125 ml vatn
2 msk kakó
2 msk Sukrin Gold
6 dropar Stevía vanillu, Via health
Mér datt í hug að smella inn smá pósti þar sem það er nú að kólna soldið hressilega núna og ég hef ekki látið verða af því að blogga lengi. Svo erum við systur að reyna að skipuleggja okkur alveg ægilega vel til að ná utan um allt sem þarf að gera og græja fyrir jólin sem og að sinna fjölskyldu og vinum og reyna líka að halda okkur í sykurleysinu. Svo þetta verður svona blogg um sambland af svona allskonar stússi.
Mér hefur alltaf fundist svo fallegt þegar fjölskyldur ná að gera eitthvað saman í jólaundirbúningnum og það þarf ekki að vera flókið. Dagatöl geta einnig snúist um samverustundir en þetta þarf jú kannski aðeins að plana með smá fyrirvara. Er þetta því ekki bara ansi hreint góður fyrirvari til að hefja undirbúning.
Pinterest er náttúrulega hafsjór af hugmyndum að jóladagatölum og fann ég hér tvö sem mér finnst einföld og falleg sem auðvelt er að græja. Þetta gæti því verið svona viðburðadagatal fyrir fjölskylduna og svo er eitt umslag opnað á hverjum degi til jóla. Þetta hjálpar vonandi öllum við að halda sér við efnið og gleyma ekki að njóta aðventunnar.
Ég veit, ég veit, það er ekki kominn desember einu sinni, en þegar maður er í verslunarrekstri fyrir jól þá þarf maður að vera ansi skipulagður og hér smitast það yfir á bloggið..þið kannski þakkið mér fyrir það síðar.
Við systur létum prenta fyrir okkur jóladagatal og eigum það nú til í svona fallega náttúrulegum brúnum tón. Okkur langaði svo í hreina miða með gati úr ágætlega stífu kartoni sem hægt væri að nota fyrir allskonar aðventu-dagatals pælingar.
Um er að ræða brún náttúruleg spjöld úr kvistpappír með svörtu prenti.
Tölustafirnir eru misjafnir svo spjöldin raðast skemmtilega upp þegar þeim er raðað á sinn stað.
Hægt er að nota þau á ýmsa vegu, þau má til dæmis hengja á litla poka með gjöfum sem er krækt á band eins og sjá má hér:
Fallegt er að binda smá borða utan um þau og festa utan um tómar sultukrukkur með sprittkerti og svo er kveikt á nýju kerti á hverjum degi. Þetta kemur ofsalega vel út í glugga! (Athugið að þið munið þurfa 300 kerti í krukkurnar í heildina miðað við að kertin lifa í einn dag hvert).
Einnig er hægt að festa þau á vegg og nota þau sem viðburðardagatal:
Hér eru svo litlir pokar hengdir á grein og skreyttir svona ansi jólalega, fallegt skraut í leiðinni líka!
Og svo mætti lengi telja! Hugmyndirnar geta verið úr öllum áttum og ef þér dettur fleira í hug má endilega skrifa það hér í "commentin" að neðan svo aðrir geti nýtt sér þær!
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri