Búningaáskorun úr Tiger og dagsferð.
Við systur erum nú hálfgerðir "snapparar" þó svo að áhorfendahópurinn hlaupi kannski ekki á fleiri tugum þúsunda eins og hjá þessum allra vinsælustu. En þið eruð þó nokkur þarna úti sem eruð tryggir áhorfendur og fylgist með þessari dæmalausu vitleysu.
Það er neflinlega svolítið skrítið að vera með svona snapp...
Við erum alltaf að reyna að finna eitthvað nýtt og skemmtilegt til að gera, bulla, tala um og sýna ykkur. Þetta er jú vissulega fyrirtækjasnapp og við reynum að hafa þetta gáfulegt, fræðandi og oft á tíðum eru breytingar, DIY og þessháttar.. en oftar en ekki eru þetta bara við systur að fávitast og láta eins og kjánar.
Það er óendanlega dýrmætt að eiga systur með sama léttgeggjaða húmorinn og maður sjálfur og þó svo ég virki iðulega sem meira "frík" þá er ekki allt sem sýnist.. hún er bara klárari að "feika" það! ;)
Brunch í Þrastarlundi.. eins og hinir snappararnir gera!
Þessi dagur byrjaði því í mesta sakleysi en við URÐUM auðvitað að prufa brunchinn í Þrastarlundi eins og allir hinir snappararnir. Við stilltum okkur upp, horfðum seyðandi út um gluggann og smelltum af okkur myndum... alveg eins og hinir.
Nú, með orku í mallanum ákváðum við að halda áfram og kíktum í heimsókn á Hótel Borealis en vinafólk okkar rekur þar Hótel, veislusal og veisluþjónustu. Þetta er tilvalið í brúðkaup og stórar veislur en við þurfum endilega að fá að sýna ykkur þetta enn betur við tækifæri.
Nú þaðan var svo ferðinni heitið á Selfoss og þar fengum við hugmynd að vera með áskorun! Þetta var ósköp einfalt, við fórum inn í Tiger með ákveðið "budget" á mann og áttum að finna eitthvað drasl til að búa til besta búninginn. Svo græjuðum við þetta í bílnum og tókum upp á snappinu og snapp áhorfendur fengu sólarhring til að kjósa!
Keppandi 1:
Keppandi 2:
Svona, kæru vinir, fæðist þessi endalausa vitleysa!!!
Nú, sigurvegarinn fékk svo að ráða, alfarið, hvað hann myndi láta LOOSERINN gera!!
Það var því mikið í húfi enda getum við alveg verið kvikindislegar við hvor aðra ef þannig liggur á okkur...
Hér má sjá video af keppninni!
Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!
Katla – Systur & Makar –
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!
Hægt er að fylgja okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.
OG SNAPPIÐ OKKAR ER: systurogmakar