!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sumarbústaðarbreytingarnar, hvernig gengur?

(English below)

Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast, en það er góð og gild ástæða fyrir því sossum. Við systur & makar erum búin að vera upp í bústað síðustu daga langt fram á kvöld með allskonar fórnarlömbum að vinna við að klára. Það er magnað hvað við höfum náð að plata marga til að koma og aðstoða okkur og allt eru þetta atvinnu málarar, magnað alveg!

Hann verður sossum ekki alveg tilbúinn strax, ekki svona alveg alveg, við ætlum til dæmis að mála hann að utan næsta vor. Það var ekki mjög vinsælt hjá mér að bíða með það, en það er víst "gáfulegast" að gera það.. þoli ekki "gáfulegast"!... en ég get þá látið mér hlakka til þess í allan vetur! :)

Bloggið verður stutt í dag þar sem ég er að fara í púðaverasaum og rúmteppasaum, en þið getið fylgst með því á Instagram. Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegan áhuga sem þið hafið sýnt þessu verkefni okkar. Það bætist endalaust á Instagram listann okkar og commentin sem við fáum frá ykkur eru dásamleg! Takk öll, það er geggjað gaman að gera þetta svona með ykkur!

Fyrsta nóttin á föstudaginn...

Hér eru nokkrar myndir af síðustu viku(m) af Instagram og ég mæli svo með því að þið haldið áfram að fylgjast með. Fyrsta nóttin okkar í bústaðnum verður núna á föstudaginn og þá munum við geta sýnt ykkur svefnherbergin og svona.. þó svo að allt muni ekki verða komið þá verður þetta langt komið og við munum vonandi setja djúsí myndir inn, líklega nokkrar af Irish Coffee drykkju við arininn!.. já só, í alvöru, það er must í bústað! ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The summerhouse transformation continues!

I haven't been very visible here on the blog lately, but there is a reason for that. We have been working on our little cottage for the past two weeks and it is going super well! 

We are amazed by how many have joined the following on our Instagram page and we really feel the moral support! The post today will be short and sweet since I really need to continue working, it's cushion cover and bedspread day today! And you will of course be able to see that by following Instagram or our Facebook page.

Our first night in the house will be this Friday evening and I am sure you will see some posts then.,.. mostly of Irish Coffee drinking by the fireplace! It really is a must, am I right or am I right?!

Anyhow, here are some images from the past two weeks.. this is what has been happening :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

more to come...

Lesa meira