Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
2.960 kr 3.700 kr
2.320 kr 2.900 kr

Skeiðin hans afa...og ömmu !

(English below)

Hann afi minn hann var sko enginn rugludallur !

Hann var þvert á móti uppátækjasamur, úrræðagóður og lausnamiðaður ef svo má segja. Afi Raggi (Ragnar Sveinsson) var lærður vélstjóri, fæddur og uppalinn á Siglufirði, faðir 5 barna og þar á meðal móður okkar systra henni Fríðu Ragnars. Afi og amma fluttu seinna suður í Hafnarfjörð og býr amma okkar hér enn.

Sem dæmi um snilldarlausnir hans afa voru skeiðarnar hans sem finna mátti í eldhússkúffunni þeirra hjóna en hann hafði tekið upp á að bora göt í nokkrar matskeiðar á heimilinu svo vökvinn af rauðkálinu og grænu baununum myndi ekki fylgja með og þar af leiðandi sullast yfir lambalærið.

Upphaflegu skeiðarnar sem eru auðvitað ennþá til.

Við systkinin og barnabörnin vöndumst fljótt á þetta og fannst sjálfsagður hlutur. Auðvitað notar maður gataskeiðina í meðlætið!! Stundum reyndar þegar við fengum að gista hjá ömmu og afa og borðuðum morgunkornið daginn eftir þurfti að gera dálitla leit að heilum, óboruðum skeiðum en það gekk nú samt.

María Krista í pössun hjá afa Ragga og ömmu Erlu.

Við systur vorum einhverntíma að rifja upp þessar skemmtilegu skeiðar og fengum þá hugmynd að endurgera þær, afa til heiðurs. Við skírðum verkefnið Skeiðin hans afa og gerðum 4 mismunandi týpur sem henta einnig við fleiri tilefni og meðlæti.

    

Þær eru því merktar með höggpípum ýmist, fetaosti, ólífum, baunum og maískorni. Skeiðarnar slógu heldur betur í gegn enda skemmtileg gjöf við ýmis tækifæri, grillveisluna, afmæli, vinagjöf og svo má lengi telja.

       

Sagan um afa fylgir í kassanum og því bara ansi skemmtileg og öðruvísi gjöf fyrir alla. Afi kvaddi okkur fyrir nokkrum árum og því hefur amma gamla notið góðs af söluhagnaði skeiðanna í formi veglegri jólagjafa en ella eða þannig langar okkur allavega að þakka þeim hugvitið. Nuddpúðar, raftæki og leslampar hafa því verið undir jólatrénu undanfarin ár. Takk amma mín og afi fyrir að vera þið. Þið eruð snillingar! 

Hér má sjá hvernig virknin er á skeiðinni góðu. Fyrri myndin sýnir maísbaunir í venjulegri skeið 

og sú síðari Skeiðina hans Afa í notkun :) Einfalt og svínvirkar.

Venjuleg matskeið !

Skeiðin hans afa !

Skeiðarnar hans afa fást hér á vefverslunni svo um að gera að næla sér í eina. Einnig eru þær fáanlegar í verslunum okkar á Laugavegi 40 Reykjavík eða Strandgötu 9 Akureyri.

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja María Krista.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu

 

 

Grandpa's spoons ! 

My darling grandfather, who passed away a few years ago was well known for his inventions in the garage. At least among his family. 

He used to convert old spoons for my grandmother by drilling holes in them so they could be used for draining beans or canned cabbage.

 The original spoons

We, the grand kids, remember those spoons very clearly

To honour his memory Krista decided to re-invent his brilliant invention in a modern way. The spoons can for example be used to serve feta cheese, beans or corn.

 

Normal spoon without the holes...

Grandpa's spoon with the holes.. infinitely superior :)

This is such a great gift to bring to the dinner party!

Note the writing on the spoons comes in Icelandic.You can buy the spoons here.

Our grandfather passed away a couple of years ago so our grandmother get's a little "commission" in the form of large Christmas presents. 

His ingenious idea keeps spreading and people love these spoons. They are perfect as gifts, especially to a dinner party whereas this raises a great conversation. Think: Christmas presents... ;)

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!