Bústaðurinn: pallahúsgögn
Þegar við tókum pallinn í bústaðnum í gegn um daginn þá verð ég að viðurkenna að við systur vorum ekkert endilega spenntastar fyrir því að pússa upp dekkið. Þó svo að það hafi vissulega verið hluti af þessu, alveg eins og að mála. En við erum bara meira fyrir skrautið og húsgögnin og smáhlutirnir áttu eiginlega alla okkar athygli.
Við fórum hringferð í þessar helstu verslanir sem að bjarga okkur iðulega í svona stússi: Góða Hirðinn, Von og Bjargir, Rúmfó, IKEA, ILVA og Pier. Smátt og smátt söfnuðum við saman allskonar bráðnauðsynlegu og mögulega einhverju af óþarfa, svo sem fullt af gerviplöntum og skrautmunum.. en þetta þarf jú allt til að ná endanlega "lookinu".
Við vorum ótrúlega heppnar og gengum um verslanirnar með opinn huga og engar fyrirframákveðnar pælingar. Þannig gerast neflinlega oft kraftaverkin og við fundum skemmtilega stóla, pullu, baststóla, sófa, borð, sólhlíf, púða, pullur og vatnsheldan kassa til að geyma smáhlutina sem og kýrhúð, sem var algjört "must" fyrir pallinn!
Það er svo skrítið að þegar maður er soldið svona jákvæður og tekur "secret" á þetta. Þá er eins og hlutirnir bíði bara eftir manni, akkurat eins og þegar manni vantar þá! Þannig var þetta núna, við fundum allt sem við þurftum, á flottu verði og þetta var bara ekkert nema tóm gleði! (nema kannski rigningin sem truflaði svolítið málningarvinnuna, en við létum hana nú ekki stoppa okkur! ;)
Stólana fengum við í Góða á 1400 krónur stykkið minnir mig. Við þrifum þá, hreinsuðum upp með vírburstum, pússuðum og bárum svo á þá tekkolíu frá Slippfélaginu. Þeir urðu eins og nýir!
Við fundum líka tvo svona ljósa bast stóla í Góða og grunnuðum þá fyrst með sprey grunni og spreyjuðum svo svarta. Ferlega þægilegt að nota sprey á svona húsgögn enda nær ómögulegt að mála svona flókið stúss nema að það taki allan daginn.. þolinmæðin er ekki endilega besti vinur okkar systra ;)
Bastsófann fengum við í IKEA og hann fékk spray líka. Steypuborðið fundum við í Rúmfatalagernum.
Þessa svakalega stóru og einkar "fögru" pullu fundum við í Von og Bjargir. Okkur datt strax í hug að hún gæti verið algjör snilld á pallinn ef við myndum bara græja á hana nýtt áklæði. Við keyptum þá svart leðurlíki í Vogue og ég átti til vatnshelt svona regngallaefni sem við saumuðum annað áklæði aðeins stærra til að verja hitt í rigninum blautum veðrum.
Þetta var bara einfalt, við mældum bara upp og sniðum þetta á pullunni, drógum þetta bara fram úr erminni eins og einhver sagði.
Heilann helling af smáhlutum og skrauti fundum við svo á hinum og þessum stöðum, en þeir setja vissulega punktinn yfir i-ið!
Hér má svo sjá smá video af öllu stússinu í okkur sem var birt á snappinu í breytingunum.. meiri fíflagangurinn alltaf hreint á þessu snappi, ha, ég meinaða!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
OG SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!