Óhefðbundnar bumbutökur!
Ég er ekki beint "hefðbundna" týpan..
Þegar ég varð ólétt af Úlfi Hreiðari, árið 2020, þá langaði mig ægilega að eiga fallegar en skemmtilegar bumbumyndir. Ég er ekki beint "hefðbundna" týpan bara í einu né neinu hreinlega, svo ég var ekki alveg að sjá mig fyrir mér umvafin laki í þoku út í skógi. Þannig myndir eru svo sannarlega dásamlega fallegar og henta ofsalega mörgum, en ég er bara ekki sú týpa og langaði í eitthvað allt allt annað!
Ég plataði því Maríu systur til að leggja höfuðið svolítið í bleyti með mér og finna sniðuga hugmynd.
Nú á þessum tíma vorum við á fullu í framkvæmdum í Mjósundinu, og það var allt frekar hrátt á heimilinu, ókláraðir veggir, gólf og loft, vinnutæki um allt og skítugar hjólbörur sem dæmi. Það lá því beinast við að vera bara svolítið "trashy" eða "hyskisleg" og það varð því þema tökunnar.
María er frábær myndasmiður svo við fengum hana til að mynda herlegheitin sem hún gerði alfarið á síma!
Haukur átti gamlan Miami Vice bol sem við höfðum alltaf gert mikið grín að enda mjög sjúskaður og passaði því fullkomlega með grófum netasokkabuxunum mínum!
Smá svona "old Madonna vibe" og ég trúði því varla þegar ég gat troðið ægilegum naflahring enn í gatið síðan í 9. bekk. Það var þá eins gott að ná líka nærmynd af honum!
Svo tókum við nokkrar rómó í lokin...
Mandlan, meðganga 2022: hvað skal gera?
Þegar það kom svo að þessari meðgöngu, með Möndluna þá var nú ekki hægt að klikka á því að mynda þá kúlu heldur.. svo aftur hafði ég samband við systu og við fórum að pæla!
Mjósundið okkar er hús síðan 1952 og við reyndum að halda svolítið í upprunalega retró stílinn þegar við innréttuðum það. Við notum mikið af tekki og löguðum en færðum gömlu eldhúsinnréttinguna svo 50's retró stíllinn varð fyrir valinu í þetta skiptið.
Ég átti dásamlegan kjól sem ég keypti fyrir mörgum árum í Kjólar&Konfekt og við ákváðum að breyta Hauki í "milk-man", sem okkur þótti ansi viðeigandi þar sem maðurinn virðist gefa frá sér alveg einstaklega virka... "mjólk".... ;)
Tveir í útvíkkun eða barn nr 2..
Við ákváðum að taka aðeins meira "rockabilly" útlit líka og færðum okkur fram á gang þar sem gólfið er með svart hvítum flísum.
Eins mynduðum við nokkrar við tekk hillurnar okkar í svefnherberginu.
Talið niður í að geta opnað bubbluflösku...
Algjörlega í sjokki með þessa óléttu.. ennþá komin rúmlega 8 mánuði á leið ;)
Þar með vaknaði Úlfurinn og var ekki alveg nógu sáttur við að mamma væri ekki bara að sinna sér.. hann átti sossum ekki að vera með í þessari töku en þetta var bara of gott til að sleppa þessu ;)
Buguð móðir?
Elsku María mín!
Takk fyrir frábærlega skemmtilegan dag, dásemd að eiga þessa vitleysu ;)
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook og Pinterest
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.