Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / súkkulaði

Samverustundir í desember og sykurlaust kakó

Samverustundir í desember og sykurlaust kakó

Mér hefur alltaf fundist svo fallegt þegar fjölskyldur ná að gera eitthvað saman í jólaundirbúningnum og það þarf ekki að vera flókið.
Lesa meira
Einfaldasta jólakonfekt í heimi!

Einfaldasta jólakonfekt í heimi!

(English below)

 

Já, ég ætlaði sumsé að vera mega dugleg og birta tilbúin blogg sem ég var búin að preppa fyrir helgina! Takið eftir því, ég var búin að gera bloggin, skipulagning á hæsta stigi að ég hélt!  En svo var ég alla helgina í búðinni og gleymdi að birta og lem mig nú aðeins í hausinn.. Ég er samt ekkert brjálæðislega sorry þar sem helgin var hrikalega skemmtileg og algjörlega "valdid" ástæða fyrir gleymskunni! Stemmningin á Laugaveginum var yndisleg og kúnnarnir í svo ofsalega góðu skapi, ég skemmti mér því svakalega vel meðan ég gleymdi blogglesendunum! Ég hef einnig lært það á þessari tilraun minni að maður lofar ekki upp í ermina á sér á uppteknasta tímanum í vinnunni, fatal hugmynd!! Alltaf svo gott að vera að læra svona nýtt allskonar!!

En nú að blogginu og sigurvegurum 19. í jólagjafatalinu, ég fylli svo inn hina sigurvegarana í dag! Lofa!! :) 

María mín er ekkert blávatn og ég verð bara aðeins að fá að monta mig af henni. Það spyrja margir hvort hún hafi fleiri klukkutíma í sólarhringnum en það er nú ekki þannig. Hún einfaldlega nýtir tímann sinn alveg endalaust vel og eftir afmælið sem við héldum fyrir hann Nóa um daginn. (Ég skrifaði einmitt um það hér).

Þá fór mín heim til sín og skellti í jólakonfekt!

Jeminn, ég gæti gubbað yfir dugnaðnum í henni! "Þetta er reyndar auðveldasta konfektgerð í heimi" sagði hún, en mér er alveg sama, hún hafði samt rænu og orku í að skella í uppskrift! Já dáist bara að henni, hún á það sko alveg skuldlaust skilið!

Þetta er einfaldlega svona:

Bræðið plötur (200gr) af dökku súkkulaði yfir vatnsbaði, hún notaði 70% Siríus Konsúm.

Þetta setjið þið svo í konfektform hálfa leiðina upp. Hún á svona sílíkon form fyrir konfekt sem er sérstaklega þægilegt. Einnig má dreyfa súkkulaðinu á smjörpappírsklædda bökunarplötu í þunnu lagi.

Þá er þetta látið storkna í kæli eða frysti og á meðan bræðið þið plötur af hvítu súkkulaði yfir vatnsbaði (einnig 200gr). Hér notaði hún einnig Siríus Konsúm en það skiptir ekki öllu máli hvaða tegund er notuð. Hvíta súkkulaðið er aðeins þykkara, bræðið þetta bara í rólegheitunum á vægum hita.

Hér er gott að nýta tímann meðan hvíta súkkulaðið bráðnar og mylja Bismark brjóstsykur með hamri ofaní plastpoka td. þar til hann er kominn í misstóra köggla.

Hvíta súkkulaðinu er svo hellt yfir það dökka, ofaní formið eða á plötuna og brjóstsykursmolunum er stráð yfir.

Þetta á þá látið storkna aftur í kæli eða frysti og ef þið eruð með sílikon mót þá poppum við molunum úr. Ef þið eruð með bökunarplötu þá brjótið þið molana í misstóra búta.

Fleiri hugmyndir að þessu má sjá á Pinterest hér:

Þetta getur einnig verið sniðug jólagjöf eða tækifærisgjöf í fallegri krukku eða poka með borða eins og hér má sjá!

Hún Kristín Vald hefur einnig bloggað um þetta æðislega gotterí og þar er hún með enn fleiri uppskriftir og geggjaðar myndir. Ég ELSKA bloggið hennar, í alvöru ELSKA ELSKA það! Myndirnar hennar eru svo geggjaðar og stíliseringin og stelpurnar og ALLT bara við þetta blogg!

Náið þið þessu: BLOGGIÐ HENNAR ER ÆÐI!! Ég bendi ykkur endilega á að fylgjast vel með henni og myndunum hennar! 

Sjá fleiri myndir og uppskriftirnar hennar hér:

Eða einfaldlega að njóta molanna í faðmi fjölskyldu og vina í notalegu umhverfi, það verður ekki slæmt að gera það um jólin hjá Maríu!

Fleiri myndir af fallega jólaheimilinu hennar Maríu má svo sjá hér:

 

Þá er komið að 19. í jólagjafatalinu en vinningurinn að þessu sinni er Rafskinnuplakat að eigin vali!

Ég hef einmitt bloggað áður um þessi ferlega skemmtilegu plaköt sem sjá má hér:

 

Í Reykjavík: Helen Breiðfjörð

Á Akureyri: Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir

Verið velkomnar í verslanirnar okkar að sækja vinningana ykkar!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Peppermint barks for Christmas!

My sister is such a do-er and she is often asked if she has more than 24 hours a day! That is not the case, she is simply a super organized person! So much so that after the birthday party we held for her son the other day and I went home to relax.. she went home to make some Christmas candy! I mean seriously!!? Chill woman!!!

"No no, it's the simplest recipe ever" -she said... "Well I don't care, you still have to have the energy and drive to actually make it happen!"

I do admit that I am very envious as well as in total awe of her enthusiasm!

Simply melt 200 grams of dark chocolate over a water bath, she used 70%

You pour this into a bonbon form and she has these silicone forms that are very nice and easy to use. You can also pour it over a baking paper covered plate and let it harden in a cooler or freezer.

Then you melt another 200 grams of white chocolate over a water bath and while that is melting you can start breaking the peppermint candy or Christmas canes.

When the chocolate is melted you pour it over the dark chocolate and distribute the broken bonbon pieces all over. Once again you let it harden in a cooler or freezer and simply pop the pieces out of the silicone mould when fully cooled, or break the sheet into differently sized pieces.

Many more ideas of these can be found on Pinterest:

This could also be a cute gift for a loved one in a pretty jar with a bow or a bag like Kristín Vald has done here:

A little side story: Her blog is absolutely AMAZING! She is the most amazing photographer and she styles all her shoots so remarkable well! Her girls are of course gorgeous and seriously, try to understand my enthusiasm here: this blog, dear lord, this blog is in one word: WONDERFUL!

Or you can simply enjoy them with your family and friends in some lovely surroundings! I know I will at María's!

More images of her beautiful home can be found here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira