Bústaðurinn: pallurinn
Já við tókum pallinn í bústaðnum okkar í gegn og ætlum við hér í þessum pósti að fara aðeins yfir það sem við gerðum við dekkið.
Pallurinn sjálfur var sumsé orðinn ansi grár og lifaður enda nokkuð gamall þessi elska!
Við byrjuðum því á því að bera Viðar Grámahreinsi frá Slippfélaginu á allt og leyfðum því aðeins að vinna. Skrúbbuðum svo og háþrýstiþrifum allt með græju sem við fengum í Húsasmiðjunni (ca 25.000.-) og það gerði hreinlega kraftaverk.
Þá var pallurinn orðinn vel opinn og flottur og tilbúinn fyrir næstu vinnu.
Hann átti að vera orðinn vel þurr, en þar sem pallurinn er með mikla loftun undir þótti okkur gáfulegra að bera á hann strax og loka honum frekar en að skilja viðinn eftir berrassaðan og opinn í þónokkra daga þar sem við komumst ekki aftur í vinnu í bráð.
Við byrjuðum því á því að setja eina góða umferð af glæru og svo Regndis lit yfir. Við rúlluðum og pensluðum öllu efni sem við fengum hjá Slippfélaginu, mjög svo auðvelt í umgengni.
Við vorum ekkert brjálæðislega heppin með veður þessa daga sem við vorum að stússa og þurftum við því að nýta tímann vel. Þá var túnið td. slegið á milli þess sem við biðum eftir því að umferðir þornuðu! Já, þýðir ekkert annað en að vera á fullu!
Það var náttúrulega alveg mögnuð breyting á pallinum eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Hér fyrir neðan er svo smá video af snappinu en við héldum því vel lifandi allan daginn sem við stóðum í stússinu!
Snap: systurogmakar
PS: góð forsíðumynd Katla, jeminn!!!!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar