Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir / fyrir og eftir

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið

(English below)

Næsti kafli í bústaðarbreytingunum er svefnloftið, en það er eitt af mínum uppáhalds rýmum.

Það er ekki með fulla lofthæð reyndar en úff það er svo kósý eitthvað og krúttlegt og þessi gluggi horfir yfir allan dalinn, hér er æði að vakna!

Svona var svefnloftið áður þegar við tókum við fallega bústaðnum, furuklætt eins og restin og þarna til vinstri á efri myndinni getið þið séð vatnstankinn.

Við vildum strax halda þessu rúmi á sínum stað svona undir glugganum og mála það hvítt, okkur grunaði líka að loftið yrði aðeins léttara þegar búið væri að mála það og vá hvað það varð mikill munur (sést á myndum hér aðeins neðar).

Við vildum líka setja upp einhverskonar klæðningu fyrir hitakútinn, sérstaklega þar sem við erum að fara að leigja hann út þá á þessi "fíll" ekki að vera sjáanlegur.

Þetta rúm var einnig hér á loftinu við rimlana en við fórum með það niður í svefnherbergi tvö (ég segi betur frá því síðar).

Hér sjást semsagt rimlarnir og hér til hægri er smá skápainnrétting sem var fest í gólfið.

Hér sést skápurinn enn betur, hann er ss þarna svolítið út á miðju gólfi en myndar þessar hillur þarna við hliðina. 

Við fjarlægðum þetta allt saman út og vorum svo heppin að parketið var alveg heilt undir og það var bara eins og það hefði aldrei neitt verið þarna, enn og aftur vil ég þakka fyrri eigendum fyrir gæði í öllum frágangi!!

Þá tók auðvitað yndislega málningarvinnan við, grunna grunna, mála og mála :)

Hún Tóta mín var þarna á fjórum fótum í nokkra daga og rak svart hárið reglulega upp í hvíta loftið.. hún var bókstaflega að verða gráhærð á þessu! hohoho ;)

En ohhh, svona var þetta létt og fallegt!

Þá var komið að því að mála rúmið hvítt...

Feðgarnir að koma fyrir rennum svo hægt væri að loka fyrir hitakútinn, þarna er svo kominn léttur renniveggur sem hægt er að opna svo við græddum þarna svolitla aukageymslu fyrir fleiri sængur.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Hér er svo loftið tilbúið: Þetta er boxdýna úr Ikea en við tókum bara fæturna undan því og saumuðum utanum það brúnt leðurlíkisáklæði. Fallegu blómapúðarnir fylgdu bústaðnum sem og kringlótta ofna mottan, hún var áður í stofunni en smellpassaði nú á loftið!

Þessa litlu innréttingu fundum við í gegnum sölusíðu Skreytum Hús en hún smellpassaði inn!

Þetta rými er semsagt hugsað svona svolítið fyrir krakkana: skúffurnar eru með DVD diskum og spilum og bókum. Eins nýtist boxdýnan auðvitað sem aukarúm fyrir einn fullorðinn eða ungling.

Öll rúmteppi og púðaver saumuðu snillingarnir á saumastofunni okkar, Volcano Design. Þær eru að verða ansi vanar að stökkva úr fatasaum í heimilissaum þessar elskur... já aðallega orðnar ótrúlega vanar þessu veseni í okkur!

Hér er svo fallega rúmið við gluggann, ég algjörlega elska þetta eins og ég sagði. Unglegt, ferskt og notalegt!

Motturnar fengum við í ILVA (það eru tvær langar sitthvorumegin við rúmið). Náttborðið öðrumegin er gamall viðarkassi og hinumegin notuðum við gamlar ferðatöskur.

Myndirnar sem halla hér uppað veggnum fengum við á heimasíðu sem býður uppá þann möguleika að prenta út fría grafík. Við nýttum okkur þessa skemmtilegu lausn á nokkrum stöðum um bústaðinn.

Hér sjáið þið td fjaðrirnar fallegu í rammanum, þær eru líka af þessari síðu.

Karfan hér fyrir framan er svo hugsuð fyrir alla púðana og rúmteppið meðan sofið er í rúminu.

Ég elska að stútfylla allt af púðum og teppum og öllu sem öskrar "GÆÐASTUND" svo ég fékk það sem ég vildi í þessu! :)

Þarna má svo finna gæða lesefni, Bridget Jones ofl "gourmet stuff"! 

Svona er hæðin, eins og þið sjáið hérna vinstra megin þá lokuðum við þessum vegg með svolitlum panil og komum slökkvaranum aftur fyrir (þarna var enginn veggur áður). Þetta verður til þess að loftið virkar dálítið skipt þegar maður kemur upp, maður byrjar á að horfa á sjónvarpsdýnuna og svo til vinstri á rúmið.

Litla sjónvarpsinnréttingin er með glerplötu svo við komum nokkrum myndasögum fyrir undir plötunni til að gera þetta enn "krakkalegra". Ég veit, þetta er Tinni sem er alveg bannað að rífa, en bókin var brotin og nokkrar blaðsíður rifnar úr, það er eina ástæðan fyrir því að við notuðum Tinna!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Next chapter in the summerhouse renovations is the loft but that is one of my absolute favourite places!

It doesn't have a full loft height but oh it is so lovely and cost and this window offers view over the whole valley!

This is how the loft looked like before we changed it, covered in pine which made it very cosy but a little heavy and dark.

We loved the location of the bed, under the little window and decided to keep it there from the start but the space needed to become a bit lighter with paint and the difference is vast!

We also wanted to set up some sort of a cover for the water tank to make it “invisible”.

This bed was also here on the loft next to the banister but we took this downstairs to be used in the second bedroom.

Here you can see the banisters and there on the right you can see a little cabinet that was stuck to the floor.

Here the cabinet is even more visible, we decided to remove this storage and luckily the flooring underneath was whole, again we are so very thankful to the previous owners for their fine finishing’s!

Then it was time to paint paint paint.. but how everything brightened with a bit of white!

Look, what a difference!

The bed was painted white…

The father and son built a little wall to the left when you go up the stairs and a little light moving wall to hide the water tank. By doing this we gained some extra storage for more bed linens and sheets.

Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.

Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.

Here the loft is ready. This is a box mattress from IKEA but we simply removed the legs and covered it with brown foe leather cover. The pillows came with the house as well as the rug but that used to be located at the living room.

This little storage we bought second hand online but it fitted perfectly!

This space is considered to be an area for the kids, the drawers are filled with DVD’s and books and board games. The box mattress also works as a “sofa” as well as an extra sleeping space for one adult or a teenager!

All bed sheets and pillow cases were made at Volcano Design’s sewing room. They are now quite used to jump from clothes making to home ware which I truly appreciate!

Here we can see the beautiful bed next to the window: I LOVE this like I said! Young, fresh and oh so cosy!

The images on the wall we got online at a brilliant blog called Oh so lovely but she offers free printable’s. This we used in several places throughout the house!

The feathers in the frame are also from this brilliant page!

The basket here in front of the bed is for all the pillows and throws because I am such a sucker for everything that screams “Cosy time”! I got what I wanted!

Quality reading material: Bridget Jones… well of course!

This is how the floor looks from one end to the other. The little wall we built is a sort of a cover for the bed area as soon as you come upstairs. Firstly you see the extra “sofa bed” on the right and then you see the main sleeping area to the left.

We also but some old cartoons under the glass plate on top of the TV cabinet, just to emphasize slightly that this area is “meant for” the kids and teenagers.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
Pinterest á sunnudegi: fyrir og eftir verkefni.

Pinterest á sunnudegi: fyrir og eftir verkefni.

(English below)

Ég elska Pinterest og skoða það reglulega! Síðan er stútfull af skemmtilegum hugmyndum, iðulega ofsalega fallegum myndum, uppskriftum, tísku, förðunarráðum og endalaust öðru sossum líka.

Eftir að hafa vafrað á Pinterest í gærkvöldi, datt mér í hug að deila nokkrum flottum "pinnum" með ykkur.

Þar sem að við systur & makar höfum staðið í bústaðarbreytingunum, við systur tókum myndir af Öldu vinkonu hennar Maríu og eftir bloggið um spítalann, kom ekki til annað til greina en að hafa þemað: Fyrir & eftir!

Hér eru því nokkur skemmtileg "pin" af "fyrir og eftir" verkefnum. Þið getið einnig smellt á allar myndirnar og dettið þá inn á síðuna þaðan sem viðkomandi pin var pinnað. :)

Þetta finnst mér ofsalega skemmtileg hugmynd, gera svolítið líf í kringum sjónvarpið svo það verði ekki það eina sem stendur út sem stór svartur kassi á veggnum. Heldur er það nú orðinn hluti af stærri uppstillingu!

 

Fyrir utan það að elska þetta rúm (ég elska þetta rúm!!) þá er þetta æðisleg breyting líka finnst mér. Motta undir rúmið og svona endann ásamt nýjum púðum, æðislegt! Liturinn er líka fallegur og lætur gluggana fá meira vægi.

Ljóst og létt með fallegum panil og svolítið "strandlegum" stólum. 

 

Hér er önnur svakalega mikil breyting sem að mér finnst iðulega hafa mjög mikið að segja: létta á efri skápunum! Já það getur verið ves, hentar ekki endilega öllum og plássleysi getur háð þessari ákvörðun. En iðulega erum við með alltof mikið af öllu og það getur verið gott að hreinsa svolítið til. (Það er alveg brjálæðislega írónískt að ég sé að segja þetta, ég stútfylli alltaf allt af dóti og drasli sem að ég þarf ekki endilega.. en það er svo miklu auðveldara að segja öðrum að létta á dótinu í kringum sig en að gera það sjálfur, ekki satt... ;) )

Skemmtileg breyting með fallegum flísum bæði á veggjum og gólfi. Ég elska þegar fólk tekur svolitla sénsa í flísavali! Það er neflinlega ekkert endilega alltaf málið að fara í ljósar og plain flísar, það er svo ótrúlega margt í boði og flísaval getur verið skemmtilegt tækifæri til að "flippa" svolítið!

Dökk svefnherbergi og dökkir veggir. Ég er alveg að elska þetta trend, þetta dökka er að koma rosalega sterkt inn finnst mér og er sífellt að sjá fleiri og fleiri pin af dökkum rýmum. Við tókum þetta til okkar við Tóta og máluðum svefnherbergið okkar og skrifstofuna í navy bláu sem og íbúð hjá vinkonu okkar svar gráa. (Ég sýni ykkur þessar breytingar bráðlega :)

Æðisleg yfirhalning á flottri mublu, stíliseringin er líka bara frábær! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

 

Pinterest love!

Like the title entails I LOVE Pinterest! I have spend lots of time there, probably way to much but I find it to be a great source for inspiration, great ideas, make-up tips, recipes, fashion and pretty much everything else!

Last night I was surfing the world of ideas and I found loads of very nice "before and afters" that I would like to share with you! After the summerhouse changes, Alda's transformation post and the blog about the Hospital at Patreksfjörður I got the urge to see some more before and afters!

 

You can also click on the images to go to each corresponding webpage.

I find this to be such a clever idea: surrounding the TV with other things making the focus go on other things than the "black box", it instead becomes a part of the installation. 

 

 

Besides LOVING this bed frame (I really really love it!) this is a great little change. Soft colour making the windows more prominent, lovely rug under the front part of the bed giving it more of a cosy feel, lamps and new cushions: greatness!

A huge change here: light, airy, a little "beach-y" and fabulous!

 

Here is another kitchen change I find to work so many times: dis-burden the upper cabinets and keep the plan more open with light shelving and make the items work as usable decorations! 

I know that sometimes lack of storage can prevent this idea but if you have the change to I find this to work really well every time!

 

Fun change with some beautiful decorative tiles. This is something that people are often afraid of but this is the place you can so easily take a change at. Yes, sure it is expensive to renovate bathrooms but why not go a little out there and check out more tile options than only plain white?! 

 

Dark bedrooms, dark walls: this trend I am loving! We have already painted our bedroom and office in dark navy and I am adoring it! We also did a whole apartment for our friend in dark dark grey! (I will show you this very soon!)

A beautiful change of a beautiful piece of furniture, and this blog is full of all things beautiful, plus the styling is so well done!!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Bústaðurinn fyrir og eftir - baðherbergið!

(English below)

Næst er komið að því að segja ykkur aðeins frá baðherberginu. Við máluðum það eins og restina af húsinu, hvít loft með Sperregrunn málningunni, tvær umferðir, grunn á veggina og tvær umferðir af Þokulitinum á veggina.

En í þetta skiptið blönduðum við þokulitnum í Acryl 35 vatnsþynnanlega lakkmálningu sem inniheldur sveppa- og mygluvörn, þessa málningu fengum við líka hjá Slippfélaginu.

Við byrjuðum á því að hreinsa út allt af veggjunum til að fá hreinan striga, svo var málað og málað! Við reyndum eiginlega ekkert að sjá fyrir okkur uppröðunina hér fyrr en allt væri tilbúið. Það var svolítið erfitt að ímynda sér hillurnar aftur, hvaða hillur ætti að nota osfrv. Þetta var því svona "go with the flow" dæmi.

Við vorum náttúrulega mjög heppin með fyrri eigendur, öll tæki og tól voru í hæsta gæðaflokki og við nýttum nánast allt sem þau skildu eftir! 

Spegillinn var td mjög sætur og praktískur með þessari fínu hillu svo við máluðum hann og komum aftur fyrir á sinn stað!

Þarna sést grunnurinn undir og fyrsta umferðin af málningunni sem var að fara á veggina.

Þessi hvíta plata var þarna fyrir aftan vaskinn og við ákváðum að hylja hana með marmarafilmu sem að við fengum í Bauhaus. Við einfaldlega límdum hana á og skárum meðfram plötunni með dúkahníf, þetta var lítið mál við þurftum bara að passa að það kæmu ekki loftbólur undir!

Hér sést svo þetta svæði eins og það var áður...

Hér sést það svo á eftir. Alveg ótrúlegur munur að nota filmuna fannst okkur, eins skiptum við ljósinu út fyrir aðeins "rómantískara" veggljós. (Það fæst í IKEA)

Hillurnar eru þær sömu og voru á baðinu áður, stóra hillan nýtist ótrúlega vel og við settum hana aftur á sinn stað. Þessi neðri var reyndar annarsstaðar áður svo við máluðum hana bara og færðum til.

Alla glervasa og glerkrukkur sem eru hér á baðinu fengum við í Söstrene Grene.

Myndirnar á veggnum eru frá Kristu Design.

Þessa lausn notuðum við á baðherberginu í búðinni okkar á Akureyri, en ég hef einmitt bloggað um þetta áður hér:

Snaginn hvíti er úr IKEA, hjörtun eru úr smiðju Kristu Design og Íslandstöskuna seljum við hjá Systrum & Mökum.

Gólfið var áður lakkað ljósgrátt svo við lökkuðum tvær umferðir af skipalakki frá Jötun í koxgráu, litanúmer 7000 og létum þorna vel á milli.

Því næst stensluðum við fallegu áttablaðarósina í gegn en hún er einmitt bæði virkilega íslensk en einnig hluti af lógóinu hjá Kristu Design. Börkur skar stensilinn út í vatnsskurðarvélinni en þau nota hana einmitt mikið við framleiðsluna á vörunum sínum.

Svo bara dúmpuðum við misfast og misvel í gegn til að fá svolítið skýjaða áferð, það gerðum við með hvítu vatnslakki. og Voilà! 

Crabtree & Evelyn vörurnar eru ómissandi inn á baðið og við völdum Caribbean Island línuna, bæði afþví lyktin af henni er dásamleg en einnig er hún svo falleg á svona létt og ljóst bað! 

Við erum með mun fleiri vörur frá Crabtree & Evelyn og má lesa meira um þær hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The summerhouse before and after - bathroom!

 

Now the bathroom was a bliss to renovate. Originally we had imagined the whole house much lighter! Basically we were going to go all white, light light grey and use white decorations. That changed quite quickly because we wanted a cosier feel, but we however kept the bathroom kind of in the original theme. Very light with lots of white accents! 

Firstly we cleaned out all of the wall hung shelves and units of the bathroom to get a clean slate because when it was time to hang everything back up we kind of just went with the flow.

Luckily our past owners did all of their finishing’s to the top with the highest quality so we could use mostly everything again with a little tweaking and painting.

The white wooden backsplash behind the zinc was something we wanted to update slightly so we covered it with a plastic marble looking foil. Such an easy thing to do to get a more expensive and clean look. Just take care that you don’t get any air bubbles.

We changed the light above the mirror for a bit more romantic shade but we kept the shelves, simply painted them white!

This is a smart solution for the toilet paper rolls we have in our store at Akureyri, you can also read about it here:

 

The floors we lacquered with dark grey and made a stencil in the shape and form we liked. When the grey paint had dried we brushed through the holes lightly to get a sort of a shading effect with white paint. This ended up as such a cool and very cheap solution to this floor!

The Crabtree & Evelyn products are so nice and we used them for the bathroom. We chose the Caribbean Island collection because it smells and looks wonderful!

We have many more products from Crabtree & Evelyn and you can read all about them here:

If you liked this post, please be a dear and share the joy :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Bústaðurinn fyrir og eftir - gangurinn!

(English below)

Jæja ég held það sé löngu kominn tími til að segja ykkur aðeins frá bústaðnum. Sýna ykkur ss myndir af honum fyrir og eftir og fara aðeins yfir hvað við gerðum. Það eru ótrúlega margir búnir að biðja um litanúmer á málningunni osfrv. og ég mun fara aðeins yfir það í þessum póstum líka.

Fyrst ætla ég að byrja á ganginum. Bústaðurinn var náttúrulega allur furuklæddur í hólf og gólf og við það verður allt frekar svona einsleitt. Ekki misskilja mig, ég er sjálf hrifin af furubústöðum og finnst þeir iðulega mjög kósý. Viðarliturinn öskrar að þú sért kominn í frí og það er betra að kynda hús sem eru viðarklædd og ómáluð. En þetta verkefni snérist svolítið um ákveðið lúkk sem að við vildum ná fram svo að við ákváðum að það þyrfti að mála alla furu!

Loftin voru máluð tvær góðar umferðir með efni sem heitir "Sperregrunn", það er úr Slippfélaginu og við það að nota þetta segja sérfræðingarnir að kvistarnir eigi ekki að blæða í gegn. Þeir sögðu einnig að við þyrftum ekki að mála aðra umferð yfir þetta, svo við hlýddum því og erum mjög sátt enn sem komið er.

Veggirnir voru einnig grunnaðir eina umferð með "Sperregrunn" og svo tvær umferðir af veggjamálningu.

Veggjamálningin er einnig úr Slippfélaginu og heitir liturinn Þoka. Við vorum búin að sjá fyrir okkur muuuuun ljósari lit og fengum vægt sjokk þegar fyrsta strokan fór á veggina! En brátt urðum við alveg heilluð af honum og okkur finnst hann í dag vera geggjaður! Hann er stundum svolítið blár, stundum svolítið grænn og okkur finnst hann svolítið Árbæjarsafnslegur svona á panilnum. 

Stiginn átti alltaf að verða hvítur en hugmyndin er svo seinna meira að setja kókosteppi á tröppurnar. Það bæði eykur öryggi og svo er það í stíl við kókosmottuna sem að fylgdi bústaðnum. 

Hér er allt að verða ofsalega létt og ljóst! Eins og þið sjáið tókum við alla hurðarkarma af veggjunum á meðan við máluðum og lökkuðum þá svo sér. Það er alveg ómögulegt að mála þá á (sérstaklega ef þeir eiga að vera í öðrum lit en veggirnir sjálfir). 

Hér má svo sjá kíkja inn í fyrsta svefnherbergið.

Þetta veggljós var í bústaðnum og okkur fannst það mjög fallegt og ákváðum að halda því á sínum stað. 

Liljuljósin eru úr smiðju Kristu Design og fást í verslununum okkar sem og hér:

Allar myndirnar hér á ganginum eru ljósmyndir sem að María og Börkur hafa tekið í gegnum tíðina.. og á símana sína! Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að taka flottar myndir með símum!!

Hann er ofsalega stílhreinn og léttur og hér sést kókosmottan vel. Útidyrahurðin er einnig orðin svört en eins og þið kannski munið þá er planið að mála bústaðinn svartan að utan næsta vor.

Hér er fallegi stiginn í allri sinni mynd. Við vorum sérstaklega ánægð með þennan! Eftir að hafa skoðað nokkra mismunandi bústaði sáum við það að svona stigar eru mjög misjafnir og þetta er sá allra gerðarlegasti! 

Áður voru snagar hér utaná stiganum en við það myndast svolítil hrúga af úlpum og jökkum og tómarúm þar á bakvið. Við færðum því staðsetningu snaganna og komum þeim fyrir á leiðinni upp stigann. Jú vissulega getur myndast úlpuhrúga þar líka en okkur fannst það samt koma betur út.

Brúnu greinarnar eru svo aðallega til að fela rafmagnstöfluna en þær eru ósköp kósý líka! (Karfan undir þeim fékkst í Rúmfatalagernum).

Þessa mynd fengum við á antikmarkaðinum á Akranesi! Það er nú meira ævintýrið að kíkja þangað en við fengum nokkra vel valda hluti í bústaðinn þaðan :)

Við máluðum rammann bara svartan. Lyklalykilinn fékk ég fyrir mörgum árum á lagersölu Tekk Vöruhúss, við munum samt örugglega skipta honum út fyrir nýju Lyklabæina frá Kristu Design, þeir voru bara ekki komnir þegar myndin var tekin! Jii þeir eru svo æðislegir!!

Þessi spegill var svo gamall í eigu Maríu sem að við máluðum svartan.

Hér má sjá fleiri myndir úr símunum hjá Maríu og Berki, æðislegar!

Hér má sjá inní svefnherbergi 2 og þarna glittir svo í eldhúsið.

Þessi hattur var soldið skemmtileg saga lika: Þegar við vorum að hugsa um að fjárfesta í bústað allra fyrst þá fórum við systur eitthvað að skoða allskonar myndir til að fá innblástur. Við sendum svo fram og tilbaka á hvor aðra hugmyndir. Ein af þessum myndum var af svona löngum snaga (við nýttum þá pælingu inní svefnherbergi tvö). Þetta var semsagt veggur með snögum alveg þvert yfir hann, það hékk mest lítið á snögunum en þar hékk þó þessi forláta stráhattur!

Við ohhuðum og ææææuðum og sögðum :"svona VERÐUR að vera í bústaðnum, það VERÐUR bara að vera hattur á snaga!!"

Ekki það að nokkur muni nota hann en hatturinn var MÖST!

Nema hvað að svo fundum við loks bústaðinn, gengum frá samningum og svona og byrjum að græja og gera og ég var sjálf svona nánast búin að gleyma hattinum. Mökunum fannst við svo búin að eyða nógu miklu í skrautmuni og voru eiginlega farin að stoppa okkur af. Nema hvað, þegar bústaðurinn er tilbúinn og það var kominn tími á að mynda og við ætlum að hittast uppí bústað sendir María mér línu: "ég keypti eitt enn, en það er surprise, og það er líka alveg nauðsynlegt"!

Stuttu síðar kem ég í bústaðinn og þar er hatturinn mættur á sinn stað og náttúrulega miklu flottari en sá sem við sáum á upphaflegu myndinni! (sko makar, allir þessir hlutir eru algjörlega nauðsynlegir, eruði ekki sammála kæru vinir?)

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

The summerhouse renovations before and after - the hallway!

Well I think it is time to tell you a little bit about our summerhouse project. I will now in few posts show you what we did, the steps and images of it: before and after!

I will start with the hallway. The whole house was covered with pine and for this look we decided to paint all of it. The ceilings were painted white everywhere and we did one coat of white on all the walls before painting them with this grey, green/blue-ish colour.

We love the colour and think it looks a little antique looking and at the same time modern and warm.

We wanted the hallway to look welcoming, light, bright and quite simple. As soon as you walk in you see a chair, mirror and some lovely images in a frame. All of the images are shot by María and Börkur on their phone, it's remarkable what you can do with an I-phone!

The coconut rug on the floor came with the house and we love it! We matched it with a rope chair in this natural look. 

 

We panted the shelf in a matching colour to the walls so it wouldn't stand out to much but the emphasis would go on the items on it. 

For example these lovely Lilja candle holders by Krista Design which I just love!

Stay tuned for the next room reveals!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Veitingastaður tekinn í gegn: fyrir & eftir.

(English below)

Þar sem þið eruð alveg sjúklega heit fyrir "Fyrir & eftir" verkefnum ákvað ég að deila aftur breytingum sem að við Tóta sáum um á veitingarstað á Þórshöfn.

Ég hef nú skrifað um þennan stað áður en lesendahópurinn á þessu litla bloggi okkar hefur aukist til muna síðan þá svo mér datt í hug að þið hefðuð kannski fleiri gaman að því að sjá þetta verkefni:

Báran er veitingarstaður á Þórshöfn sem að við Tóta buðumst til að taka í gegn. Við gerðum það með hjálp vina og vandamanna sem og góðkunningjum Bárunnar. Ferlega skemmtilegt verkefni sem að við græjuðum síðustu páska.

Báran er ss veitingarstaður, kaffihús, bar og notaður af öllum aldri. Sjónvarpið er mikið nýtt af sjómönnum og gestum til að horfa á íþróttaleiki svo við vildum gera notalega stofustemmningu sem myndi vera hentug fyrir þá en líka dömurnar og vinahópana sem koma í happy-hour.

Staðurinn var svolítið "beige" áður og okkur fannst vanta soldið mikið uppá notalegheitin og kósý stemmninguna svo það var aðalmarkmiðið.

Hér má sjá upprunalega póstinn þar sem hægt er að lesa meira um verkefnið:

Ef ykkur líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Kósý hornið fyrir - cosy corner before.

 

Kósý hornið eftir- cosy corner after.

Notalegur staður til að horfa á leiki - nice spot to watch sports!

Tveggja manna hornið við gluggann, uppáhalds staðurinn minn!

The two person spot by the window, my favourite spot!

Hér má sjá vinahornið, frábært til að taka í spil! This is the friend table- fantastic to play some cards!

Salurinn orðinn miklu notalegri - the dining room is now much more intimate! 

Þetta snýst allt um smáatriðin - the devil's in the details! 

 

Barinn nú einfaldari og skipulagðari - the bar is now much more simple and more organized!

 

Báran- a restaurant, bar, coffee-house and a sports bar: before & after.

 This was a project we did last Easter and you can read more about it here: 

Our group of readers have increased vastly since we first released this blog so I thought this might interest the new readers that missed this the first time. The summerhouse changes really got a great read so before & after pictures really seem to interest you guys!

If you would like to know more about this please press the link above :)

If you liked this post it would be wonderful if you could share the joy! :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Skipstjóraspegill- DIY

(English below)

Við áttum dásamlega nótt í bústaðnum og María og Börkur bættu svo við einni nótt í viðbót með strákunum sínum. Það var yndislegt að gista þarna sérstaklega eftir að við vorum búin að græja svona mest allt tilbúið! Kamína, Irish, grillmatur og næslæf! Þessi mynd lýsir stemmningunni ágætlega þarna fyrsta kvöldið!

Ég ætla nú að nota nokkra pósta í að fara svona aðeins yfir verkefnin sem að við höfum verið að gera þarna sérstaklega þar sem það eru mjög margir búnir að spyrja.. hvaðan við fengum vörurnar osfrv. allavega svona í bland við aðra pósta. Verslunin er einnig að fyllast af nýjum vörum svo ég mun líka kynna þær smátt og smátt á næstu dögum.

Hringspegillinn eða "The captains mirror" eins og hann heitir raunverulega er þessi hér:

Hann er svakalega flottur en við höfum ekki efni á honum og kannski ekki fyrir bústaðinn heldur. Við vildum þó nota okkur þessa fallegu hönnun sem innblástur að okkar eigin spegli.

Það eru til ofsalega mörg DIY verkefni um gerð þessa spegils og hér er okkar útgáfa:

Við versluðum okkur kringlóttan bakka í IKEA sem kostaði 1550.-

Máluðum hann...

Þessi var málaður með litunum sem sjást á myndinni.. en það er alveg eins hægt að grunna með svörtum vatnsgrunn og hálfmöttu lakki eins og við gerðum flestar aðrar mublur í bústaðnum.

Börkur hennar Maríu skar út hringspegilinn í vélinni sinni en við grennsluðumst aðeins fyrir og okkur skilst að sér-skorinn hringspegill sé að kosta ca. 5000.-

Þá var bara að líma spegilinn ofaní bakkann og við skrúfuðum svo litlar skrúfur í hliðina á honum fyrir keðjuna sem að María átti til.

Hér er hann svo kominn á endanlegan stað í bústaðnum, ofsalega notalegur svona við hliðina á kamínunni.

Við fundum allskonar útgáfur af heimagerðum skipstjóraspeglum og hér eru fleiri útgáfur:

House and Home er hér með video:

Style at home er hér með útgáfu út frá Ikea spegli.

Design Sponge er hér með vandaða útgáfu:

Já og svo er hellingur á Pinterest af allskonar útgáfum af svona heimagerðum krinlóttum speglum :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The captain's mirror - DIY

So in the next few posts I will be giving you more examples of the DIY projects at the summerhouse. We tried to be super smart and do things as cheaply as possible but make it look as expensive as possible at the same time! 

We are still so amazed by all the support and compliments we got for the changes and loads of questions as to where we got all these different things. So here is the first project: The captain's mirror.

We would have loved to buy the original but apparently the price for one of those is about 1500$ so that wasn't really going to be happening at the summerhouse, so we got the idea to make our own DIY style.

Many have done similar projects already and I will share couple of links to those here at the bottom, this is however how we made ours:

 

Firstly we bought a round wooden tray from IKEA. 

Then we painted the sides of the tray like shown here above. We used Martha Stewart paint like you can see on the image above, but I'm pretty sure you can use just about any paint you have or spray paint as long as it sticks to the wood.

Glue the mirror on the inside of the tray..

and put small hooks on the sides, we then attached black chain we already had in our storage..

Tadaaaaa ready and done and at it's final place at the summerhouse!

here are some more DIY Captain's mirrors:

House and Home:

Style at home.

Design Sponge:

And many many more on Pinterest!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sumarbústaðarbreytingarnar, hvernig gengur?

(English below)

Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast, en það er góð og gild ástæða fyrir því sossum. Við systur & makar erum búin að vera upp í bústað síðustu daga langt fram á kvöld með allskonar fórnarlömbum að vinna við að klára. Það er magnað hvað við höfum náð að plata marga til að koma og aðstoða okkur og allt eru þetta atvinnu málarar, magnað alveg!

Hann verður sossum ekki alveg tilbúinn strax, ekki svona alveg alveg, við ætlum til dæmis að mála hann að utan næsta vor. Það var ekki mjög vinsælt hjá mér að bíða með það, en það er víst "gáfulegast" að gera það.. þoli ekki "gáfulegast"!... en ég get þá látið mér hlakka til þess í allan vetur! :)

Bloggið verður stutt í dag þar sem ég er að fara í púðaverasaum og rúmteppasaum, en þið getið fylgst með því á Instagram. Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegan áhuga sem þið hafið sýnt þessu verkefni okkar. Það bætist endalaust á Instagram listann okkar og commentin sem við fáum frá ykkur eru dásamleg! Takk öll, það er geggjað gaman að gera þetta svona með ykkur!

Fyrsta nóttin á föstudaginn...

Hér eru nokkrar myndir af síðustu viku(m) af Instagram og ég mæli svo með því að þið haldið áfram að fylgjast með. Fyrsta nóttin okkar í bústaðnum verður núna á föstudaginn og þá munum við geta sýnt ykkur svefnherbergin og svona.. þó svo að allt muni ekki verða komið þá verður þetta langt komið og við munum vonandi setja djúsí myndir inn, líklega nokkrar af Irish Coffee drykkju við arininn!.. já só, í alvöru, það er must í bústað! ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The summerhouse transformation continues!

I haven't been very visible here on the blog lately, but there is a reason for that. We have been working on our little cottage for the past two weeks and it is going super well! 

We are amazed by how many have joined the following on our Instagram page and we really feel the moral support! The post today will be short and sweet since I really need to continue working, it's cushion cover and bedspread day today! And you will of course be able to see that by following Instagram or our Facebook page.

Our first night in the house will be this Friday evening and I am sure you will see some posts then.,.. mostly of Irish Coffee drinking by the fireplace! It really is a must, am I right or am I right?!

Anyhow, here are some images from the past two weeks.. this is what has been happening :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

more to come...

Lesa meira

Fyrir & Eftir- húsgagnabreytingar Röggu frænku.

(English below)

Hún Ragnhildur Ragnarsdóttir móðirsystir okkar er dúllari fram í fingurgóma og við fengum hana til að senda okkur nokkur verkefni sem hún hefur verið að gera nýlega. Þetta eru aðallega húsgagnabreytingar eða hreinlega húsgagnasmíðar en hún er með eindæmum handlagin. Okkur datt í hug að ykkur þætti spennandi að sjá nokkrar svona skemmtilegar hugmyndir og lausnir þar til að fleiri bústaðarmyndir birtast.

Hún Soffía hjá Skreytum Hús hefur skrifað um hana líka hér: enda klár hún frænka!

Nýju/gömlu náttborðin!

"Mér finnst alltaf gaman að finna og uppgötva gamla og þreytta hluti, setja þá í sparifötin og gefa þeim framhaldslíf".

Hún Ragga fann fyrst annað náttborðið í Góða Hirðinum en það kostaði heilar 3000 kr. Síðar fann hún "tvíburasystirina", svo þær verða krúttlegar systurnar þegar þessi verður komin í sparifötin líka. Seinna borðið kostaði bara 1.500.- vegna lasleika í fótaburði, en hún mun græja það á "nótæm"!

"Ég skar út nýtt stykki, og skellti því á, og svo var pússað, grunnað og málað...með smá dassi af strokum og dekri...voila"!

Rúmgaflinum reddað!

"Sá þessa elsku á Blandinu, bauð í hann fáeinar krónur og heim kom hann".

Ragga pússaði og bætti aðeins upp á slappleikann, grunnaði svo og málaði og skellti að lokum á hann skrauti úr A4. 

Þeir finnast ekki hamingjusamari rúmgaflarnir en þessi enda með eindæmum rómantískur!

Kommóðan sem þráði að verða arinn!

"Ég féll fyrir þessari kommóðu á Bland, sá í henni fullt af möguleikum!"

Hún kostaði heilar 5000.- kr. sem Ragga byrjaði á að grynna (ss tók framan af henni og gerði búkinn grynnri..), taka úr henni skúffurnar, og líma skúffufront framan á hana í staðinn fyrir litlu skúffurnar efst. Hún gerði hliðarnar aðeins þykkari, setti panel í bakið og hækkaði hana upp.

Þá var grunnaði með heftigrunn og málað með kalkmálningu, með smá þolinmæði, föndri, ást og umhyggju er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt og ofsalega kósý eins og þessi fallegi kertaarinn sýnir.

Rándýrt sófaborð sem fékkst fyrir slikk!

Ragga fann þetta volduga sófaborð í Góða Hirðinum á 5000.- kall. Lakkaði það svart og bætti svo þessum plötum ofan á það, en það var glerplata ofan á því áður...sem var ekki gera þessu djásni neinn greiða. Ragga fékk plöturnar í Bauhaus en þær eru með svolitlu texta prenti sem gerir það enn áhugaverðara.

"Með smá hugmyndaflugi og nennu er allt hægt. :)"

 

Svart og seiðandi skrifborð!

Hún datt svo um þetta ofur-krúttlega skrifborð í Góða Hirðinum í fyrra sumar og var það bara með einn fót, hinir fluttir að heiman.

Það fékk sinn skammt af makeover: Ragga byrjaði á að pússa yfir viðinn, höldurnar teknar af, borðið grunnað og svo sagaði hún út 3 fætur í viðbót. Enda ekki hægt að hafa skrifborðið einfætt !!

Að lokum var borðið lakkað með vatnslakki, kantarnir pússaðir til að fá þetta þreytta notaða útlit og badabing badabúmm, dásemd!

Krúttað ekki satt ?!

Krúttleg kommóða!

Ragga gerði sér ferð í Keflavík og heilsaði uppá krakkana í Götusmiðjunni. Það leynast nú margir demantarnir þar og þessi fína stóra kommóða tók á móti mér og fékk hún að fylgja mér heim.

Hún grunnaði hana með heftigrunni, málaði hana og voila...nú sómir hún sér svona líka dásamlega vel á heimilinu!

Eldhússtóllinn sem þráði að vera kökustandur!

"Ég náði mér í eldhússtól í Góða hirðinum, sagaði af honum lappirnar og notaði þær fyrir súluna í miðjunni". Brilliant hugmynd að nýta eitthvað eitt í eitthvað annað. Bakkarnir sjálfir eru MDF plötur sem hún sagaði svo út.

Allt grunnað, málað og pússað létt yfir með sandpappír til að fá þetta notaða útlit. 

Þessi bakki var notaður í brúðkaupi hjá annarri frænku okkar og brúðhjónin urðu svona líka alsæl!

Þriggja hæða bakki úr salti og piparstaukum!

Þessi hugmynd er líka snilld: "Ég nældi mér í gamla salt og pipar stauka úr þeim Góða, 3 gamla bakka sem lágu þar greyin og vildu fara líka með mér heim". Svona finnast demantarnir! Allt límt saman, grunnað, málað og pússað létt yfir á eftir.

Stór og vígalegur og tekur óhemjumagn af ....ja..hverju sem er. :)

Við þökkum Röggu frænku kærlega fyrir allar þessar frábæru hugmyndir og vonum að þið hafið haft gaman og mögulega gagn af!

Þessi breytiþráhyggja er í blóðinu enda öll fjölskyldan uppfull af handverksfólki og miklum listamönnum svo það er kannski ekki skrítið að við systurnar séum stundum svolítið ofvirkar og höfum náð að gera þessa þörf okkar að atvinnu. 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Before & After - furniture renovations by our aunt!

This is Ragnhildur Ragnarsdóttir. She is our mothers sister and has a little hyperactive blood which seems to be a "running thing" in our family. She loves her grandchildren, taking photos and renovating her furnitures. She sent us couple of photos of her previous projects for us to share with you guys! So creative this lady and we really hope you will enjoy her fun ideas. 

New/old bedside tables!

She found the first one in a second hand store here in Iceland and couple of weeks later the "sister" appeared in the same store. So she has matching tables that she has renovated beautifully!

The happy bed-head!

She saw this lovely thing at an on-line "second hand" market, made a bid and home it went! She had to sandpaper it slightly, put a base coat, two coats of paint and finally she decorated it with plaster ornaments. Sometime all you need to do is give a little love and nurture and now look at this happy, beautiful thing!

 

The dresser that wanted to become a candle-fire place!

"I saw this lovely little dresser and imagined all the possibilities with it, home it came and work began".

Basically I had to put it on a little diet, make it look a bit thinner, taller with thicker sides. I decorated with plaster ornaments and paint and now, oh so cosy!!

Expensive looking coffee table but such a bargain! 

She found this great coffee table at a second hand store for very cheap! Painted it black, gave it some love and nurture and changed the glass table top with a stained and printed wood. Look how expensive it looks now! amazing!!

 

Black and luscious desk.. yes a luscious desk! 

She found this run down little thing at the market and it really needed some up-doing! Only one leg remained so she built the other, base coated, painted, sandpapered the corners slightly and decorated it at it's new little home!

Now it is used as a setting to write romantic quill pen letters to secret boyfriends.... well it should right!?

Cute dresser! 

This was a fun and easy little project, white paint, new knobs and voilà!

The kitchen chair that turned into a three tiered cake stand!

"I bought a chair from a second hand store because the legs of the chair charmed me, I cut them of and cut out MDF circles. This became the funniest little project. A Cake stand from a chair.. how unique, and it stores so many things also! :) "

"It was used at my little cousins wedding and the bride and groom loved it!"

Tiered stand made with salt and pepper shakers!

This is an awesome idea, imagine how all these things can be used for different purposes. Salt and pepper shakers and couple of bowls, now look at this beauty! 

Thank you aunt Ragga for all of these amazing ideas, we love them and we truly hope they will inspire you guys also!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
20 niðurstöður