Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
2.960 kr 3.700 kr
2.320 kr 2.900 kr

Fréttir / afi

Bloggáskorun fram að jólum.. og aðeins meira!

Bloggáskorun fram að jólum.. og aðeins meira!

(English below)

Ég setti mér svolítið markmið fyrir þann 19 nóvember og það var það að ég ætlaði mér að birta nýtt blogg á hverjum degi til jóla! Við höfum ekki verið með nýjar færslur daglega frá því við byrjuðum að blogga, langt í frá, heldur skrifum þegar við höfum tíma til því þess, milli þess sem við framleiðum vörurnar okkar, sem og þegar við höfum eitthvað merkilegt að segja! 

Þetta var því heljarinnar persónuleg áskorun að koma með 36 nýjar færslur allar í röð!

Ég settist því við tölvuna og hóf að skrifa niður hugmyndir að bloggum til að birta og það gekk bara svona líka ágætlega og meira að segja svo vel að nú er ég að birta annað blogg í dag (2 í dag ss) þar sem að ég er komin með of mörg fram að jólum! Þetta er því orðið lúxusvandamál! Það er alltaf of eða van!

Takk fyrir að deila!!!

Það er frábært að heyra frá því ef þið lesið bloggið og fáum við stundum hrós í búðunum okkar sem við erum svo þakklát fyrir! Þar fyrir utan er auðvitað sérstakur lúxus þegar þið deilið því sem við höfum að segja og "share-ið" á Facebook og svona og vil ég þakka ykkur sérstaklega vel fyrir það!

Hluti af bloggunum sem eru á dagskrá eru kynningar á vörunum okkar en ég mun einnig koma með jólaföndursblogg og innpökkunarhugmyndir, sögur af jólahefðum og sykurlausar góðgætisuppskriftir sem og gjafahugmyndir til ástvina sem ég ætla einmitt að byrja á hér.

Hvað skal gefa ömmum og öfum sem eiga eiginlega allt?!

Þetta getur stundum verið svolítið erfitt er það ekki? Hvað ætli amma eigi orðið mikið af slæðum og hvað ætli afi eigi orðið mikið af sokkapörum?

Ömmur og afar eiga að sjálfsögðu að fá pakka á jólunum, mér finnst það allavega!

Það skiptir þó máli að það séu ekki alltof stórir pakkar sem að taka upp hálfar stofurnar né eitthvað sem fer bara ofan í skúffu og verður aldrei til nokkurs gagns! 

Gjafirnar þurfa heldur ekki að vera alltof alltof dýrar en það er skemmtilegt að gefa eitthvað fallegt sem hittir svolítið í mark og gleður og ekki spillir ef gjöfin getur orðið til einhvers gagns!

Hér eru því nokkrar hugmyndir að gjöfum sem fást hjá Systrum&Mökum og gætu hentað ömmum og öfum!

Fallegt bókamerki innblásið af verki Ásmundar Sveinssonar!

Uglubókamerkin frá Kristu Design er skemmtilegt dæmi um gjöf sem mun koma sér vel en tekur á sama tíma lítið pláss. Hönnunin er byggð á afsteypu eftir Ásmund Sveinsson sem kallast UGLA en María Krista tók þátt í samkeppni árið 2010 og var þessi sniðuga tillaga valin sem ein af topp 10.

Bókamerkið kostar 2500.- og fæst hér: 

Einnig má lesa svolítið meira merkið hér:

 

Skeiðin hans afa!

Heiti þessarar vöru gefur berlega til kynna að þessi hugmynd gæti verið ekta pakki fyrir ömmu og/eða afa ekki satt?!

Hann afi okkar systra átti einmitt hugmyndina að þessari sniðugu skeið en hugsunin var einmitt sú að götin í skeiðinni myndu sía baunasafann frá svo hann myndi ekki sullast yfir matinn!

Brilliant hugmynd auðvitað sem að Krista nýtti og færði í eigin framleiðslu. Skeiðarnar eru fáanlegar með nokkrum orðum: Mais, Baunir og Feta. Þær kosta 1900.- og fást hér:

Lesa má meira um þessa skemmtilegu vöru hér:

Lyklabær- heimili fyrir lyklana þína!

Þessi fallegi snagi er ein nýjasta viðbótin frá Kristu Design og hefur selst eins og heitar lummur!

Lyklarnir þurfa jú einhversstaðar að eiga heima svo þegar við sáum það að okkur vantaði einmitt snaga fyrir lyklana í sumarbústaðnum okkar settist Krista við teikniborðið og hannaði þenna dásamlega sæta lyklabæ!

Ég held að þessi gæti passað vel á mörgum heimilum! Hann kostar 6900.- og fæst hér:

Liljuljós - fallegur stjaki fyrir teljós!

Krista Design er með hellings úrval af stjökum fyrir teljós og er Liljuljósið gott dæmi og fallega gjöf!

Liljan sjálf er mynstur sem fengið er úr Sjónabók, en það er samansafn gamalla útsaumsmunstra sem var safnað saman í eina veglega bók.

Liljuljósið er ofsalega sætur stjaki á borð og þegar kveikt er á kertinu glampar myndin á borðið í kring.

Stjakinn kostar 6500.- og fæst hér:

Englaljósið er önnur útgáfa að fallegum stjaka frá Kristu.

Þessi er svolítið jólalegri en þarf þó að sjálfsögðu alls ekki eingöngu að vera uppi á jólum heldur má algjörlega nota hann allt árið.

Englaljósið kostar 5500.- og fæst hér:

 

Ekki má gleyma kirkjuprýðinni!

Þessir skemmtilegu stjakar fást einmitt í nokkrum útgáfum en þeir kosta allir 6200.-

Hallgrímskirkjan er hér:

Akureyrarkirkjan er hér:

Fríkirkjan í Hafnarfirði er hér:

og Sveitakirkjan er hér:

Værðarvoð í kuldanum!

Hlýtt og notalegt teppi kemur sér vel á öllum heimilum og sérstaklega hjá ömmu og afa í sjónvarpshornið!

Þessi teppi voru keypt inn þegar við græjuðum bústaðinn okkar og þar sem fólk spurði svo oft hvar við hefðum eiginlega fengið þau, bættum við nokkrum til viðbótar til að selja í versluninni.

Þau eru í fallegum ljósum og gráum tónum og henta örugglega inn á mörg heimili.

Værðarvoðin kostar 14900.- og fæst hér:

Þetta er vissulega ekki tæmandi listi og heill hellingur til viðbótar til hjá okkur sem gæti hentað vel í gjafir fyrir ömmu og afa. Handáburðirnir frá Crabtree&Evelyn gætu komið sér vel, plakötin frá Rafskinnu, ilmkerti og þónokkuð í viðbót af vörum frá Kristu Design svo sem skart og önnur heimilisvara! 

Við bjóðum ykkur öll velkomin í verslanirnar okkar til að kíkja á úrvalið!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Blog-challenge until Christmas and some gift-ideas for the grandparents!

I set myself a little goal the 19th of November to blog every day till Christmas! We haven't exactly been doing that, not every day at least, because it sure takes time to write and come up with new ideas but also actually make the products we sell and finding some interesting things to blog about! 

Coming up with 36 new topics was a challenge indeed!

So I set myself down and wrote down all the ideas I could find! It was actually easier than I had anticipated so I ended up having a bit of a luxury problem: too many ideas! To be able to fit everything in I decided to post this now, as the second blog of the day!

Thank you so much for sharing!

I also want to thank you all for reading what we are putting out to the cosmos and thank you all especially for sharing what we have to offer!

The December blog will be full of all sorts: how to wrap your presents, Christmas DIY projects, sugar and gluten free cookie recipes as well as stories of different Christmas traditions and gift ideas for your loved ones and here begins the first one:

What to give the grandparents who seem to own it all?!!

This can sometimes be a little bit tricky right? I mean how many scarf's can one woman have, or socks? like really?! 

Grandmothers and grandfathers SHOULD get presents on Christmas- I think so!

What is important tough is that the presents do not to be overly large or overly expensive! You need to be smart, it is better if they are practical and boy: try to find something that fits just right! 

Here we have couple of great ideas for the grandparents from Systur & Makar:

A Lovely bookmark inspired by a statue made by the famous Icelandic artist Ásmundar Sveinssonar!

The owl bookmark is a great example of a gift that will proof to be useful yet doesn't take up too much space. The design is based on a statue by Ásmundur Sveinsson, a famous sculptor in Iceland and a very known artist! The bookmark was actually a part of a design competition Krista took part in, in 2010 and was chosen one of the top 10 ideas! 

The bookmark is available here:

You can also read some more about it here:

Grandpa's spoon!

Like the name of this product indicates, this idea can be the perfect gift for the grandparents right?!

Out sisters grandfather got this brilliant idea because he really didn't like the juice that came with the beans. The holes in the spoon could then strain away the juice before the beans hit the dish!

Krista Design upgraded this great idea and the spoons are now available with couple of different words: Feta, Mais (meaning corn) and Baunir (meaning beans) and they are available here:

You can also read more about this fun little product here:

 Keyhouse - a home for your keys!

This great little hanger is one of the newest additions from Krista Design and has become quite popular! 

The keys need to have a home somewhere right? 

It is available here:

Lilja-light, a lovely spot for a tea light!

Krista Design has great variety of candle holders and the Lilja light is a great example of those and it is such a pretty little present! 

The lily itself is a pattern that comes from Sjónabók, a collection book with old cross-stitch patterns from Iceland. 

When the candle is lit the lily will mirror it's shade on the table surrounding the piece. 

It is available here:

The angel light is another candle holder version from Krista.

This one might be a little bit more holiday-ish but it can also pride the table all year around!

It is available here:

Let's not forget the church ornaments!

These beautiful candle holders are all patterned after actual Icelandic churches. The most famous and popular one being the on in the photo here above: Hallgrímskirkja!

Hallgríms-church is here:

Akureyris-church is here:

Fríkirkjan in Hafnarfjörður is here:

And the black country church is here:

Please read more about these pieces in their links. 

Snuggly blanket, we all need that during the cold winters!

Blankets are especially necessary at the grandparents for the TV room!

When we decorated the summerhouse, we bought these beautiful blankets and decided to buy couple more for the stores whereas our customers kept asking about them! The light greys and beige work in every home I believe! 

It is available here:

This is not at all the whole variety of gift ideas for the grandparents, only a section of ideas from our stores! Hand lotions from Crabtree&Evelyn, the old Icelandic ads, scented candles and loads more products and jewellery from Krista Design could also work!

Please come visit the store to see more or browse our web-store!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira