Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Hitaplattarnir frá Kristu Design - praktísk gjöf!

(English below)

Hitaplattarnir frá Kristu Design eru hluti af fyrstu vörunum sem kom frá þeim hjónum en þeir eru mjög slitsterkir, þola vel heita potta og eldföst mót, þá má setja í uppþvottavél og þeir fara sérstaklega vel með viðkvæma borðfleti.

Plattarnir eru híbýlaprýði hvort sem þeir eru í notkun eða ekki. Eins eru þeir óbrjótanlegir og þá má setja í uppþvottavél og undir brennandi heitt vatn til að losna við alla bletti (öfugt við korkplattana sem geta fengið í sig bletti sem erfitt getur verið að ná úr.)

Plattarnir eru úr endurunnu hjólbarðagúmmí frá Gúmmívinnslunni.

Gúmmívinnslan hf. var stofnuð 1982 og var upphaflegur tilgangur enduvinnsla á gúmmíi. Strax var farið að endurvinna vörubílahjólbarða með sólningu. Við sólninguna fellur til gúmmí sem nýtt er til framleiðslu á ýmsum nytjahlutum svo sem öryggishellum og vinnustaðamottum.

Með þessari endurvinnslu er stuðlað að verndun umhverfisins og þróunar á arðbærri framleiðslu úr hráefnum sem að öðrum kosti yrðu ekki notuð svo óhætt er að segja að um sé að ræða íslenska framleiðslu frá A – Ö

Plattarnir koma í ýmsum útgáfum en þeir eru fáanlegir hér á netversluninni og eru skemmtileg gjöf á frábæru verði fyrir hvern sem er!

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Trivets: heat resistant mat made of recycled tires and cut in a water jet cutter.

The rubber trivets are very durable, dishwasher safe and work especially well on delicate worktops such as glass and other scratch sensitive furniture’s. The trivets are a home décor whether in use or not.

The rubber is recycled at Gúmmívinnslan which it located at Akureyri in Iceland.

Gúmmívinnslan hf. was founded in 1982 and its original purpose/intent was the recycling of rubber. Its first process was to recycle truck tire-rubber. During the recycling, unused rubber is used to produce various other usable things, such as safety mats for children’s playgrounds, floorings, fishing equipment and more.

These processes facilitate the protection of the environment and the progression of profitable production from materials other wise not used.

The trivets are available in several forms as shown in the images and if you would like to order one, simply press on any of the images and you will be moved to a corresponding product page.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!