Bústaðurinn: pallaundirbúningur.
Þegar við keyptum bústaðinn upphaflega árið 2015 fórum við á fullt í að plana breytingar, velja málningarliti og láta okkur dreyma.
Við ákváðum þá strax að hann skyldi verða svartur að utan eins og sjá má í þessum pósti hér:
Við hófum strax vinnuna innandyra og þrátt fyrir trú margra fylgjenda okkar á Snapchat að við lumum á fleiri klukkutímum en aðrir, þá er nú ekki svo, því miður. (það væri nú samt óskandi!) Svo bústaðurinn utandyra fékk að bíða meðan önnur störf tóku yfir. Það gerðist jú ýmislegt á þessum tveimur árum. Við lokuðum versluninni okkar á Akureyri. Sinntum almennum störfum og hönnuðum fullt af nýjum vörum sem við svo framleiddum. Héldum klúbbakvöld, langar opnanir, fórum í ferðalag til Frakklands og fluttum svo verslunina af Laugaveginum í Síðumúlann og tókum það húsnæði algjörlega í nefið og á meðan var bústaðurinn í útleigu, grænn og fínn.
Það var þó komið að endurbótum og pallurinn var farinn að láta vel á sjá. Hann var orðinn sjúskaður og viðurinn þurr og grænn. Húsið vildum við jú mála til að sporna við skemmdum og svo til að hafa sérstaklega gaman að þessu öllu saman vildum við jú gera notalegt útisvæði. Þá hófst því heljarinnar undirbúningsvinna sem við leyfðum tryggum snapchat áhorfendum að fylgjast með.
Við fórum í veiðiferð í Von&Bjargir, Góða Hirðinn, á útsölu í IKEA, Pier, ILVU ofl. Einnig völdum við allt efni í Slippfélaginu enda var þetta skemmtilega verkefni unnið í samstarfi við það ágæta fyrirtæki.
Gefið hugmyndafluginu lausan tauminn!
Það er algjörlega magnað hvað maður getur fundið margt sniðugt og skemmtilegt ef maður er með opinn huga fyrir möguleikunum og leyfir hugmyndafluginu aðeins að taka á loft. Við fundum stóla, sófasett, risavaxna pullu, smáhluti og skraut, sólhlíf (algjörlega nauðsynleg í hitanum hérna á Íslandi. Sessur, púða, kýrhúð og fleira sem við ætluðum okkur svo að nýta á pallinum.
Hér má sjá video af fyrsta stússinu og við póstum svo næstu skrefum á næstu dögum hér á blogginu svo endilega fylgist vel með.
Snapchat: systurogmakar
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar