Stykkishólmur og hefn eftir áskorun!

Þið sem að lásuð um dagsferð okkar systra í þessum pósti hér, sáuð það að við fórum í smá keppni. Það var sumsé áskorun um það hvor okkar gæti gert betri búning úr dóti frá Tiger. 

Skemmst er frá því að segja að þið þarna, snapp áhorfendur, kusuð Maríu oftast og hún VANN! Hvað var það??!!!

Þetta þýddi það að María gat gert hvað sem hún vildi við litlu saklausu systur sína, hrikalegt ástand alveg!!

Nema hvað að við ákváðum að fara í helgarferð í sumarbústað foreldra okkar í Stykkishólmi og þar ákvað hún að nýta hefnið!!

Æi það er nú alltaf jafn yndislegt að vera í Hólminum. Við fengum þetta líka fína veður og potturinn var nýttur óspart milli áts og gönguferða um bæinn.

"Katla.. nú ferð þú í sjósund"!!

Nei, ég meina, hversu kvikindislegt er þetta kona?! Mér var skipað að fara í sundbol, mála mig eins og uppblásin dúkka frá 1950 og vaða saltan, haugdrullugan sjóinn.

"Katla, upp að handakrikum, það dugar ekkert minna!!"

Hér má sjá video af herlegheitunum:

 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Katla – Systur & Makar –

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Katla Hreidarsdottir

Skilaboð

Katla Hreidarsdottir

Þetta hefði ég ekki getað gert Katla mín.

Skildu eftir skilaboð

Left Versla áfram
Þín pöntun

Karfan þín er tóm