Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / beautiful things

Myndarlegir hlutir á mánudegi!

(English below)

Helgin er búin að vera viðburðarrík hjá okkur systrum, við skelltum okkur með flottum vinkonuhóp á Tinu-showið á laugardagskvöldið sem var geggjað en fyrr um daginn við fórum í bæjarferð og kíktum á Laugavegsrölt. Það var ferlega skemmtilegt en um leið skrítið að vera ekki á leið í vinnuna. Það er frábært að sjá hvað það er mikil gróska í fallegri íslenskri hönnun. Ég verslaði mér peysu hjá Leynibúðinni, það er svo gaman að styrkja aðra hönnuði og María fékk sér uppáhaldskertið sitt frá Voluspa.

Við fórum svo og fengum okkur “gourmet” eftirrétti og makkarónur á Apótekinu. Við mælum sérstaklega með saltkermellu Makkarónunum, juhöööömm!!

Við erum óttarlegir hrafnar og umkringjum okkur með fallegum munum og ekki er verra þegar þeir eru íslenskir. Ég fann mér td. Mús í Skúmaskoti um daginn, ferlega krúttleg eftir merki sem kallast “Saja design”.

Við höfum einnig selt í nokkur ár á Handverkshátíðinni á Hrafnagili (við verðum þó ekki þar í ár heldur með verslunina okkar opna á Akureyri). Í fyrra fundum við þessi dásamlegu furðudýr eftir hana Hildi Harðardóttur og fengum við okkur sitthvort dýrið!

María fékk sér þennan forláta saltstauk á handverkssýningu í Hafnarfirði eftir hana Hönnu Grétu keramik. Hann er snilld og sérstaklega fallegur, hluti saltsins er geymdur ofaná í lítill krukku og restin ofaní henni! 

Þar sem myndatakan heima var farin á fullt smelltum við nokkrum auka af fallegum munum sem hafa safnast á heimilin okkar í gegnum árin. Persónuleg loftbelgsmynd var jólagjöfin í fyrra frá Maríu og Berki til okkar Tótu en hún sló algjörlega í gegn. Kisarnir okkar sjást þarna td. ásamt nokkrum skrauthlutum af heimilinu.Myndir eins og þessar er hægt að panta hjá Bergrúnu Írisi hér

Matur er aldrei mjög fjarri okkur systrum og fer síminn vanalega á loft um leið og diskurinn er kominn á borðið, hér má sjá nokkra girnilega rétti síðustu daga.

(Spælt egg með fetaosti, salti og pipar).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Magnificent things on a Monday.

My sister and I love collecting beautiful things and this weekend we found some serious treasures. Here are a few images of the pretty things that inspire us and of food that we adore.  We love quirky little things especially if they are made in Iceland and here are a couple of images from our homes, please enjoy!

(Dades wrapped with bacon and cooked in the oven or on a BBQ-grill until golden brown, the perfect little thing for every occasion)!

And finally here we have a little cuteness overload!!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter.

Plus you can sign up for our newsletter here, a little higher, on the right!

 

Lesa meira