Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, svefnherbergi og svefnloft.

(English below)

Svefnherbergi eitt...

Bústaðurinn er kannski ekki sá stærsti á landinu, en við ætlum að gera hann nýtilegan fyrir eins marga og hægt er með því þó að hafa hann þægilegan.

Fyrsta svefnherbergið er það stærsta, þar er hellings skápapláss og furuklæddir veggir í hólf og gólf. Hér stefnum við á að mála og ætlum að hafa veggina gráa alveg eins og frammi og loftin hvít. Fyrsta hugmyndin var að hafa herbergin alveg hvít, bæði veggi og loft en þar sem að bústaðurinn er ekki svo svakalega stór þá höldum við núna að það verði betra að hafa allt eins. Grái tónninn verður heldur ekki svo svakalega dökkur, svo herbergið mun ekki minnka, heldur verða bara enn meira kósý ef eitthvað er... (það er vonin allavega!)

Þessu svefnherbergi viljum við halda léttu og ljósu með gráum og gylltum tónum. Við elskum að blanda áferðum og munum gera það með mismunandi púðum, rúmteppi og kósý teppi. Eins viljum við halda lýsingunni góðri. Hér er aðalatriðið að vera með gott lesljós og notalega og hlýlega "kúri" birtu.

 

Þessi ljós eru bæði frá IKEA en þau gætu passað vel inn í þetta herbergi, aðeins að tengja bastið við körfurnar og mottuna í stofunni... þetta gæti verið eitthvað...

Mér finnst líka ofsalega fallegt að blanda svolítið af bleikum tónum við gyllt og grátt eins og sést á þessari mynd, svo það væri gaman að finna fallegt efni í "gammel-rose"..svolítið svona "Lauru Ashley" tón. Eins og hér er líka fallegt að grípa gyllta litinn með skrautmunum á náttborðinu.

Við erum aðeins að hugsa um náttborðin hér, það væri gaman og parktískt að koma fyrir kommóðu öðru megin, en hinum megin gæti verið annarskonar náttborð. Við erum ekki alveg búin að ákeða þetta, en hér eru td nokkrar sniðugar hugmyndir:

Svefnherbergi tvö...

Seinna svefnherbergið verður svo aðeins grárra, við viljum að hvort herbergið verði með sinn stíl og ekki alveg eins, en þó tengingu, svo maður sjái að þau eigi heima saman. Hér er myndin sem að líkist okkar hugmynd best:

Það eru auka stólar sem fylgja bústaðnum sem við vorum einmitt búin að hugsa okkur sem náttborð í þessu herbergi, og eins og sést hér kemur það mjög vel út, mála matta svarta og búmm done, ef að þeir eru ekki of stórir þá gæti þetta orðið lausn sem gæti hentað.

Ég á svo grátt efni á saumastofunni hjá Volcano sem að ég hef hugsað mér að nota í rúmteppi og kannski sauma svartan flaueliskant eða fóðra með svörtu flaueli sem er svo brotið yfir, eða bæði... Svo þurfum við að hafa svolítið af púðum í stíl og blanda öðrum tónum aðeins við.. kannski svolítið út í fölgrænt flauel, það gæti verið fallegt!

Það er eitthvað dálítið öðruvísi og ferskt við þennan tón, eruði ekki sammála?

Þessi myndaröðun fyrir ofan rúmið held ég að muni koma dásamlega vel út í þessu herbergi. Hér verður rúmið upp við vegg (ekki undir glugga eins og í hinu).

6 rammar eða þessvegna 9 stórir rammar með mikið af hvítu og litlar myndir inní.. þetta gæti verið málið...

Í þessu herbergi verður líklega ekki pláss fyrir fataskáp, svo hugmyndin er að reyna að koma fyrir kommóðu og snögum, þessir finnst okkur fallegir..

Eða eitthvað í þessum dúr eins og við erum með í versluninni okkar, nema með stærri snögum í stað hnúða. Þetta gæti líka orðið lausnin á ganginum fyrir útifötin.

Þá er það svefnloftið!

Það er ofsalega lágt, aðeins lægra en á myndinni fyrir ofan og er einmitt með svona lítinn krúttlegan glugga við endann! 

Við eigum tvær gamlar ferðatöskur sem við höfum hugsað okkur að nota sem náttborð öðru megin og gamlan viðarkassa hinumegin (þá er líka hægt að raða fallegum bókum inn í kassann.

Hér verður allt ofsalega hvítt með poppi af litum. Loftið verður hvítmálað sem og bitarnir og það litla sem sést af vegg þar sem meginpartur loftsins er undir súð, verður í gráa bústaðarlitnum.

Ég elska svona myndir á gólfi sem halla upp að veggnum svo ég er aðeins að ýta á Maríu systur að mála eitthvað hér... við skulum sjá! :)

Þessi bekkur hérna fyrir framan rúmið finnst mér líka snilld! Við þurfum aðeins að sjá hvort að það verði nægilegt pláss, en ég læt mig dreyma.

Það verða tvær mottur sitthvorumegin við rúmið sem að við fengum í Ilvu svona langar og mjóar. Önnur ferðataskan sem verður í náttborðinu er líka blá svo þetta rými verður í ljósu, gráu og bláu, ferskt og fallegt!

Gluggarnir í öllum svefnherbergjunum eru nú þegar með myrkrunargardínur sem við ætlum að sjálfsögðu að halda, íslenskar sumarnætur og allt það. Það eru líka tau gardínur núna fyrir öllum gluggum sem við ætlum að fjarlægja þar sem við viljum að gluggarammarnir sjálfir fái að njóta sín betur. Hlýleikinn af tau-inu er samt eiginlega ómissandi í svona bústað svo ég held að þessi lausn muni sóma sér vel..

Létt og fallegt hör eða bómullarefni á gormi eða lítilli þrýstistöng, já þetta er málið!

Á efri hæðinni er líka pláss fyrir annað lítið 90cm rúm sem við ætlum að koma fyrir við rimlana niður í stofu, hugmyndin er að gera svolítið krakkarými.

Við ætlum ss að taka fæturna af rúminu þar sem það er of hátt og þá liggur það alveg á gólfinu með stórum og djúsí púðum við bakið, svo verða hér tvö heimasaumuð hrúgöld úr sama efni og við ætlum að klæða rúmið (og sófann í stofunni) svona svolítið sjúskað leðurlíki. Svo verður hér æðisleg kringlótt fléttuð motta sem að fylgdi með bústaðnum og þessi eining sem að við keyptum á Skreytum Hús sölugrúppunni:

Hér ætlum við að kom fyrir litlu sjónvarpi og DVD diskum í skúffurnar sem og allskonar kössum og körfum með dóti og spilum. Ekta svona kósý krakkahorn sem getur nýst sem auka svefnpláss fyrir ungling eða einn fullorðinn. Einingin verður á miðju gólfi og mun því skipta svefnloftinu aðeins niður: krakkarými VS svefnrými. Hér mun því hver centimeter nýtast án þess að vera yfirfullur eða troðinn.

Eruð þið ekki að sjá þetta fyrir ykkur?! :)

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með öllum breytingum og sniðugum verkefnum hér á blogginu svo það er um að gera að fylgjast með. Við erum líka alltaf opin fyrir hugmyndum svo endilega kastið á okkur ef þið eruð með góð og sniðug ráð! 

Nú er bara málerí en það er að ganga alveg fáranlega vel, við erum dugleg að henda inn myndum á Instagram síðuna okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Brainstorming for the summerhouse: bedrooms and sleeping loft.

We keep on brainstorming for the summerhouse. The paint-job is going super well and is almost finished. It is taking a while to paint this though, not having flawless walls but panelling means brushes which is so time consuming. It will however look super cosy and warm so I believe it is totally worth it.

Bedroom one:

We were thinking of having the bedrooms in all white but after a great consideration de decided to go with the same grey as in the main space. The house isn't huge and keeping consistency we believe will function better.

The first bedroom is the largest, great closets with beautiful panelling and lovely ceilings which will be white. We want to keep this room light and intend to use soft greys, beige, gold and perhaps a little gammel-rose pinks. The main thing is lovely lighting which is good for reading and snuggling.. I mean that is the point of cosy summerhouses right?!

This image describes this room pretty well:

We have found some samples of fabrics for the bedspread, natural, grey/brown soft tones mixed with a bit of soft velour, glitter and knits. I love mixing textures and think it makes everything look more "expensive" and interesting.

Bedroom two.

The second bedroom will be a bit cooler, more grey tones and blacks. We want to keep on mixing textures and the bedspread will be a mix of black velour edging and a grey wool blend. Pillows in blacks, knits, greys and perhaps we will introduce a little green to this space, I think that could look good.

These couple of images sort of give you the right feel..

Can you imagine how lovely this can look, cool and crisp and not exactly summerhouse-y, but we think it will work! Girls gotta hope right?!

The loft.

Finally we have the loft bedroom. It is a very low space, crawling really and perfect for kids and teenagers. I do think I will spend a lot of time here reading, it is the perfect place to read I believe. Very snuggly, cosy and now since it has become white, super crisp and clean, bright and fresh, (wow lots of adjectives!!.. but you get the point)

 

This is how it was before...

This is how we want it to look...

We have two old suitcases and one of them is blue, which we want to use as bedside table on one side with an empty box on the other side. The colour blue will be kept throughout in detailing, pictures, cushions and a throw. 

We are having rugs in every bedroom under the front part of the bed like so:

We would however like to change it up a bit on the loft and have two smaller ones on either side of the bed.. oh you know, just because! :)

Something like this and we found lovely rugs at Ilva in Iceland.

The rugs are like these:

The loft is surprisingly spacious and we are going to fit in a kids play-space mixed with a TV area and an extra bed. It sounds like it is huge but really it's just a space all in one.

We have a single box mattress from IKEA we are going to use without legs, cover it with foe leather and bunch of pillows, essentially making it a sofa/bed. Then we are going to sew two bean bags from the same material and place couple of side-tables made of old wooden boxes with cute lamps. The devil is in the details you know!

Then we found a cheap second hand TV cabinet we are placing on the middle of the floor and that will actually divide the space into two but still keeping everything open and light: TV/kids area VS bedroom space. Are you seeing it?!

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!