Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / sugar free

Hnetuflex toppar - sykur, hveiti og glútenlaust jólakonfekt! 15. í jólagjafatalinu.

Hnetuflex toppar - sykur, hveiti og glútenlaust jólakonfekt! 15. í jólagjafatalinu.

(English below)

Ég ákvað að birta hér eina góða uppskrift frá Maríu sys en hún gaf einmitt út uppskriftarbókina: Brauð & eftirréttir Kristu sem fæst td. hér :) (Já maður er alltaf að plögga eitthvað.. hahaha) 

Hún hefur bloggað um þessa vinsælu mola áður en hér má sjá bloggið:

Munið þið ekki eftir kornflextoppunum sem voru búnir til með flórsykri, kakói og palmínfeiti ? Þetta nammi var ótrúlega vinsælt á mínum uppvaxtarárum og það var góð kona á bókamessunni sem minnti mig einmitt á þetta einfalda góðgæti nú um helgina. Hún var vön þessu úr æsku og var þetta nánast eina konfektið sem hún komst í fyrir utan jólaeplin og appelsínurnar.

Nú er tímarnir aðrir og úrvalið gígantískt en afhverju ekki að staldra aðeins við og nýta okkur þessar gömlu góðu aðferðir?! Hér er útfærslan gerð sykurlaus og í stað kornflex nota ég hollar og góðar hnetur og fræ. Ég er mjög hrifin af dökku súkkulaði og þetta er bara eins og draumur í dós fyrir mig. Stökkar og góðar með passlega sætu súkkulaðibragði.

Hnetuflex-toppar
 
70 g kókosflögur, Himnesk hollusta
70 g heslihnetuflögur
70 g möndluflögur
70 g graskersfræ eða sólblómafræ
100 g kakósmjör
50 g kókosolía, Himnesk hollusta bragð og lyktarlaus
50 g Sukrin Melis
40 g kakó
1 tsk vanilludropar
1/2 tsk gróft sjávarsalt
20 dropar stevía, Via Health, vanillubragð
 
Aðferð:
Rífið  kakósmjörið niður með rifjárni ofan í skál, bætið kókosolíunni út í og bræðið þetta í örbylgjuofni 1-3 mín eða þar til allt er bráðnað saman. Sigtið Sukrin Melis og kakó út í kókossmjörblönduna, bætið stevíu út í og bragðefnum( vanilludropum og salti )
Blandið næst fræjum og hnetuflögum saman í skál, merjið svona grófustu kókosflögurnar niður og hellið svo öllu saman við súkkulaðið. Dreifið svo blöndunni í lítil múffuform og frystið í 15 mín ca. Best að geyma þessar í kæli.
Þetta eru alveg um 40-50 miniform ef þið setjið bara í hálft formið enda mjög fyllandi og saðsamar þessar.
Sigurvegarar dagsins í jólagjafatalinu hljóta stjörnunisti frá Kristu Design í verðlaun!
Í Reykjavík er það Magna Ósk sem vann og á Akureyri Sólveig Anna Brynjarsdóttir.

Til hamingju kæru vinningshafar, verið velkomnar í verslanirnar okkar til að sækja vinningana!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

María my sister, released a recipe book couple of years ago filled with sugar, wheat and gluten free recipes. The book is written in Icelandic but here I have translated one of her great ones, this might be the perfect treat for you this Christmas (or whenever really!)

There are loads of Rice Crispy and Corn Flakes treats but normally they are filled with sugar and are way unhealthier than these babies: 

I love bitter and dark chocolates and these are heaven for me, not to sweet, very fulfilling and oh so easy to make!

Nut flex - peaks!
 
70 g coconut flakes
70 g hazelnut flakes
70 g almond flakes
70 g pumpkin seeds or sunflower seeds.
100 g cacao butter
50 g coconut oil, scent- and flavourless
50 g Sukrin Melis
40 g coco
1 teaspoon vanilla essence 
1/2 teaspoon coarse seasalt
20 drops stevía, vanilla taste
 
Method:
Tear the cacao butter with a grinder into a bowl and add the coconut oil. Melt in a microwave for 1-3 minutes or until the butter and oil has melted. Sift Sukrin Melis into the butter oil and add the Stevia, vanilla and salt. 
Next mix the seed together in another bowl and combine with the wet mix. Distribute the mixture into small cupcake forms and freeze for about 15 minutes. Please store in the fridge. 
The mixture should fit about 40-50 mini moulds if you fill it half way up, keep them quite small because they are very fulfilling :)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sykurlausa döðlupoppið er komið aftur!

(English below)

450.- krónur pokinn.

Vá!! við trúðum nú eiginlega ekki viðtökunum við Sykurlausa Döðlupoppinu okkar en jeminn, það bara seldist svakalega hratt!

Þið eruð náttúrulega bara mögnuð að vera svona opin fyrir nýjungunum og sykurleysið fer bara svona ofsalega vel í kúnnana okkar greinilega!

Önnur sending af poppinu er nú komin aftur svo það er um að gera að tryggja sér poka, en einnig er hægt að versla þá hér á netversluninni!

Poppið er poppað í gufu ekki olíu sem gerir það sérstaklega létt og stökkt en það mýkist svo svolítið aftur við döðlublönduna.

Því næst er poppinu blandað við döðlublönduna okkar sykurlausu og góðu en hún samanstendur af: döðlum, smjöri, kókosolíu, erythritoli og salti. 

Þetta er gert í stórum potti svo að karamellan dekkist örlítið á þessu stigi og fær ljúfa brennda tóna sem gerir poppið unaðslega gott! (ótrúleg á lýsingarorðunum finnst ykkur það ekki? Alveg næstum eins og Guðrún Veiga!, nei ókei, hún vinnur!) :)

Þá er poppinu pakkað í 50 gramma krúttlega poka og þeir svo merktir með gæjalegu "carnival" límmiðunum!

Fást í verslunum Systra & Maka á Laugavegi 40 sem og á Strandgötu 9 á Akureyri!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Sugarfree caramel dates popcorn- a must try!

We simply can't believe the amazing acceptance and popularity of our caramel popcorn! Thank you all, you rock!!!

Well after such great reviews we ordered another shipment of these little bags of sweet and salty gold nuggets and they are now available again!

They can be ordered here on line or at our stores at Laugavegur 40, Reykjavík and at Strandgata 9, Akureyri!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Sykurlaust Döðlupopp frá Systrum & Mökum

(English below)

Við systur áttum alveg dásamlega skemmtilegan Laugardag síðastliðinn, en við skelltum okkur í Iðnmark ehf. í Hafnarfirði (þar sem stjörnupoppið er framleitt).

Þar hittum við hann Sigurjón sem að tók svona glimrandi vel á móti okkur, skellti okkur í hárnet og skóhettur og inn í framleiðslu! Við höfum aldrei verið jafn smart!

Ég elska svona íslenskan iðnað og dýrka að sjá svona „how it‘s made“ verksmiðjur, hvað þá að fá að taka þátt í framleiðslunni, þetta var hrikalega skemmtilegur dagur!

Við poppuðum með sérstaklega hvítum baunum sem er sama baunin og er notuð í fitnesspopp. Poppið okkar var poppað í gufu án allrar olíu og það er ekkert saltað á þessu stigi.

Þá mældum við döðlublönduna okkar góðu og hrærðum við poppið í stórum potti sem var yfir gasi og wúallah- tilbúið sykurlaust döðlupopp!

Allt poppið var sett á álborð þar sem við blönduðum smá salti við og létum kólna, svo í fóru pakkarnir með rennu í „skammtarann“ en hann vigtar þetta allt saman hátt og lágt og skammtaði í fullkomna poka fyrir 50 grömmin okkar!

Því næst tókum við systur við pokunum sem komu dásamlegir úr vélinni og pökkuðum, þetta var alveg ALVÖRU!

Límmiði í carnival stíl var þá hannaður og smellt á pakkningarnar og systurnar fóru ansi sælar af stað með þetta í búðina! Svona eiga laugardagar að vera!

Hér er svo poppið til sölu: 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

 

Sugar free caramel popcorn with dates from Systur & Makar.

Last Saturday I and my sister had a wonderful day! We went ahead to a little factory in Hafnarfjörður, a town in the Reykjavík area (where we are both born and raised) to make our own sugar free date/caramel popcorn.

We love to see “how it’s made” and to be able to take part is such a pleasure and privilege!

In we went, hairnets on and off to popping!

The popcorn is popped with hot fumes and no oil or salt is added at this stage.

Then we mixed our special date, butter and coconut oil mix with the popcorn in a large pot heated over gas.

Then it is cooled and slightly salted on a cooling table and finally packed with the coolest measuring, packing, dispensing machine ever!

Finally we added our little touch with a carnival themed sticker and voila! A readymade sugar free caramel/dates popcorn!

And here it is for sale online! 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sjómannadagurinn og Public House

(English below)

Laugardaginn 6 júní var Dagur Hafsins haldinn hátíðlegur enda Sjómannadeginum  sjálfum fagnað daginn eftir svo helgin var tileinkuð sjómönnunum okkar knáu.  Eins var Color Run hlaupið haldið í fyrsta sinn á Íslandi og bærinn því troðfullur af litríku fólki.

Við hjá Systrum&Mökum ákváðum að taka þátt í gleðinni og buðum gestum og gangandi upp á léttar veitingar yfir daginn, sykurlausa stevíu drykki sem slógu í gegn og döðlupoppið okkar sem fuðraði upp á nokkrum tímum enda dásamlega gómsætt. Minnir á karamellu en þó algjörlega án sykurs og því ekki eins dísætt og annað nammipopp vill verða.

 

Katla bauð krökkunum í andlitsmálningu og hvert annað listaverkið sveif brosandi út í sólina með poppkorn í annarri og svaladrykk í hinni. Ekki amalegt að komast í stólinn hjá Kötlu enda algjör snillingur með pensilinn.

 

Eftir lokun ákváðum við systur og ein starfsstúlkan hjá okkur að bregða undir okkur betri fætinum, reyndar hálfþreyttar í fótunum eftir langa vinnuhelgi en skvísuðum okkur upp og pöntuðum borð á Public House Gastropub á Laugaveginum. Við vissum í raun ekkert út í hvað við vorum að fara því staðurinn minnir á enska krá en maturinn er með japönsku twisti og unninn úr íslensku hráefni, s.s. allnokkur samsuða á ferð.

Við fengum borð  á ágætis stað og stemmingin var létt og hressileg tónlist í gangi. Þetta er ekta,“fyrir djamm“ veitingastaður ef sá gállinn er á manni. Við vorum frekar seint á ferð en það breytti engu því eldhúsið er opið til 01.00. Við vorum í „leyfum okkur allt „ gírnum og pöntuðum Crunchy smáréttaseðilinn bara eins og hann lagði sig. Bættum svo við einni japanskir Goya pizzu til að við myndum hreinlega ekki svelta, já einmitt !!

 SENBAI Timianreykt BLEIKJA á senbai kexi│ Dill mayo│ Chimichurri

Þessi réttur kom held ég óvart aukalega og heitir held ég

PIGGY SMALLS Kleinuhringur með rifnum GRÍSASKANKA│ Piparrótarmayo│ Hægeldaðar perur

 

Réttirnir voru hver öðrum girnilegri og allt dásamlega djúpsteikt og bragðgott. Við hefðum getað pantað drykki sem paraðir eru með hverjum rétt en við létum okkur nægja hvítvín hússins sem var bragðgott og svalandi. 

Mohito sem rann ljúft niður

Eitthvað var pantað af kokteilum og mögulega nokkur tequila skot því kvöldið var frábært í alla staði og við skemmtum okkur konunglega. Við mælum eindregið með þessum huggulega og töff stað, innviðirnir eru hannaðir af Leifi Welding sem margir eru eflaust farnir að kannast við því hann er orðinn einn sá heitasti í hönnun veitingastaða hér á landi og hann klikkar ekki hér frekar en fyrri daginn.  

CRISPS Kartöfluflögur með UXAHALA og eplasósu│ Provolone│ Reyktur sýrður rjómi│ Grænn chili

 

Þjónustan var mjög vinaleg, hressir þjónar og réttirnir kynntir fyrir okkur í mátulega langan tíma enda höfðum við dömurnar frá svo mörgu að segja að óþarfa blaður um hina og þessa matseld hefði verið nauðsynlegt.  Systur&Makar gefa þessum stað 4 fugla.  Hefðum vel getað hugsað okkur að kíkja í brunch daginn eftir en þurftum að opna búðina okkar svo við eigum þá ferð inni.

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista

- Systur & Makar –

 

ENGLISH

The weekend was dedicated to our seaman and is traditionally called “The seaman’s day”. Reykjavík was filled with events all over especially at the harbour and The Color Run was first held in Iceland on Saturday, so the town was filled with colourful people!

We, at Systur&Makar wanted to play our part in making the day wonderful and held a little “festival” on our own in the store. We offered our guests sugar free Stevia lemonades and dates-popcorn that got so well received and the recipe is here. It reminds you of a caramel coated popcorn but it is completely sugar free and not as sickly sweet as these recipes can get.


Katla offered all the children face paint and the kids left our store smiling from ear to ear with a lemonade in one hand, popcorn in the other and their faces colourful and sparkly!


After closing us sisters and one staff member decided to go out for dinner and drinks, a little tired after the long day but what the heck! We powdered our noses and ordered a table at a new restaurant called Public House Gastropub at Laugavegur. We didn’t really know what we were going to get because the place reminds you of an English pub but the food has Japanese twist and is made of Icelandic ingredients, quite mixed influences here.

We got seats at a little table and the mood was very nice, light and fresh and upbeat music was playing. It is the perfect “before party” place and the kitchen is open till 01:00 so no hurry there.
After all the sugar free treats that very day we wanted to go all out and ordered exactly what we wanted, the Crunchy hors-d'oeuvres menu was completely ordered plus a Japanese Goya pizza in case we were still hungry, right!

„PIZZA“ Japönsk gyoza pizza með GEITAOSTI│ Rauðbeður│ Fíkjusulta│ Pico de gallo│ Trufflu ponzu│ Chili

CHOPSTICKS ANDARCHOPSTICKS│ Trufflu ponzu

The courses got better and better as the evening went on, lightly deep fried and delicious! We could have ordered matching drinks with each course but decided to go for a bottle of the white house wine which was fresh and tasty plus some cocktails and perhaps some tequila shots. The evening was great, super fun and we had a blast!

TEMPURA JARÐSKOKKA tempura með rjómaosti│ JARÐSKOKKA crisps│ Jalapeno dip

JFC – „JAPANESE FRIED CHICKEN“ Jógúrtmarineraður og djúpsteiktur KJÚKLINGUR ,,kara-age“ með gráðaostasósu│ Chipotle bbq│ Sesamfræ

 We really recommend this place, it is very cool and trendy and designed by Leifur Welding which is getting very known for his fantastic restaurant designs. The service was very friendly, nice servers that didn't take too much time introducing each course especially since it was a girls night, you know, a lot of talking.. 


Systur & Makar give Public House Gastropub “4 birds”. We did want to go to their brunch the next day, which is apparently fantastic, but had to open the store so we will hopefully soon find a time to go.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

María Krista on behalf of

- Systur & Makar –

 

 

Lesa meira