Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Fréttir

Aspasréttapizza... þetta þarf að prufa!

(English below)

Við fórum í barnaafmæli á laugardaginn síðasta þar sem veisluborðið var ansi girnilegt, íslenskt borð, æi þið vitið: pönnsur, snyttubrauð með ostasalati, ýmsar tertur og að sjálfsögðu heit rúllutertubrauð!

Heit rúllutertubrauð, heitir réttir og allt svona brauð, osta, rjóma, bráðið, salt himneskt góðgæti mmmmmm.... er eitt það besta sem ég veit! 

Ég veit það líka að flestir eru sammála því, þar sem þessir réttir klárast vanalega fyrstir! Ég var komin á bragðið og var ekkert að fara að gleyma í bráð..

Laugardagskvöldið fór í notalega heimsókn til vinkonu okkar Tótu þar sem við sulluðum í heimagerðu "Lemonchello", (ég mun skrifa um það von bráðar), en ég vaknaði auðvitað á sunnudagsmorgninum, örlítið "grá" og það eina sem komst að var HEITT RÚLLUTERTUBRAUÐ! Jább, græðgin var að drepa mig og mig langaði í meira!!!

Það varð því úr að ég staulaðist inn í eldhús og gramsaði í ísskápnum og skúffunum og fann helstu nauðsynlegu birgðirnar og við tók náttfatabakstur sem er eitt það notalegasta til að gera á sunnudögum, segi það og skrifa!

 

Tortillablöð, aspas í dós, silkiskorin skinka, rjómaostur, skinkumyrja, paprikukrydd og rifinn ostur! Pizzaofninn kom sér líka vel en það er að sjálfsögðu ekkert mál að skella þessu gúmmelaði í venjulegan heimilisofn!

Ég byrjaði á því að smyrja Tortilluna vel með skinkumyrju og þegar ég á í hlut, eiginlega alveg sama hvað það er, þá er ég frekar ýkt.. svo ég setti soldið gott lag af þessu svona. 

Þá var það silkiskorna skinkan.. mér finnst hún betri en önnur skinka afþví hún er svona fínleg eitthvað, ég set frekar meira af henni og hún verður svona svolítið "flöffí" á botninum!

Því næst kom ég aspasbitunum fyrir.. það eru líka margir vanir að nota niðursoðna sveppi í heitu brauðin eða bæði sveppi og aspas svo hér má hugmyndaflugið algjörlega ráða. Ég dreifði svo litlum himneskum klumpum af rjómaosti svona á víð og dreif með teskeið og stráði paprikukryddi yfir. Það mætti alveg krydda meira með einhverju öðru, en það er salt í skinkunni og sterkt bragð af aspasnum svo mér fannst ekkert endilega þurfa meira.

Rifni osturinn fór svo yfir herlegheitin, ég veit að sumir vilja hafa ostinn undir álegginu á pizzum en ég vil að hann verði svolítið stökkur.. ef ég myndi setja hann undir áleggið, þá færi hann LÍKA ofaná! (...Damn.. verð að prufa það næst!)

Inn í ofn og bakað þar til osturinn er bráðnaður og orðinn svolítið brúnn...

Þá var bara að koma sér fyrir með gúmmelaðið á góðum stað, glænýjan sjónvarpsþátt, teppi á kantinum og vökva, nóg af vökva!! :)

Þar til þið prufið sjálf get ég alveg sagt ykkur að þetta var ferlega gott og vel heppnað, að ekki sé minnst á fljótlegt (sem er algjörlega "crucialt" atriði á svona gráum morgnum) og þetta var alveg ótrúlega nálægt heita réttinum út afmælinu sem ég þráði svo enn!

Það er kannski ljótt að koma með þetta svona á mánudegi þar sem margir eru komnir í græna safa og chia graut til að vinna upp á móti helginni... Þetta er ekkert endilega það óhollasta í heimi og mætti alveg vera í hádegismat... eða bara næsta "gráa" dag elskurnar ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

Hot, quick, cheese, ham and asparagus pizza goodness! 

I was craving something a bit unhealthy last Sunday, that night before we had a lovely home made "Lemonchello" tasting and that morning was a bit grey.

Cooking in my pyjamas is a common sight on my home at Sunday mornings and this particular recipe was a great one for that.. no spilling, bubbling, not much waste and little cleaning, nope just a combination of goodnesses and then straight to the oven.

All you need is: Tortilla blades, asparagus in a can, ham (thin slices I prefer but everything is optional), cream cheese, "ham cheese" (basically cream cheese with a bit of flavouring and small pieces of ham), paprika powder (I used hot) and shredded cheese.

 

Start with spreading the ham cheese on the bottom, don't be too stingy and evenly scatter the ham all over..

Then the asparagus (from a can) is laid out evenly on top and add the cream cheese in lumps. I seasoned with hot paprika spice, you can add a little black pepper also but you can also add that afterwards if needed.

Bunch of shredded cheese on top of this little beauty and into the pizza oven (or of course your normal, heated oven). Prepare a plate, cutlery and something to drink as well as a cosy place in front of the Telly with a blanket on standby. Bake until golden brown, melted, smelling delicious and enjoy!

This perhaps might not be the best thing to see on a Monday, but I had to get it out of my system... until next weekend I suppose! :)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Nýjustu Essie lökkin, þú getur unnið lit að eigin vali!

(English below)

Við fengum hana Theódóru til að skrifa nokkur orð um Essie lökkin en hún er starfsmaður í versluninni okkar í Reykjavík, svo ef þið hafið komið í búðina okkar þangað eru miklar líkur á því að þið hafið hitt hana bakvið afgreiðsluborðið, líklega með lakkaðar neglur. Hún Theó er sérstaklega hrifin af Essie lökkunum og við buðum henni að velja nýjustu haust litina sem eru nú komnir í verslunina.

Ókei, þegar það kemur að naglalökkum þá verð ég alveg óð. Ég elska naglalökk. Það mætti segja að þetta væri fíkn. Ég má ekki fara í búð þar sem seld eru naglalökk, ég verð að kaupa mér eitt. Eða tvö.

Essie er mitt uppáhalds merki. Í fyrsta lagi þá eru litirnir æðislegir, sama hvaða litur það er og í öðru lagi þá eru þau svo góð. Þau verða ekki of þykk viku eftir að þú opnar þau og þau halda sér vel. Það þarf bara 1-2 umferðir og þau smita ekki út frá sér þegar þau eru tekin af nöglunum, maður verður ekki klístraður og litaður á puttunum.
Formúlan er mjúk og góð, dreifist vel á nöglina og það er bara ekkert vesen að lakka sig með Essie!

Ég er alveg ofboðslega hamingjusöm með að hafa fengið þann heiður að velja nýja liti inn hjá Systrum & Mökum (það þarf ekki mikið til að gleðja) og ég ákvað að velja haustlega en fallega liti sem ég vona að ykkur lítist vel á!

Þetta var mjög erfitt verkefni því ég mátti ekki velja alla. Í raun mátti ég bara velja 4 en ég gat ekki gert upp á milli og tók inn 6 nýja liti, þetta var bara of erfitt!

Fyrsti liturinn sem varð fyrir valinu er auðvitað The Perfect Cover Up.

Þetta er ofsalega flottur litur sem ég varð að eignast! Eins og áður hefur komið fram þá er þetta fíkn.
Nafnið er líka frábært „The perfect cover up“en hann er einmitt það, frábær til að skella á sig þó neglurnar séu ekki í endilega í fullkomnu standi (mislangar, brotnar eða hvaðeina).
Hann passsar líka vel við allt, hann hefur gráa og blá-græna undirtóna og mér finnst hann passa bæði við skæra sumarliti og svo jarðliti sem hafa brúna undirtóna. Hann fer líka vel við alla húðliti.
The perfect cover up á eftir að verða mjög sterkur í haust og vetur.

Svo valdi ég litinn Fall in Line.

Hann er ótrúlega fallegur ólífu grænn litur með gráum undirtónum. Hann passar ofboðslega vel við ljósa húð. Ég er sjálf með mjög ljósan húðlit og finnst mér stundum erfitt að finna liti sem passa einstaklega vel við mig.
Þessi er á óskalistanum! Held ég verði þó að bíða þar til í næstu viku (eftir að ég fæ útborgað) til að fá mér þennan.
Hann er mjög flottur með jarðlitum og er æðislegur fyrir haustið. Hann tónar pottþétt mjög vel við brún og græn augu.
Ég get eiginlega varla beðið eftir því að prófa hann!

 

Næst er það Cocktail Bling

Hann passar við allt!
Hann er mjög töff á “djammið” um helgina og það er frábær kostur að þú þarft ekki að skipta um lakk fyrir fundinn í vinnunni á mánudaginn. Ofsalega hlutlaus en gerir samt svo mikið fyrir heildar “lúkkið”.
Hann fer vel við haust litina og verður líka flottur í vetur og fram á næstu árstíðir. Hann er grár en með ljósbláum undirtón sem virðist stundum fara út í fjólubláan. Þessi er líka flottur með möttu top coat lakki. Hann hentar við alla húðliti en liturinn breytist svolítið eftir því hvort hann er við ljósa húð eða dökka, mér finnst hann alltaf koma jafn vel út!

Ég gat ekki sleppt Angora Cardi

Hann er æðislegur, mórauður litur með rósrauðum blæ en hefur þó brúna og heita undirtóna.
Hann hentar einstaklega vel við hvaða tækifæri sem er, en kannski sérstaklega heitt stefnumót því þessi er heitur! Hann er hvorki of dökkur né of ljós.
Ég varð einmitt að fá mér hann líka, kemur það einhverjum á óvart?
Hann verður sterkur í vetur og mig grunar að hann muni henta nýju haustvörunum vel sem eru væntanlegar frá Volcano Design...

Svo var ekki annað hægt en að taka Decadent Dish.

Hann er ótrúlega fallegur, ögrandi og dökkur. Hann er brúnn með hinti af vínrauðu og dassi af brons glansi.
Þessi er mjög flottur til að poppa svarta dressið upp.
Bronsið er að koma sterkt inn í haust og er þessi góður fyrir þá sem þora ekki alla leið í glansandi glamour. Hann er mjög fínn við hvaða húðlit sem er og verður geggjaður við jóladressið!

   

Síðast en alls ekki síst, þá valdi ég brons litað glimmer: Summit of Style.

Mér finnst hann henta yfir hvaða lakk sem er og „you guessed it“: ég fékk mér hann líka!
Hann er bara svo ótrúlega flottur. Ég er algjör glimmer og brons kelling. Ég bara elska glimmer og svo var þessi er eiginlega möst fyrir helgina!
Ég skellti þessum yfir The Perfect Cover Up og er að fíla þetta í tætlur.

Hann er líka fallegur yfir ljósari tóna eða glær lökk eins og sjá má hér...

 

 

Systur & Makar ætla að gefa 3 heppnum lit að eigin vali frá Essie, einfaldlega kvittið hér fyrir neðan hvaða lakk er uppáhalds og ég mun svo draga út þrjá heppna vinningshafa á þriðjudaginn, þá verður nægur tími til að æfa sig fyrir næstu helgi ;)

Ég þakka fyrir mig og vonast til að sjá ykkur sem flest í búðinni í nýju litaflórunni!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Theó.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The newest Essie colours, fancy winning a bottle?!

Theodóra, one of our staff members in the store got to select the newest Essie colours for the fall. We asked her to tell us a little bit about the colours she chose and why.

Essie is my favourite nail polish label, and when it gets to nail polishes my inner crazy really comes out! I am addicted to these lovely little bottles filled with coloured goodness. Essie has such a fantastic range of colours, they are soft and spread evenly across the nail. I also find they do not tend to thicken up and get ruined shortly after you open them and they do not exude. 1-2 coats is all that is needed and that is a real plus for a busy lady!

I love the fact I got to choose the newest colours for the stores and was meant to choose 4 new tones.. I cheated and took 6! I mean, get an addicted person to do this task, what did they expect!?!

I chose tones that would be lovely for the fall and winter, I do however think some can be used all year around!

First colour is “The perfect cover up”.

This is a fabulous tone that I had to get! Like I said before, this is an addiction, truly! And I also love the name: “The perfect cover up”, but that is exactly what it is, it is great to put on even though the nails aren’t in the perfect condition. And I find it suits just about anything, it has grey and blue-green undertones and I think it fits equally well with bright summer colours as well as earth tones. It fits all skin tones and I believe this one will be a strong addition this fall and winter.

Secondly I chose “Fall in line”.

It is a beautiful olive green/grey colour and it suits my blonde skin perfectly! I sometimes find it a bit difficult to find a colour that suits very fair skin but this is definitely on the top of my wish list.. I might have to wait until after next payday, have I told you how many “must-have” items are available in our store?! Girl got to have what a girl wants you know…sometimes I just have to wait a bit...

Fall in Line is a lovely fit with earth tones and is wonderful for the fall! I also think it will suit brown and grey eye colours perfectly! I can’t hardly wait to try it!

Then we have Cocktail Bling.

This one suits everything! I love it for the night on the town and you won’t need to change for that Monday morning meeting. Neutral colour that adds that oomph for the total ensemble. Cocktail Bling will suit those fall colours wonderfully and will definitely be a great “go to” polish. It is a grey beauty with a light blue undertone that sometimes seems to appear a bit lavender or purple. The colours can vary slightly according to the skin tone.

 

I couldn't not get Angora Cardi.

I love this one, a burgundy colour with a hint of rose red and brown hot undertones. A hot colour that fits all sorts of events, especially a sexy date because you know, Angora Cardi is HOT!

Not to dark, not to light, just perfect… and I had to have it! Does that surprise anyone anymore?

This will be a beauty this winter and I have a funny feeling it will fit very well with the soon to be here fall collection from Volcano Design… stay tuned!

 

Decadent Dish is the fifth colour I chose.

Luscious, edgy and oozing sex appeal, this one will pop up that little black dress for sure!

Brown colour with a hint of burgundy and a dash of bronze gloss. I believe the bronze will be a hit this fall and this one is a good settle for those to afraid to go all out. It suits all skin tones and will be perfect for this Christmas or New Year ’s Eve!  

  

Last but not least I chose a bronze glitter: Summit of Style.

I think this one will fit as a top layer over almost any colour and you guessed it, already mine! Summit of Style is super cool and I love glitter and bronze, what a perfect combination for my little raven obsession, plus it was kind of a must have for this weekend! I used it as a top coat over The Perfect Cover Up and I am loving the combo.

It is also lovely with lighter under colours or simply nude like you can see here..

Systur & Makar are going to give 3 lucky ones their favourite polish. Simply write what your favourite colour is and I will pull three winners next Tuesday, that will give you time to practice for the next weekend!

That all for me.. need to do some lacquering.. Later guys!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Theó, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Ert þú nýr starfsmaður Systra & Maka?

(English below)

Við erum nú að leita að starfsmanni í verslunina okkar á Laugaveginum. Til að byrja með erum við að skoða hlutastarf, aðra hvora helgi og mögulega aðeins meira sem og fulla vinnu um jólin. Ef að viðkomandi hentar vel er möguleiki á fullu starfi strax eftir áramótin og mögulega fyrr.

Þetta er lifandi og skemmtilegt starf sem krefst þess að vera með mikla skipulagshæfni og góða enskukunnáttu. Viðkomandi hittir nýtt fólk á hverjum degi og þar á meðal mjög mikið af ferðamönnum en þeir hafa verið einstaklega skemmtilegir í allt sumar!

Það væri dásamlegt ef þið eruð til í að deila þessum pósti á þá sem við á, ef þið þekkið einhvern sem gæti hentað vel þá viljum við vita af því!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

We are looking for a new employee for our Reykjavík based store!

A part time job that may lead up to a full time job sooner than later. We need an individual that is organized, positive, outgoing, punctual and someone that is very interested in the job and has a great and helpful service attitude.

 This is a lively position that requires good knowledge in Icelandic and English. Many of our customers are foreign travellers as well as locals so both languages are a necessity.

Please send an application to systurogmakar@gmail.com with your résumé and at least two referees.

If you know someone that fit's this description, please forward this post to them, we want to know!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Pin kort- áttu erfitt með að muna pinnið?

(English below)

Ég er ein af þeim sem á alveg ótrúlega erfitt með að muna pin númerin mín, en ég man eftir spjaldi sem að ég fékk þegar ég var yngri úr bankanum. Þetta var svona svipað spjald og hér fyrir ofan til að muna pinnið!

Við ákváðum að nýta þessa sniðugu hugmynd og aðlaga hana að okkar stíl. Þessi kort fást í búðinni en þau kosta bara ekki krónu!

Þetta virkar svona: þú setur pin númerið þitt inn (eða númerin) á einhvern stað sem að þú heldur að þú getir munað. Það er neflinlega auðveldar að muna staðsetningu eða liti heldur en tölur, það er allavega þannig í mínu tilviki.

Einnig er hægt að nýta sér fuglana td.. guli fuglinn er Visa kortið, grái fuglinn er Debit kortið osfrv.

Þegar þú ert búin(n) að setja númerin þín inn, fyllirðu út í kortið með allskonar tölum í bland svo að aðrir skilji ekki hvar númerið þitt er og þú ein(n) veist um staðsetninguna!

Obbosins sniðugt ekki satt? :)

Verið velkomin í verslunina okkar til að næla ykkur í pin-kort!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Do not forget your pin and do remember us!

I have a problem remembering my card's pin-numbers but I remember having this sort of a card when I was younger.

After a little search we couldn't find similar cards anywhere so we simply made our own!

You simply write down your pin number anywhere on the card, because it is easier to remember colours and locations than numbers... at least in my case!

You can also use the little birds as the location: yellow bird for your Visa card, grey bird for your Debit card, or you can write the numbers in a backward order, vertical or horizontal, whichever way you think you will remember!

Then you fill in the rest of the empty boxes with random numbers so only you know the location and no-one else!

Simple as that :)

You are welcome to our store to pick up your own card free of charge or ask for one with your next purchase!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Langanesið fagra!

(English below)

Hún Tóta mín er uppalin á Þórshöfn á Langanesi en hún er einstaklega stoltur brottfluttur Langnesingur. Einhvernveginn finnur hún alltaf einhver sem hún þekkir, sem hún þekkir til eða sem þau þekkja sameiginlega! Í alvöru sko, alltaf, hvar sem er, hvernær sem er þá er hún farin að rekja garnirnar úr fólki og "Já quah, hann Haukur.. á Þ-100, já ég er nú hrædd um það.. hann var afi minn"!! 

"Allir vegir liggja til Þórshafnar á einhvern hátt".. hennar orð..bara áðan sko!

En án gríns samt, hún hefur farið með mig í frí til Þórshafnar nokkrum sinnum á ári frá því að við kynntumst fyrst og mér er farið að þykja alveg ofsalega vænt um þetta litla sjávarþorp. Nú eru líka 3 æskuvinkonur hennar fluttar aftur á heimaslóðirnar svo það er alveg sérstök ánægja að fá að kíkja í heimsókn um allan bæ. Ég drekk hvergi jafn mikið kaffi eins og á Þórshöfn og þar er enn í lagi að banka og segja "hæ, er ég að trufla, áttu 10 dropa?!"

Það var því tilvalið að bjóða Maríu sys og Berki ásamt drengjunum þeirra: Mána og Nóa með í smá ferðalag til Þórshafnar og kynna þau fyrir lífinu þar.

Hótel tengdó opnaði faðma sína fyrir okkur öllum eins og þeirra er von og vísa, einstaklega grand á allan hátt, heitur matur í hvert mál og þau eiga matarbúr sem er jafnstórt og svefnherbergið okkar Tótu en innvolsið er eins og lítið kaupfélag... já nei nei.. ég er ekki einu sinni að ýkja!! Frystikistan er stútfull af heimagerðu bakkelsi, kjöti, fiski og þegar ísbíllinn kemur við á Þórshöfn fylla þau á lagerinn en hann er ótrúlega fjölbreyttur og alltaf nóg fyrir alla. Alla morgna beið hlaðborð, heimabakaðar bollur, æi þið vitið bara svona 5 stjörnu pakki, sem smakkast klárlega betur á náttfötunum!

Strákarnir gistu í bílnum okkar Tótu sem er með stórri dýnu.. þar komum við sjónvarpi og DVD spilara fyrir svo þeim myndi nú alveg örugglega ekki leiðast...

Bæjarstæðið er einstaklega fallegt en höfnin er í hjarta bæjarins þar sem húsin horfa öll út á haf og allir þekkja alla. Nettur svona "Cheers, fílingur yfir þessu".

Við kíktum auðvitað á Báruna sem að við Tóta tókum í gegn um páskana.

Svo fórum við í bíltúr út á Font en það er goggurinn á Langanesöndinni. Þar er ofsalega fallegur viti, en í sumar var mjög skemmtileg verkefni þar sem gítaristi spilaði fyrir sjóinn á hverjum degi í mánuð og hver sem var gat kíkt á tónleika.

Eins skoðuðum við útsýnispallinn sem er þarna á leiðinni, hann er byggður utaná bergið svo við horfum niður í fuglavarpið og sjóinn fram af pallinum, magnað alveg!

Tengdapabbi á svo lítinn dásamlegan bát sem heitir Súlan.

Við fórum á smá rúnt á honum með veiðistangir í algjörlega stilltu veðri, það var geðveikt!!!

Þetta var æðisleg helgi í alla staði, við skemmtum okkur konunglega og nutum í botn! Það hafa nú örugglega ekki allir farið til Þórshafnar enda er þetta svolítið úr hinni almennu "hringleið" um landið, ég mæli þó eindregið með því ef að þið hafið tök á því að skella ykkur í heimsókn. Þarna er ósnortin náttúra, fínasta tjaldstæði, gistiheimili, kaupfélag (annað en hjá tengdó) og hellingur til að skoða, þar á meðal einstaklega falleg kirkja og Sauðaneshús sem er virkilega fallegt safn. Það má kynna sér fleiri hagnýtar upplýsingar um Þórshöfn hér:

Langanes, a magical place in Iceland!

 

My girl Tóta is raised at Þórshöfn, a small fisherman's town in north-east of Iceland. She has brought me here to visit couple of times a year since we began dating. Her parents live here and so do three of her childhood friends that have "moved back home". So there are many to look up and everybody kind of knows everybody.. I drink the most coffee here of all places!

Þórshöfn is a small town with a population of about 380 people, a beautiful harbour and untouched nature.

After covering some working shifts at our store in the north we decided to take my sister María and her family on a trip to show them her childhood town. 

Tota's parents welcomed us all to their home and the hospitality at that amazing "Hotel Mum" is amazing! Every day we had incredible meals, breakfast buffet I mean you can only imagine!

We visited Báran, a café and a restaurant located at the harbour but me and Tota did a "little" renovation there last easter, you can read all about it here:

We drove to Langanes peninsula but on the way they have a really sweet observation platform overlooking the sea and very lively bird cliff.

(María, Tota's little niece went on the trips with us).

Tota's father has a small boat that we took on a little trip to fish and enjoy some wonderful weather. There were sea gulls that chased the boat, fantastic experience!

This was a fantastic weekend with loads of new and fun experiences! If you ever get the change to visit Iceland and have some "extra time" during your travels, we recommend visiting Þórshöfn. So much untouched nature, fine camping site, guest-house, swimming pool , and a lovely church and a museum called Sauðaneshús.

Other helpful information can be found on this page: 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Dásamleg hvalaskoðun frá Akureyri!

(English below)

Við fórum norður í sumar til að leysa af sumarfríin í versluninni okkar þar. Þetta var þó ekki eingöngu vinnuferð þar sem að við blönduðum heilmikilli skemmtun, upplifunum og svolítlu sumarfríi fyrir okkur inn í ferðina. Allur túrinn er efni í nokkur blogg svo ég ætla að byrja á að segja ykkur frá hvalaskoðuninni.

Hún Tóta mín er alveg ótrúlega vinamörg og rík af dásamlegu fólki, þar á meðal er ein vinkona hennar, en hún rekur hvalaskoðunarfyrirtæki ásamt nokkrum öðrum sem heitir Ambassador.

Við bókuðum okkur í túr og buðum Öbbu sem að sér um verslunina okkar á Akureyri (hún er einnig systir Tótu) og fjölskyldunni hennar með svo þetta varð heljarinnar hópur eins og sjá má á myndinni hér að ofan!

Við fórum út í kaldri sumarblíðu en norðlendingar hafa ekki verið nógu heppnir með sólina í sumar. Veðrið var þó ótrúlega fallegt og við brunuðum út á hvalasvæði þar sem að við stoppuðum og biðum róleg þar til að hvalirnir fóru að kíkja upp. Við sáum alveg helling.. þeir voru ekkert mikið að taka heljarstökk kannski en það var ótrúlegt að sjá þessar stóru skepnur pústa og blása og kíkja aðeins á okkur!

Ferlega gaman að fara í túristaleikinn út á sjó og við mælum klárlega með þessari skemmtilegu ferð.

Heimasíðuna þeirra má finna hér:

Facebook síða Ambassador er svo hér: 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Wonderful whale watching trip with the Ambassador!

We went to Akureyri earlier this summer to cover of the staff's summer vacation in our store there. We managed to do several things in the same trip, did a little travelling, took a little vacation on our own and went whale watching!

Ambassador is a specialist whale watching tour company that offers a range of whale watching and marine wildlife adventures on Eyjafjörður fjord in North Iceland. Our whale watching tours are constructed with passion and led by wildlife experts to deliver the ultimate whale watching experience.

One of Tota's dear friends runs this company with a couple of others and she managed to find us a spot on one of their trips. It was a cold summer evening but very still and beautiful and the sky was very clear and the visibility great!

We invited Tota's sister (she also runs the store in Akureyri for us) and her family to join us on the trip so it was a hell of a group! 

 We highly recommend this trip if you ever get the change to go! The boat was very comfortable with several viewing platforms (oh and a bar.. an extra vacation treat!)

Here is their Homepage:

Here is their Facebook page:

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Ódýrt klósettrúlluhengi- DIY hugmynd!

(English below)

Þegar við græjuðum fyrstu Systra & Maka verslunina okkar á Akureyri, (en hún verður einmitt eins árs núna 5. september) þá tókum við baðherbergið svolítið í gegn.

Við máluðum veggina og gólfið og skiptum um ljós og "kjúttuðum" baðherbergið svona svolítið upp. Svo vantaði okkur klósettrúllustatíf og þar sem við vorum að reyna að vera svolítið sneddý fjárhagslega þá tímdum við bara ekki að kaupa hengi úr næstu verslun sem voru að kosta 8-12000.- 

Röltandi um búðina mundum við allt í einu eftir að hafa séð álíka hugmynd í Barcelona sem við enduðum á að nota.

Einfaldlega krókar og snúra eða reipi og við bættum svo viðarstubbum við til að fá aðeins "heilstæðara look". Eftir litla leit á netinu fann ég fleiri útgáfur af sömu hugmynd. Þetta er sneddý fyrir budduna og oft er efniviðurinn til í geymslunni og kostar þá ekki krónu en útkoman er ótrúlega smart.

Svo eru hér nokkrar fleiri skemmtilegar klósettrúllustatífshugmyndir...

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

How to hang your toilet roll?! -cheap, simple DIY idea!

When we opened our first store in Akureyri, (which is turning 1 years old 5.Th of September).. we redid the stores bathroom.

It is a staff bathroom but accessible for the clients as well so we wanted it to be cute but weren't going to spend too much on it. We painted the floors, walls, changed the mirror and lights and took down a tacky toilet roll hanger. 

We needed a smart solution for those little rolls but at the same keep it classy and interesting without splurging!

Walking around in the hardware store we remembered an idea we saw at a café in Barcelona a couple of years back. It consisted simply of a hook and a string!

Brilliant: cheap, cute, simple and completely functional! We added two little pieces of white painted wood to make the look a bit more consistent and voilà, ready steady!

After a little search on the internet I found more similar ideas as well as other creative solutions.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Blómatopparnir fallegu nú einnig komnir í svörtu!

(English below)

Sætu blóma crop-topparnir frá Volcano Design eru nú komnir í svörtu!

Þeir eru því nú fáanlegir í ljósu, bleiku og svörtu, en þar sem að hún Jóa mín, (Jóhanna Gils, módelið okkar) er erlendis og kemur ekki fyrr en í lok ágúst þá næ ég ekki að mynda þá strax. Það er kannski ekkert verra, við erum að safna saman í ágætis töku, því það er slatti að koma af nýju svona síðsumars/snemmhaust vörum sem ég mun þá mynda í leiðinni.

Topparnir hafa verið vinsælir við mynstruðu buxurnar okkar og pilsin sem og maxi pilsin en þessi dress hafa komið vel út í sumarpartýum, grillboðum og brúðkaupum. Ég er líka svo hrifin af því að þeir eru mjög sætir við gallabuxur með blazer, svona svolítið nýtt twist á sparitoppinn og hann er hægt að para við allskonar átfitt.

Svo er Menningarnótt á næsta leiti svo það er um að gera að nýta rúntinn og kíkja í búðina!

(Einnig er hægt að ýta á hvaða mynd sem er til að versla).

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Flower crop tops now also available in black!

(Press any image to shop!)

The pretty textured flower crop-tops are now available in black as well as light pink and blonde.

Our darling model: Jóhanna Gils is spending her summer abroad so we are waiting for her to come home to have a new photo shoot. We are working on some interesting late-summer/pre-fall products that we will "shoot" at the same time.

 

I love these textured little tops and even though they might seem a bit summery and were a part of our summer collection, I think they will also match very well with pants and a blazer this fall. I adore having piece I can mix and match.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

 

Lesa meira

Zúmba- Er kominn tími til að hrista af sér sumarbjórinn?

(English below)

Ég persónulega er alls ekkert hrifin af því að fara í líkamsrækt, mér hefur alltaf þótt það frekar leiðinlegt! Í alvöru, að hanga inn í sal með allskonar fólki, aðallega fólki sem hefur verið geggjað duglegt að fara og er komið í svaka form, svitinn perlar af vöðvunum og ég hugsa: "ohh afhverju byrjaði ég ekki í leikfimi þegar ég ætlaði að byrja síðast, eða þarsíðast eða fyrir 3 árum, þá væri ég komin í sama form og þau!!".. 

Í alvöru, fyrir mér er þetta bara alveg ótrúlega ömurlegt atriði, ég fer út í fýlu yfir að hafa ekki verið löngu byrjuð og dríf mig heim að borða fötu af sellerýi til að mínusa allar kalóríurnar sem ég hef neytt yfir daginn.. eða mun neyta seinna sama kvöld.

Ég var líka svona þegar ég var krakki, fannst alveg sérstaklega leiðinlegt í leikfimitímum en myndmennt, handmennt, smíðar og annað dútl hefur alltaf hentað mér muuuun betur!

Það sem að mér finnst aftur á móti ÆÐISLEGT, er að dansa og hvað þá við góða og háværa tónlist!! Þá er ég bara að reyna fylgja kennurunum, læra sporin og almennt halda mér á mínum stað í salnum meðan það er dúndrandi stuð, og ég tek aldrei eftir því að ég er í raun að taka svakalega á því og hálfpartinn leka niður í miðjum íþróttasalnum! Adrenalínið fer á fullt og ég skríð svo út eins og tómatsósa, húðin eins og marmari, lungun á yfirsnúningi, sjúklega hamingjusöm og sveitt á olnbogunum, (vissi ekki að það væri hægt.. en það er víst hægt!!)

Ég hef prufað allskonar tíma hjá mismunandi stöðvum og er iðulega mjög ánægð! Við systur ákváðum svo síðasta vor að fara í tíma hjá Dans & Jóga sem er haldið í Valsheimilinu. Fyrir svona "busy buisness" konur eins og okkur þá hentar þetta okkur brilliant vel, hér er hægt að kaupa klippikort svo enginn tími fer til spillis!

Eins er hægt að fara í jóga hjá þeim (sem er einmitt hin líkamsræktin sem að mér finnst skemmtileg) svo við erum bara svona líka glimrandi sáttar!

Í fyrradag fórum við svo í fyrsta tímann eftir sumarsukkið og vááááá hvað það var GAMAN!!!!

Mamma kom með (hún á neflinlega líka klippikort), og Mekkín frænka, dóttir Maríu sys. Við vorum semsagt þarna þrír ættliðir saman að kafna úr gleði! Myndin hérna efst var tekin eftir tímann og við að sturlast úr gleði!

Við mælum eindregið með þessum tímum, hægt er að fara inn á heimasíðuna þeirra hér, og Facebook síðuna þeirra hér. 

Laugardagsfjörið er líka geggjað og hentar vel fyrir vinkonuhópa sem eru að fara að gera eitthvað meira seinna um daginn.

Ég kynntist þessum tímum fyrst þegar María fór með mig í óvissuferð: hún sótti mig með rótsterkt smjörkaffi sem kallast Bulletproof (uppskrift á blogginu hennar Maríu og hér fyrir neðan), fór með mig í lit og plokk, beint í zúmba laugardagsfjör og svo í sund og lunch! Algjörlega brilliant, kostaði ekki handlegg en alveg snilldar uppskrift að góðum degi! (Svo væri hægt að halda áfram auðvitað, taka röltið niður Laugaveginn, kíkja í Systur & Maka sem er einmitt opið á laugardögum til 17:00.... of áberandi auglýsing kannski?) 

Bulletproof kaffi

50 gr ósaltað smjör (þetta í græna bréfinu)
1 msk MCT olía eða kókosolía
stór bolli af sjóðandi heitu kaffi
dash kanill
Setjið allt í blender nema kanil, setjið á fullt í nokkrar sek og hellið svo í bolla, dash af kanil yfir og orkuskot dagsins er tilbúið, minnir á heitan góðan latta á fínasta kaffihúsi.

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Zumba- time to shake of the summer-beer?

I am not the biggest fan of going to the gym, in short I really can't stand it. I regret not having started going earlier and go out bummed and upset, passing all the fit people on the way out that actually DID start when I was thinking of doing it, but didn't!

I have always been like this.. gym at school, I tried every possible excuse in the world, gym with Tóta, yeah no, not my cup of tea!

But dancing.. well yes, that is a completely different story! That is something me and María have in common.. we LOVE dancing!!! 

I have been to couple of different Zumba classes before and I am always happy with them, but being very busy with our company's and stores, buying a steady full time gym admission is a huge commitment for me and I am not sure that would really work, so at this point in time being able to buy a 10 session card is a godsend!

We go together when we both can, we sweat, dance and forget everything else and go out red as tomatoes and happy as kites!

Maria introduced me to this specific class last spring. She took me on a surprise day trip: picked me up with a very "cleansing" bulletproof drink (recipe below), straight to get my eyebrows plucked, from there to Zumba and afterwards the swimming pool and lunch! Such a simple day, not to expensive but so much fun! Especially the fact that the day had been planned for me and I was just lead to each experience after the other in complete bliss! 

We really recommend this class, you can see their site here, and their Facebook page here, please join us for the fun!!

Bulletproof

50grams unsalted butter

1 tbsp MCT oil or coconut oil

1 large cup of hot black coffee

dash of cinnamon

Mix everything together in a blender (except the cinnamon), pour in a cup, sprinkle with the cinnamon and the power shot of the day is ready to go!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Litabókarkort- þetta er nú skemmtilegt!

(English below)

Litabækur fyrir fullorðna, alveg ótrúlega skemmtilegt trend sem hefur verið að gera allt vitlaust upp á síðkastið!

Ég elska svona heilbrigð hobby, sérstaklega ef að þau auka sköpunarkraftinn, róa og hafa góð og falleg áhrif á hugann!

Nú er Krista Design komin með litabókarkort í sölu en þau er hægt að lita áður en kortið er gefið eða leyfa "kortamóttakaranum" að lita sjálf(ur).. eða byrja aðeins að lita og leyfa hinum að klára.. möguleikarnir eru endalausir! :)

Hún er með nokkrar mismunandi útfærslur en þær eru hver öðrum fallegri eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.. Hún er meira að segja komin með útgáfu af jólakorti svo er þið sendið 120 kort eins og við Tóta þá er kannski ekki seinna vænna en að fara að draga upp litakassann og lita lita lita :)

Hægt er að panta kortin með því að smella á myndirnar eða ýta hér:

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Colouring cards, newest gift card addition from Krista!

Colouring books for adults has been a growing trend and recently it took Iceland by the storm, everybody are colouring!!!

I love healthy hobbies like these especially when they hype the creative force and calm the mind!

Krista Design has now added colouring cards to their gift-card range but each is more beautiful than the other! She even has a Christmas version which is great for people like me and Tota that send 120 cards each year.. better start colouring eh?!

The cards can be ordered by clicking the images or here:

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Teppaslá- snilld á pallinn, í bústaðinn eða útileguna!

(English below)

Þetta er ekta svona gjöf fyrir þá sem eiga "allt" og vantar "ekkert"!

Við Systur & Makar erum óttarlega kósý hópur svona, elskum bústaðarferðir, ferðalög, að sitja á pallinum og hafa það náðugt. Bæði heimilin eru með notalega palla og eitt "pallakvöldið" hjá hópnum fór umræðan, eins og svo oft áður, í að hanna eitthvað. Þar og þá vantaði okkur eitthvað sniðugt teppi þar sem maður gæti haldið á bolla, eða glasi, eða flösku.. jæja þið sjáið þetta fyrir ykkur... án þess að þurfa alltaf að færa teppið af sér.. skiljiði? "Já, við setjum bara falleg "göt" á teppið, svona eins og er á slám og svona, og svo þarf að vera lokun að framan, og þetta má ekki dragast eftir gólfinu ef þú stendur eða labbar, og þetta þarf líka að nýtast fyrir fleiri.."!

Svo úr varð að ég fór á saumastofuna á laugardeginum, örlítið ryðguð eftir pallakvöldið, en með klárt "mission"! 

Teppið var saumað, snöpp send á Maríu og við kláruðum hönnunina í gegnum símann! Jebb, svona gerist þetta stundum, góð hugmynd sem fæðist á einhverju sérstöku augnabliki og þar sem að við framleiðum allt á Íslandi tekur ekki langan tíma fyrir okkur að skella vörunni í framleiðslu og sölu nokkrum dögum síðar.

Útileguteppin eða teppasláin er nú komin í sölu í verslununum okkar, og á netversluninni hér. (einnig er hægt að smella á hvaða mynd sem er).

Þau eru notaleg fyrir einstaklinginn til að vefja utan um sig með smellu að framan og götum fyrir hendurnar eða breiða úr teppinu sem er frekar stórt og nýta það þannig eins og venjulegt teppi fyrir nokkra saman! 

Svo var einhver sem benti á að þau gætu verið sniðug fyrir veitingarstaði, hótel eða skemmtistaði með útisvæði.. ;)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Camping blanket, brilliant for the patio, the summer house or the camping trip!

The group behind Systur & Makar (me, Tota - my partner, my sister María and her husband Börkur) spend quite a lot of time together. Well we have to because of the company, but we also work really well together and enjoy each others company. We have nice patios in each of our homes and during one "patio-evening" we sat around, talking and like so often the talk lead to some brainstorming and idea bouncing. The camping blanket was born! 

We were sitting outside during a wonderful summer evening, but as you can imagine here in Iceland, the evenings are cold, and blankets are a necessity!

We got an idea to make a blanket with holes for the arms (you know, to have better access to our drinks), and a closure in the front. It couldn't be to long to drag on the floor when you'd walk and it must be usable for more than one person at a time if you'd spread it out as a normal blanket.

The day after our patio evening I went to the workshop and made the first blanket, soon after we launched it in our stores and now it is available here on-line, simply by clicking the images. The glory of having local production!

A cute gift for the ones who have "everything" and need "nothing"!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira

Fallegu flugdýrin hennar Hildar!

(English below)

Við systur og makar vorum á handverkshátíðinni síðustu helgi, ekki að selja heldur til að skoða! Það var rosalega gaman að koma sem gestur svona eitt árið, við gátum dundað okkar við að skoða alla bása, ekki hlaupið í gegn eins og maður gerir vanalega þegar maður fer afþví básinn manns bíður eftir manni, svo þetta var mjög skemmtileg tilbreyting.

Við hittum fullt af vinum, listamönnum, hönnuðum og handverksfólki sem við höfum verið að selja með áður og það er alltaf jafn yndislegur andi yfir hátíðinni. Við versluðum að sjálfsögðu kleinur eins og vanalega, berjasaft frá Íslenskri Hollustu sem og allskonar gúmmelaði.

Einn uppáhalds básinn okkar var básinn hennar Hildar Harðardóttur en hún er að búa til Flugdýr og furðudýr úr allskonar pappa, perlum, akrýlmálningu og ýmsu endurnýtanlegu efni.

Við systur versluðum okkur dýr á hátíðinni í fyrra og aftur núna.. ég held að stefnan sé að búa til lítinn dýragarð á heimilunum!

(Hér er mitt dýr komið heim, ég verslaði mér svo dúkkuhausinn í Jólahúsinu.)

(Og hér er Maríu dýr komið heim, sómir sér vel hjá Voluspa ilmkertinu góða).

Elskurnar, þið verðið að kynna ykkur hana Hildi, hún er algjör listakona, hvert dýr fær sinn karakter og þau eru svo grúví! Hún er núna bæði með fljúgandi sem og standandi dýr í allskonar útfærslum og tveimur stærðum.. ég held ég láti myndirnar tala sýnu máli.

Eins bendi ég á síðuna hennar hér:

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The funny flying animals by Hildur Harðardóttir.

I wrote about the craft fair in our last blog, we have been selling there for the past couple of years and after last year we opened a store in the north. We were working in that store last weekend and offered some face paint for the kids, sugar free popcorn and stevia drinks. Plus we managed to go this year to the fair as guests! Never done that before and it was such a calming experience!

One of our favourite stalls was the one by Hildur Harðar, she is such a fantastic artist and makes all these funny animals. None are exactly the same and they all have such different characters!

The animals are made of all sorts of reclaimed materials, acrylic paint, pearls, beads and paper.

 

Please press the images to be directed to her Facebook page, this one is definitely one to watch!

 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!

Lesa meira
158 niðurstöður