Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Bústaðarbreytingar Systra&Maka

Það fylgir oft árstíðaskiptum að fólk fer að huga að hreiðurgerð og breytingum heima við, í sumarhúsinu eða garðinum.

Nú er komin spenna eftir betra veðri er því tilvalið að stytta biðina með pælingum, undirbúningi og kannski smá stússi!

Eldhúsbreytingapósturinn frá Röggu frænku sló heldur betur í gegn svo við sjáum það að hér breytingaáhuginn er mikill!

Það eru einnig margir sem fylgja okkur á snappinu og við sýndum soldið af myndum og video-um úr bústaðnum. (við sýndum líka frá því að við systur unnum makana, eftirminnilega í Bezzervizzer.. gó við! ;) snap:systurogmakar.

Við fengum fullt af spurningum svo ég ákvað að græja bara einfaldan póst um bústaðarbreytingarnar. Þegar við gerðum þetta verkefni á sínum tíma gerði ég blogg um hvert rými fyrir sig sem fer út í enn frekari smáatriði. Hér verður þetta því meira svona yfirlit með linka inn á bloggin.. obbosins sneddý ha!

Hér má sjá bloggið um byrjunina, sumsé þegar við keyptum hann upphaflega og hvernig hann var áður en við byrjuðum að breyta.

Við áttum sumsé árs afmæli og ákváðum að fjárfesta í þessu dásamlega húsi.

Húsið var einstaklega vel með farið, sterklega byggt og vandað. Það er furuklædd að innan og það var mesta breytingin sem við gerðum, máluðum furuna til að létta hann aðeins.

Við byrjuðum á því að fara í smá rannsóknarvinnu, lágum yfir Pinterest og fengum innblástur héðan og þaðan. Svona tekur alltaf góðan tíma en er ferlega skemmtilegt ferli.. okkur systrum þykir það allavega!

Þetta er líka snilldin við Pinterest að maður á auðveldara með að sjá hlutina svona aðeins fyrir sér áður en maður byrjar. Svo þróast vissulega hlutirnir eftir því hvað er að finna í búðunum og svolleiðis, en þetta gefur manni góðan grunn og þor til að kýla á það!

Sjá hér blogg um innblásturinn:

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, svefnherbergi og svefnloft.

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, stofa og eldhús.

Hér má svo sjá nánara blogg um stofuna:

Bústaðurinn fyrir og eftir - stofan

Fyrir..

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

Eldhúsbreytingin var líka skemmtileg en einföld. Við tókum efri skápana út og settum opnar hillur í staðinn. Svo einfölduðum við aðeins eldhúsið og tókum örbylgjuofninn í burtu og lækkuðum skápinn í kringum ísskápinn.

Sjá eldhúsbloggið hér:

Bústaðurinn fyrir og eftir - eldhúsið

Fyrir..

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

 

Borðstofunni breyttum við aðallega með nýrri uppröðun en við snérum borðinu og færðum skápinn bakvið borðstofuborðið. Eins bættum við bekk og nýjum stól við en annars nýttum við húsgögnin sem fylgdu bústaðnum en gáfum þeim nýtt og ferskt útlit.

Bloggið má sjá hér:

Bústaðurinn fyrir og eftir - borðstofan!

Fyrir..

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

Baðherbergið er lítið en ferlega krúttlegt! Stærsta breytingin þar var á gólfinu sem við lökkuðum grátt og bjuggum svo til stensil og stensluðum munstri á gólfið.

Sjá bloggið hér:

Bústaðurinn fyrir og eftir - baðherbergið!

Fyrir.

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

Svefnherbergi eitt (Maríu og Barkar) var gert í svona rómantískum stíl, ljós og létt og væmið eins og þau eru! djók ;)

Við snérum rúminu öfugt við það hvernig það var upphaflega og lýstum allt og léttum með fallegri birtu, ljósum aukahlutum og auðvitað fullt af púðum og teppum og kósýheitum!

Bloggið að því herbergi má sjá hér:

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 1

Fyrir..

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

Við ákváðum að hafa svefnherbergi tvö (okkar Tótu) svona aðeins dekkra, töffaralegra eins og við erum múahaha!

Ef þið sjáið aðeins fyrir ykkur hvernig maður kemur inn í húsið þá er gangurinn léttur, fyrsta herbergið er baðið, ljóst, svefnherbergi eitt er ljóst og svo dökknar hjá okkur eins og það dökknar í stofunni og eldhúsinu.. sumsé litapallettan ferðast svona aðeins með manni inn rýmið! Obbosins alveg!

Hér voru kojur og sjónvarp sem og innréttingareining með skúffum úr eldhúsinu og skápur. Við hreinsuðum þetta allt út og einfölduðum með rúmi, náttborðum og kommóðu. Þetta er lítið herbergi en sleppur bara alveg fínt fyrir okkur brussurnar :)

Hér má sjá bloggið með öllum upplýsingum.

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnherbergi 2

Fyrir..

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

Svefnloftið er dásamlega kósý og þar er mjög auðvelt að gleyma sér í bókalestri, nú eða skjótast með vinkonu á trúnó.. það hefur gerst oftar en einu sinni og oftar en tvisvar!

Stiginn upp á loft er fyrir aftan hurð á ganginum svo ég kannski byrja á að sýna ykkur ganginn. Honum héldum við bara ofsalega einföldum, skelltum upp stól til að fara í skóna, spegli, lýstum hann með málningunni og máluðum stigann hvítan.

Bloggið um ganginn er hér:

Bústaðurinn fyrir og eftir - gangurinn!

Fyrir..

Eftir..

 

Fyrir..

Eftir..

Hér leiðir stiginn svo upp á svefnloft svo þá er komið að því.

Hugmyndin hér var að gera notalegt rými þrátt fyrir lága lofthæð sem myndi henta pari eða unglingunum og krökkunum. Svo við vildum gera aðstöðu fyrir sjónvarp þar sem hægt væri að hangsa á kvöldin, horfa á video eða tengja leikjatölvu við. Þetta hefur virkað mjög vel og finnst krökkunum mjög næs að eiga svona smá prívat svæði en geta samt fylgst með fullorðna fólkinu í gegnum rimlana.

Bloggið fyrir svefnloftið er hér:

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

Fyrir..

Eftir..

Fyrir..

Eftir..

Já þá er þetta bara komið, eins og ég sagði áðan þá getið þið smellt á öll bloggin til að lesa nánar um hvert rými fyrir sig. Þar tek ég einnig fram hvaða efni við notuðum, litanúmer á málningu og bæsi osfrv.

Takk fyrir að lesa og endilega deilið ef þið teljið að fleiri hefðu gaman að þessum pósti og gætu fengið hugmyndir að breytingum og betrumbætum á sínu! 

Sköpum okkar eigin hamingju og verum góð við hvort annað kæru vinir!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila!

Katla – Systur & Makar –

Hægt er að fylgja okkur á InstagramFacebookPinterest og Twitter

sem og á SNAPCHAT: "systurogmakar".

Einnig bendum við á póstlistann okkar hér.

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!