Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Fyndin kveðja frá Bryndísi Ásmunds til fyrrverandi -þetta video verður þú að sjá!

(English below)

Fyndin kveðja frá Bryndísi Ásmunds til "fyrrverandi" -þetta verður þú að sjá!

Ég fékk að deila þessu létta og skemmtilega atriði á blogginu í dag en mér fannst það algjörlega tilvalið sem þriðjudagsblogg, því þetta ætti að koma öllum í gott skap!

Tóta mín er gömul vinkona Bryndísar Ásmunds söngkonu, leikkonu og skemmtikrafts en við hittumst reglulega og hlæjum svolítið saman. Hún er mikill húmoristi sem að ég held að þeir sem að hafa einhverntíman hlustað á hana viti vel, svo er hún frábær veislustjóri enda getur hún grínað, sungið og hlegið þessum innilega smitandi hlátri sínum endalaust!

Allavega í síðasta hittingi leyfði hún okkur að sjá smá video sem hún tók upp fyrir vin sinn og meðan við horfðum á það heima var atriðið sýnt í brúðkaupi hjá pari sem að hún þekkti ekki neitt.

Málið var sumsé það að vinur Bryndísar hefur samband við hana og biður hana að gera sér smá greiða, hann var að klippa saman video fyrir vin sinn sem var að gifta sig nokkrum dögum síðar og vildi setja saman nokkur skilaboð frá vinum og "fyrrverandi kærustum". 

"Æi Bryndís, geturðu ekki bara tekið upp smá video kveðju, bara eitthvað, reyndu að vera soldið fyndin.. já og hann heitir ss Gatli og hún Sonja, takk æðislega... heyrumst"!

Já einmitt, ekki málið bara og Bryndís fór að hugsa...

Morguninn eftir vaknar hún með hugmynd, hún fer fram í eldhús með símann og hugmyndina í kollinum, "in one take" tekur hún upp þessa kveðju:

 

Þetta varð víst ótrúlega vel heppnað í brúðkaupinu og mikið hlegið, en við óskum þeim brjúðhjónum innilega til hamingju með daginn um leið og við þökkum kærlega fyrir að mega deila þessu!

Ef ykkur líkar þessi póstur væri dásamlegt ef þið vilduð vera yndi og deila gleðinni :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

A funny wedding regard by Bryndís Ásmunds, an Icelandic singer, actress and a comedian. 

This blog in particular is very difficult to translate since it mostly has to do with Icelandic culture and a video in Icelandic, so spare with me. 

Bryndís Ásmunds a known singer, actress and comedian here in Iceland was asked to do her friend a little favour. Her friend was on the way to a wedding and he asked couple of people to record a little greeting to the newlyweds. Bryndís who doesn't know the couple at all except for their names slept on the project and woke up the next day with an idea in her head. She went to her kitchen with her phone and recorded the greeting in one take.

Now the video is here above in Icelandic and being a classic Icelander with a little black and ironic humour she recorded her saying goodbye to her ex. She tells them she will indeed find another at some point, apparently this "new girl" is the hit of the moment.. , she decides to end this era with a little song that is very fitting to the occasion: she sings "Someone like you" by Adele with some seriously funny remarks and comments in between sentences. 

Finally she wishes them a "very happy happy future" meaning it from the bottom of her heart (right!)

We want to thank her so very much for letting us share this little video, she is a dear friend of ours and we absolutely adore this!

We would also like to thank the happy newly-weds and wish them a very happy future, (and this time we really mean it!)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Skipstjóraspegill- DIY

(English below)

Við áttum dásamlega nótt í bústaðnum og María og Börkur bættu svo við einni nótt í viðbót með strákunum sínum. Það var yndislegt að gista þarna sérstaklega eftir að við vorum búin að græja svona mest allt tilbúið! Kamína, Irish, grillmatur og næslæf! Þessi mynd lýsir stemmningunni ágætlega þarna fyrsta kvöldið!

Ég ætla nú að nota nokkra pósta í að fara svona aðeins yfir verkefnin sem að við höfum verið að gera þarna sérstaklega þar sem það eru mjög margir búnir að spyrja.. hvaðan við fengum vörurnar osfrv. allavega svona í bland við aðra pósta. Verslunin er einnig að fyllast af nýjum vörum svo ég mun líka kynna þær smátt og smátt á næstu dögum.

Hringspegillinn eða "The captains mirror" eins og hann heitir raunverulega er þessi hér:

Hann er svakalega flottur en við höfum ekki efni á honum og kannski ekki fyrir bústaðinn heldur. Við vildum þó nota okkur þessa fallegu hönnun sem innblástur að okkar eigin spegli.

Það eru til ofsalega mörg DIY verkefni um gerð þessa spegils og hér er okkar útgáfa:

Við versluðum okkur kringlóttan bakka í IKEA sem kostaði 1550.-

Máluðum hann...

Þessi var málaður með litunum sem sjást á myndinni.. en það er alveg eins hægt að grunna með svörtum vatnsgrunn og hálfmöttu lakki eins og við gerðum flestar aðrar mublur í bústaðnum.

Börkur hennar Maríu skar út hringspegilinn í vélinni sinni en við grennsluðumst aðeins fyrir og okkur skilst að sér-skorinn hringspegill sé að kosta ca. 5000.-

Þá var bara að líma spegilinn ofaní bakkann og við skrúfuðum svo litlar skrúfur í hliðina á honum fyrir keðjuna sem að María átti til.

Hér er hann svo kominn á endanlegan stað í bústaðnum, ofsalega notalegur svona við hliðina á kamínunni.

Við fundum allskonar útgáfur af heimagerðum skipstjóraspeglum og hér eru fleiri útgáfur:

House and Home er hér með video:

Style at home er hér með útgáfu út frá Ikea spegli.

Design Sponge er hér með vandaða útgáfu:

Já og svo er hellingur á Pinterest af allskonar útgáfum af svona heimagerðum krinlóttum speglum :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The captain's mirror - DIY

So in the next few posts I will be giving you more examples of the DIY projects at the summerhouse. We tried to be super smart and do things as cheaply as possible but make it look as expensive as possible at the same time! 

We are still so amazed by all the support and compliments we got for the changes and loads of questions as to where we got all these different things. So here is the first project: The captain's mirror.

We would have loved to buy the original but apparently the price for one of those is about 1500$ so that wasn't really going to be happening at the summerhouse, so we got the idea to make our own DIY style.

Many have done similar projects already and I will share couple of links to those here at the bottom, this is however how we made ours:

 

Firstly we bought a round wooden tray from IKEA. 

Then we painted the sides of the tray like shown here above. We used Martha Stewart paint like you can see on the image above, but I'm pretty sure you can use just about any paint you have or spray paint as long as it sticks to the wood.

Glue the mirror on the inside of the tray..

and put small hooks on the sides, we then attached black chain we already had in our storage..

Tadaaaaa ready and done and at it's final place at the summerhouse!

here are some more DIY Captain's mirrors:

House and Home:

Style at home.

Design Sponge:

And many many more on Pinterest!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sumarbústaðarbreytingarnar, hvernig gengur?

(English below)

Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast, en það er góð og gild ástæða fyrir því sossum. Við systur & makar erum búin að vera upp í bústað síðustu daga langt fram á kvöld með allskonar fórnarlömbum að vinna við að klára. Það er magnað hvað við höfum náð að plata marga til að koma og aðstoða okkur og allt eru þetta atvinnu málarar, magnað alveg!

Hann verður sossum ekki alveg tilbúinn strax, ekki svona alveg alveg, við ætlum til dæmis að mála hann að utan næsta vor. Það var ekki mjög vinsælt hjá mér að bíða með það, en það er víst "gáfulegast" að gera það.. þoli ekki "gáfulegast"!... en ég get þá látið mér hlakka til þess í allan vetur! :)

Bloggið verður stutt í dag þar sem ég er að fara í púðaverasaum og rúmteppasaum, en þið getið fylgst með því á Instagram. Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegan áhuga sem þið hafið sýnt þessu verkefni okkar. Það bætist endalaust á Instagram listann okkar og commentin sem við fáum frá ykkur eru dásamleg! Takk öll, það er geggjað gaman að gera þetta svona með ykkur!

Fyrsta nóttin á föstudaginn...

Hér eru nokkrar myndir af síðustu viku(m) af Instagram og ég mæli svo með því að þið haldið áfram að fylgjast með. Fyrsta nóttin okkar í bústaðnum verður núna á föstudaginn og þá munum við geta sýnt ykkur svefnherbergin og svona.. þó svo að allt muni ekki verða komið þá verður þetta langt komið og við munum vonandi setja djúsí myndir inn, líklega nokkrar af Irish Coffee drykkju við arininn!.. já só, í alvöru, það er must í bústað! ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The summerhouse transformation continues!

I haven't been very visible here on the blog lately, but there is a reason for that. We have been working on our little cottage for the past two weeks and it is going super well! 

We are amazed by how many have joined the following on our Instagram page and we really feel the moral support! The post today will be short and sweet since I really need to continue working, it's cushion cover and bedspread day today! And you will of course be able to see that by following Instagram or our Facebook page.

Our first night in the house will be this Friday evening and I am sure you will see some posts then.,.. mostly of Irish Coffee drinking by the fireplace! It really is a must, am I right or am I right?!

Anyhow, here are some images from the past two weeks.. this is what has been happening :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

more to come...

Lesa meira

Fyrir & Eftir- húsgagnabreytingar Röggu frænku.

(English below)

Hún Ragnhildur Ragnarsdóttir móðirsystir okkar er dúllari fram í fingurgóma og við fengum hana til að senda okkur nokkur verkefni sem hún hefur verið að gera nýlega. Þetta eru aðallega húsgagnabreytingar eða hreinlega húsgagnasmíðar en hún er með eindæmum handlagin. Okkur datt í hug að ykkur þætti spennandi að sjá nokkrar svona skemmtilegar hugmyndir og lausnir þar til að fleiri bústaðarmyndir birtast.

Hún Soffía hjá Skreytum Hús hefur skrifað um hana líka hér: enda klár hún frænka!

Nýju/gömlu náttborðin!

"Mér finnst alltaf gaman að finna og uppgötva gamla og þreytta hluti, setja þá í sparifötin og gefa þeim framhaldslíf".

Hún Ragga fann fyrst annað náttborðið í Góða Hirðinum en það kostaði heilar 3000 kr. Síðar fann hún "tvíburasystirina", svo þær verða krúttlegar systurnar þegar þessi verður komin í sparifötin líka. Seinna borðið kostaði bara 1.500.- vegna lasleika í fótaburði, en hún mun græja það á "nótæm"!

"Ég skar út nýtt stykki, og skellti því á, og svo var pússað, grunnað og málað...með smá dassi af strokum og dekri...voila"!

Rúmgaflinum reddað!

"Sá þessa elsku á Blandinu, bauð í hann fáeinar krónur og heim kom hann".

Ragga pússaði og bætti aðeins upp á slappleikann, grunnaði svo og málaði og skellti að lokum á hann skrauti úr A4. 

Þeir finnast ekki hamingjusamari rúmgaflarnir en þessi enda með eindæmum rómantískur!

Kommóðan sem þráði að verða arinn!

"Ég féll fyrir þessari kommóðu á Bland, sá í henni fullt af möguleikum!"

Hún kostaði heilar 5000.- kr. sem Ragga byrjaði á að grynna (ss tók framan af henni og gerði búkinn grynnri..), taka úr henni skúffurnar, og líma skúffufront framan á hana í staðinn fyrir litlu skúffurnar efst. Hún gerði hliðarnar aðeins þykkari, setti panel í bakið og hækkaði hana upp.

Þá var grunnaði með heftigrunn og málað með kalkmálningu, með smá þolinmæði, föndri, ást og umhyggju er hægt að gera ýmislegt skemmtilegt og ofsalega kósý eins og þessi fallegi kertaarinn sýnir.

Rándýrt sófaborð sem fékkst fyrir slikk!

Ragga fann þetta volduga sófaborð í Góða Hirðinum á 5000.- kall. Lakkaði það svart og bætti svo þessum plötum ofan á það, en það var glerplata ofan á því áður...sem var ekki gera þessu djásni neinn greiða. Ragga fékk plöturnar í Bauhaus en þær eru með svolitlu texta prenti sem gerir það enn áhugaverðara.

"Með smá hugmyndaflugi og nennu er allt hægt. :)"

 

Svart og seiðandi skrifborð!

Hún datt svo um þetta ofur-krúttlega skrifborð í Góða Hirðinum í fyrra sumar og var það bara með einn fót, hinir fluttir að heiman.

Það fékk sinn skammt af makeover: Ragga byrjaði á að pússa yfir viðinn, höldurnar teknar af, borðið grunnað og svo sagaði hún út 3 fætur í viðbót. Enda ekki hægt að hafa skrifborðið einfætt !!

Að lokum var borðið lakkað með vatnslakki, kantarnir pússaðir til að fá þetta þreytta notaða útlit og badabing badabúmm, dásemd!

Krúttað ekki satt ?!

Krúttleg kommóða!

Ragga gerði sér ferð í Keflavík og heilsaði uppá krakkana í Götusmiðjunni. Það leynast nú margir demantarnir þar og þessi fína stóra kommóða tók á móti mér og fékk hún að fylgja mér heim.

Hún grunnaði hana með heftigrunni, málaði hana og voila...nú sómir hún sér svona líka dásamlega vel á heimilinu!

Eldhússtóllinn sem þráði að vera kökustandur!

"Ég náði mér í eldhússtól í Góða hirðinum, sagaði af honum lappirnar og notaði þær fyrir súluna í miðjunni". Brilliant hugmynd að nýta eitthvað eitt í eitthvað annað. Bakkarnir sjálfir eru MDF plötur sem hún sagaði svo út.

Allt grunnað, málað og pússað létt yfir með sandpappír til að fá þetta notaða útlit. 

Þessi bakki var notaður í brúðkaupi hjá annarri frænku okkar og brúðhjónin urðu svona líka alsæl!

Þriggja hæða bakki úr salti og piparstaukum!

Þessi hugmynd er líka snilld: "Ég nældi mér í gamla salt og pipar stauka úr þeim Góða, 3 gamla bakka sem lágu þar greyin og vildu fara líka með mér heim". Svona finnast demantarnir! Allt límt saman, grunnað, málað og pússað létt yfir á eftir.

Stór og vígalegur og tekur óhemjumagn af ....ja..hverju sem er. :)

Við þökkum Röggu frænku kærlega fyrir allar þessar frábæru hugmyndir og vonum að þið hafið haft gaman og mögulega gagn af!

Þessi breytiþráhyggja er í blóðinu enda öll fjölskyldan uppfull af handverksfólki og miklum listamönnum svo það er kannski ekki skrítið að við systurnar séum stundum svolítið ofvirkar og höfum náð að gera þessa þörf okkar að atvinnu. 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Before & After - furniture renovations by our aunt!

This is Ragnhildur Ragnarsdóttir. She is our mothers sister and has a little hyperactive blood which seems to be a "running thing" in our family. She loves her grandchildren, taking photos and renovating her furnitures. She sent us couple of photos of her previous projects for us to share with you guys! So creative this lady and we really hope you will enjoy her fun ideas. 

New/old bedside tables!

She found the first one in a second hand store here in Iceland and couple of weeks later the "sister" appeared in the same store. So she has matching tables that she has renovated beautifully!

The happy bed-head!

She saw this lovely thing at an on-line "second hand" market, made a bid and home it went! She had to sandpaper it slightly, put a base coat, two coats of paint and finally she decorated it with plaster ornaments. Sometime all you need to do is give a little love and nurture and now look at this happy, beautiful thing!

 

The dresser that wanted to become a candle-fire place!

"I saw this lovely little dresser and imagined all the possibilities with it, home it came and work began".

Basically I had to put it on a little diet, make it look a bit thinner, taller with thicker sides. I decorated with plaster ornaments and paint and now, oh so cosy!!

Expensive looking coffee table but such a bargain! 

She found this great coffee table at a second hand store for very cheap! Painted it black, gave it some love and nurture and changed the glass table top with a stained and printed wood. Look how expensive it looks now! amazing!!

 

Black and luscious desk.. yes a luscious desk! 

She found this run down little thing at the market and it really needed some up-doing! Only one leg remained so she built the other, base coated, painted, sandpapered the corners slightly and decorated it at it's new little home!

Now it is used as a setting to write romantic quill pen letters to secret boyfriends.... well it should right!?

Cute dresser! 

This was a fun and easy little project, white paint, new knobs and voilà!

The kitchen chair that turned into a three tiered cake stand!

"I bought a chair from a second hand store because the legs of the chair charmed me, I cut them of and cut out MDF circles. This became the funniest little project. A Cake stand from a chair.. how unique, and it stores so many things also! :) "

"It was used at my little cousins wedding and the bride and groom loved it!"

Tiered stand made with salt and pepper shakers!

This is an awesome idea, imagine how all these things can be used for different purposes. Salt and pepper shakers and couple of bowls, now look at this beauty! 

Thank you aunt Ragga for all of these amazing ideas, we love them and we truly hope they will inspire you guys also!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Sítrónudraumur, litli frændi Limonchello!

(English below)

Æskuvinkona Tótu kom í heimsókn til okkar í gistingu eina helgi, en hún kom færandi hendi með heimabruggað Limonchello, já takk mín kæra!

Við Tóta elskum sítrónur og allt sem þeim tengist, eftirréttir með sítrónum, sítrónur í eldamennsku, sítrónur í vatni og sítrónur í áfengi, sítrónur eru æðislegar! Svo þegar vinkonan kom í heimsókn með bruggið vorum við ekki lengi að finna glös og koma okkur fyrir á pallinum að ræða nýjasta slúðrið.

Limonchello er upphaflega ítalskur drykkur og samkvæmt Wikipedia er það aðallega framleitt í Suður Ítalíu. Það eru ekki allir sammála um nákvæman uppruna drykkjarins en talið er að hann sé allavega hundrað ára gamall. Limonchello er unnið úr hýðinu af sítrónum, nánar tiltekið úr Sorrento sítrónum, gula partinum eingöngu þar sem hvíti hlutinn er mjög beiskur. Hýðið er sett í sterkan spýra þar til olían losnar frá og þessu er svo blandað við sýróp, jú vissulega er þetta stutta og einfalda lýsingin á þessum merka drykk.

Uppskriftirnar eru margar en vinkona okkar lýsti ferlinu þar sem að hún blandaði þessu saman í flösku eftir kúnstarinnar reglum og þar beið þetta í ca mánuð meðan hún og pabbi hennar skiptust á að snúa flöskunni. Drykkurinn var svo góður að hann kláraðist fljótt!

Við Tóta vorum þó alls ekki komnar með nóg af sítrusnum og vildum prufa að gera "fljótlega útgáfu" af þessum kokteil enda ekki þolinmóðustu týpurnar.

Ítalirnir myndu örugglega hengja okkur upp á rasshárunum enda dirfumst við ekki að kalla okkar drykk "Limonchello" þar sem ekki er farið eftir 100 ára gömlum reglum.

Drykkurinn okkar er líkari kokteil heldur en líkjör, ekki alveg eins sætur, virkilega ferskur og borinn fram í glasi með fullt af klaka.

Þessi uppskrift er frekar súr en mig grunar að fyrir sætabrauðsgrísina væri gott að prufa aftur með aðeins meira sýrópi og þarafleiðandi örlítið meira af vodka en halda þó sítrónusafanum í sama magni. Daufur drykkur sossum þannig séð með alls ekki nokkuð áfengisbragð, heldur sterkt sítrónubragð og sætan sítrus ilm. Ég mæli með því að þið prufið! (Frá því að ég prufaði þetta fyrst hef ég gert aftur og þá með tvöföldu magni af sýrópsblöndu, hélt sama sítrónumagninu og bætti við slatta af Vodka, smakkaði til, það var ekki síðra, sætara og ekki alveg eins súrt.. held ég muni gera þetta þannig aftur næst ;)

Uppskrift:

1 bolli hvítur sykur

1 bolli vatn

Hýði af 2 sítrónum (bara guli parturinn, ekki hvíti)

safi úr 4 sítrónum

200ml vodki. (Má vera meira, hér þarf að smakka aðeins til...)

Aðferð:

Byrjið á því að blanda bolla af vatni og bolla af sykri saman í potti á hellu ásamt hýði af tveimur sítrónum. Hitið þar til sykurinn bráðnar og haldið áfram þar til blandan sýður og bubblar, leyfið henni að gera það í 2 mínútur og slökkvið þá undir pottinum og leyfið að kólna svolítið niður.

Kreistið safann úr öllum sítrónunum og passið að engir steinar séu í vökvanum.

Blandið safanum, sýrópinu og vodkanum saman, setjið í glös með miklum klaka og njótið!

Jább, ekki að grínast...svona einfalt!! :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Lemondream cocktail, Limonchello's cousin...

 

I adore lemons, with everything, in food, in desserts, in smell, in water, in soaps and especially in alcohol!

Yes I do, they are so super fresh and wonderfully fragrant! So when a dear friend of ours came for a visit the other day with a home brewed Limonchello that had taken her about a month to make, I wasn't long to take out glasses and ice! Juhuuummm!!

Limonchello is originally an Italian liquor that is said to be at least 100 years old. It is traditionally made with Sorrento Lemons in the south of Italy and it is Italy's second most popular drink. Limonchello is served ice cold, in frozen shot glasses and is a popular dessert wine that has been seeing growing popularity in the past couple of years outside of Italy, f.ex. in posh restaurants in the US. This is of course all according to our dear friend Wikipedia so I do hope that I am getting this all more or less correct.

We finished the bottle relatively quickly and I wanted to try to make my own. My patience does not cover a month of brewing so me and Tóta tried to make a very quick little version.

It is of course NOT Limonchello and we would never compare the two except for the lemons... and sugar syrup... and alcohol.. but still it is not Limonchello as it is supposed to be done! See, I am respecting the original!

I would like to try this recipe again with a bit more syrup and a bit more vodka but keep the same amount of lemon juice... making it a bit sweeter and more alcoholic, until then I really enjoyed this super fresh drink!

Ingredients:

1 cup sugar

1 cup water

Zest of two lemons

Juice from 4 lemons

200ml Vodka. (may be a little more, taste until right).

 

Method:

Start with blending sugar, water and lemon zest in a pot and heat until the sugar is dissolved. Bring to the boil and let it bubble for about two minutes and then cool.

Squeeze the juice from all the lemons and make sure to remove all the seeds.

Mix the lemon juice, the vodka and the syrup together and serve in tall glasses with loads of Ice!

Yes, it's THAT simple!!

Enjoy!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, svefnherbergi og svefnloft.

(English below)

Svefnherbergi eitt...

Bústaðurinn er kannski ekki sá stærsti á landinu, en við ætlum að gera hann nýtilegan fyrir eins marga og hægt er með því þó að hafa hann þægilegan.

Fyrsta svefnherbergið er það stærsta, þar er hellings skápapláss og furuklæddir veggir í hólf og gólf. Hér stefnum við á að mála og ætlum að hafa veggina gráa alveg eins og frammi og loftin hvít. Fyrsta hugmyndin var að hafa herbergin alveg hvít, bæði veggi og loft en þar sem að bústaðurinn er ekki svo svakalega stór þá höldum við núna að það verði betra að hafa allt eins. Grái tónninn verður heldur ekki svo svakalega dökkur, svo herbergið mun ekki minnka, heldur verða bara enn meira kósý ef eitthvað er... (það er vonin allavega!)

Þessu svefnherbergi viljum við halda léttu og ljósu með gráum og gylltum tónum. Við elskum að blanda áferðum og munum gera það með mismunandi púðum, rúmteppi og kósý teppi. Eins viljum við halda lýsingunni góðri. Hér er aðalatriðið að vera með gott lesljós og notalega og hlýlega "kúri" birtu.

 

Þessi ljós eru bæði frá IKEA en þau gætu passað vel inn í þetta herbergi, aðeins að tengja bastið við körfurnar og mottuna í stofunni... þetta gæti verið eitthvað...

Mér finnst líka ofsalega fallegt að blanda svolítið af bleikum tónum við gyllt og grátt eins og sést á þessari mynd, svo það væri gaman að finna fallegt efni í "gammel-rose"..svolítið svona "Lauru Ashley" tón. Eins og hér er líka fallegt að grípa gyllta litinn með skrautmunum á náttborðinu.

Við erum aðeins að hugsa um náttborðin hér, það væri gaman og parktískt að koma fyrir kommóðu öðru megin, en hinum megin gæti verið annarskonar náttborð. Við erum ekki alveg búin að ákeða þetta, en hér eru td nokkrar sniðugar hugmyndir:

Svefnherbergi tvö...

Seinna svefnherbergið verður svo aðeins grárra, við viljum að hvort herbergið verði með sinn stíl og ekki alveg eins, en þó tengingu, svo maður sjái að þau eigi heima saman. Hér er myndin sem að líkist okkar hugmynd best:

Það eru auka stólar sem fylgja bústaðnum sem við vorum einmitt búin að hugsa okkur sem náttborð í þessu herbergi, og eins og sést hér kemur það mjög vel út, mála matta svarta og búmm done, ef að þeir eru ekki of stórir þá gæti þetta orðið lausn sem gæti hentað.

Ég á svo grátt efni á saumastofunni hjá Volcano sem að ég hef hugsað mér að nota í rúmteppi og kannski sauma svartan flaueliskant eða fóðra með svörtu flaueli sem er svo brotið yfir, eða bæði... Svo þurfum við að hafa svolítið af púðum í stíl og blanda öðrum tónum aðeins við.. kannski svolítið út í fölgrænt flauel, það gæti verið fallegt!

Það er eitthvað dálítið öðruvísi og ferskt við þennan tón, eruði ekki sammála?

Þessi myndaröðun fyrir ofan rúmið held ég að muni koma dásamlega vel út í þessu herbergi. Hér verður rúmið upp við vegg (ekki undir glugga eins og í hinu).

6 rammar eða þessvegna 9 stórir rammar með mikið af hvítu og litlar myndir inní.. þetta gæti verið málið...

Í þessu herbergi verður líklega ekki pláss fyrir fataskáp, svo hugmyndin er að reyna að koma fyrir kommóðu og snögum, þessir finnst okkur fallegir..

Eða eitthvað í þessum dúr eins og við erum með í versluninni okkar, nema með stærri snögum í stað hnúða. Þetta gæti líka orðið lausnin á ganginum fyrir útifötin.

Þá er það svefnloftið!

Það er ofsalega lágt, aðeins lægra en á myndinni fyrir ofan og er einmitt með svona lítinn krúttlegan glugga við endann! 

Við eigum tvær gamlar ferðatöskur sem við höfum hugsað okkur að nota sem náttborð öðru megin og gamlan viðarkassa hinumegin (þá er líka hægt að raða fallegum bókum inn í kassann.

Hér verður allt ofsalega hvítt með poppi af litum. Loftið verður hvítmálað sem og bitarnir og það litla sem sést af vegg þar sem meginpartur loftsins er undir súð, verður í gráa bústaðarlitnum.

Ég elska svona myndir á gólfi sem halla upp að veggnum svo ég er aðeins að ýta á Maríu systur að mála eitthvað hér... við skulum sjá! :)

Þessi bekkur hérna fyrir framan rúmið finnst mér líka snilld! Við þurfum aðeins að sjá hvort að það verði nægilegt pláss, en ég læt mig dreyma.

Það verða tvær mottur sitthvorumegin við rúmið sem að við fengum í Ilvu svona langar og mjóar. Önnur ferðataskan sem verður í náttborðinu er líka blá svo þetta rými verður í ljósu, gráu og bláu, ferskt og fallegt!

Gluggarnir í öllum svefnherbergjunum eru nú þegar með myrkrunargardínur sem við ætlum að sjálfsögðu að halda, íslenskar sumarnætur og allt það. Það eru líka tau gardínur núna fyrir öllum gluggum sem við ætlum að fjarlægja þar sem við viljum að gluggarammarnir sjálfir fái að njóta sín betur. Hlýleikinn af tau-inu er samt eiginlega ómissandi í svona bústað svo ég held að þessi lausn muni sóma sér vel..

Létt og fallegt hör eða bómullarefni á gormi eða lítilli þrýstistöng, já þetta er málið!

Á efri hæðinni er líka pláss fyrir annað lítið 90cm rúm sem við ætlum að koma fyrir við rimlana niður í stofu, hugmyndin er að gera svolítið krakkarými.

Við ætlum ss að taka fæturna af rúminu þar sem það er of hátt og þá liggur það alveg á gólfinu með stórum og djúsí púðum við bakið, svo verða hér tvö heimasaumuð hrúgöld úr sama efni og við ætlum að klæða rúmið (og sófann í stofunni) svona svolítið sjúskað leðurlíki. Svo verður hér æðisleg kringlótt fléttuð motta sem að fylgdi með bústaðnum og þessi eining sem að við keyptum á Skreytum Hús sölugrúppunni:

Hér ætlum við að kom fyrir litlu sjónvarpi og DVD diskum í skúffurnar sem og allskonar kössum og körfum með dóti og spilum. Ekta svona kósý krakkahorn sem getur nýst sem auka svefnpláss fyrir ungling eða einn fullorðinn. Einingin verður á miðju gólfi og mun því skipta svefnloftinu aðeins niður: krakkarými VS svefnrými. Hér mun því hver centimeter nýtast án þess að vera yfirfullur eða troðinn.

Eruð þið ekki að sjá þetta fyrir ykkur?! :)

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með öllum breytingum og sniðugum verkefnum hér á blogginu svo það er um að gera að fylgjast með. Við erum líka alltaf opin fyrir hugmyndum svo endilega kastið á okkur ef þið eruð með góð og sniðug ráð! 

Nú er bara málerí en það er að ganga alveg fáranlega vel, við erum dugleg að henda inn myndum á Instagram síðuna okkar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Brainstorming for the summerhouse: bedrooms and sleeping loft.

We keep on brainstorming for the summerhouse. The paint-job is going super well and is almost finished. It is taking a while to paint this though, not having flawless walls but panelling means brushes which is so time consuming. It will however look super cosy and warm so I believe it is totally worth it.

Bedroom one:

We were thinking of having the bedrooms in all white but after a great consideration de decided to go with the same grey as in the main space. The house isn't huge and keeping consistency we believe will function better.

The first bedroom is the largest, great closets with beautiful panelling and lovely ceilings which will be white. We want to keep this room light and intend to use soft greys, beige, gold and perhaps a little gammel-rose pinks. The main thing is lovely lighting which is good for reading and snuggling.. I mean that is the point of cosy summerhouses right?!

This image describes this room pretty well:

We have found some samples of fabrics for the bedspread, natural, grey/brown soft tones mixed with a bit of soft velour, glitter and knits. I love mixing textures and think it makes everything look more "expensive" and interesting.

Bedroom two.

The second bedroom will be a bit cooler, more grey tones and blacks. We want to keep on mixing textures and the bedspread will be a mix of black velour edging and a grey wool blend. Pillows in blacks, knits, greys and perhaps we will introduce a little green to this space, I think that could look good.

These couple of images sort of give you the right feel..

Can you imagine how lovely this can look, cool and crisp and not exactly summerhouse-y, but we think it will work! Girls gotta hope right?!

The loft.

Finally we have the loft bedroom. It is a very low space, crawling really and perfect for kids and teenagers. I do think I will spend a lot of time here reading, it is the perfect place to read I believe. Very snuggly, cosy and now since it has become white, super crisp and clean, bright and fresh, (wow lots of adjectives!!.. but you get the point)

 

This is how it was before...

This is how we want it to look...

We have two old suitcases and one of them is blue, which we want to use as bedside table on one side with an empty box on the other side. The colour blue will be kept throughout in detailing, pictures, cushions and a throw. 

We are having rugs in every bedroom under the front part of the bed like so:

We would however like to change it up a bit on the loft and have two smaller ones on either side of the bed.. oh you know, just because! :)

Something like this and we found lovely rugs at Ilva in Iceland.

The rugs are like these:

The loft is surprisingly spacious and we are going to fit in a kids play-space mixed with a TV area and an extra bed. It sounds like it is huge but really it's just a space all in one.

We have a single box mattress from IKEA we are going to use without legs, cover it with foe leather and bunch of pillows, essentially making it a sofa/bed. Then we are going to sew two bean bags from the same material and place couple of side-tables made of old wooden boxes with cute lamps. The devil is in the details you know!

Then we found a cheap second hand TV cabinet we are placing on the middle of the floor and that will actually divide the space into two but still keeping everything open and light: TV/kids area VS bedroom space. Are you seeing it?!

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

 

 

Lesa meira

Uppáhalds veitingarstaðirnir í Reykjavík.

(English below)

Við höfum svo sannarlegar tekið við ótrúlegum fjölda ferðamanna í allt sumar í búðirnar okkar og þá sérstaklega á Laugavegi. Ferðamennirnir fylla göturnar og blása þvílíku lífi í miðbæinn, veitingarstaðir eru ávallt fullir, hótelin og gistiheimilin bókuð og í nógu að snúast!

Það er svo gaman að fá allt þetta fólk til okkar þar sem það leitar að íslenskri hönnun, einhverju öðruvísi sem fæst kannski ekki hvar sem er, sérstaklega leitar það að ferðamannavöru sem er ekki of "ferðamannaleg". Vörurnar frá Kristu Design hafa því verið einstaklega vinsælar í allt sumar, Dolly lömbin, Kirkjuprýðin, Íslandsplattarnir og fleira íslenskt sem sómir sér vel á hvaða heimili sem er og er jafnvinælt meðal Íslendinga og útlendinga.

Vendingurinn er einnig ótrúlega vinsæll hjá ferðamönnunum, en álíka vöru hafa þeir ekki séð.

Þeir hafa líka gaman að því að skoða öll ljósin í búðinni en krukkuljósin eru endalaust mynduð sem og ljósin fyrir ofan eldhúsdeildina en þau eru gerð úr gömlum bökunarformum.

Það myndast því oft heilmikil umræða við þennan fjölbreytta hóp fólks sem spyr um verslunina, framleiðsluna og ekki líður á löngu þar til það vill fá ábendingar um veitingarstaði. Alltaf endum við í matarumræðunni! :)

Eftir að hafa skrifað nokkra af okkar uppáhalds veitingarstöðum á blöð trekk í trekk ákváðum við að prenta einfaldan bækling fyrir gestina okkar þar sem þeir fengu beint í æð okkar uppáhalds staði. 

Það þykir ástæða til að benda á það að bæklingurinn var ekki gerður í samvinnu við neinn af stöðunum, þetta er algjörlega okkar persónulega skoðun og ekkert annað. Ég er ekki frá því að ykkur heimamönnum gæti þótt þetta spennandi enda flottir staðir hér á ferð.

Vitabar- einfaldlega bestu borgararnir í bænum, Bergþórugötu 21, 101 Reykjavík.

Ölstofa Kormáks og Skjaldar- heimilislegur bar, fullur af vinalegum heimamönnum og Bríó bjór, Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík.

Kex Hostel- notalegt og öðruvísi umhverfi, góður matur og drykkur í skemmtilegri blöndu heima- og ferðamanna, Skúlagata 20, 101 Reykjavík.

Íslenski barinn- frábær íslenskur matur í hliðargötu af Laugaveginum, kósý stemmning og létt andrúmsloft, Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík.

Café Rósenberg- Lifandi tónlistarviðburðir nánast öll kvöld í hlýlegu umhverfi og maturinn er alltaf frábær, Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík.

Le Bistro- langar þig að kíkja til Frakklands? Kíktu þá hingað og fáðu þér geitaostasalatið eða lauksúpuna! Laugavegur 12, 101 Reykjavík.

Snaps- einn vinsælasti veitingarstaðurinn í Reykjavík, geggjaður matur og andrúmsloftið er ferskt og lifandi, Þórsgata 1, 101 Reykjavík.

Sandholt- fallegt bakarí þar sem glæný sérbökuðu vínarbrauðin bráðna, ójá! Laugavegur 36, 101 Reykjavík.

Kaffibrennslan- notalegt kaffihús á Laugaveginum með skemmtilegu útisvæði, túnfisksalatið er líka æði! Laugavegur 21, 101 Reykjavík.

The Coocoo's Nest- besti brunchinn í bænum í yndislegu umhverfi, þessi er úti á Granda og vel þess virði að prufa! Grandagarður 23, Reykjavík.

Sundhöllin- við urðum að benda á þessa, einstaklega skemmtilega innréttuð sundlaug, þessa þurfa allir að hafa prófað, orginalinn! Barónstíg 45, 101 Reykjavík.

Við vonum að þessar ábendingar geti nýst ykkur vel næst þegar þið viljið prufa eitthvað nýtt í miðbænum!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Our favourite restaurants, café's and bars in Reykjavík.

We have had such a great summer in our store, we just opened in February this year in Reykjavik, in the form it is now so technically this is our first real summer.

The amount of travellers, tourists and locals is amazing and we have been so fortunate to welcome them to our store. Loads of travellers are looking for souvenirs and mementos from Iceland but they want it to be timeless, not TOO "touristy" and one of the most popular and most common requests: "is it really Icelandic"?!

We are proud to be able to service these clients whereas vast majority of our products are made by us, in Iceland, very local and some even from Icelandic materials. This means we have loads of items that fit the brief!

Our store is a cosy boutique, with seating for the gentlemen and hot coffee, they love that!

Often the conversations start flowing, questions about the store, the designs and the manufacturing as well as "where should we eat"! I can definitely relate to that, and looking for a local place recommended by a local is always a plus!

So after writing the same couple of places down again and again we decided to make a little brochure for the client to take with them. It is just our personal opinions and the places we love! We find it necessary to say that we did this completely by ourselves, the restaurants had nothing to do with it and I am not even sure they know about this.

Anyway, these are the places we recommend, the foodies behind Systur & Makar!

Vitabar- Best burgers in town, simple as that! Bergþórugötu 21, 101 Reykjavík.

Ölstofa Kormáks og Skjaldar- Bar full of friendly locals and fine beer! Vegamótastígur 4, 101 Reykjavík.

Kex Hostel- Fantastic surroundings, great atmosphere, food and drinks! Skúlagata 20, 101 Reykjavík.

Íslenski barinn- Eccentric environment, fantastic food! Ingólfsstræti 1, 101 Reykjavík.

Café Rósenberg- Live music & great food, experience the local musicians! Klapparstígur 25-27, 101 Reykjavík.

Le Bistro- French cuisine, beautiful restaurant and the goats cheese salad is a bliss! Laugavegur 12, 101 Reykjavík.

Snaps- Nordic cuisine, trendy bar and restaurant with open kitchen, worth the buck! Þórsgata 1, 101 Reykjavík.

Sandholt- Beautiful bakery, a lovely place to savour your sweet tooth! Laugavegur 36, 101 Reykjavík.

Kaffibrennslan- Lovely outdoor area at the main street, great coffee and the tuna salad is nice! Laugavegur 21, 101 Reykjavík.

The Coocoo's Nest- Just a little out of the way, but make a trip there and you won't regret it! The best brunch in town! Grandagarður 23, Reykjavík.

Sundhöllin- The most original swimming pool in Reykjavík! Barónstíg 45, 101 Reykjavík.

We truly hope this little list can help you in the next quest for something to fill your tummy!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Hugmyndabanki fyrir bústaðinn, stofa og eldhús.

(English below)

 

Jú við fórum náttúrulega á flug í að finna fallegar myndir til að gefa okkur innblástur og hugmyndir að innréttingum og stíl í bústaðinn.

Brátt fundum við þessar myndir svo þá var eiginlega ákveðið strax að hafa hann svartan að utan með hvítum gluggum. Við erum ekki alveg ákveðin í því hvort við málum hann núna eða næsta vor. Ég er að elska þennan Skandinavíska stíl. 

 

Inní bústaðnum viljum við svo vera með hvít loft, glugga og hurðar sem og hornlistana en gráa veggi. Við ætluðum svo að hafa herbergin með hvítum veggjum en þegar við byrjuðum sáum við að þar sem bústaðurinn er ekki svo stór þá höfðum við herbergin grá eins og frammi. Eins viljum við vera með svolítið af svörtum hlutum, eitthvað af mublum, svarta myndaramma og svart í púðum og öðrum smáatriðum. Við vonum að með þessu verði bústaðurinn hlýlegur en einnig svolítið rokkaralegur og öðruvísi.

Ég vil byrja á því að segja ykkur aðeins frá hugmyndunum fyrir aðalrýmið: stofuna, borðstofuna og eldhúsið.

Viðarbitana í loftunum viljum við dekkja aðeins og koma þeim viðarlit inn í hillur og borðplötu líka. Þessi mynd er svolítið lýsandi..

Við urðum strax hrifin af því að halda svolítið af viðarlit í bland við ljósa veggina, bastið er líka hlýlegt og það verður bara að vera svolítið af basti í bústöðum, eruði ekki sammála?

Hér eru fleiri myndir sem að við fundum fyrir stofuna:

Litirnir á þessari mynd eru aðeins of kaldir miðað við það hvernig við viljum, en okkur finnst sófinn skemmtilegur og ætlum að nýta þessa hugmynd.

Pælingin er ss. að græja sófa úr einstaklings rúmi og púðum og pullum. Við þetta er þá einnig möguleiki á auka gistirými án þess að vera með svefnsófa sem að við fundum ekki í réttri stærð. Við vonum því að þessi lausn muni nýtast vel og koma skemmtilega út. Við munum að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með því þegar þar að kemur... 

  

Svartir tónar í bland við ljósa, gráa og viðarlit, þetta finnst okkur kósý og sófinn fullur af pullum "kallar" bókstaflega á mann!

Við erum virkilega hrifin af sófaborðinu á þessari mynd, enda hafa járnborð í þessum stíl verið vinsæl uppá síðkastið. Hugmyndin er að smíða okkar eigið borð, mögulega með hillu í miðjunni eða neðarlega líka til að geyma bækur ofl. Með því að gera borðið sjálf munum við geta notað sama viðinn í borðplötuna eins og við stefnum á að nota í hillur í eldhúsinu, þar mun myndast tenging og heildarmynd á rýmið.

Við erum með einn karamellu brúnan leðurstól sem við viljum hafa í stofunni, ekki eins og á myndinni en þessi gefur smá hugmynd. Okkur grunar að hann komi með mikinn hlýleika og muni brjóta svolítið upp ljóst umhverfið. Grænar plöntur eru líka dásamlegar í bland við þessa tóna svo það verður eitthvað valið af þeim fyrir stofuna, ætli það endi ekki í plastplöntum þar sem þetta er uppí sumarbústað og við ekki ávallt á staðnum til að vökva og sinna þeim, en "lookið" verður klárlega til staðar!

Stækkanlegt borðstofuborð fylgir bústaðnum ásamt stólum. Settið er furusett, klassíkst sumarbústaðarlook sem að við viljum aðeins poppa upp.

Stólana ætlum við að lakka svarta sem og borðfótinn en borðplatan mun fá að halda viðarlitnum þar sem hún verður bæsuð í stíl við sófaborðið, eldhúshillurnar og loftbitana. Við erum líka búin að kaupa einn svartan baststól úr IKEA sem að verður á öðrum endanum og dökkan bekk sem verður á annarri hliðinni. Við þetta verður hellings sætapláss og borðið nær vonandi áfallt að vera í fullri stærð.

Einnig fylgir ofsalega fallegur postulínsskápur sem við erum að hugsa um að mála svartan. Við systur vorum alveg ákveðnar í að mála hann hvítan fyrst en erum nú orðnar mjög heitar fyrir svarta litnum. Ég er svakalega spennt fyrir því að sjá hvernig hann kemur út og það væri alveg spurning að halda hluta af honum viðarlitum.. borðplötu og hillum eins og á myndinni hér að ofan eða mögulega öllu innvolsi... þetta verður spennó!

Eldhúsið er skemmtilega skipulagt með ofsalega góðu innvolsi nú þegar. Við viljum þó fjarlægja efri skápana og létta aðeins á innréttingunni með því að koma með opnar hillur. Borðstofuskápurinn mun hýsa mikið af postulíninu hvort eð er svo að hillurnar verða meira til að létta á rýminu og til að leyfa fallegum skrautmunum að njóta sín.

"Einnig ætlum við að láta sprauta fyrir okkur eldhúsfrontana hvíta í stíl við loftin, gluggana og hilluberana. Hillurnar verða viðarlitar en borðplatan er nú þegar dökkgrá og mjög fín svo henni viljum við alls ekkert breyta." Þessi setning var skrifuð áður en að við máluðum veggina, innréttingin er svolítið ljósbleik í furuumhverfinu en nú þegar búið er að mála grátt og hvítt í kring þá finnst okkur hún alls ekkert svo slæm.. við ætlum því aðeins að bíða með að sprauta innréttinguna og eyða peningunum frekar í skrautmuni, (við systur erum snöggar að aðlagast.. ;)

Í næsta pósti ætla ég aðeins að segja ykkur frá svefnherbergjunum og svefnloftinu.. fylgist því endilega með elskurnar! :)

Við bendum á að allar myndirnar í þessum pósti má ýta á og finna uppruna hverrar myndar.

Við erum svo með eiginlega "live feed" af breytingunum á Instagraminu okkar, endilega fylgist með þar.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Mood-board for the summerhouse: kitchen, living and dining.

We started planning for the look for the summerhouse couple of weeks ago and have decided to paint it black on the outside with white detailing. This will probably not happen until next spring because it is "PRACTICAL"... hate the term "practical", but I might have to give in, we'll see..

This Scandinavian look is so up our alley and we are loving it..

On the inside we will have white ceilings, doors, windows and cornices which will pop with the grey walls. We also meant to paint the rooms completely white but have now decided to keep them grey like in the main space. 

We love black details, not exactly "summerhouse-y", but we like that.. a bit more rock, modern and cool but still keeping it classy and cosy! Black picture frames, couple of furnitures in black, pillows and details

Here are some ideas for the kitchen, living and dining...

The wooden beams in the loft we decided to darken and it has now a dark walnut colour, absolutely lovely! We will also introduce this stainer to the dining-room table, kitchen shelves, living-room bench and sofa table and that will connect all those spaces together.

We also want to introduce some bast, in summerhouses you've got to have some bast, don't you think?!! Living room rug, baskets etc...  

Whereas we didn't find a sofa that fitted perfectly into the space we have decided to make our own from a bed and pillows. This will give us an extra sleeping "just in case" and we find it to be super cosy looking! We are also going to make our own sofa table, metal structured frame with stained wood matching the ceiling beams and dining room table. Introducing a little industrial feel we will continue that style throughout the space.

The kitchen is a bit heavy as it was originally so we removed the upper cabinets which lightened this whole space. We will add open shelving instead and paint the buffet black. We were going to paint the kitchen fronts in white but are going to hold on that thought for now since the colour of the cabinet changed completely when we painted the surrounding walls.

In the next post I will tell you more about the bedrooms, loft and bathroom so please stay tuned.

We have a little "live feed" on our Instagram page which you can follow.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Við erum eins árs- þetta fengum við okkur í afmælisgjöf!!!

(English below)

Aðvörun: þessi póstur er fullur af sjálfshóli og er vissulega viðurkenning á eigin geðveilu.. haltu áfram ef þú vilt vita meira!

Ef að þið haldið að okkur leiðist eða að við höfum ekki nóg að gera með að sinna framleiðslunni, verslununum tveimur, blogginu, netversluninni, starfsmannamálum og markaðssetningu meðan reynt er að halda þokkalega eðlilegu heimilislífi, þá skjátlast ykkur.

Stoppar það okkur í að taka að okkur fleiri verkefni? -NEI, alls ekki! Ég er farin að hallast að því að við þrífumst best þegar við erum að drukkna í vinnu! 

Við vorum neflinlega í "vinnufríinu" okkar að leysa af í versluninni á Akureyri um daginn og þá spratt upp ný hugmynd! Það er líka svo skemmtilegt að hugmyndin kom á sama degi og fyrir ári síðan þegar við fengum hugmyndina að verslun Systra & Maka. Alveg eins og fyrir ári síðan, uppá dag sátum við systur í sitthvorum bílnum á leiðinni suður og skrifuðumst á í gegnum Facebook, sms og Snapchat um það hvernig við ætluðum að útfæra hugmyndina. Þetta var algjört Deja-vu!

Hugmyndin var sem sagt sú að kaupa okkur sumarbústað, sem fyrirtæki, til að leigja út, eiga og njóta! Það er líka svolítið gaman að við systur erum iðulega taldar þessar klikkuðu í hópnum sem vilja ALLT STRAX... hugmyndin að bústaðarkaupunum kom frá maka og var ekki síður æst upp af hinum makanum. Þau eiga að heita þessi stabílu í hópnum, þessi sem sjá um allt þetta leiðinlega: fjármál, ábyrgð og annað slíkt. Svo það er ekki von að við systur veðruðumst svolítið upp og vorum kannski aðeins búnar að kaupa 3 rúm, bekk, rúmföt, skálar, hnífapör, stól, púðaver, krukkur og gólfmottu áður en að við höfðum fengið hann afhentan ! Ég meinaða, við hverju bjuggust þau !?!

"Nei en frábært, Systur & Makar orðið árs gamalt fyrirtæki, til hamingju, gerðuð þið eitthvað til að fagna afmælinu?"

-"Heyrðu já, gaman að segja frá því, við keyptum okkur sumarbústað"!! 

Nema hvað að úr varð að við fórum að leita, við systur lágum yfir fasteignasíðunum í bílunum í misgóðri internet tenginu um leið og við lágum yfir hugmyndum á Pinterest. Það er neflinlega ekkert alltaf tiltökumál að vera komin með aðstöðuna þegar við erum búnar að hanna allt innvols, við aðlögum svo bara hugmyndirnar að aðstæðum. Þannig var það með verslunina fyrir ári og þannig er það með bústaðinn núna og hentar okkur bara fínt!

Fallegan sunnudagsmorgun rétt um viku eftir að hugmyndin fæddist fórum við fjórmenningarnir í bíltúr um sumarbústaðahverfin til að skoða hvað væri í boði. Við stoppuðum á Cafe Mika til að borða eins og ég skrifaði einmitt um hér: (alveg bannað að gleyma að borða!)

Veðrið var dásamlegt og við skoðuðum nokkra bústaði sem við höfðum mælt okkur mót við.

Margir hverjir spennandi og verandi ansi nösk í að "tala okkur upp" í hugmyndirnar, þá voru nánast allir að koma til greina. Jú jú það var iðulega eitthvað sem mátti betur fara: stiginn á svefnloftið var ekki nógu sterkur hér, gólfið hallaði svolítið hér, ansi mikil fluga á þessu svæði en flestir komu þó alveg til greina.

Við vorum svo á leiðinni heim, búin að fá nóg eftir daginn og eiginlega orðin of sein í síðasta opna húsið þegar við ákváðum að hringja í fasteignasalann og biðja hann aðeins að hinkra. Æi, við vorum svo nálægt svo við skelltum okkur í heimsókn með litlar væntingar.

Um leið og við stigum út úr bílnum var blankalogn, engin fluga og dauðaþögn! Við vorum í miðjum fjallahring í algjörri kyrrð í dásamlegu umhverfi. Aðkoman er frábær með ofsalega snyrtilegu bílastæði með hliði sem opnast inn í verðlaunagarðinn, jebb, verðlaunagarðinn!! Nokkrir viðarpallar leiða mann upp að bústaðnum framhjá fánastöng, jebb fánastöng! Við vorum strax að elska umhverfið!

Pallurinn í kringum bústaðinn er stór og snyrtilegur með glæsilegum og vel hirtum garði. Þar má finna útiskúr sem seinnameir mætti gera að hrotukofa eða votrými fyrir útisturtu og gufubað td. Gróðurhús fullt af jarðaberjum og þar fyrir aftan er rabbabaragarður og grænmetisgarður. Ekki nóg með það eru þarna rólur, rennibraut, sandkassi og fótboltavöllur, já og nei ég er ekki að grínast!

Þá var kominn tími á að kíkja inn, hann er svona svolítið týpískur furu-panilklæddur svefnloftsbústaður. Við höfðum skoðað nokkra í svipaðri teikningu en þessi var langtum skemmtilegastur og skipulagið innandyra sérstaklega vel heppnað og vel nýtt. Jú og við hliðina á hurðinni inn er lítil útigeymsla, svona köld geymsla fyrir grillið og gosið, æi þið vitið..næs bara!

Um leið og komið er inn er baðherbergi til vinstri með sturtuklefa, beint á móti er fyrsta svefnherbergið og þar við hliðina, svefnherbergi tvö.

Hægramegin fyrir aftan útihurðina er stiginn upp á lágt svefnloft með glugga, ég sé fyrir mér að lesa þó nokkrar bækur á þessu lofti, brjálæðislega kósý!

Fyrri eigendur eru nostrarar fram í fingurgóma, hann smiður sem var búinn að ganga ofsalega vel frá öllu, hvergi vantaði lista og allt til fyrirmyndar. Hún er greinilega ein sú allra snyrtilegasta í bransanum; það var ekki rykkorn að sjá og svefnloftið var "spotless"! Ofninn er kapituli útaf fyrir sig en ég hef aldrei séð jafn snyrtilegan ofn, hann er eins og nýr, en hún hefur samt örugglega verið búin að baka þó nokkrar kökurnar í honum þessum!

Þegar komið er inn í opna rýmið er eldhúsið í horn á vinstri hönd, stór ísskápur með frysti, búrskápur, uppþvottavél og eldavél með ofni. Þar við hliðina er stækkanlegt borðstofuborð og svo hurð út á pall (sem horfir yfir gróðurhúsið, rólurnar, fótboltavöllinn og fjöllinn, sleppur alveg)... Vinstra megin er svo stór veggur með ofsalega fallegum postulínsskáp, kamína, (KAMÍNA!!!) og hornsófi fyrir framan stóra og opna glugga.

Við áttum ekki orð, buðum í hann og fengum hann, badabing badabúmm, til hammó með ammó!!!

Stíllinn mun breytast, við þurfum að hafa puttana aðeins í útlitinu á honum og sníða hann aðeins að okkar "looki" með vörum frá Kristu Design, rúmteppi og púðaver saumuð á saumastofu Volcano Design osfrv. Hann er ofsalega notalegur og við viljum alls ekki missa það enda sómir þetta útlit sér mjög vel í mörgum íslenskum og erlendum bústöðum!

Við viljum þó létta hann svolítið og stefnum á að mála og breyta húsgögnum og uppröðun og gera hann aðeins öðruvísi en "klassískir íslenskir sumarbústaðir" en passa þó að missa alls ekki "kósý factorinn".

Við erum með ýmsar sniðugar hugmyndir og skemmtilegar lausnir sem við ætlum að leyfa ykkur að fylgjast vel með hér á blogginu og hvet ég ykkur því til að tékka reglulega, eins er hægt að skrá sig á bloglovin hér fyrir neðan eða fréttabréfið hér að ofan hægra megin.

Við verðum því fjarri góðu gamni og höldum upp á afmælið með pensilinn á lofti!

Þetta verður eitthvað... ;) (já og hér fyrir neðan í enska textanum eru fleiri myndir..)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Systur & Makar are turning one year old today- we bought a summerhouse as a present for us!

Yes, it's true! Today it has been a year since we opened our first Systur & Makar store in Akureyri! 

Almost four weeks earlier last year we got the idea to open Systur & Makar, this year, at exactly the same time we got the idea to buy a summerhouse here in Iceland.

September 5th last year we opened up our store, September 5th this year we will get the keys to the summerhouse!

It's just remarkable timing and we can hardly believe it, this is apparently our time of the year when the ideas are flowing and the action is taken!

(This time next year: we will be put to sleep!)

Anyway, the idea was to find a house we could refurnish, paint and up-do for us to enjoy and rent out to travellers. We started looking and found this little gem just about 40 minutes from Reykjavik city in a lovely summerhouse area. It is a beautiful little cottage with two bedrooms, bathroom with a shower, low sleeping loft and an open area for a kitchen, dining and living. 

It has a fireplace in the living room and a lovely, price winning garden! (We have to keep that up for sure!) The previous owners were an older couple that had nurtured the garden and the house since I believe they got it. The garden has plenty of grass and greenery as well as the natural old lava surrounding this area and a large wooden patio with a path to a little outdoor house. This little cabin could be turned into an extra bedroom or a wet area with a shower, bathroom and changing room whereas we are thinking of bringing in a hot tub for the outdoor space, that is pretty much a "must" in Icelandic summerhouses! 

The garden also has a football field, a garden-house with strawberries and a kids playground with swings and a slide.

It is located in a beautiful valley surrounded with tall mountains, such a dream!

Right now it is in the traditional summer house - pine covered look from ceiling to the floors which is a style that is super cosy and warm. We would however like to brighten it up a bit, the ceilings will be white, the beams wooden, slightly darker than now and the walls light grey. We want to import little black features to the area, soft tones mixed with caramel, chalk, contrasts and greenery. 

Lots of soft furnishings such as blankets, pillows, throws and carpets in loads of textures mixed with bast baskets, glass vases and black picture frames. We want the lighting to be soft with lamps that can be dimmed and a kitchen with open shelving.

Yeah, it will be a change and we will show you everything on the way. Please stay tuned by following our blog, loads of DIY ideas and fun "before and after" images coming soon!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Er að koma káputíð?

(English below)

Það er leiðinlegt að viðurkenna það en sumarið er á undanhaldi og haustið er farið að færast yfir. Mér finnst reyndar oft mun skemmtilegra að klæða mig á haustin þar sem stórir klútar og treflar, djúsý kápur og töffaraleg stígvél taka yfir. Lagskipting og haustlitir finnst mér líka svo fallegir og svo má ekki gleyma að horfa í kringum sig, njóta laufanna, borða öll berin og fylgjast með náttúrubreytingunum. 

Súrmjólk með múslí, berjum og púðursykurs Sukrin Melis, uppáhalds morgunmaturinn þessa dagana...

Þetta er æðislegur tími fyrir útimyndatökur þar sem birtan er oft svo skýr og falleg, það er því tilvalið að fara með gormana, gæludýrin eða makann í göngutúr og safna fallegum myndum í bankann.

Röggva verður líklega ein mest notaða flíkin mín þetta haustið. Einstaklega tímalaus og klassísk kápa sem ýkir svolítið mittið, en gefur þó möguleika á að nota með stórum krögum og klútum. Hún er einnig fáanleg hér:

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Is the coat time approaching?

Here in Iceland the fall is getting closer, trees are starting to turn red and yellow and winds are blowing a bit colder. 

I personally love this time, the colours are so beautiful and the light is crisp and bright, perfect for outdoor photographing. Fruit shelves are full of berries and apricots from abroad. The soup recipe book gets dusted and this is the time to layer clothes.

Large scarf's, oversized coats and chunky boots, definitely my kind of style!  

Röggva is one of the items I will be using quite a lot this fall I believe. So very timeless, waist enhancing and perfect left open with large scarf's and boots.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Dásamleg heimsókn á restaurant Mika í Reykholti.

(English below)

Við Systur & Makar fórum um daginn í smá bíltúr til að skoða nágrenni Reykjavíkur, ástæðuna get ég sagt ykkur eftir örfáa daga en ég er nokkuð viss um að ykkur muni þykja næsta verkefni okkar ansi spennilegt!!!

Eftir svolítinn bíltúr urðum við svöng en það er ekki óalgengt í þessum hópi! Við höfðum heyrt af þessum krúttaða veitingarstað í Reykholti sem heitir Café Mika.

Jú, við vorum svolítið frá staðnum en ákváðum að gera okkur ferð og prufa herlegheitin.

Vitiði, ég elska þegar svona hlutir koma manni svona innilega á óvart!

Umhverfið var notalegt og snyrtilegt, matseðillinn girnilegur og við fengum þjónustu um leið og við komum inn, engin bið ekkert ves!

Þegar við höfðum pantað (alltof mikið auðvitað afþví við áttum mjög erfitt með að velja), kemur einhver sá krúttlegasti þjónn með matinn til okkar!

Cafe Mika er semsagt fjölskyldufyrirtæki og sonurinn, líklega 10 ára, kom með veitingarnar til okkar. Við spurðum hann hvort að hann væri að vinna hjá þeim og hvort hann fengi einhver laun og svona: "nei, ég er nú bara að hjálpa mömmu og pabba, við erum líka að safna fyrir ferð til útlanda"! Já ókei, við bara bráðnuðum auðvitað og maturinn varð betri fyrir vikið!

Við mælum eindregið með þessum flotta stað, maturinn var frábær, eldbökuðu pizzurnar voru æðislegar sem og súkkulaðið. Ég þarf að fara aftur bara til að fá mér eftirréttina.. það er eitthvað rugl bara held ég miðað við myndirnar á síðunni þeirra! Hann er líka stutt frá Reykjavík svo það er tilvalið að taka sér sunnudagsrúnt og koma við á Café Mika.

Eins viljum við hrósa þeim fyrir mjög svo fagmannlega Heimasíðu og Facebooksíðu.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

A wonderful visit to Café Mika

We went on a little road trip couple of days ago just outside of Reykjavík. There is a little project we are planning and I will reveal the details very very soon I hope.

Anyhow, after a little drive around the area we became hungry as this group so often gets and decided to go to this lovely little restaurant called Café Mika.

It is located at Reykholt, and we had heard raves about this place from couple of people so we simply had to try it!

The restaurant is nice, clean and warm, we got service as soon as we came through the doors and the menu looked delicious!

After ordering our food, way too much of course because we wanted to try so many things, the waiter came, and he is the cutest! Café Mika is a family business and the waiter is the owners son. Such a sweet little guy, so friendly and very professional.

We also tried their handmade chocolates and they were really nice! I must come back only for desserts because according to their images they seem to be some serious dessert makers!

The food was wonderful and the service even better! We really recommend you visiting this darling place, it is ideal for a Sunday road trip with the family or as a stop on your travels.

We also must compliment them for a very professional Homepage and Facebook page.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Karnival ættarmót!

(English below)

Þetta er reyndar svolítið gömul saga þannig séð, en ég hef grun um að þið hafið gaman að þessu samt sem áður!

Árið 2013 var verið að plana ættarmót í fjölskyldunni hennar Tótu, en það eru Holtungarnir. Vilborg systir hennar Tótu var í stjórn og sá sér leik á borði, sagðist mundu sjá um alla leikina afþví hún þekkir mig nú ágætlega og var nokkuð viss um að geta fengið einhverjar hugmyndir frá mér að leikjum. Ég er neflinlega svolítið leikjaóð og elska vesen svo þetta var vel spilað hjá henni!.

Fjölskyldan mín er aftur á móti með ættarmót á hverju ári!.... jább þið lásuð rétt, á hverju einasta ári, það eru Hróararnir, þau eru líka öll kolgeggjuð!

Nema hvað að María sys var einmitt í þeirri stjórn!

Við fengum því hugmynd að vera með sama þema og nýta þarafleiðandi leikina á báðum mótunum. Þemað varð ákveðið: Karnival og ég náði með ótrúlegri lagni að troða mér inn í báðar nefndirnar alveg gjörsamlega óumbeðin!

Ég er ekki sú eina sem elskar vesen en hún María er alveg þar með mér og við eigum nokkuð auðvelt með að ná fólki með okkur í ruglið! Fyrr en varði urðu tilbúnir ca 20 leikir, nokkuð einfaldir þó sem auðvelt er að gera heima fyrir garðpartý, næstu veislu eða einfaldlega næsta ættarmót. 

Saumastofa Volcano Design (sem á eingöngu að sjá um saum á fatnaði fyrir verslunina) varð allt í einu stútfull af velour efnum, skærum litum og vitleysu þar sem starfsfólkið okkar fór á fullt að sauma karnival búninga.. afþví það VERÐA að vera til karnival búningar en þeir enduðu circa 10-12 talsins.

Okkur fannst líka nauðsynlegt að vera með einhverjar veitingar í boði og poppuðum því popp sem að við settum í sérmerkta karnival popppoka, gos í dósum, rice-crispies pinna og sykurpúðapinna með súkkulaði og kökuskrauti, en herlegheitin voru öll borin fram á þar til gerðum karnival bökkum (pappakassi, límbyssa, efni og kögur, frekar einfalt :)).

Við keyptum líka ekta karnival tónlist á netinu en hún kallast "Calliope", hér er dæmi um músikina (svolítið creepy en setti algjörlega "moodið").

Það var líka eitthvað sætt við að halda áfram með gleðina um kvöldið svo við buðum upp á skrímslalottó en við saumuðum skrímslabangsa úr afgöngum á saumastofunni, ca 30 stykki fyrir hvort mót.

Já, þetta var svolítið vesen, en gleðin og stuðið gerði þetta svo algjörlega þess virði... svo er líka gaman að eiga núna fullbúið karnival en það hefur verið nýtt í hinum ýmsu veislum og ferðalögum! Leikirnir voru fjölbreyttir en allir heimagerðir: reiptog, pokahlaup, kasta niður dósum, stultugangur, kasta dvergnum, bollabolti, veiða endur, veiða fiska, Cornhole, teikna munn á konuna blindandi, henda hringjum á flöskur, sápukúlur, andlitsmálning ofl. ofl.

Ég læt myndirnar tala sínu máli svo endilega grípið þessar skemmtilegu hugmyndir en ég er viss um að þær geta nýst einhverjum ykkar vel :)

 

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

 

Family reunion- Carnival style!

In the year of 2013 Tota's family and my family were both planning family reunions. It wasn't happening at the same time or anything but that very same summer.

Tota's sister was a part of the planning committee for their reunion and my sister was a part of our family's planning, so with some remarkable talent I managed to squeeze my way into both committees and wanted to take part. We decided to use the same theme for both so the games, and everything else we did, could be used at both reunions. This was a super smart move and meant we could make it doubly complicated, and I LOVE complicated and hassle and over the top!

So that is exactly what we did, we went way over the top! We made about 20 games, all home-made with inspirational help from Pinterest. And we made about 10-12 costumes, popcorn in specially labelled carnival bags, marshmallows on a stick with chocolates and soft drinks catered on carnival style trays.

It was sooo much fun as you can see from the images! I hope this can give you some inspiration to "complicate" your garden party, birthday party, family reunion or anything you've got going on!

 

 

 

 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður