Barnasturta fyrir Mekkín
Hún Mekkín dóttir Maríu og Barkar er núna ólétt af sínu fyrsta barni ásamt Arnari sínum og þau eiga von á stúlku í september! Sem þýðir það að ég er að verða ÖMMUSYSTIR!!! Jerimías minn!
Ég hef nú skrifað um hana nokkrum sinnum áður.
Hún hefur haldið úti bloggi sjálf og gerði sérstaklega vinsælan póst sem við fengum að deila hér, en hann fjallaði um bulky handaprjónað teppi úr fleeceteppum úr Rúmfó.. þið getið séð þann póst hér.
Þar sem að þau búa í Danmörku en eru hér á landinu í nokkra daga þótti okkur sniðugt að skella í smá partý eða "barnasturtu" fyrir þau svo að sem flestir gætu potað aðeins í bumbuna og knúsað þau krúttin.
Gestum var velkomið að taka með sér smá veitingar á borðið en við bjuggust nú kannski ekki við öllu þessu magni og vorum búnar að preppa meira en nóg af veitingum sjálfar. Þetta varð því að ansi svaðalegu hlaðborði sem að leit frekar út fyrir að vera lítil fermingarveisla en létt sunnudagskaffi!
Við smurðum samlokur, bökuðum muffins, gerðum ávaxtapinna, ostabakka ofl. Svo varð borðið drekkhlaðið af veitingum frá öllum hinum sem mættu með enn meiri osta, salöt, heitan rétt, brauð í ofni, eplapæ og fleira.
Við höfðum eiginlega ekki tíma til að baka makkarónurnar sjálfar í þetta skiptið svo við pöntuðum þær frá Lindu Ben.
Við gerðum döðlugott sem okkur finnst alveg sérstaklega gott en uppskriftina fundum við upphaflega hér:
Okkur langar samt að prufa að skipta út púðursykrinum fyrir Sukrin Gold og erum vissar um að það verði bara alveg jafn gott.. það verður næsta verkefni :)
Hér má sjá smá video af því ferli..
Pinterest á aragrúa af leikjum fyrir babyshower!
Svo vorum við aðeins búnar að leggjast yfir Pinterest og fundum nokkra leiki. Það áttu tvær að keppast um að drekka hraðast úr pela, þetta er mun erfiðara en maður heldur!
Allar giskuðu á ummál kúlunnar og yours truily rústaði þessu auðvitað enda með alveg sérstaklega næmt auga (já og ekki svona brjálæðislega meðvirk eins og allar hinar sem giskuðu á 70 cm.. nei ég meina comon, það er eins og lærið á mér!! ;) Halló people, manneskjan gengur með barn, 103cm klárt mál!
Við bræddum mismunandi tegundir af súkkulaði og komum því fyrir í opnum bleyjum sem við hengdum á korktöflu.. svo átti að þefa og/eða smakka og giska á súkkulaðitegundina. (mjög svo ógeðfelldur leikur sem varð frekar fyndinn!)
Nokkrar smökkuðu barnamat og áttu að giska á innihaldsefnin.
Við létum verðandi pabbann skipta á bleyju blindandi eins og það væri að gerast um nótt.. og Mekkín átti líka að mata hann blindandi aftan frá, þetta gekk alltof vel og þau rúlluðu þessu upp.
Svo vorum við með bleyjupakka og gestirnir skrifuðu litlar kveðjur á þær. Við höfum gert þennan áður og frétt að þetta sé alveg sérstaklega skemmtilegt fyrir mæðurnar á erfiðum nóttum að fá bleyju með kveðju frá vinkonu, mömmu, ömmu eða frænku.
Þau fengu líka endalaust af gjöfum og þar á meðal stóran pakka frá ömmu Erlu (langömmu Mekkínar) sem hafði prjónað peysur, teppi, húfur og fleira allt úr garni frá hinni langömmunni heitinni..ömmu Böggu. Þetta var því gjöf frá þeim báðum sem gaf öllum svolítið kusk í augað.
Ferlega notalegur dagur og ekki skemmdi veðrið fyrir!
Elsku Mekkín og Arnar, innilega til hamingju með bumbubúann! Get ekki beðið eftir að knúsa um jólin!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar