Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Íhugun um hönnunarhugtakið

Íhugun um hönnunarhugtakið

Í ljósi umræðunnar um „skeiðina hans afa“ síðastliðna viku, höfum við hjá Systrum&Mökum rætt hugtakið hönnun og viljum aðeins fara yfir okkar afstöðu til þess.

Það er líklega best að byrja á því að útskýra forsöguna. Þann 9.febrúar sl birtist grein á Vísir um „skeiðina hans afa“. Þar segir frá stúlku sem hafði fengið skeiðina að gjöf og furðar hún sig á því að hún skuli teljast íslensk hönnun þar sem efniviðurinn sé fenginn úr IKEA.

María Krista hönnuður Krista Design, svarar því að eflaust þyki einhverjum furðulegt að nota efnivið úr IKEA, en bætir þó við að hugmyndin sem liggi að baki endurgerð hennar eigi sér rætur að rekja til afa okkar systra sem fyrir u.þ.b. 40 árum tók hefðbundna matskeið úr skúffunni hjá ömmu, boraði á þær göt svo sigta mætti meðlæti frá vökva. Teljum við því að sú hugmynd sem og endurútfærsla Maríu Kristu sé hönnun/hugvit í sjálfu sér. Hér má til að mynda vitna í Christian Guellerin sem segir m.a. að hönnun snúist um athöfn eða ferli frekar en vöru og að verkefni hönnuðarins sé að umbreyta heiminum og bæta umhverfið, að gera það fallegra, nothæfara og gagnlegra.

Það ber þó að nefna að Krista Design hélt því aldrei fram að skeiðin væri sín hönnun, né íslensk hönnun yfirhöfuð heldur einfaldlega endurgerð á hugviti afa. Hann taldi sig svo sem ekki hafa fundið upp hjólið heldur bjargaði hann sér með lausn á vandamáli. „Skeiðin hans afa“ var því gerð til að heiðra afa og fínu hugmyndina hans sem kallast á hönnunarmáli „repurposing“ eða að finna einhverju nýtt hlutverk. Töluvert fyrir birtingu greinarinnar á www.visir.is skrifaði María m.a. bloggfærslu um skeiðina skemmtilegu sem lesa má hér.

Í umfjölluninni spurði Vísir Höllu Helgadóttur, framkvæmdastjóra Hönnunarmiðstöðvar Íslands, hvað henni fyndist um þetta og svarar hún: „Það er einfalt - þetta er ekki hönnun þau eru bara að búa eitthvað til sem er bara fínt. Fólk ruglar mjög mikið með hönnunarhugtakið“.

„Til að vera hönnuður er ekki nóg að ákveða bara að maður sé hönnuður og búa eitthvað til. Langflestir hönnuðir hafa að minnsta kosti 4 ára háskólanám að baki. Það eru til ómenntaðir einstaklingar sem geta talist hönnuðir en þeir eru undantekning. Mig grunar að fólki í þessu fyrirtæki hafi aldrei lært neitt í hönnun“.

Það voru einmitt þessi hörðu ummæli Höllu sem urðu kveikjan að þessari grein okkar systra og maka og íhugun okkar um hönnunarhugtakið.

Það að vera hönnuður er ekki lögverndað starfsheiti hér á landi eins og Halla staðfesti einmitt í Vikunni hjá Gísla Marteini, en það er hvergi gerð krafa um að einstaklingur þurfi að vera sérmenntaður til að geta hannað. Eins og segir í íslensku alfræðiorðabókinni samkvæmt www.mennta.hi.is er hönnun:

„Mótun eða skipulag hluta, mannvirkja eða umhverfis til framleiðslu eða byggingar þar sem sameinað er fagurfræðilegt og hagkvæmt gildi. Iðnhönnun er á sama hátt mótun hluta til fjöldaframleiðslu“ (Íslenska alfræðiorðabók H-O.1997:137).

Þetta segir okkur það að í raun er allt okkar umhverfi að einhverju leyti hannað, svo lengi sem það falli einfaldlega ekki undir náttúrulega sköpun móður jarðar.

Halla segir enn fremur að fólk rugli handverki og föndri við hönnunarhugtakið þar sem einungis menntaðir hönnuðir sem flestir hafa háskólanám að baki geti gert, annað telst til undantekninga. Lesa má frekar um skilgreiningar Höllu hér:

Þessu getum við ekki samsinnt að einungis menntuðum einstaklingum sé hampað og hinum ómenntuðu er meinaður titillinn nema um sérstæð tilvik sé að ræða. Hver er dómarinn sem gefur undantekningunum titlaheimild sem að menntaðir einstaklingar fá í útskriftargjöf? Eru það aðrir menntaðir einstaklingar, það að birtast í hönnunartímaritum, fá viðurkenningu frá erlendum hönnunarhúsum eða hver?

Með þessu er að sama skapi verið að gagnrýna alla þá einstaklinga sem að starfa ómenntaðir í fögum sem ekki hafa lögverndað starfsheiti sbr. listamenn, tónlistarmenn, leikara, rithöfunda og svo mætti lengi telja. Við sem eigum einmitt svo mörg dæmi um fagmenn á sínum sviðum sem þó eru ófaglærðir.

Hvað með til dæmis Jón Gnarr?

Þar er gott dæmi um einstakling sem fer allt á eigin verðleikum og hefur starfað á sviði ritstarfa, tónlistar, leiklistar og svo í pólitík þrátt fyrir að hafa þó ekki lokið stúdentsprófi. Er hann einn af þessum fáu sem heyrir til undantekninga?

Við systur erum reyndar báðar menntaðar á sviði hönnunar og lista þar sem María Krista nam fyrst iðnhönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði og útskrifaðist svo með B.A. gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands. Katla útskrifaðist af listnámsbraut úr Fjölbraut í Garðabæ og er með Diploma frá  Istituto Europeo di Design í Barcelona sem innanhúshönnuður. Við höfum einnig verið föndrarar, handverkskonur og hönnuðir allt frá barnæsku bæði fyrir og eftir nám og einkunnarblöð.

Við rekum atvinnuskapandi fyrirtæki, saumastofu, vinnustofu og verkstæði þar sem við erum bæði með faglærða sem og ófaglærða einstaklinga í vinnu. Við leggjum upp úr því að gera eins mikið hérlendis og við mögulega getum og rekum tvær verslanir auk netverslunnar sem selur okkar eigin hönnun og handverk í bland við aðrar vörur.

Við höfum verið stoltir þátttakendur á hinum ýmsu hönnunar -og handverskmörkuðum um land allt ásamt öðrum föndrurum, handverksmönnum og hönnuðum þar sem við stöndum hlið við hlið og seljum okkar eigin sköpunarverk.

Við gagnrýnum það að háskólamenntun sé ávísun á gæði í starfi og afurðum og teljum það rangt að tala um undantekningar ómenntaðra einstaklinga. Virðum heldur vinnu náungans og höldum áfram að starfa við það sem veitir okkur gleði og skapa hluti sem bæta umhverfi okkar hvort sem það sé nytjavara, til fagurfræði, skemmtunnar eða ögrunar.

Við tökum þó fram að nám er aldrei af hinu slæma og fögnum því og öllum þeim einstaklingum sem að mennta sig, hvort sem það sé gert með skólafenginni reynslu eða annarri.

Lifum í sátt og samlyndi hvort við annað og hættum titlatoginu. Hyllum heldur fjölbreytileikann og sköpunarkraftinn í hvaða mynd sem hann birtist, annað skilar engri hönnun. 

Lífið væri jú ansi litlaust ef hæfileikarnir fengju ekki að njóta sín því hugvitið leynist víða, eins og til dæmis hjá afa heitnum!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju

- Systur & Makar –

 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Lesa meira
Ítalskur, danskar hönnunarverslanir og La Glace - síðasti dagurinn í Kaupmannahöfn.

Ítalskur, danskar hönnunarverslanir og La Glace - síðasti dagurinn í Kaupmannahöfn.

(English below)

Síðasti dagur dekursins í Danaveldi var nú hafinn og hann var ansi kaldur!

Við pökkuðum öllum gersemunum saman í töskurnar og héldum af stað niður á lestarstöð þar sem þeim var nú komið fyrir í geymslu. Flugið okkar var ekki fyrr en um kvöldið svo við náðum að nýta síðasta daginn í enn meira rölt um bæinn, jú svolítið át og hér og þar og nú var síðasta tækifærið til að versla gjafir fyrir drengina og makana.

Fyrst byrjuðum við á því að fá okkur morgunmat og góða kaffibolla, tókum myndir af geggjuðum götulistaverkum og skoppuðumst á milli búða í rigningu og kulda.

Við gengum Iestegade fram og til baka þar sem við sáum margar skemmtilegar hönnunarverslanir og helst ber þar að nefna Girlie Hurly en sú verslun er ofsalega sæt með heilmörgum fallegum munum frá aðallega dönskum hönnuðum. Ég fékk mér tvö stór plaköt héðan eftir Kristinu Gordon en hún kallar merkið sitt YapYap.

Ferlega skemmtilegar myndir sem ég hef hugsað mér að ramma inn í stóra ramma og koma fyrir ofan rúmið í svefnherberginu.

Við enduðum röltið í Kødbyen eða „meat market district“ á æðislegum ítölskum veitingarstað sem heitir Mother. Hér pöntuðum við okkur allskonar í bland og deildum réttunum. Mér fannst líka svo fallegt að hafa ferska basiliku á borðunum og lausnin með stólinn fannst mér sniðug. Takið eftir að aftari fætur stólsins hafa verið sagaðar af svo hann liggur í glugganum, þetta sparar pláss og kemur bara svona líka skemmtilega út!

Ofsalega góður matur og notaleg stemmning svo við mælum klárlega með þessum!

Til að enda þessa frábæru helgi fórum við saman á La Glace en það er yndislegt bakarí/kaffihús á hliðargötu við Strikið. Við vorum alveg viss um að það væri lokað á mánudögum

Ég vek athygli á því að á þessum 5 dögum (og takið eftir því að einum þeirra var nánast alfarið eytt í sófanum með nammiskál hvílandi á bumbunni meðan kínamatnum var skutlað heim) tókst okkur að labba um það bil 48 km. Ég bæti því einnig við að nokkrir kílómetrana voru teknir á hælum og örugglega nokkrir á þónokkrum dansihraða.. Ferðin á La Glace var því fullkomnlega réttlætanleg, ekki það að við þurfum skrefamæli til að segja okkur það, en það er ágætis montprik í kladdann að vera með staðreyndirnar á hreinu.

Aftur að tertunum...

La Glace er elsta og að þeirra sögn besta conditori Danmerkur sem var stofnað 1870. Staðurinn býður gestum sínum að versla bakkelsi til heimabrúks eða njóta á staðnum í gömlu umhverfi. Þau mæla með könnu af heitu súkkulaði með rjóma eða kaffi með tertunum og gátum við ekki valið á milli heldur pöntuðum bæði ásamt þremur mismunandi tegundum af tertum, hver annarri betri!

Takið einnig eftir gluggaútstillingunum sem var sambland af yndisfögrum kjólum og enn fallegri tertum í stíl!

Að loknu tertuáti í þessu notalega umhverfi var kominn tími á að sækja töskurnar og ferðinni var nú heitið út á flugvöll.

Við systur þökkum Arnari og Mekkín kærlega gestristnina, fylgdina og endalausa skemmtun á ferðalagi okkar um Kaupmannahöfn sem við vonum að geta heimsótt aftur sem allra fyrst! Ógleymanleg helgi í frábærum félagsskap!!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Italian, Danish design shops and La Glace - the last day in Copenhagen!

The day had arrived, the last day of our vacation where uncontrollable sugar intake, vacation and stress free walking about was our everyday reality!

It was cold and windy when we packed our bags to store them at the train station for the day. We had some time to spare until the flight so we began with a lovely breakfast, walking about and doing some final shopping.

We spent a while at Iestegade where we checked out some gorgeous designer boutiques and I would like to give Girlie Hurly a praise for great selection of fun products!

I bought myself two posters from Kristina Gordon but her label is called YapYap, very cool graphic art that I intend to frame and put above my bed.

 

Here we have “The Forest Book Club”.

 

 

 

 

 

Here we have “The Forest Book Club”.

Aren't they wonderful?!!!

We ended our walk about the town at the meat market district at a lovely Italian restaurant called “Mother”. Here we ordered a few different plates to share and I just loved the fact that each table had it’s own live basil plant to use if needed!

Please also note the very smart solution with the chair in the window, they just cut off the back legs so the chair could rest comfortably in the window sill, saving on space but adding comfort! I love ideas and solutions like these!

Very nice food and relaxed atmosphere that we can for sure recommend!

To end this epic weekend we went to La Glace, a highly praised Conditori which they themselves even call the best in Copenhagen. They first opened it’s doors in 1870 and offer their guests to have a seat in or take away.

After walking around Copenhagen for these past 5 days, and please note that one of those was spent at the sofa with a bowl of candies for a whole day, we managed to walk 48 km. Not that we needed any excuse it was nice to know that we had in fact walked our asses off, so we chose a seat in at La Glace where we enjoyed coffee, a jug of hot chocolate with whipped cream and an assortment of 3 different slices of some masterpiece cakes! Bring on the sugar and everything nice: we were here to enjoy – and indeed we did!

Please also note the window decorations that are a combination of wonderful dresses and matching heavenly cakes!

Að loknu tertuáti í þessu notalega umhverfi var kominn tími á að sækja töskurnar og ferðinni var nú heitið út á flugvöll.

After some binge eating, it was time to head to the airport so a good farewell to our fantastic hosts was in order!

Dear Mekkín and Arnar, thank you so very much for a wonderful weekend full of experiencing, adventure, laughing and love – you rock! This will not be forgotten and we hope to barge in on you again soon!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Valentínus, antík, tjútt og leti - dagur 3-4 í Kaupmannahöfn

Valentínus, antík, tjútt og leti - dagur 3-4 í Kaupmannahöfn

(English below)

Valentínusardagurinn er misvinsæll hér á landi og þykir sumum þetta einfaldlega vera ástæða til að ýta undir neysluhyggjuna í formi gjafa-, blóma og súkkulaðikaupa. Aðrir fagna því að amerískri menningu sé hampað og taka þátt af fullum þunga með tilheyrandi gjafakaupum.

Valentínusardagurinn er dagur helgaður ástinni sem haldinn er heilagur 14 febrúar ár hvert. Eins og segir á Wikipedia: „dagurinn á uppruna sinn í Evrópu á 14. öld en í löndum þar sem hefðin fyrir deginum á ekki langa sögu hafa bandarískir siðir gjarnan fylgt þegar venjan er tekin upp“.

Ég viðurkenni það að ég er persónulega hrifnari af bónda og konudeginum enda eru þeir dagar í mínum huga „íslenskari“. Aftur á móti tel ég það aldrei af hinu slæma að hampa ástinni og dagar sem eru sérstaklega vel til þess fallnir fara svo sannarlega ekki fyrir brjóstið á mér.

Ég segi því: elskist og njótið, fagnið í friði og ef að þessi dagur þjónar engu öðru en að vera afsökun til að njóta súkkulaðimola og rósarilmar í faðmi hins heittelskaða eða fjölskyldunnar þá í guðs bænum njótið þess í botn elskurnar!

 

Aftur að Kaupmannahöfn, við systur vorum hér nývaknaðar á degi 3 eftir langan svefn. Eins og við ákváðum í byrjun ferðarinnar var planið einfalt: ekkert plan, bara njóta! Það að sofa út þennan notalega laugardagsmorgun fylgdi því ekki vottur af móral heldur ofsalegt þakklæti fyrir góðan blund.

Við rifum okkur loks upp og skottuðumst af stað en ferðinni var nú heitið á Nýhöfn þar sem gengið var um svæðið þvert og endilangt. 

Veðrið var milt og gott en þónokkuð kalt svo hressileg gangan var nauðsynleg til að halda á okkur hita.

Við kíktum inn í nokkrar verslanir á leiðinni og var ein antíkbúðin hér sem heillaði okkur svo sannarlega upp úr skónum, Fil de Fer var það heillin. Monica Zetterlund ómaði í græjunum og endalausum antíkmunum var raðað listillega upp án þess að vera í kraðaki.

Ég á frekar auðvelt með að aðlaga mig að aðstæðum og skipti fljótt um skoðanir, 1960‘s stíllinn sem ég ætlaði að sannfæra Tótu mína með fyrir nýtt útlit á íbúðinni (2 daga gamalt plan) fékk nú að fjúka fyrir 1920‘s Art Deco stíl í bland við franska smáhluti. Ó mig auma, ég þarf að eignast mörg hús og staði til að innrétta, ég bókstaflega víbraði og þegar afgreiðslumaðurinn bauð okkur karamellu úr gamalli glerkrukku kiknaði ég í hnjánum!

Ef þið heillist af gömlum munum og krúttheitum mæli ég svo sannarlega með þessari yndislegu verslun. Hún er ekki ódýr enda á hún nokkuð að vera það?

María hefur farið nokkrum sinnum að heimsækja Mekkín og Arnar til Kaupmannahafnar og í eitt skiptið datt hún inn á ferlega sætan veitingarstað sem heitir Taste. Hún hefur nú farið á hann í hvert skipti sem hún hefur tækifæri til og það var að sjálfsögðu must að sýna mér staðinn.

Hann er ofsalega sætur að utan sem innan en eigandinn er franskur og er þekktur fyrir sérstaklega góðan mat og tertur. Jább, þetta var eitthvað fyrir mig! Hann var reyndar pakkaður þegar við komum en staðurinn er reyndar ekki mjög stór. Við biðum því um stund þar til við fengum sæti og pöntuðum okkur nýkreystan gulrótarsafa, eggjakökur, franskar og margra laga mokkatertu í eftirrétt. Jööömmm!

Þegar María fór síðast fannst henni kakan svo dásamlega ljúffeng að hún fór beinustu leið heim og útbjó sína sykurlausu útgáfu af þessari girnilegu tertusneið. Linkinn og uppskriftina má finna hér en hún er alls ekki síðri en orginalinn!

Laugardagskvöld og við ákváðum að nú skyldi tjúttað! Við fórum því heim eftir röltið um borgina og hófum sötur ásamt Kristínu vinkonu Mekkínar sem að „djoinaði“ okkur. Mekkín blandaði jarðaberja daquiry í blandaranum sínum og heljarinnar förðunaræfingar tóku völdin með hliðsjón af hinni hæfileikaríku Helenu Reynis! Þegar augnhárin voru komin á sína staði og skyggingarnar voru nokkuð vel fullkomnaðar skunduðum við af stað í bæinn.

Nokkrum skotum, drykkjum og dansiballi síðar með meðfylgjandi marblettum og harðsperrum og vel kitluðum hláturstaugum vöknuðum við daginn eftir svolítið gráar.. já ókei, vægast sagt gráar og tókum daginn í letikasti.

 

Við horfðum á fullt af bíómyndum, átum sælgæti og pöntuðum mat í algjöru móki og vitiði – það var snilld! Algjört „quality time“ í kósýgöllunum okkar að sjálfsögðu, þar sem við höfðum það endalaust notalegt með maska og hreinsiklúta til að fríska aðeins upp á líðan og útlit!

Við höfum nú komist að því að það MÁ slugsa, þó maður sé í útlöndum, já maður er alltaf að læra ;)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Valentines day- antique shops, night out on the town and some serious laziness!

-day 3-4 in Copenhagen!

The Valentines-day is not quite as large here in Iceland as in many other countries! I do however appreciate days that applaud love so call it whatever you want, enjoy the day and LOVE with anyone, in any shape or form that being a partner, family, pet or simply yourself! Happy Valentines!

 

Back to Copenhagen! My sister and I were just waking up on day three after a long and much appreciated sleep. Like we decided at the beginning of our trip, our plan would be simple: NO plan, just ENJOY!

So sleeping in this lovely Saturday morning did not come with any sort of morale, but a gratitude for a wonderful dreamland!

We finally got ourselves on the move and we were headed to Nyhavn where we explored the areas every nook and cranny!

The weather was mild and nice but a little cold so the brisk walk was necessary to keep us warm!

We popped into a couple shops on the way and one of them was this very charming antique boutique Fil de Fer. Monica Zetterlund played on the radio and endless amounts of antique furniture’s, bits and pieces were scattered everywhere without it being messy or over the top.

I find it quite easy to adapt to different scenarios and change my mind, so the 1960’s style I was going to convince Tota to change the apartment to, now was replaced with 1920’s Art Deco style mixed with French detailing!

Dear lord: please help me own many houses and spaces in the future where I can decorate in any sort of style I fancy.. at that particular time because you know my mind shifts every other minute... oh and while I'm at it, loads of money would be great as well so I can buy whatever I need... Lots of love! -K

Antiques aren’t exactly the cheapest, but they aren’t supposed to be, right!?

María has been to Copenhagen a couple of times to visit Mekkín and Arnar, and on one of those occasions she stumbled upon a super cute French restaurant/coffee house/bakery. The owner is indeed French and celebrated for his amazing pastries. Since the discovery she has been there every time she gets the change and it was of course a MUST that I would go and try for myself! It didn’t disappoint let me tell you!

It isn’t very big but it was packed when we arrived so we waited a while to get seated. We ordered a freshly pressed carrot juice, omelettes, French fries and a layered mocha cake for dessert! The cake was delish and the food and atmosphere over all was very, very nice, I can easily recommend this one for any traveller! Plus they have a great variety of macaroons and those I will buy and try on my next visit!

Saturday night evening and it was decided, this would be the night we would go out and do a little dancing! After some heavy make-up tutorials and couple of strawberry daiquiris by Mekkín, we went out on the town and her friend, Kristín, joined us!

Couple of shots, drinks and kicking it on the dance-floor with matching bruising, muscle fever and sore stomach cramps from heavy laughing, we woke up the next morning a little grey. Well OK, very “grey” and decided to approach the day with utter care and spent it in the sofa like some epic potatoes with cleansing masks, movies and chocolates binge eating!

We have now learned that it is in fact A-OK to “not do anything" for a day, even if you are travelling abroad!

The day was in fact EPIC and we enjoyed the heck out of it in each other’s company, and since it’s Valentines: a big shout out to my girls is in order, love you to bits!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira
Ostakökur, indverskur og sniðgengin H&M - dagur tvö í Kaupmannahöfn.

Ostakökur, indverskur og sniðgengin H&M - dagur tvö í Kaupmannahöfn.

(English below)

Hún Mekkín er nú ekkert blávatn og byrjaði daginn á því að gefa okkur systrum ljúfan morgunmat! Jebb hún vaknaði og bakaði sykurlaust bananabrauð, hitaði bollur og dekraði við okkur – ljúf þessi elska!

(Ef þið misstuð af fyrsta deginum þá má lesa um hann hér:)

Mér fannst líka skemmtilegt að við ættum allar eins tannbursta og það var að sjálfsögðu myndað! - þarf ekki mikið til að gleðja :)

Nú framundan lá leiðin í miðborgina á Strikið og litlu krúttgöturnar þar í kring. Við vorum svolítið grá öll eftir kokteilana kvöldið áður svo dagurinn átti einfaldlega að fara í rólegheit, mögulega versla eitthvað sætt ef við dyttum um eitthvað spennilegt en annars njóta bara dagsins!

Danir hangsa minna í símunum á kaffihúsum en Íslendingar.

(Takið eftir því að mæðgur gátu ekki beðið með að smakka áður en ég náði að smella mynd! -blessuð svínin;)

Jú það var reyndar eitt sem við átfíklarnir vorum búnir að plana og það var að skella okkur á Daily á Strikinu til að fá okkur bakaðar ostakökur! Juhuuummm! Ein sítrónukaka með marengs rann ljúft en þeim mun betri var glútenlausa berja og súkkulaðitertan! Yndislega létt og ljúffeng ostakaka og ég setti mér markmið að læra að gera bakaðar ostakökur árið 2016. Það verða einhverjir ævintýralegir sunnudagar sem fara í það grunar mig...

María sys er náttúrulega skrefinu á undan að þessu leiti og bjó til uppskrift að sykurlausri sítrónu ostaköku. Hún er reyndar ekki bökuð en virkilega ljúffeng og svona þegar það fer að styttast svolítið í sumarið þá er þessi tilvalin!

Sumarleg og fersk ostakaka

Botn:

120 g möndlumjöl(gróft)

30 g brætt smjör

10 dropar stevía Via Health

30 g Sukrin

Fylling:

400 g rjómaostur

1 peli rjómi léttþeyttur

1 sítróna, börkurinn og safinn

1 msk matarlímsduft

( má hugsanlega sleppa vegna sítrónunnar en mér fannst kakan extra þétt og fín með því )

100 g Sukrin Melis

10 dropar stevía Via Health

Toppur:

1 pk sykurlaus Lemon J-ello (fæst í Kosti og Hagkaup)

Aðferð:

Blandið saman öllu í botninn og þrýstið í springform eða eldfast mót ef ekki á að skera kökuna í sneiðar. Bakið í 10 mín á 180°C.  Kælið vel. Rífið börkinn og kreistið safann úr sítrónunni. Notið allan safann í skál með matarlímsduftinu og sætunni og helminginn af rifna berkinum.Hrærið kröftuglega og bætið svo rjómaostinum saman við. Blandið síðast léttþeyttum rjómanum saman við og hrærið vel saman. Hellið þessari blöndu í formið og kælið.

Blandið nú saman J-elló pokanum við 300 ml af sjóðandi vatni og leysið vel upp.  Restin af sítrónuberkinum fer hér út í.
Kælið vökvann örlítið í ískáp. Hellið vökvahlaupinu næst yfir kökuna þegar blandan er farin að þykkna og látið allt standa í 2 tíma í það minnsta. Þetta er fersk og góð kaka, passlega sæt og súr og bara hreinlega æðisleg.

Ég tók sérstaklega eftir því að gestir kaffihússins voru ekki mikið í símunum sínum og það þótti mér gaman að sjá. Mér fannst það reyndar áberandi um alla borgina og ég held að við séum töluvert háðari þessum tækjum en Danir. Æi það er alltaf hægt að reyna að gera betur og láta símana ekki stjórna okkur endalaust, það er kannski annað markmið fyrir 2016, hvað finnst ykkur?

 

Kuldboli var svolítið við líði í höfuðborginni svo við fórum og fengum okkur vettlinga. Okkur fannst þessir svo sætir að við ákváðum bara allar að vera í stíl enda fóðraðir með fleece og dásamlega mjúkir!

Ég fann mér einnig geggjað loðhárband í vintage búð á örfáar krónur og gerði þar kostakaup, ferlega sæl og loksins var mér orðið hlýtt!

Við kíktum aðeins inn í H&M og verslanirnar í bænum. Ég hafði sett mér markmið (enn eitt markmiðið, ég meinaða!) um að versla mér ekkert í H&M í þessari ferð. Ég vildi heldur versla færri hluti og styrkja minni verslanir og mögulega hönnunarverslanirnar. Það reyndist nokkuð erfitt sérstaklega þar sem það var alveg hellingur af fallegu í H&M sem að mig langaði ægilega í en þrjóskupúkinn stóð við sitt og ég stillti mig um alla stórkeðjuverslun. Ég verslaði reyndar skyrtu í Ginu Tricot og aðra í Monki, jú keðjur en þónokkuð mikið minni en H&M svo mér fannst ég ekki svíkjast svo mikið um. Mér tókst einnig að eyða smá í litlu búðunum og fann mér þá einstakari og skemmtilegri hluti.

Ég vil taka það fram að ég gagnrýni svo sannarlega ekki ákvarðanir nokkurs um hvar hann eyðir sínum peningum hvort sem það er hjá stórum keðjum, litlum smáverslunum eða beggja blands. Þetta var einfaldlega ákvörðun sem að ég tók fyrir mig persónulega án þess að setja út á val annarra!

Eftir allt labbið vorum við stöllur orðnar ansi hungraðar og þær mæðgur eru báðar með sérstakt blæti fyrir indverskum mat. Stefnan var því sett á lítinn stað í Valby sem heitir Punjab. Staðurinn er þokkalega stór og hann býður upp á hlaðborð. Við vorum glorsoltnar og vissar um að við gætum svo sannarlega fengið peninganna virði hér en svo er það svo magnað með indverskan og vel kryddaðan mat að maður getur ekkert troðið svo mikið í sig þegar á hólminn er komið!

Maturinn var svakalega góður og við drukkum ástaraldinsafa með þar sem mælt var með því með matnum. Eftirréttirnir voru mjög girnilegir líka og ég fékk mér auðvitað af öllum og smellti þessari líka girnilegu mynd, þeir voru þó ekki góðir! Alls ekki fyrir okkar bragðlauka og sjúklega sætan hentaði okkur því miður ekki, jakk!

Dökkt súkkulaði féll í mun mýkri jarðveg þegar heim var komið!

Eftir átið og langt labb allan daginn héldum við heim á leið í kósýtime og horfðum á The Intern með Robert De Niro og Anne Hathaway. Yndisleg mynd sem minnti mig svolítið á The Devil Wears Prada. Æi Robert De Niro er líka bara yndislegur í öllu einhvernveginn! Ég allavega mæli klárlega með þessari fyrir næsta stelpukvöld ;)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Cheesecakes,. Indian food and boycotting H&M - day two at Copenhagen! 

Mekkín my niece really is like a wonder-kid, well now she is a beautiful, fully grown educated and a very smart woman, but she will still always be a “kid” to me! She woke up early and prepared a very jummy breakfast, we are talking bacon, eggs, and buns with cheese and ham the whole shenanigans, oh yes and she also baked a little sugar free banana bread from scratch! Spoiled we were indeed!

What a great start to the day!

I loved the fact that we all had the same style of toothbrush and in the same colour! Don’t really need much eh!

The day ahead was spent walking about in the city and checking out the main shopping street Strøget as well as the small intersecting streets there around. I admit we were a little “grey” after all the cocktails from the night before so the day was really just supposed to be kept calm and relaxed with no agenda and only do a little shopping if we fell over anything interesting on the way.

I feel the Danish spent less time on their smartphones at coffee-houses and restaurants than the Icelanders do.

I feel the Danish spent less time on their smartphones at coffeehouses and restaurants than the Icelanders do.

Well actually we had one thing planned for the day and that was to go to Daily but they serve these amazing baked cheesecakes! Oh so very nice indeed and we ordered one lemon and merengue we enjoyed to bits but it had no take on the gluten free (simply a plus) chocolate and berry cheesecake! I mean that one rumbled my life a little! I set myself a goal for 2016 to learn how to make baked cheesecakes. Pretty sure there will be some adventurous Sundays in my nearest future… 

I also especially noticed that I believe the Danes spend less time on their smartphones when at coffee-houses and restaurants! I really applaud that and that is my second goal for 2016, spend less time with head faced on a screen, watch people and listen more! 

It was a bit cold in the city so when we stumbled on these lovely black and white striped, fleece lined, ultra-soft mittens, we went all matchy matchy and warm and fuzzy!

It was a bit cold in the city so when we stumbled on these lovely black and white striped, fleece lined, ultra-soft mittens, we went all matchy matchy and warm and fuzzy!

We got our body temperatures back to normal Celsius levels by popping into couple of stores on the walk. I had actually set myself another goal (dude, stop with the goals already!) but that was to not shop at large chains like H&M but rather support smaller stores and boutiques. This was in fact a rather difficult task whereas I found so many sweet things at H&M that I like really, really wanted, but stubborn little me stuck to my gut and kept my wallet away from the cashier! I did in fact make a purchase at Gina Tricot and another at Monki, yes those are chains but without a doubt way smaller than H&M so I thought I did pretty well, considering. I also got some great unique finds at smaller designer boutiques that I just loved!

I wish to emphasize that this decision was solely my choice and by doing this I am not by any means criticizing other people’s choices to shop at large chains, smaller boutiques or a little of both. Merely a humble little experiment and a choice I tend to keep regardless of other people’s decisions! So shop away dears, I will for sure not try to stop you! :)

After all the walking we were at a starving stage and my sister and niece have this serious fetish for Indian food. After spending her time in Copenhagen my niece had of course found this little place that served an all you can eat, Indian buffet (did I mention fetish?)

So there we went and filled our plates with all sorts of delicious courses but the funny thing about strong and spicy food, you can’t really stuff your tummy, have you ever noticed? Is that the secret behind all the fit Indians and Asians.. Spicy food! I really should exercise my chilli tolerance!  

The food was great and we chucked it down with passion fruit juice, recommended by the waiter. The desserts looked delish also and I had a little try of everything and got this great professional looking photo, but it was sickly sweet and not at all our cup of tea.  

Later that night a plate of dark chocolate was much more satisfying!

After all the eating and walking we headed home for a little cosy time at the sofa where we watched The Intern starring Robert De Niro and Anne Hathaway. Wonderful feel-good film that reminded myself a little of The Devil Wears Prada.

I recommend this one for the next girl’s night in for sure!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Freyðivín og kokteilar í Kaupmannahöfn - dagur 1

Freyðivín og kokteilar í Kaupmannahöfn - dagur 1

(English below)

Við systurnar ákváðum að skella okkur í svolitla heimsókn til Arnars og Mekkínar frænku, dóttir Maríu, núna í janúar en þau eru í námi í Kaupmannahöfn. Jólin er mikill vinnutími fyrir okkur eins og ég held að allir í verslunarrekstri þekkja vel svo örlítið skot til að skipta um umhverfi var akkurat það sem við þurftum. Makarnir stóðu vaktina í versluninni á Laugaveginum á meðan og leyfðu okkur systrunum alveg að eiga þessa dásemdar helgi útaf fyrir okkur! Takk hnoðrar - þið eigið inni dekur!

Við vorum með einfalt plan fyrir þessa ferð: ekkert skipulag!

Það var virkilega frelsandi, við vorum ekki búnar að ákveða að við YRÐUM að sjá þetta, prufa þetta eða fara þangað.. nei- einfaldlega vera, upplifa og njóta og það var akkurat það sem við gerðum! Kannski ekki alveg "eat-pray-love" upplifun en á okkar mælikvarða var skipulagsleysi og stressfrelsi akkurat kúplið sem við systur þurftum!

Við pökkuðum létt og versluðum á flugvellinum tollfrjálsan varning, samlokur og við vorum svo óstjórnlega slakar að litlu munaði að við misstum af vélinni! Ókei, smá spark í rass stelpur þó að fríið sé byrjað!..

Flugferðin var ljúf, svolítill svefn, Marías spilað með miklum metnaði og það þarf varla að segja frá því en litla systir burstaði - að sjálfsögðu! Skálað í freyðivíni og hrotið!

Mekkín tók á móti okkur á flugvellinum og símarnir voru mundaðir í „sjálfum“ víbrandi af spenningi fyrir komandi helgi!

Enn meira freyðivín var smakkað og ég skipti strax yfir í dönskuna. Ég tók eitt og hálft ár í námi í Herning á Jótlandi fyrir nokkrum árum síðan og bjóst ekki við því að danskan myndi smella svo fljótt inn.. kannski var það bara ljúft léttvínið..?

Veðrið var yndislegt og betra en það hafði verið í þónokkurn tíma í Kaupmannahöfn en sólin lét meira að segja sjá sig og bauð okkur systurnar velkomnar til Danaveldis!

Fyrsta kvöldið var ákveðið að við færum öll saman á Sticks n‘sushi!

Arnar rakaði rauða skeggið fyrir kvöldið meira að segja.. smá svona "fyrir-eftir" stemmning í pósti dagsins sumsé ;)

Maturinn var vægast sagt himneskur og við nutum til botn en eftirréttirnir, ahhhh eftirréttirnir færðu sko gleðina á annað plan og ég sver það, litlu munaði að ég myndi ættleiða kokkinn! Við pöntuðum svona „taste menu“ af eftirréttunum og 9 litlar skálar mættu á borðið ásamt Espresso Martini.. ég er að reyna að leggja mikla áherslu á þetta hérna en ALLIR eftirréttirnir voru úr öðrum heimi og það sannast af pollinum sem er hægt og rólega að myndast hérna á lyklaborðinu!

Ella Fitzgerald og dönsk húsgögn - I'm in heaven!

Þá fórum við fjórmenningarnir á röltið um borgina og fundum falinn lítinn bar sem lét ekki mikið yfir sér að utan. Trip Advisor leiddi okkur áfram að næsta drykk og við fylgdum símunum í blindni! Treystið Trip Advisor elskurnar, þessi sannaði sig! Duck and Cover heitir demanturinn!

Við vorum komin aftur til 1960 og ég var meira að segja í blómasamfesting með varalit, stóra gyllta lokka og háan snúð og fannst ég algjörlega eiga heima þarna! Ella Fitzgerald ómaði og við sátum á gömlum dönskum tekk húsgögnum með svörtu leðri og sötruðum kokteila meðan barþjónarnir (sem voru btw ægilega sætir) þjónuðu okkur.. ég meina halló, þessi helgi byrjaði vel!

Þegar ég var farin að smella myndum og plana endurinnréttingar á íbúðinni okkar Tótu var tími til kominn að halda heim á leið.. annar dagur á morgun!

Mekkín og Arnar búa svolítið frá miðbænum svo við tókum nú lest og strætó og það var ekkert annað að gera en að smella nokkrum myndum af okkur í gleðivímunni sem Kaupmannahöfn bauð okkur uppá!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Bubbles and cocktails in Copenhagen - day one!

My sister and I decided to do a little weekend getaway and bought a trip to Copenhagen. My niece, María’s daughter lives there with her boyfriend where they study so the sofa was our bunk for the weekend and they took us on a trip around the city. Spoiled ladies we were indeed and loved every second!

We had agenda for the weekend: absolutely no plan at all!

Ahh and it was liberating for sure! For planners like ourselves, this was exactly what we needed!

After a little tax free shopping at the airport we enjoyed some bubbles on air and played cards, gossiped, slept and looked forward to the weekend ahead!

Mekkín came to the airport and welcomed us with hugs and kisses and according "selfies" of course!

Couple more glasses of bubbles and I started speaking Danish.. didn’t really expect that so soon after arrival. I studied in Denmark for a while couple of years ago and it was nice to remember a bit of the local language.. I could well manage and then some.. maybe just the bubbles talking but still!

The weather was fab and nicer than it had been for a while, even some sunshine to welcome us sisters and we really appreciated it!

For the first evening we all decided to go out to Sticks n’sushi!

Ahh the food left us speechless and let me tell you: that for one thing is hard to do! Couple of fantastic cocktails and some really nice food and I was willing to adopt the chef! Not at all over yet because the desserts were, for reals, OUT OF THIS WORLD! We absolutely loved every single bite!

My sister and I have a hard time deciding on "only one thing", especially when it comes to some sweet things, so we chose the “taste menu” with no less than NINE different desserts and every single one was to die for! The Espresso Martini just took us over the edge and we left the restaurant in utter bliss!

Ella Fitzgerald and Danish furnitures - I'm in heaven!

Onwards and upwards, not that we thought that would be possible after the amazing meal. The quartet took to the feet and walked about the city with our phones as our guiding lights and Trip Advisor led us to a little bar. Didn’t really look like much from the outside, quite dark interior and well semi in a basement really. We thought that for the first Trip Advisor would have failed but let me tell you – Duck and Cover is the jewels name and we were so happy with the lucky find!

We had landed in the 1960’s and I, funnily enough was wearing a jumpsuit with large golden bangles and a big hair bun and felt right at home! Soft jazzy Ella and some beautiful classic Danish teak furnishings and greenery welcomed us, plus the bartenders were quite cute and served us amazing cocktails!

What a great start to this weekend!

When I had taken started planning my remodelling of my apartment back in Reykjavík and really began thinking: “how will I sell this idea to Tota”.. it was time to go home!

Mekkín and Arnar live a little away from the city centre so a train and a bus ride later with some serious selfie moments in bliss town, a deep sleep on the sofa was just the perfect ending to our first day!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira
"Seventies" útvíðar buxur, hippamussur og kögur: tískan 2016

"Seventies" útvíðar buxur, hippamussur og kögur: tískan 2016

(English below)

Ég er búin að vera að skoða nýjustu tískustraumana síðustu vikurnar og „the seventies“ eða áttundi áratugurinn er mjög áberandi. Þessi stíll sást fyrst á tískupöllunum fyrir haustið 2015 og er hvergi nærri hættur en heldur sterkur áfram inn í vorið 2016. Við sjáum stílinn ekki aðeins koma fyrir í fatnaði heldur förðun, hári, skarti, kvikmyndum sem og innanhúshönnun.

Mér þykir þessi tíska algjört æði, frjáls, opin, fjölbreytt og spennandi.

Það fylgir hönnunarferlinu mikil rannsóknarvinna og ég vil lesa mig vel til um nýjustu strauma og stíla. Afla mér þekkingar á því sem er í gangi í kringum mig og skapa svo mínar eigin útfærslur út frá því sem að mér og mínum stíl hentar.

Ég hafði því áhuga á að vita hvað það var sem var í gangi á árunum 1970-1980 og vil segja ykkur aðeins frá því og svona þessum helstu augnablikum tískunnar sem áttu sér stað þennan áratuginn.

Þar sem ég er ekki endilega sérfræðingur í sögu tískunnar þá nýti ég mér þekkingu Ásdísar Jóels sem að kenndi mér fatahönnun og listasögu í Fjölbraut í Garðabæ. Hún Ásdís er neflinlega uppfull af vitneskju og örugglega ein sú fróðasta á þessu sviði hér á landi en hún gaf út bókina „Tísku aldanna“ árið 2005. Ég mæli klárlega með þessari bók fyrir alla tískuunnendur þarna úti!

Eins og Ásdís skrifar: „Tímabilið einkennist af pólitískum sviptingum í opinberum stjórnmálum og vígbúnaðarkapphlaupi milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og vaxandi hryðjuverkum. Eiturlyf, frjálst kynlíf og kommúnulíf voru mikilvægar staðreyndir, svo og kven- og jafnréttisbarátta. Tískan varð vettvangur til að sýna pólitíska og samfélagslega afstöðu“.

Þetta er mjög athyglisvert og við sjáum stíla frá sjöunda áratugnum blandast við strauma hippatímans með þjóðlegu ívafi, diskó og pönki. Litagleði fyrri áratugar er hér á undanhaldi og við tóku mun dekkri og daufari litatónar.

Hin barnalega og mjóslegna Twiggy var ekki lengur sú fyrirmynd sem sóst var eftir, heldur hin náttúrulea og þroskaða kona sem hafði jafnvel einhvern fegurðargalla sem gaf henni persónulegan þokka, til dæmis skarð á milli framtanna“.

Ég fann einnig nokkuð athyglisverðan lista yfir tískuhápunkta þennan merka áratug og má hér sá hluta af þeim sem að mér þykir áhugaverðastir. (Sjá má heildarlistann hér).

Diane Von Furstenberg And The Wrap Dress, 1974 

Það vita þetta kannski ekki margir en „wrap-kjóllinn“ eða bundni kjóllinn kom fyrst á sjónarsviðið árið 1974 þegar Diane Von Furstenberg kynnti hann fyrir heiminum. Þetta er ein sú allra besta uppfinning tískunnar þykir mér og algjörlega magnað að hann hafi ekki sést fyrr. Markmið hennar var að gera þægilegan kjól úr notalegu silki jersey efni sem myndi henta hvaða kvenlíkama sem er. Síðan þá hefur kjóllinn verið endurgerður í endalaust mörgum útgáfum og Diane var titluð „söluvænlegasti hönnuðurinn síðan Coco Chanel var uppi“.

Við hjá Volcano Design höfum einnig gert útgáfur af „wrap kjólnum hennar Diane“ sem má sjá hér, enda er „wrap sniðið“ einkar þægilegt og klæðilegt og þarf eiginlega að vera nauðsynleg eign í hverjum fataskáp.

Joni Mitchell, 1972

Joni Mitchell var kanadísk söngkona og lagahöfundur og Rolling Stones titlaði hana einn færasta lagahöfund tuttugustu aldarinnar. Einnig má sjá hana fyrir ef við hugsum um hippastílinn en hún var ein af táknmyndum áttunda áratugarins. Hún notaði tie-dye blússur lausar síðar gollur og lét hárið falla frjálst. Iðulega toppaði hún svo lúkkið með því að vera berfætt með gítar í hönd.

Eitt af mínum uppáhalds lögum með Joni er „A case of you“. Ahh hún er æði!

Cher, 1973 

Cher er ótrúleg og gaf út heilar 10 plötur þennan áratuginn og var bókstaflega allsstaðar! Stíllinn hennar fór ekki framhjá neinum enda er hún ýkt í öllu; rödd, hári, munstrum og hún lifir svo sannarlega eftir einkunnarorðunum „more is more“ sem að mér persónulega finnst æðislegt. Ég er sjálf soldið svona „more is more“ týpa og fer frekar langt yfir strikið heldur en næstum því í öllu sem ég tek mér fyrir hendur.. td með sjúklega löngum bloggum! ;)

Studio 54, 1970s 

Studio 54 í New York var heitasti staðurinn/ diskótekið á áttunda áratugnum. Þangað fór allt þotuliðið eða „jet setters“ en það var orð sem notað var um hið nýríka og örþreytta fræga fólk sem stundaði ferðalög á fínu bað- og skíðastaðina til þess að skemmta sér og sniffa kókaín. Allt frá Andy Warhol til Yves Saint Laurent, allir sem voru eitthvað fundust hér að skemmta sér hvaða dag vikunnar! Hér er til dæmis Bianca Jagger en hún var ein af tískutáknum áratugarins og var innblástur fyrir marga hönnuði en hún heldur áfram að blása innblæstri enn þann dag í dag.

Diana Ross

Diana Ross var drottning motown og eftir að hafa slegið í gegn með sönghópnum fræga „The Supremes“ fór Diana að starfa sem sóló artist en hún gaf út 9 plötur þennan áratug. Hún var þekkt fyrir lausa wrap kjóla og XXL gull eyrnahringi. Hún var fræg fyrir stílinn sinn og ruddi brautina fyrir mörgum nýjum dökkum söngkonum.

Ég fann þetta förðunarvideo sem sýnir stílinn hennar ágætlega og mér finnst þetta skemmtileg útgáfa af hennar lúkki, hún var þó einna þekktust fyrir bláa og fjólubláa augnskugga, ég er persónulega hrifnari af svona gylltum tónum.

Biba 

Barbara Hulanicki upplifði mikla söluaukningu í versluninni sinni í London þegar hún kom með útvíðar buxur og jakka í stíl sem og þrönga síða kjóla í ýmsum litum á viðráðanlegu verði. Hún bauð einnig upp á póstsendingar svo konur um allt land gátu nú upplifað hina hröðu tísku „fast fashion“ í fyrsta skipti.

Disco, 1977
Saturday Night Fever kom í kvikmyndahúsin árið 1977 og heimurinn varð smitaður af diskóinu. John Travolta og Karen Lynn Gorney fengu alla til að teygja sig í þykkbotna skóna sína og útvíðu jakkafötin og heimurinn hóf að dansa áhyggjurnar burt!

Abba 

Nú erum við farin að tala um alvöru diskó og útvítt alla leið! Agnetha, Björn, Benny og Anni-Frid spruttu fram á tónlistar og tískusviðið árið 1972 þar sem þau kynntu Bretlandi fyrir conceptinu „Scandi cool“ í fyrsta skipti, „svala Skandinavía“. Fatnaðurinn þeirra var algjörlega út fyrir allt, glimmer, pallíettur, hot pants, silfurlit þykkbotna stígvél og allur kvartettinn íklæddur hvítum kimonoum. Abba kom – sá og sigraði Eurovision söngkeppnina árið 1974 með laginu Waterloo og þar má sjá skósítt pils og silfurlitu stígvélin – ahhh ég elska þennan tíma!!

 

Debbie Harry, 1976 

Hér er svo pönkið farið að ráða ríkjum meðal diskósins og gallabuxnaskyrtur ásamt útvíðum buxum var tilvalinn hversdagsklæðnaður áttunda áratugarins. Debbie Harry var ný á sjónarsviðið og náði trendinu snemma rétt þegar Blondie hóf sinn feril og pönk tískan fór að tröllríða götutískunni.

Tískustraumarnir koma úr öllum áttum og enn fleiri straumar réðu ríkjum þennan áratug. Nú er næst á dagskrá hjá okkur systrum að fara til Kaupmannahafnar í fyrramálið en þar ætlum við að rölta um göturnar og skoða verslanir, tísku og strauma ásamt því að njóta lífsins í nokkra daga í fylgd Mekkínar. Hún er í námi í Kaupmannahöfn og ætlar að gefa okkur svolítinn dekurtíma milli bókalesturs.

Það verður spennandi að sjá hvort að áttundi áratugurinn ráði ekki svolítið ríkjum í borginni og við munum passa okkur á að taka myndir af öllu þessu helsta. Hver veit nema að við komum til baka uppfullar af nýjum hugmyndum og innblæstri og skellum okkur á fullt í að gera nýjar vörur í anda „the seventies“!

Ég vil enda á þessu lagi sem hefur glatt mitt hjarta síðustu daga en það á ansi vel við þennan pistil og nær örugglega mörgum úr þungu skammdegi.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

So I have been looking at the current trends recently and the seventies influences have been very prominent. This style was very obvious for the fall of 2015 and it is even more in fashion now for spring 2016. We see it in fashion, make-up, hairstyles, jewellery, interior design as well as movies hence the movie "Joy".

I absolutely love this style and find it so free, versatile, open and intriguing!  

The design process includes vast time of researching and I want to learn about the upcoming trends and stiles that are happening every moment and then create my own version that fits my brand and style.

I became very interested in knowing what was actually happening in this period and tell you a little bit about it. Whereas I am not exactly a specialist in fashion history, I got much of my knowledge from my old fashion history teacher which really is an expert in this field and actually released a book here in Iceland about the history of fashion in 2005. 

Like she writes: The era is characterized by political changes and armament race between the US and the Soviet Union and growing terrorism. Drugs, free sex and commune life were facts of the time as well as women- and equal rights movements. The fashion became a domain to show political and sociological solidarity.

I find this very interesting and we see influences from the seventies as mixes between the hippie movement as well as disco and punk, quite a mix really! The extreme colour mix of the sixties is retreating and softer, darker tones are becoming more prominent. 

The childish skinny look from Twiggy was no longer the prefiguration but the natural ripe woman that even had a visible flaw giving her a personal charm and added interest, such as a gap between the teeth.

 

I also found quite an interesting list of fashion highlights and icons through this remarkable era and here is a part of that list, the things I found most interesting. The whole list can be viewed here.

Diane Von Furstenberg And The Wrap Dress, 1974 

Let's start with one of the most famous fashion inventions ever, shall we? Diane made her now-iconic wrap in 1974 after setting out to create a relaxed, silk jersey dress that could suit every woman's body with ease. Originally available in a small range of sooo Seventies prints, she was quickly given the cover of business bible Newsweek and declared the 'most marketable designer since Coco Chanel.' The magazine was right and by 1976 Diane had sold over 5 million of the dress worldwide, building a lasting fashion empire in the process. 

Joni Mitchell, 1972

The poster girl of hippie chic, Joni Mitchell was undoubtedly one of the Seventies' ultimate style icons. She wore tie dye blouses, earth-goddess hair and billowing kaftans like no other, usually completing her trademark look with bare feet and a guitar in hand. All together now, 'Don't it always seem to go...'

Cher, 1973 

Cher released a whopping 10 albums in the 1970s meaning, quite simply, that she was absolutely everywhere. From more-is-more prints to epic perms, she trialled every trend the decade had to offer with gusto.

Studio 54, 1970s 

Studio 54 in New York was the Seventies hottest venue bar none. From Andy Warhol to Yves Saint Laurent, anyone who was anyone could be found right here, having the time of their lives every day of the week. Here's Bianca Jagger riding into her Studio 54 birthday party on a white stallion, just because...

Diana Ross

Post The Supremes, Diana was all about lilac eyeshadow, loose wrap dresses and XXL hoop earrings. Like Cher, she whipped up an incredible nine albums in her first decade as a solo artist and was a key style icon, too. We're sure the sepia tones and retro wardrobe choices in this picture must have inspired American Hustle?
I also found this make-up video which shows her style quite well, she was indeed mostly known for her purple and blue eye shadows but I really love this gold version like in the video. 

 

Biba 

What did real women wear in the Seventies? Barbara Hulanicki's London boutique Biba experienced a sales boom, selling bell bottom power suits (cat covered, of course) and smock dresses in saturated colours, all at affordable price points. The roots for high street fashion were firmly planted and, thanks to an unrivalled mail ordering service, women around the country were able to experience fast fashion for the first time.  

Disco, 1977

Saturday Night Fever hit cinemas in 1977 and the world became infatuated with disco. John Travolta's car-salesman suit and Karen Lynn Gorney's major commitment to ruffles had everyone reaching for their platforms and dancing their troubles away.

Abba 

Now there's a pair of flares. Agnetha, Björn, Benny and Anni-Frid burst onto the music and fashion scenes in 1972, introducing the UK to the concept of 'Scandi cool' for the first time. Their outfits were outrageous - think sequin hot pants and silver moon boots, or the entire quartet all clad in white kimonos.

 

Debbie Harry, 1976 

The denim market exploded in the 1970s as a denim shirt and flared jeans were declared the decade's ideal casual wear ensemble. Newcomer Debbie Harry caught on to the trend early, just as Blondie took off and the punk era really kicked in.
The seventies is an interesting decade indeed and not only for its fabulous fashion styles! 
Tomorrow me and María are going to Copenhagen to visit her daughter, my niece, and I cannot wait! We will be walking the streets with no particular plan and that is my absolute favourite way of travelling! Plan free, going with the flow.. maybe a little bit in the style of the seventies, free and flowing right?
I am pretty sure we will get lots of inspiration and perhaps we will come back full of ideas for the next products in the spirit of the seventies.
Finally I would like to end this post with a song that I have been playing on repeat for the past couple of days. Perfect for a rainy and a bit snowy days just to get you out of any funk, tune this beauty up and enjoy it!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Sagan um bóndadaginn

Sagan um bóndadaginn

(English below)

Ef að þið hafið lesið bloggið okkar eitthvað áður þá vitið þið það líklega að ég er svolítið sögusjúk og einstaklega hrifin af því að læra um mismunandi hefðir og siði. Ég skrifaði td um aðventukransinn hér og aftur um jólahefðir mismunandi landa í desember.

Það var því komið að því að finna söguna á bakvið bóndadaginn þar sem hann er á morgun!

En það var ekki svo auðfundið, ég fann þá eftir nokkra leit á alheimsnetinu örfáar heimildir og lítinn texta en þessi hér sást á mörgum síðum:

Fyrsti dagur Þorra er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Um fyrsta dag Þorra segir í bréfi Jóns Halldórssonar í Hítardal (f. 1665) til Árna Magnússonar frá árinu 1728, að sú hefð sé meðal almennings að húsmóðirin færi út kvöldið áður og bjóði þorrann velkomin, og inn í bæ, eins og um tignan gest væri að ræða.

Heimild: Árni Björnsson. 1993. Saga daganna. Reykjavík. Mál og menning.

Ég fann þó aðeins fleiri heimildir hér:

Föstudaginn 22 janúar höldum við upp á bóndadaginn en það er vonandi að það hlýni eitthvað aðeins í veðri annars mun líklega enginn hlaupa nakinn um. Sagan segir að bóndinn eigi að hlaupa um í kringum húsið sitt þennan dag en það átti að vera fyrirboði um góðar fregnir.

Á morgun er einnig fyrsti dagur Þorra en Þorri er gamalt mánaðarheiti sem að hófst með föstudegi í 13. Viku (19-25 janúar) og stendur yfir  þar til Góa hefst en það gerist á sunnudegi í 18. Viku (19-24 febrúar).

Þorri var fjórði mánuður vetrar, miðsvetrarmánuður. Þorri hefst með föstudegi í 13. viku vetrar (19–25. janúar). Ekki er nákvæmlega vitað hvað nafnið merkir. Oftast er það þó tengt sögninni að þverra eða að minnka eða talið skylt lýsingarorðinu þurr. Einnig hefur verið nefnt að það gæti verið gælunafn Ása-Þórs. Þorri var persónugerður sem vetrarvættur á miðöldum. Fyrsti dagur þorra var tileinkaður húsbændum og síðar var farið að kalla hann bóndadag . Líklega eru þorrablót ævagömul hefð sem hefur verið endurvakin á síðustu áratugum.

Öskudagur. Af þeim bræðrum bolludegi, sprengidegi og öskudegi er sá síðastnefndi langelstur. Heiti hans er þekkt allt frá 14. öld en flengingar og bolluát munu ekki hafa borist til landsins fyrr en með erlendum bökurum seint á 19. öld. Á öskudag reyndu konur að láta karla bera ösku en karlar að fá konur til að bera steina. Til að svo mætti verða saumaði fólk litla poka sem konur setti ösku í en karlar steina og reyndu svo að hengja pokana á hitt kynið svo að lítið bæri á. Þetta er mjög gamall siður á Íslandi en þekkist ekki í öðrum löndum.

Enn frekar má lesa um gömlu mánuðina hér:

Önnur gömul hefð segir að bóndinn eigi að vakna fyrr en allir aðrir á bænum, klæða sig aðeins í skyrtu og aðra nærbuxnaskálmina og hoppa svo um húsið, dragandi hina skálmina á eftir sér og þannig biði hann Þorra velkominn!

Nú á dögum er fyrsti dagur Þorra einfaldlega kallaður bóndadagurinn eins og við þekkjum hann og er hefðin fyrir því að eiginkonan dekri við bóndann sinn sérstaklega á þessum degi en það var talið vera fyrir lukku á býlinu og bænum.

Seint á 14. öld segir í Flateyjarbók af gömlum konungi „Þorra“ sem færði fórnir en sá gjörnungur kallaðist „Þorrablót“ og var haldið á hverju ári um miðjan vetur. Mögulega var Þorri því kallaður vetrarandi eða veðurguð.

Í kringum 1870 varð þessi hefð aftur vinsæl á Íslandi.

Já þá spyr maður sig, förum við fram á að bóndinn hlaupi nakinn í kringum húsið eða skoppist um innandyra berfættur, skyrtuklæddur í einni buxnaskálm með aðra dragandi á eftir sér eða dekrum við bara svolítið við hann á morgun afþví hann á það kannski skilið?

Við hjá Systrum & Mökum erum með ágætis úrval af fallegum gjöfum fyrir herrana og má þá helst nefna fallega herraskartið frá Kristu Design.

 

Eins bjóðum við upp á dásamlegar vörur frá Crabtree & Evelyn en herralínan frá þeim kallast Moroccan Myrrh og hefur svo sannarlega slegið í gegn. Þessi gjöf er í raun bæði fyrir hann og þig þar sem ilmurinn er dásamlegur! Ég mæli sérstaklega með þessum fallegu gjafaöskjum eða ferðasettum en þar má finna ilmvatn, raksápu, bað- og sturtusápu og „after shave cream“ á 6150.-

Svo erum við með stærri einingar af hverri vöru svo hver ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Þessar sem vilja vera sérstaklega grand geta td. gefið ilm og skart...

Hvað sem þið gerið elskurnar þá óskum við ykkur gleðilegs bóndadags og reynið nú umfram allt að njóta og knúsa bara kallinn!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Husband's day is celebrated in Iceland tomorrow!

It is an old custom to celebrate the first day of Thorri. It as the duty of the farmer (man of the house) to welcome Thorri by rising earlier than anyone else. He was to get up and go out clad only in a shirt, barefoot and partly barelegged, for he was to wear only one leg of his underpants, while the other was to be dragged behind. Thus attired, he was to . . . hop on one foot all around the house, dragging his underpants on the other, and bid Thorri welcome to his home.

In modern times, this first day of the month is called “husband’s day” and the lady of the house is supposed to treat her husband exceptionally well. These traditions were to bring good luck to the farm and home. 

In the late 14th century, the Flatey Book tells of old King Thorri, who made a sacrifice called a Thorrablot (Thor feast) every year in the middle of winter. So, maybe Thorri was named a winter spirit or weather god.

In the 1870´s, this tradition became popular in Iceland again. Thor, the thunder-god was honored, probably because it was a popular explanation that the name Thorri (Þorri) was for Thor (Þór), the hammer-wielding Germanic through Viking Age god associated with thunder, storms, oak trees, strength, and healing. 

People wear emblems, jewellery, and even have tattoos of his hammer, named Mjölnir. Thor has a day of the week named after him:  Thor’s day or Thursday.

The food served at a Þorrablót is of traditional Icelandic dishes, prepared the way of olden days when every part of the animal was used and preservation was to salt, dry, or put in whey.

(Text found here: )

We at Systur&Makar offer a wide variety of all sorts of presents for that dear hubby of yours such as jewellery from Krista Design

 

And we also have the wonderful gentleman's collection from Crabtree & Evelyn called Moroccan Myrrh and really that is a present for both your love and yourself because the smell of these products are so lovely!

At least, be extra kind to your hubby tomorrow and have a happy husband's day!

 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Janúarhollusta, nutribullet og skipulagning!

(English below)

Fylgir það ekki svolítið janúar að vilja byrja svolítið upp á nýtt? Nýtt ár, nýr kroppur, betra skipulag, tiltekt og allskyns hreinsun!

Áramótaheit hér og þar, lestur spádóma hvort sem það sé völvan sem á að segja til um framtíðina eða næsta stjörnuspá. Í guðanna bænum takið þó ekki bókstaflegt mark á öllu.. EÐA hlustið á Siggu Kling eingöngu, manni líður undartekningarlaust vel eftir lestur á hennar skrifum og þannig finnst mér að spár eigi að vera!

Skipulag og ný byrjun hefur allavega verið svolítið þemað hjá okkur hér í byrjun árs með svakalegri tiltekt á saumastofunni eins og ég kom inná í síðasta pósti, flutningum á vinnustofu Kristu Design til okkar hingað í Síðumúlann sem og auðvitað klassískt sykur, glúten og áfengisleysi í einn mánuð. Já við tókum þetta alla leið eins og okkar er nú iðulega von og vísa.. alla leið eða sleppa því frekar!

Við systur tókum okkur á í skipulaginu og erum búnar að funda meira en mögulega allt síðasta ár samanlagt.. nei segi það nú kannski ekki en ég er allavega búin að panta mér risavaxið dagatal frá Í boði náttúrunnar og get ekki beðið eftir að hengja það hérna upp á skrifstofunni minni. Ég pantaði mér, (svona til að fylgja ýkta þemanu) auðvitað stærsta plakatið sem var mögulegt að fá 1,0 X 1,25M og það er GEÐVEIKT!!

Hún Tóta mín átti svo afmæli þann 4. janúar og hún fékk skrefamæli frá mér svona armband (ég fékk einnig), María og Börkur gáfu henni Nutribullet.. tengdaforeldrarnir gönguskó.. , ég fékk einnig gönguskó frá tengdó og gamla mín gaf mér zúmba skó í jólagjöf..sjáiði þemað hérna? 

Jú jú, við erum svolleiðis búnar að blanda og blanda Nutribullet sjeika frá því meistaragræjan kom í hús og hrista okkur svolleiðis og hreyfa að það er engu lagi líkt!

Við reynum þó að hugsa: Einn dag í einu!

Ég held að það sé best að gera þetta svolleiðis, einn dag í einu.. En það er ótrúlega hvetjandi að sjá árangur og það er hann sem heldur okkur við efnið. Jú bætt orka og skýrari hugsun hjálpar líka til og svo er ég með gulrót: Köbenferð í lok jan með Maríu systur að heimsækja Mekkín, litlu frænku. bahhhhh ég hlakka svo til!!

Jebb, þá verður skálað, rölt um borgina, kíkt í hönnunarverslanir og við tútturnar skellum okkur örugglega á eitthvað tjútt saman, ágætis gulrót ekki satt?!

Já og talandi um Mekkín þá er hún algjör snillingur í Nutribullet sjeika-gerð enda búin að eiga svolleiðis græju í þónokkurn tíma. Þessi dugnaðarforkur er einnig byrjaður að blogga og sjá má bloggið hennar hér, ég mæli með því að fylgjast vel með henni, þetta verður eitthvað :)

Hún er nýbyrjuð en hún er að dunda sér við allskonar skemmtileg DIY verkefni, handavinnu og fleira með hjúkrunarfræðináminu og gerði td blogg um daginn um Nutribullet með uppskriftum. Ég fékk leyfi hjá henni til að deila blogginu hennar og hér er það: 

Mekkín skrifar..

Þar sem allir eru ad fara á fullt í hollustuna og koma sér í grírinn eftir hátíðirnar datt mér í hug ad deila með ykkur nokkrum uppskriftum sem ég sendi vinkonu minni í smá djóki, í tilefni af afmæli hennar en ég vissi ad hún fengi Nutribullet í afmælisgjöf. Ég fjárfesti í svoleiðis græju síðasta sumar og ég ELSKA hann. Ég nota þetta mjög mikið, og hef prufað allt mögulegt, svo ég er komin med smá reynslu.

Ég hef áður verið spurð, hvað sé gott ad blanda i þessu og hverju maður eigi ad blanda saman, og einnig hef ég tekið eftir því ad fólk veit kannski ekki alveg hvernig það á ad nota þetta.
Svo ég skrifaði nidur  nokkur "Nutribullet-tips", ásamt mínum uppáhalds uppskriftum sem ég hef fengið héðan og þaðan, og bullað eitthvad sjálf.

Nutribullet uppskriftir..

Grænn og suðrænn

½ avokado                                                                
½ banani
½ epli
1-2 cm engifer ( má sleppa)
1/3 gúrka
2 sellerístilkar
(má setja meira/annað grænmeti, t.d. spínat, brokkolí, grænkál)
Safi úr einni lime (má sleppa)
Frosnir ávextir (suðræn blanda, ananas, mangó ofl.)
Suðrænn safi/blandadur ávaxtasafi c.a. 1 ½ dl og má þynna með smá vatni.

 

Grænmetissæla

1 appelsina
Safi úr einni sítrónu
2 stórar gulrætur
2-3 tómatar (eftir stærð)
Appelsínusafi og vatn til ad þynna

 

Gulur sætur

½ Avokado
½ Banani
Ananas (frosið/ferskt)
Mangó (frosið/ferskt)
Appelsinusafi/suðrænn safi

 

Bleikur prótein sjeik

½ banani
5-6 frosin jardaber
1 skeid prótein (vanillu eda jardaberja)
Möndlumjólk/fjörmjólk/vatn
1-2 msk chia fræ

 

Spínatsjeik

Lúka spínat
½ avokado
1 selleristilkur eða smá brokkolí (má sleppa)
¼ gúrka (má sleppa)
Suðrænir ávextir frosnir
½ banani
½ pera eda ½ grænt epli
Appelsinusafi/suðrænn safi
Vatn eftir þörfum

 

Bulletproof

1 bolli kaffi
50 gr ósaltad smjör
1 msk kókosolía
 

Frappó

Instant kaffiduft
Súkkulaðiprótein
Klakar
Avokado
Möndlumjólk/kókosmjólk

 

Orkuríkt sumarkrap

2-3 skeiðar amino energy (ananas/fruit fusion)
1 lúka frosnir ávextir (ananas og mango/ jarðaber)
Vatn og klaki

 

Bragdarefur

½ frosinn banani (má sleppa eda setja ½ avokado i stadinn)
Lúka frosin jardaber
1 skeid Vanillu/súkkuladiprótein
1 tsk hnetusmjör
Kókosmjólk
Klaki

(Sætar þessar duglegu mæðgur!)

Nutribullet tips Mekku:

-ef notað er avokado eda banani, best bædi (½ avokado og ½ banana), verður sjeikinn mjög kremadur/mjúkur og gódur.

-þad þarf ekki ad fylla vökva upp ad max línunni.

-bannad ad blanda meira en 30 sek í einu minnir mig svo mótorinn skemmist ekki.

-blanda frekar stutt og oft og bæta við vökva eftir þörfum

-snilld að mala möndlur, kaffibaunir, fræ i litla gæjanum

-mæli ekki med því ad blanda smjörkrem í þessu, þad er of litill vökvi fyrir það og glösin verða fitug í langan tima!

-notið stærðarglösin eftir þörfum, blandast best ef þad er ekki mikið auka pláss í glasinu.

-gott er að skera niður i nokkra sjeika og frysta tilbuið i poka, þá þarf bara ad bæta við spinati, grænmeti og vökva (ég til dæmis nota bara ½ avokado og hálfan banana og ef ég geri ekki sjeik strax daginn eftir þá geymist hinn helmingurinn ekki vel, en þá má bara skera það niður i poka og henda i frystinn! :D)

-ráð frá Jamie Oliver "vini minum", ef þú finnur gott engifer (ekki miklir trædir í tví), skerðu það þá niður strax og frystu það i bitum! Þad er snilld og þá er líka hægt ad henda einum bita med i sjeikinn, og ekkert vesen ad skræla og skera engiferið!

-svo finnst mér rosa gott ad nota sítrónur og lime i svona ferska safa/sjeika. Ekki hika við það, en það er lika rosa hollt.. og gleymið ekki engiferinu! ;) 

Þið sem ekki eigid Nutribullet, þá mæli ég hiklaust með þeirri græju eins og þið sjáið þá elska ég hana, en auðvitað er hægt ad blanda alla þessa drykki í hvada blandara sem er :) 

Jæja ég vona að einhverjir orkuboltar geti nýtt sér þessar hugmyndir til ad koma sér ennþá betur inn í nýja árið! 

Við þökkum elsku Mekkín kærlega fyrir að fá að deila póstinum hennar og ég get alveg sagt ykkur það að ég hef farið eftir mörgum uppskriftum og þær eru hver annarri betri!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

A new year is sort of a new beginning for many of us right? Cleaning, organizing, diets, new goals and self-promises!

That is all good and well and we are totally there with you, I just ask you to please take it one day at a time! I say this to you at the same time I try to remind myself!

Cleaning and organizing has sort of been our theme for the beginning of the year like I told you in the last post. We are „all the way or skip it“ kind of a group and that mantra is the same in every field or project we take on. Tying loose ends, moving, getting rid of things and taking up a healthier lifestyle.. at least for the first couple of weeks of the year right?!

I and María have taken a grip in the organization and have been having all sorts of meetings to plan the year. I even ordered a huge calendar postar from this page and I love it and can’t wait to get it! Like I said, go big or go home, so I ordered the largest possible: 1,0 X 1,25m. EPIC!

My Tóta had her birthday the 4th of January and she got a Garmin step counter from me (I got one also), we got hiking shoes from her parents for Christmas and María and Börkur gave her a Nutribullet machine for her birthday.. Tota also gave me Zumba shoes for Christmas.. seeing a theme here?

Well we have embraced this all and then some and have been making some super Nutribullet shakes, moving our asses, walking about and dancing like nobody’s watching in Zumba.

We do try to think: one day at a time.. because detoxicating the sugar, wheat and alcohol out of the system after some serious consumption over the holidays is a task on it’s own!

But man is it motivating to see some results and it is already happening, yes, sure lots of water retention in the beginning for sure but believe me, it all counts! ;)

I also have a “carrot”.. yeah, me and María are going to Copenhagen in the end of the month to visit Mekkín, María’s daughter, my niece and I cannot wait!!!

Then there are no rules, just walking about the city, checking out some designer stores and basically paint the town red right!

Speaking of Mekkín, she is so great at doing Nutribullet shakes since she has owned this machine for a while now and has given us loads of great tips. She has also just started blogging which is so exciting for me because she is quite the crafter and this gives me a change to follow her projects!

She made a blog the other day with some Nutribullet recipes and tips and tricks and I want to share some of them with you here:

Mekkín writes..

Since I have some experience already with Nutribullet and I knew my friend was about to get one for Christmas I decided to write a little blog here with some recipes and tips on the do’s and don’t’s.

Here are some of the things I love to do, things from my own head and something I have seen from others along the way..

Nutribullet tips:

- if you are using avocado or a banana for the blasts (preferably both, half and half) the shakes becomes very creamy, soft and nice.

- you do not need to fill the liquid content to the max line.

- it is FORBIDDEN to blast for more than 30seconds at a time.

- rather do shorter blasts more often and add liquid as needed!

- it is great to grind almonds, coffee and seeds in the smallest container.

- I do not recommend making buttercream in this machine, the liquid amount isn’t sufficient and the glasses become fatty for a long time!

- use the glasses as needed, there are different sizes and the best mix is when there isn’t much extra space in the glass.

- I find it very convenient to prepare couple of shakes at a time and freeze in plastic bags then simply add spinach, vegetables and liquid at the time of mixing. I for example only use half a banana and half an avocado and if I don’t make another shake straight the next day, the ingredients don’t store well so simply cut it down and store it in the freezer!

- plus a little advise from my good friend Jamie Oliver, if you find a good gingerroot (not to grainy) buy it in bulk, cut in pieces and freeze. It is so convenient not having to have to prepare the root every time you make a shake!

- instead of using whole lemons and limes in the juices/shakes I use only the juice from them and I absolutely find it essential, plus its very healthy!

If you do not have the Nutribullet machine and completely recommend it because as you can see, I LOVE IT! (You can however make all of these drinks in another type of a blender!)

Nutribullet recipes

Tropical green

½ avokado                                                                 
½ banana
½ apple
1-2 cm ginger (not necessary) 
1/3 cucumber 
2 celery
(you can also add more vegetables: spinach, broccoli, kale)

Juice from one lime

Frozen fruits (tropical, pineapple, mango etc).

1 ½ dl Tropical juice and thin it down slightly with water.

Vegetable joy

1 orange
juice from one lemon
2 large carrots 
2-3 tomatoes 
orange juice and water to thin it down.

Sweet yellow

½ Avocado 
½ Banana 
Pineapple (frozen or fresh)
Mango (frozen or fresh)

Orange juice/ tropical juice.

Pink protein

½ banana 
5-6 frozen strawberries 
1 spoon vanilla protein (you can also use strawberry)

Almond milk, low fat milk, water

1-2 table spoons chia seeds.

Spinach shake

Handful spinach 
½ avocado 
1 celery or a little broccoli 
¼ cucumber 
Frozen tropical fruit. 
½ banana 
½ pear or ½ green apple 
orange juice or tropical juice. 
water as needed.

Bulletproof

1 cup coffee 
50 gr unsalted butter 
1 table spoon coconut butter. 

Frappo

Instant coffeepowder
Chocolate protein
Ice
Avocado 
Almond milk or coconut milk

Summery boost slush

2-3 spoons amino energy (pineapple/fruit fusion) 
1 handful frozen fruit (pineapple and mango/ strawberries) 
water and ice

Trickster

½ frozen banana (you can also use ½ avocado)
handful frozen strawberries.
1 spoon vanilla/chocolate protein.
Coconut milk
Ice

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Tiltekt, skipulag og breytingar á nýju ári! - Fyrir/eftir.

Tiltekt, skipulag og breytingar á nýju ári! - Fyrir/eftir.

(English below)

 

Þetta blessaða blogg okkar fer heldur rólega af stað en sama get ég ekki sagt um okkur systur og maka. Um leið og við Tóta komum úr dekrinu frá Þórshöfn og María og co voru búin að jafna sig eftir yndisleg slökunar jól fórum við ferningarnir saman út að borða á Apótekið og skáluðum fyrir afmæli Maríu og Tótu sem og nýju ári!

Já, við bara leyfðum okkur að fagna svolítið liðnu ári með öllum þeim uppákomum og verkefnum sem því fylgdi og fórum um leið aðeins að hugsa fram á veginn að næstu verkefnum.

Þetta var síðasta "fagnið" í janúar þar sem við tók "dry january", ekkert áfengi, sykur né hveiti í mánuð, þetta er eitthvað sem ég þarf að segja ykkur frá í næsta bloggi... mæ ó mæ...

 

Jæja, eitt af því fyrsta var að koma vinnustofunni hennar Maríu (sem var í raun undirlögð stofan og heimili þeirra hjóna) á vinnustofuna til okkar í Síðumúlann. Það var ágætis verkefni en við erum með ansi stórt og rúmgott húsnæði hér og þar sem að ég er algjör safnari var ég búin að taka 3 skrifstofur og breyta í geymslur undir að mestu leyti (já og ég viðurkenni það), drasl!

Við tók því heljarinnar tiltekt hér á saumastofunni áður en við gátum boðið Maríu og Röggu starfsmanninn hennar og frænku okkar velkomnar!

Ég þurfti virkilega að taka á honum stóra mínum til að tíma að henda þessu og henda hinu, algjörum gersemum auðvitað sem ég var búin að sjá fyrir mér mikla notkunarmöguleika á... „einhverntíman alveg örugglega“...

Það varð úr að við tæmdum 5 stóra, troðfulla sendiferðabíla í fyrsta kasti og við erum ekki alveg búin enn... veiki? já mögulega...

Margt fékk nýtt heimili í Góða Hirðinum, einhverju var skilað til upprunalegra heimkynna og enn fleira fékk að fjúka. Ein geymslan var tæmd og náðum við að opna það rými svo hún stækkar nú „frontinn“ okkar en þar er nú að myndast ansi krúttleg verslun/lageraðstaða. 

Okkur tókst þó að tæma hornskrifstofuna sem við innréttuðum sem vinnustofu Kristu Design. En einni geymslunni héldum við fyrir söfnunaráráttuna mína en ég verð náttúrulega að fá að fæða mitt innra skrímsli örlítið ekki satt..?

Eftir svolítið stúss, IKEA ferð, flutninga og uppröðun birtist hér þessi líka myndarlega vinnustofa!

Ég fékk skrifborð í horninu mínu sem er við hliðina á kaffistofunni en mér líkar mjög vel að vinna í opnu rými innanum fólkið mitt og Svenna skrifstofa var tekin svolítið í gegn þar sem Tóta fékk lítið horn og er nú komin með aðstöðu fyrir tölvuna sína og sitt skipulag.

Svona hreinsunarárátta smitar heljarinnar mikið útfrá sér og tókum við Tóta geymsluna okkar í gegn síðasta sunnudag þar sem við náðum að losa heilan sendiferðabíl út, þetta er verkefni sem við höfum ætlað okkur í nokkur ár núna en einhvernveginn aldrei „gefið okkur“ tíma í það. Ahh, meiri léttirinn! Geymslur verða aldrei einhver óttarleg bjútísvæði, en það er allavega hægt að komast í kistuna núna! :)

María hreinsaði náttúrulega til hjá sér líka og færði tölvuaðstöðuna sína sem áður var á ganginum, undir stiganum og er nú komin með yndislega notalega skrifstofu eins og henni einni er lagið. (Hún tók engar fyrirmyndir og ég er búin að skamma hana..) En það er alltaf ferlega kósý hjá Maríu og fyrirmyndirnar hefðu verið alveg jafn flottar en vinnuaðstaðan er nú mun betri og þetta mun einfalda alla vinnu!

Svo fékk hún um leið þetta líka notalega horn undir stiganum og takið eftir myndinni þarna með einkunnarorðunum okkar: "Skapaðu þína eigin hamingju".. hún er að koma í sölu hjá okkur! ;)

Vinnustofan okkar í Síðumúlanum er enn í þróun og ekki alveg tilbúin öll og þið fáið svo kannski að sjá fleiri myndir þegar enn meira verður tilbúið en þetta byrjar ansi vel. Svona hreinsun er öllum holl stundum (segir safnarinn sjálfur) og er furðumikill léttir að losa sig við hluti sem maður kemur mögulega aldrei til með að nota!

"Minimalískur lífstíll" er eitthvað sem ég mun líklega aldrei tengja mig við né lifa eftir, það er þó munur á því að vera ruslasafnari eða "hoarder" og minimalísk og það er þessi gullni meðalvegur sem ég vil reyna að tileinka mér.. batnandi mönnum og allt það ekki satt! ;)

Okkur systrum líst allavega ofsalega vel á þessa breytingu og stuðið eykst hér á vinnustofunni við ný og fersk andlit! Einnig held ég að breytingar geti alltaf verið af hinu góða ef maður ákveður að hugsa um þær þannig svo við bjóðum 2016 svo sannarlega velkomið og hlökkum til að taka vel á því!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

New year, new projects!

Yes, we have been a little slow on the blog lately but that cannot be said about our physical work.. we have been re-grouping and re-organizing our workshop! It's is such an infectious thing once you get going but I am a total hoarder and really dislike throwing things out! This was a huge challenge for me because I have this talent or rightfully "flaw" that I can see the potential beauty in all sorts of things and this results in huge amounts of "crap" I want to do something with, someday!...

The group of us however decided to combine the workspaces and invite Krista's Design workshop to our sewing space which meant I had to throw away 5 van-loads of all sorts!

Once you get going it becomes an addiction and it is hard to stop which resulted in a new front showroom/stock room and a "chill zone" for clients, a new office for me, 2 storages out and a new workspace for Krista.

We kept going and did our home storage as well and María did herself a brand new homeoffice and has now regained control of her home which has served as her workshop for the past few years.

These are indeed grand changes and something everyone needs to get adjusted to, but ahh what a breath of fresh air! I feel much more organized already and ready for the new year!

Not only this but January is typically a month of organization and new healthy diets right? Yes well, if you are already doing the one you might as well do the other so in the next post I will tell you a little bit about our month of exercising, step counting, sugar, wheat and alcohol free diet and on top of that, try to get in a bit more sleep and more water consumption!

Until next time!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Áramótapistill: Við kveðjum 2015 með stolti og tökum spennt á móti 2016!

Áramótapistill: Við kveðjum 2015 með stolti og tökum spennt á móti 2016!

Gleðileg jólin kæru vinir og farsælt komandi ár!

Ég datt í heljarinnar frí um leið og fallega bloggið um Kristínu Vald var birt og slökkti á tölvunni í svolítinn tíma! Jólin í ár voru yndisleg! Svolítið öðruvísi en síðustu ár en yndisleg samt sem áður. Við borðuðum jólamatinn hjá systur Tótu og fórum svo til Maríu sys og co. í enn fleiri pakka og ég meinaða, enn meiri mat!

Á Jóladag héldum við systur, makar og börn í bústaðinn okkar fína þar sem við eyddum tveimur dásamlegum nóttum. Spiluðum, skáluðum, átum, glöddumst, slökuðum, löbbuðum svolítið en nutum aðallega!

Þá héldum við Tóta norður til Þórshafnar en hér höfum við verið í dekri síðustu daga, matarboð hjá Línu, ég kláraði Sogið eftir Yrsu, mögnuð bók alveg og í dag höldum við uppá síðasta starfsdaginn hennar Hillu tengdamömmu eftir 48 ára starf hjá Sparisjóðnum og nú undir það síðasta hjá Landsbankanum á Þórshöfn!

Ég set þetta nú aðallega inn þar sem ég veit hún dræpi mig ef hún vissi að ég væri að gaspra um þetta.. en í alvöru, annar eins ferill og fyrirtækjahollusta er sjaldséð nú til dags! Ég fer nú á fullt að finna rómantískar bíómyndir og senda henni í tíma og ótíma, tengdapabbi er þó viss um að þetta muni hafa í för með sér heitan mat í hádeginu á degi hverjum! Við skulum sjá gamli.. segi ég og sötra heita áramótasúkkulaðið mitt (það er sko orðin hefð fyrir því að ég fái sérgert heitt súkkulaði með rjóma, meira dekrið!)

Elsku Hilla mín, mundu nú bara að njóta! Fara í gönguferðirnar þínar, heimsóknirnar, sinna handavinnunni og lesa, slaka á og hafa það dásamlegt með gamla sínum! Svo ertu ávallt velkomin í stelpuferð suður, við erum með gestaherbergi auðvitað og skulum passa að eiga ávallt kalt hvítvín fyrir trúnóið ;)

Já, það er fleiru að fagna, fallega systir mín, besta vinkona og samstarfsfélagi María Krista á afmæli í dag!

Hún vill ekki að ég hrósi henni meira en hún er án efa einn sá allra mesti dugnaðarforkur fyrr og síðar, glæsileg móðir, eiginkona, dýravinur, hönnuður og listakona og ég get ekki beðið eftir að upplifa meira með þér elsku besta!

Ég vildi auðvitað óska að ég gæti eytt afmælisdeginum með þér elsku sys en við fögnum í ferðinni okkar til Köben í lok jan. Við systur erum nefnilega búnar að bóka okkur ferð til Kaupmannahafnar þar sem við ætlum að heimsækja Mekkín litlu frænku og kynnast högum hennar og Arnars þar sem og kannski fyllast innblæstri að nýjum vörum. Vinnan er aldrei langt undan en svo heppilega vill til að við algjörlega elskum það sem að við störfum við!

Það lýsir sér líklega best í því hvað hefur gengið á hjá okkur síðasta ár og víkur nú að "svolitlum" áramótapistli. Þetta er auðvitað ekkert nema sjálfshól og mont yfir árinu en við eigum eiginlega ekki orð yfir það sem okkur tókst að gera á einu ári. Þar erum við þó að sjálfsögðu ekki ein og gerum okkur fulla grein fyrir því að án aðstoðar tryggra starfsmanna, vina, fjölskyldumeðlima, annarra velviljara og kúnnanna okkar að sjálfsögðu hefði þetta aldrei gerst! 

Við segjum því eitt stórt TAKK á meðan við rúllum yfir árið:

Eftir opnunina á litlu versluninni okkar í september 2014 á Akureyri var ákveðið að í febrúar 2015 yrði Volcano Design versluninni breytt í Systra & Maka conceptið. Volcano Design merkið er þó auðvitað sprellifandi alveg eins og Krista Design, við einfaldlega bjuggum til þennan líka fína "hatt" yfir fyrirtækin með þessu nafni, netverslun og nýju búðarútliti.

Verslunin er, eins og þið vitið, staðsett á sama stað og Volcano Design hefur verið öll síðustu ár, hún fékk einfaldlega mikla yfirhalningu sem janúar fór að mestu leiti í.

25. jan fórum við ferningarnir saman út að borða og fögnuðum breytingunum! Þetta var svona hvíldin fyrir geðveikina sem var rétt að hefjast..

5. febrúar. Við systur hófum daginn á dekurferð í Sóley spa þar sem við slökuðum svolítið á og græjuðum okkur fyrir kvöldið..

5. febrúar kl 18:00 opnuðum við svo dyrnar að Systrum & Mökum í Reykjavík þar sem við fögnuðum með góðum vinum, kunningjum, fjölskyldu og kúnnum!

Febrúar varð rómantískur og borðið okkar þemað í Valentínusi og konudeginum. Það hófst því strax sú hefð að skreyta hringborðið svolítið í þema verslunarinnar þann mánuðinn!

 

Í mars héldum við fyrsta klúbbakvöldið sem var svona líka vel heppnað en við héldum þónokkur kvöld það sem eftir lifði árs.

Fréttatíminn skrifaði einnig svolitla kynningu um okkur í mars sem okkur þótti ofsalega skemmtilegt!

Þann 18. apríl hélt hópurinn norður til Akureyrar en við héldum svolitla árshátíð þar með starfsmönnum norðursins. Við slógum auðvitað tvær flugur í einu höggi og skelltum í svolitla vorgleði um leið með grilli, andlitsmálningu og tilboðum í búðinni okkar þar. Einnig gáfum við þeim sem versluðu fræ í kaupauka, ferlega krúttað og vorlegt!

Gluggarnir okkar í Reykjavík fengu einnig vorlega yfirhalningu í apríl.

8. mai vorum við systur beðnar að halda svolitla kynningu fyrir tryggum meðlimum kvenfélags Hallgrímskirkju. Þangað fórum við með heilan helling af vörum og settum upp sýningarborð og mátuðum fyrir þær fatnað um leið og við sögðum söguna af okkur og litla ævintýrinu okkar. Þetta þótti þeim ægilega gaman og við kynntumst mörgum hressum snillingum þetta vorkvöld. Margar þeirra eru tryggir kúnnar okkar í dag!

18 mai skelltum við í myndatöku af sumarlínunni. Þetta var gert í samstarfi við góða vinkonu, Julie Rowland og vinkonu hennar. Ferlega skemmtilegur dagur, svolítið kaldur, en mesta fórnarlambið var þó módelið okkar Jóa Gils, það er þó ekki að spyrja að fagmannleikanum enda stóð hún sig með prýði!

 Í maí var netverslunin uppfærð en við reynum stöðugt að bæta inn nýjum vörum, bloggum og frekari upplýsingum. Netverslunin er alveg eins og hinar verslanirnar okkar, í stöðugri þróun!

Þann 20 mai hóf María að prufa sig áfram með sykurlausu sulturnar og chutneyin sín...

Í júní hófum við svo samstarf við hana Eirný hjá Búrinu um að framleiða fyrir okkur Chutney og sultur.

Ég var beðin um nokkrar sumarlegar uppskriftir fyrir vikuna og það var auðvitað tilvalið að sýna hvað hægt væri að para gott með þessari nýju vöru hjá Systrum&Mökum.

Þann 6. júní héldum við sumarhátíð á Laugaveginum. Við vorum með þetta hefðbundna, veitingar, tilboð og andlitsmálningu fyrir börnin. Ég er farin að mála börnin miklu frekar fyrir mig en þau þar sem ég hef alveg sérstaklega gaman að því!

Þann 27. júní fórum við systur í svolítið samstarf við Stjörnupopp í Hafnarfirði. Við framleiddum þónokkuð af sykurlausu döðlupoppi sem við settum svo í sölu í versluninni okkar. Þetta var hugsað sem svona svolítið sumarstuð og var poppið í sölu allt sumarið! 

Þá fengum við fréttir af miklum dugnaði frá Akureyri við að halda gluggunum hreinum... ;)

6. júlí fór vel af stað með heljarinnar ferðamannastraumi og þá sérstaklega í Reykjavík. Íslendingarnir létu sig þó ekki vanta og hér má sjá tvö krútt að njóta notalega kaffihornsins okkar!

Við Tóta fengum ofsalega skemmtilega heimsókn á pallinn okkar sem að við blogguðum um og varð þetta eitt mest lesna bloggið okkar þegar hingað var komið. Smá sigur þar ;) Bloggið má lesa hér: 

 

Þann 28. júlí kynntum við útileguteppin til sögunnar en þau seldust öll upp í sumar. Það er aldrei að vita nema að þau komi aftur sterk inn þegar hlýna fer svolítið í veðri :)

Við systur og makar skelltum okkur í svolítið ferðalag og fórum meðal annars til Þórshafnar. Dolly fór með okkur en þónokkrir fylgdust með ferðum hennar með hashtagginu: #dollyaroundiceland

Eins fórum við í hvalaskoðun frá Akureyri með Ambassador og eins og þið sjáið var bara ofsalega hlýtt sumarveður svona seinnipart júlí!!

Í ágúst enduðum við svo ferðalagið okkar á svolítilli sumargleði á Akureyri þar sem Sigga Kling kom meðal annars og dressaði sig upp! Snilld hún Sigga!

María tók þátt í litabókaræðinu og kynnti nýju litabókarkortin sín, alveg ofsalega skemmtileg hugmynd en kortin hafa orðið ótrúlega vinsæl!

í byrjun september kynnti María svo rúnanistin en það sama má segja um vinsælir þeirra. Ég held meira að segja að þessi fallegu men hafi orðið að einni vinsælustu jólagjöf ársins!

 

Við ákváðum svo þennan örlagaríka mánuð að versla okkur eitt stykki sumarbústað! Það voru margir sem fylgdust með þessu ævintýri og enn er ég ekki búin að klára öll bloggin um bústaðinn okkar fína.

Við áttum sumsé eins árs afmæli frá því fyrirtækið var stofnað og það "meikaði einhvernveginn sence" að fjárfesta. Það er víst það sem að fjármálaspekingarnir segja, fjárfesta í steypu! Iðnaðarhúsnæði var draumurinn en við höfðum enganveginn efni á því svo að sumarbústaður varð að duga. Það fannst okkur þó ekki leiðinlegt og hófum breytingar á þessum yndislega demanti "med det samme". Við hugsuðum þetta auðvitað sem svolitla auka búbót einnig en bústaðurinn er nú kominn í útleigu í gegnum Airbnb og gengur bara flott, milli þess sem við reynum að gefa okkur tíma í honum!

Á meðan makarnir máluðu veggi og unnu alla grunnvinnuna í bústaðnum með tryggri aðstoð vina okkar, stóðum við systur vaktina og leystum af sumarfrí starfsmanna.

Hér fengum við sænskan kúnna í heimsókn sem sýndi okkur tattoo sem hún hafði fengið sér, en fyrirmyndin var uglumen eftir Kristu Design. Alveg ferlega skemmtileg tilviljun að vera í versluninni akkurat þegar hún kom!

Þetta var líka svo hrikalega fyndið atriði að ég varð að hafa þetta með!

"Það kom fjallmyndarlegur erlendur ferðamaður inn í búðina rétt í þessu (við systur stöndum sko vaktina meðan makarnir vinna í bústaðnum), nema hvað að á leiðinni út gengur hann framhjá Maríu og segir :" beautiful store!" ...María, svefnlausa svarar brött: "thank you.... BABY!!!" Hahahah ég sprakk og er enn hlæjandi! Svona getur óstjórnleg þjónustulundin hlaupið með mann ;)"

Það sem eftir lifði dags spilaði ég þetta lag:

Ég fer enn að hlæja!!!! hahahah :D

 

2. október var ég beðin að halda svolítinn fyrirlestur fyrir Kjarna um netverslanir. Þetta var ferlega mikið fjall fyrir mig sem ég miklaði óstjórnlega fyrir mér. Það gekk þó ofsalega vel og ég meira að segja fékk það í óspurðum fréttum að vinkona vinkonu hefði setið fyrirlesturinn og hrifist svona ægilega! Ég elska fólk sem hrósar! (takk fyrir þetta vinkona vinkonu, þetta hrós gerði mikið fyrir mig!!!) :D

Sigurvegari ársins um mest lesna bloggið hlaut bloggið um hana Öldu, æskuvinkonu Maríu! Alveg snilldar saga þar sem hún mætti til okkar í myndatöku og sagði okkur frá ótrúlegum dugnaði og heilsufarsbreytingu.

Hér má sjá þetta flotta blogg frá þessum dugnaðarforki og magnaðar fyrir og eftir myndir.

 

Bleikum október fylgdu hin ýmsu tilboð, drykkir og veitingar og tókum við að sjálfsögðu þátt eftir fremsta megni!

Maríu tókst svo að draga litlu systur sína með á Hressleikana 2015 þar sem heljarinnar hópur fólks kemur saman og hreyfir sig til góðs. Við styrktum þetta flotta málefni með gjöfum og greiddum að sjálfsögðu eins og allir fyrir þáttöku en ágóðinn fór allur til magnaðrar fjölskyldu sem átti þetta svo sannarlega skilið!

Ég er algjör hreyfingarhaugur og er alls ekki nógu dugleg í leikfimi ólíkt Maríy sys (ætli það verði ekki að vera eitt af áramótaheitum ársins eins og fyrri ár...hreyfa sig meira) Milli þess sem ég svitnaði baðkörum, náði ekki andanum fyrir áreynslu og með ekkasog sökum gráturs (það gráta allir, ekki að marka mig, ég er sígrátandi), þá þakkaði ég Maríu strengina næstu daga og kaloríubrennsluna... við fórum svo á ball um kvöldið og margfölduðum kaloríubrennsluna í kaloríuinntöku í fljótandi formi!

Snilldar dagur sem verður svo sannarlega endurtekinn, það er að segja ef María þorir aftur! ;)

Þann 14 nóvember héldu systur og makar aftur til Þórshafnar og tókst okkur þá að ná takmarki Barkar: að koma 2 sinnum til Þórshafnar á einu ári! Mig grunar að hann stefni á að toppa þessa tölu á næsta ári.

Við tókum sumsé þátt í jólamarkaðinum í íþróttahúsinu á Þórshöfn sem var algjör snilldarhugmynd! Við seldum vel, María kynntist öllum bæjarbúum og er með eitthvað fáranlega gott minni en hún þekkir nánast alla með nafni og tengir fjölskyldur á milli, ég hef komið hingað mun oftar og á ekki roð í hana!

Við fórum á sveitaball og dönsuðum með öðrum sveitungum og hlóðum svo sannarlega batterýin á Hótel tengdó sem að dekraði við allan hópinn eins og henni einni er lagið!

 

Við komum að sjálfsögðu við á Akureyri á leiðinni norður og jóluðum búðina okkar þar... þetta snýst allt um að "múltý-taska" sjáiði! ;)

Í nóvemberblaði Man kom umfjöllun um sæta bústaðinn okkar, stoltið leynir sér ekki...

Og þann 23 nóvember tókum við að breyta plássi á Strandgötunni í Hafnarfirði í litla "popup verslun" sem fékk að standa út desember. 

 

Inn á milli allra verkefnanna reyndum við einnig að sinna vinunum og fjölskyldunni eftir fremsta megni og María var dugleg að sjá um villikettina sína. Við héldum nokkur matarboð, María og Börkur fóru í heimsókn til Mekkínar og við áttum í það heila alveg ótrúlega magnað ár!

Desember mætti í miklu stuði og tók nú við heljarinnar vinnutörn sem entist allan mánuðinn!

Þetta var svo sannarlega púsl með lager í verslanirnar, starfsmenn og tíma en við nutum öll hverrar mínútu og þökkum ykkur allan skilninginn þessar síðustu vikur ársins! 

Árið var eins og þið getið séð ansi viðburðaríkt en þannig vinnum við best! Við hlökkum til næsta árs og vonum að við getum sinnt því eins vel og þessu!

Elsku María enn og aftur til hamingju með daginn þinn! Kæru vinir, við óskum ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum kærlega fyrir það liðna!

Knús og kossar á línuna!

Katla, María, Tóta og Börkur

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Lesa meira
Yndisfagrar jólamyndir eftir Kristínu Vald! - 24. í jólagjafatalinu.

Yndisfagrar jólamyndir eftir Kristínu Vald! - 24. í jólagjafatalinu.

(English below)

Gleðilegan aðfangadag kæru lesendur!

Ef að þið eruð ekki enn komin í jólagírinn þá er ég hér með æðislegar jólamyndir til að koma ykkur þangað! Ég hafði samband við hana Kristínu Vald fyrir nokkrum dögum síðan þar sem ég bað um að fá að deila myndunum og blogginu hennar: "alveg sjálfsagt" sagði hún, og hér fáið þið því jólaandann beint í æð og hjarta! 

Hún Kristín Vald er einhver sá allra flottasti bloggari landsins!!!

Í alvörunni sko! Hún starfar sem íþróttakennari og býr í algjörum ævintýraheimi í Mosfellsbæ! Dætur hennar eru 7 og 11 ára og alveg ótrúlega duglegar að hjálpa mömmu sinni :) Hún er föndrari og handverkskona fram í fingurgóma, stíliserar allar myndirnar sínar með þvílíkri snilld og fyrir utan það einn fallegasti áhugaljósmyndari, veistu bara EVER, í HEIMINUM, ÖLLUM!! 

Ég fæ óstjórnlega þörf til að skrifa allt með "caps lock" eða RISASTÓRUM stöfum til að leggja áherslu á orð mín afþví HÚN ER ÆÐI og BEST!!!

Nú les hún þetta blogg og hristir hausinn yfir yfirgengilegum lýsingarorðum og hugsar örugglega: "æi róaðu þig Katla"!! En nei, ég ætla ekki að róa mig, það verða allir að sjá myndirnar hennar og það verða ALLIR að fylgjast með blogginu hennar HÉR!!!

Hún er búin að vera með jóladagatal í desember með nýjum myndum daglega og uppskriftum að allskonar gúmmelaði, þar á meðal heimagerðu Baileys:

Hún er hér með uppskriftir að "peppermint bark" og nokkrum öðrum tegundum af "barks". Yndislega girnilegu jólakonfekti, nei, ég meinaða!!

Ein eitthvað aðeins að dudda í jólakransi... ég veit ekki hvort ég geti sagt eitthvað meira ég sit bara hér með opinn munn og gapi á skjáinn! Þvílíka fegurðin á einum bæ!

Eins og sést er hún alveg svakalegt jólabarn og skreytir allt svo fallega hjá sér!

 

 

Dætur hennar eru svo bara annar kapituli útaf fyrir sig hreinlega! Þær eru svo yndislega fallegar og flottar eitthvað, sjáiði bara!! 

Nú er ég komin á staðinn: Mahalia Jackson er farin að spila í hjartanu á mér, ég er orðin meir og væmin:

Jólin eru mætt!!!

Við hjá Systrum & Mökum óskum ykkur öllum gleði og friðar á jólum!

Við vonum að þið njótið þeirra, slakið á, borðið allt sem er gott, eyðið tíma með fjölskyldunni, spilið spil og lesið, horfið á góðar myndir, notið þægilegan fatnað, andiði og eigið dásamlegan tíma!

Við sendum einnig hlýja strauma til allra bágtstaddra og vonum að hátíðarnar fari vel með ykkur öll!

Þá er það síðasti dagurinn í jólagjafatalinu okkar: vinningur dagsins er Værðarvoð - Gæðastund, kósýteppi!

Það má nálgast gjöfina í verslanirnar okkar milli hátíða :)

Í Reykjavík: Erla Gerður Sveinsdóttir

Á Akureyri: Ragnheiður Júlíusdóttir

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Merry Christmas dear readers! Today is the 24th of December and this is our main Christmas day in Iceland!

You you haven't found the Christmas spirit yet I am here to tell you not to worry, I have the most amazing images to get you all there! 

I contacted Kristín Vald couple of days ago but she is in fact one of the most amazing blogger and stylist and photographer enthusiast I have, like, EVER encountered! She gave me permission to share her images and blog and for that I am so greatful!

Her work NEEDS to be shared and what better day to do so than today!?!

I get this uncontrollable longing to write everything in CAPS LOCK to emphasize the quality of work here!

She is in one word, and there isn't really a better word to describe it: AMAZING!!

I am sure she is now reading this blog, shaking her head and thinking: "OK, chill on the adjectives woman"! But I will not, I want everybody to enjoy her great gift and follow her FABULOUS blog!!

You can do so here:

She has been having an advent calendar all December where she shared new images every day! Photos of her home, decorations, daughters, crafts and recipes! Here for example she has a recipe for a homemade  Baileys:

I mean: COMON!!

And here she has the most beautiful images and recipes for "peppermint bark" as well as couple of other "Barks" recipes! (You are blowing my mind girl!!!)

Here she is just crafting away on a little Christmas wreath and the details, I am seriously gasping! 

As you can see, she decorates everything so beautifully!!!

 

Then, oh yes, this is far from over: her daughters are like: 2 cups of beauty, 3 cups of nice and a bowl of photogenic! 

Im there now: Mahalia Jackson is playing in my heart and the sterio, I have become soft and fluffy and sentimental: 

Christmas have arrived!

We at Systur&Makar wish you all a very merry and peaceful Christmas!

We hope you will enjoy, relax, eat everything that is good, spend time with your family, play games, read, watch good movies, use comfortable clothes, stay warm, breath and generally have a wonderful time!

We also send warmth and hope to all of those in need and wish the holidays will treat you nice!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Geggjaðir kokteilar frá KOL og 22. í jólagjafatalinu.

Geggjaðir kokteilar frá KOL og 22. í jólagjafatalinu.

(English below)

Við Tóta fórum um daginn með yndislegri vinkonu okkar út að borða, þetta var frekar óvænt skrepp og við fengum sem betur fer borð á veitingastaðnum KOL á Skólavörðustíg.

Við höfum farið nokkrum sinnum áður og erum iðulega mjög ánægðar með matinn en þetta kvöld var á einhverju öðru "leveli"!! Í fyrsta lagi var þjónninn okkar YNDISLEGUR! Hann var ægilega sætur, hress og mikill húmoristi sem að mér finnst svooo mikill plús og ég sver það að maturinn bragðaðist enn betur fyrir vikið.

Ég og Lína vinkona fengum okkur nautakjöt sem var bara geggjað og Tóta fékk sér önd, ég át held ég af öllum diskunum og öfundaði Tótu svolítið af öndinni afþví mig langaði í hana líka, hefði samt ekki viljað sleppa nautinu, en hefði verið mjög ánægð með önd á kantinum.. græðgi much?!

Svo fengum við Lína okkur eftirrétt, halló halló hvað hann mikið rugl sko! Ókei, djúpsteikt kleinuhringjabolla með rjómafrauðgúmmelaði og þjónninn, þessi sæti muniði, kom með heita karamellu sem hann hellti yfir diskinn! RUUUUGL!!!

Allavega, snúum okkur að aðalmáli dagsins! Við byrjuðum sumsé á því að fá okkur kokteil og hann var eins og allt annað: æðislegur!

Hann Gunnar Rafn var að vinna á barnum en hann er einn af fjórum eigendum KOL og kokteilmeistari staðarins! Það stóð því ekki á gæðunum á kokteilunum að sjálfsögðu en við fengum okkur Donkey! úffsss!! Ég var svo heilluð af öllu að ég bað um að fá að blogga um kokteilinn hans og fékk meira að segja uppskriftina senda til að deila með lesendum okkar, meiri snillingurinn hann Gunnar!

OG ég keypti að sjálfsögðu bókina þeirra, við reyndar keyptum tvær og stálum óvart enn annarri sem að ég mun greiða fyrir við fyrsta tækifæri Gunnar, ég lofa.. fæ mér kannski einn Donkey um leið og ég greiði.. en ég mun koma! ;) Við vorum allar svo æstar að skoða þessa brilla bók með kokteiluppskriftunum að við löbbuðum allar út með eina og nefin í bókunum! "vakna stelpur!!"...

Donkey

Smirnoff Vodka 50 ml

Ferskur limesafi 30 ml

Sykursíróp 30 ml

Rauður greipsafi 20 ml

Ferskur engifersafi 10 ml

Blandið öllu í hristara, hristið og síið í glas fyllt af klaka. Skreytið með limebát og ferskri myntu.

Svo er hann svo séður hann Gunnar að hann er einnig með uppskrift að bollu, þetta líkar mér!!!

Uppskrift af Donkey bollu (20 glös)

Smirnoff Vodka 1,0 l

Ferskur limesafi 0,6 l

Sykursíróp 0,6 l

Rauður greipsafi 0,4 l

Ferskur engifersafi 0,2 l

Sódavatn 0,6 l

Hellið vodka, limesafa, sykursírópi, greipsafa og engifersafa í bolluskál með klaka og hrærið vel í. Blandið síðan sódavatninu saman við. Skreytið með limebátum og ferskri myntu.

Svo bætti Gunnar um betur og kom með jólalegan kokteil líka! Mér er farið að líka alveg virkilega vel við hann Gunnar, nýja vin minn!!

Rommlögun með rauðum eplum, kanil og negulnöglum 50 ml

Ferskur sítrónusafi 30 ml

Hrásykurssíróp 20 ml

Luxardo Maraschino líkjör 1 barskeið (1 tsk)

Blandið öllu í hristara, hristið og síið í glas fyllt af klaka. Skreytið með eplasneið og kanilstöng.

Rommlögun

Skerið 4-5 rauð epli í fjóra báta, takið kjarnann út og fyllið stóra krukku. Bætið við þremur kanilstöngum og tíu negulnöglum og fyllið krukkuna með ljósu rommi. Gætið þess þess að rommið nái upp fyrir eplin. Geymið við stofuhita í 2 vikur og síið þá rommið frá. Eftir það skal geyma rommið í kæli.

Ég veit það allavega að við Tóta ásamt Línu munum græja Donkey bollu í vinkonuhittingnum milli jóla og nýárs! :) Þú frystir klakana Lína og við komum með ferska mintu og lime til Þórshafnar! ;)

22. í jólagjafatalinu okkar, vinningshafar dagsins hljóta pinnalokka að eigin vali frá Kristu Design

Í Reykjavík: Sjöfn Gunnarsdóttir

Á Akureyri: Nína og Kalli

Verið hjartanlega velkomin í verslanirnar að sækja vinningana :)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Me and Tota had a visit the other day from a dear dear friend and decided to take her out to a dinner! We went to KOL at Skólavörðustígur. For you travellers I recommend following them here on Trip Advisor, they are getting great reviews!

It is a beautiful restaurant and we have been there a couple of times before and always been pleased with the food, however this night, everything was on some sort of a different level! Our waiter for the first was FANTASTIC! We are talking cute, fun, upbeat, quick very keen on serving us and not to forget but he had this great humour and honestly I think the food tasted better as a result! 

Me and Lína, our friend. ordered beef and it was so delicious and well cooked! Tóta had duck and I ate a part of her plate as well.. I must admit I was a little jealous, I wanted beef with a side duck.. greedy much?!!

Than me and Lina ordered ourselves a dessert and oh my lord.. what is happening here?! We are talking doughnut ball, some creamy jummy cream-cheesy thing, some crumbly little bits, oh and remember the cute waiter, he brought the hot caramel fudge and poured it over the whole thing at the table! I died and went to heaven for a little while, lets pause for a sec while I reminisce.. 

Anyway.. to the main point of today's post!

So we ordered this cocktail which was like the rest of the evening FANTASTIC!

OH and Gunnar Rafn was working the bar but he is in fact one of four owners of KOL and their cocktail maestro! I was so happy with the cocktail we ordered, called Donkey, I asked him if I could blog about it, "of course"! -he replied, gave me his card and couple of days later I received the recipe as well as full blown images of the beauty.. the cocktail,, not Gunnar.. he was cute also but you get the point! 

I also bought the recently released recipe book by KOL and Donkey is in fact also in there! 

Donkey

Smirnoff Vodka 50 ml

Fresh limejuice 30 ml

Sugarsyrup 30 ml

Red grapejuice 20 ml

Fresh gingerjuice 10 ml

Mix everything in a shaker and shake! Strain to a glass filled with ice and decorate with a boat of lime and fresh mint leaves!  Soooo delish!

A sweet Gunnar is so ahead he gave us a larger punch bowl recipe.. This I will be making for suuuure! 

Donkey punch (20 glasses)

Smirnoff Vodka 1,0 l

Fresh limejuice 0,6 l

Sugarsyrup 0,6 l

Red grapejuice 0,4 l

Fersh gingerjuice 0,2 l

Sódawater 0,6 l

Pour the vodka, lime juice, sugar syrup, grape juice and ginger juice in a punchbowl with ice and stir well! Add the soda water and decorate with lime boats and fresh mint! 

Ahh Gunnar, I am starting to like you so much right now.. he added another recipe for a bit more "Christmasy" drink! All in the spirit, spirits.. of Santa right! ;)

Romm-brew with red apples, cinnamon and cloves 50ml

Fresh lemon juice 30ml

Raw sugarsyrup 20ml

Luxardo Maraschino liquor 1 bar spoon (1 teaspoon)

Mix everything in a blender and shake, filter to a glass filled with ice and decorate with a slice of an apple and a cinnamon stick. 

Romm brew:

Cut 4-5 red apples in four boats, take the centre out and fill up a large jug. Add three cinnamon sticks and ten cloves and fill the jug up with light rum. Make sure the rum covers all the apples. Store at room temperature for two weeks and filter the rum. After this please store the rum in a fridge. 

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður