Aspasréttapizza... þetta þarf að prufa!
(English below)
Við fórum í barnaafmæli á laugardaginn síðasta þar sem veisluborðið var ansi girnilegt, íslenskt borð, æi þið vitið: pönnsur, snyttubrauð með ostasalati, ýmsar tertur og að sjálfsögðu heit rúllutertubrauð!
Heit rúllutertubrauð, heitir réttir og allt svona brauð, osta, rjóma, bráðið, salt himneskt góðgæti mmmmmm.... er eitt það besta sem ég veit!
Ég veit það líka að flestir eru sammála því, þar sem þessir réttir klárast vanalega fyrstir! Ég var komin á bragðið og var ekkert að fara að gleyma í bráð..
Laugardagskvöldið fór í notalega heimsókn til vinkonu okkar Tótu þar sem við sulluðum í heimagerðu "Lemonchello", (ég mun skrifa um það von bráðar), en ég vaknaði auðvitað á sunnudagsmorgninum, örlítið "grá" og það eina sem komst að var HEITT RÚLLUTERTUBRAUÐ! Jább, græðgin var að drepa mig og mig langaði í meira!!!
Það varð því úr að ég staulaðist inn í eldhús og gramsaði í ísskápnum og skúffunum og fann helstu nauðsynlegu birgðirnar og við tók náttfatabakstur sem er eitt það notalegasta til að gera á sunnudögum, segi það og skrifa!
Tortillablöð, aspas í dós, silkiskorin skinka, rjómaostur, skinkumyrja, paprikukrydd og rifinn ostur! Pizzaofninn kom sér líka vel en það er að sjálfsögðu ekkert mál að skella þessu gúmmelaði í venjulegan heimilisofn!
Ég byrjaði á því að smyrja Tortilluna vel með skinkumyrju og þegar ég á í hlut, eiginlega alveg sama hvað það er, þá er ég frekar ýkt.. svo ég setti soldið gott lag af þessu svona.
Þá var það silkiskorna skinkan.. mér finnst hún betri en önnur skinka afþví hún er svona fínleg eitthvað, ég set frekar meira af henni og hún verður svona svolítið "flöffí" á botninum!
Því næst kom ég aspasbitunum fyrir.. það eru líka margir vanir að nota niðursoðna sveppi í heitu brauðin eða bæði sveppi og aspas svo hér má hugmyndaflugið algjörlega ráða. Ég dreifði svo litlum himneskum klumpum af rjómaosti svona á víð og dreif með teskeið og stráði paprikukryddi yfir. Það mætti alveg krydda meira með einhverju öðru, en það er salt í skinkunni og sterkt bragð af aspasnum svo mér fannst ekkert endilega þurfa meira.
Rifni osturinn fór svo yfir herlegheitin, ég veit að sumir vilja hafa ostinn undir álegginu á pizzum en ég vil að hann verði svolítið stökkur.. ef ég myndi setja hann undir áleggið, þá færi hann LÍKA ofaná! (...Damn.. verð að prufa það næst!)
Inn í ofn og bakað þar til osturinn er bráðnaður og orðinn svolítið brúnn...
Þá var bara að koma sér fyrir með gúmmelaðið á góðum stað, glænýjan sjónvarpsþátt, teppi á kantinum og vökva, nóg af vökva!! :)
Þar til þið prufið sjálf get ég alveg sagt ykkur að þetta var ferlega gott og vel heppnað, að ekki sé minnst á fljótlegt (sem er algjörlega "crucialt" atriði á svona gráum morgnum) og þetta var alveg ótrúlega nálægt heita réttinum út afmælinu sem ég þráði svo enn!
Það er kannski ljótt að koma með þetta svona á mánudegi þar sem margir eru komnir í græna safa og chia graut til að vinna upp á móti helginni... Þetta er ekkert endilega það óhollasta í heimi og mætti alveg vera í hádegismat... eða bara næsta "gráa" dag elskurnar ;)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Hot, quick, cheese, ham and asparagus pizza goodness!
I was craving something a bit unhealthy last Sunday, that night before we had a lovely home made "Lemonchello" tasting and that morning was a bit grey.
Cooking in my pyjamas is a common sight on my home at Sunday mornings and this particular recipe was a great one for that.. no spilling, bubbling, not much waste and little cleaning, nope just a combination of goodnesses and then straight to the oven.
All you need is: Tortilla blades, asparagus in a can, ham (thin slices I prefer but everything is optional), cream cheese, "ham cheese" (basically cream cheese with a bit of flavouring and small pieces of ham), paprika powder (I used hot) and shredded cheese.
Start with spreading the ham cheese on the bottom, don't be too stingy and evenly scatter the ham all over..
Then the asparagus (from a can) is laid out evenly on top and add the cream cheese in lumps. I seasoned with hot paprika spice, you can add a little black pepper also but you can also add that afterwards if needed.
Bunch of shredded cheese on top of this little beauty and into the pizza oven (or of course your normal, heated oven). Prepare a plate, cutlery and something to drink as well as a cosy place in front of the Telly with a blanket on standby. Bake until golden brown, melted, smelling delicious and enjoy!
This perhaps might not be the best thing to see on a Monday, but I had to get it out of my system... until next weekend I suppose! :)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!