Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Saga mistilteinsins, mun norrænni en við kannski höldum! 11. í jólagjafatalinu.

(English below)

Sagan um Mistilteininn !

Mistilteinninn er merkileg planta sem festir sig á stofn trjáa og fær næringu sína þaðan eins og þekkist hjá sníkjudýrum.



Mistilteinninn sem margir nota sem jólaskraut er ættaður frá Norður Ameríku en svo er til Evrópskt afbrigði sem er með hvítum berjum.
Þessi dularfulla planta hefur verið notuð í athöfnum hjá Keltum, Germönum og Evrópubúum. Grikkir töldu hana hafa yfirnáttúrulega krafta.



Til eru margar sögur sem tengjast mistilteininum og ein þeirra segir frá því að ástargyðjan Frigg hafi litið á mistilteininn sem heilaga plöntu.

Það var vegna þess að þegar Baldur syni hennar dreymdi fyrir dauða sínum þá leitaði Frigg til allra náttúruaflanna, lofts, elds, vatns og jarðar og fékk þau til að lofa sér að ekkert myndi skaða son hennar.

Henni yfirsást þó dularfullu plöntuna mistilteininn sem hvorki lifði á jörðu né ofan í jörðu heldur á stofni eplatrésins.

Loki sem var óvinur Baldurs sá sér leik á borði og bjó til ör úr mistilteininum sem Baldur var skotinn með og lést hann af sárum sínum.

Dauði Baldurs var Frigg mikill harmur og í 3 daga reyndu öflin öll að lífga hann við en ekkert gekk.

Frigg á að hafa grátið á hverjum degi af ólæknandi sorg og breyttust tárin í hvít ber sem nú má finna á mistilteininum og sagan segir að ást hennar á syni sínum hafi að lokum vakið hann frá dauðum.



Eftir þetta kyssti Frigg alla sem gengu undir tréð sem mistilteinn hékk í og er því talið að ef fólk kyssist undir mistilteini þá muni ekkert illt henda viðkomandi því ástin sigrar hið illa.

Hvort sem þessi þjóðsaga er sönn eða ekki veit enginn en falleg er hún engu að síður.

Efni: Hvítt húðað ál.

Textinn fylgir með sem segir sögu Mistilteinsins.

Versla má mistilteininn frá Kristu Design með því að ýta á myndirnar.

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Vinningshafarnir í jólagjafatalinu í dag 11. desember eru:

Í Reykjavík: Ásta Kristjánsdóttir

Á Akureyri: Kristín Magnea Karlsdóttir

Þið hafið unnið ykkur NOEL jólaspreyið frá Crabtree & Evelyn, nokkur sprey um íbúðina eða húsið og jólin eru mætt!

The story about the mistletoe!

The Mistletoe is a remarkable plant that attaches itself to stems of trees and it gets nutrition from it like a parasite.

The Mistletoe that many use as a Christmas decoration is descended from North America but there also exists a European version that has white berries.

This mystical plant has been used for all sorts of Celtic, Germanic, and European ceremonies. Greece believed it had supernatural powers (so if you feel any, be sure to inform us! ;))

There are many stories that involve the mistletoe and one of them includes the Nordic love goddess Frigg but she considered the plant holy. Baldur, her son, had a dream about his own death and Frigg looked to all the natural forces; air, earth, water and fire and made them promise her that nothing in the world could ever hurt her son.

She failed to include this mystical plant that didn’t live in or on the ground but on the trunk of the apple tree.

“Loki”, Baldur’s arch enemy found out about this and got a cruel idea. He made an arrow from the plant and shot Baldur which lead to his very sad death. To his mother, Frigg, this was understandably a traumatising event and for three days she got all the natural forces to try to bring him back to life, without success.

Frigg supposedly cried every day of incurable grief and those tears turned to the white berries that can be found on the Mistletoe. The story says that in the end, her endless love finally brought her son back to life.

For the rest of time Frigg kissed everybody that walked under the apple tree where the Mistletoe was hanging, and it is believed that by doing so nothing evil will ever happen to either of them, love will always prevail!

Whether this folklore is true or not, nobody knows, but the beauty of the tale is definitely worth sharing!

Material: Aluminium Powdercoated

The story about the mistletoe is included.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!