Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / tank tops

Hlýrabolir sem fela "krúttin"!

(English)

 

Ég þarf alltaf að eiga nokkra góða hlýraboli í fataskánum mínum. Mér finnst þeir svo mikil "grunnflík" sem ég gríp reglulega í. Innanundir blazer jakka, þá sérstaklega í hlýjum veðrum, innanundir gollur, kimonoa og opnar peysur sem og gegnsæa kjóla.

Ég vil hafa hálsmálið rúnað og fallegt og helst racer bak, finnst það svo grennandi að aftan (svona sport toppa snið). Mikilvægast finnst mér svo að þeir nái hátt upp í handakrika! Afþví ég er sjálf með svona "krútt" í handakrikunum sem að ég þoli ekki að kíki út.

Þessi krútt minnka og nánast hverfa ef ég er MJÖG dugleg að drekka vatn, en í gegnum tíðina hef ég þóst vera úlfaldi sem þarf ekki vatn nema með nokkurra daga millibili. Sko ég er alveg að skána með þetta en án gríns, stundum gleymi ég að drekka vatn í 1-2 daga! (nema það sem að sleppur niður hálsinn með tannburstanum..)

Ergó, ég hannaði bara góða hlýraboli sem að ná vel og hátt upp í handakrikana og fela vatnsþyrstu krúttin mín, með racer baki sem mér finnst svo klæðilegt, bæði síða og stutta svo nú á ég marga til að nota innanundir þunna kjóla eða við buxur alveg eins og ég vill! (það er stundum soldið mikill kostur að hanna eigin fataskáp..)

Sérstaklega góður grunnur með mjög góðu aðhaldi úr stífu og fínlegu efni sem að gerir hann bæði sparilegan sem og hversdags!

Við erum með þá í nokkrum litum, stutta og síða.. þessa verður þú að prufa! 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Tank tops that hide the armpit "cutesies"!

Ok, after a bit of Google search I did find they are apparently not called "armpit cutesies", actually not at all: commonly called armpit fat, or armpit lump, or armpit bulge, or armpit fat hang! Seriously?! how nasty can you call something so innocent? Yeah sure it's a pain to have them as i do but damn, let's be polite about our own bodies!

So from now on they are called: "armpit cutesies"! Well I have them and I don't particularly love the sight of them, so I designed myself a tank top that reaches so high up to the armpits it practically eliminates the cutesies from sight! I really should just drink more water and do some specific exercises but sometime I just don't want to be bothered.. and having me own design studio must have it's merits, right?! 

Hlýri is one of those very basic essentials you need in your closet. It works as a stand-alone dress that goes down to mid-thigh, or you can wrinkle it up to work as a shorter tank.

We also offer a short version to be used with pants!

This type has the funky racer back look and what is especially great about this tank is that it goes super high up close to your armpit and hides the cute bubbly-underarm-bits (remember the cutesies?!) , I know they are fab but sometimes I just don’t want them to be seen! ;)

Note: our sizes are a bit different than elsewhere: Hlýri is available in XS (suits UK sizes 36/38-40) S (suits UK sizes 40-42/44) M (suits UK sizes 44-46/48)

Care: We recommend 30°C washing and do not tumble-dry.

Blend: 92% Polyester, 8% Spandex.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira