Tapasveisla og partýleikir
Ég ákvað að halda starfsmannagleði fyrir stelpurnar mínar um síðustu helgi og þar sem ég er bæði leikjaóð og sísvöng þá varð það úr að þetta varð sannkölluð matar og leikjaveisla!
Ég elska leiki og almennt bras og hef verið að gera smá "efni" fyrir fullorðna fólkið á Instagram, þar má nú finna nokkur "insta quiz" með mismunandi þema.
En þar sem margir eru fastir heima með gormana sína og þolinmæði bæði barna og foreldra oft af skornum skammti þá datt mér í hug að setja hér saman smá lista yfir leiki og afþreyingu fyrir fjölskylduna.
Vonandi gagnast þetta einhverjum og stuðlar að gæðastundum fyrir fjöldskylduna á þessum furðulegum tímum.