Sumarbústaðarbreytingarnar, hvernig gengur?
(English below)
Það er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast, en það er góð og gild ástæða fyrir því sossum. Við systur & makar erum búin að vera upp í bústað síðustu daga langt fram á kvöld með allskonar fórnarlömbum að vinna við að klára. Það er magnað hvað við höfum náð að plata marga til að koma og aðstoða okkur og allt eru þetta atvinnu málarar, magnað alveg!
Hann verður sossum ekki alveg tilbúinn strax, ekki svona alveg alveg, við ætlum til dæmis að mála hann að utan næsta vor. Það var ekki mjög vinsælt hjá mér að bíða með það, en það er víst "gáfulegast" að gera það.. þoli ekki "gáfulegast"!... en ég get þá látið mér hlakka til þess í allan vetur! :)
Bloggið verður stutt í dag þar sem ég er að fara í púðaverasaum og rúmteppasaum, en þið getið fylgst með því á Instagram. Ég vil líka nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir ótrúlegan áhuga sem þið hafið sýnt þessu verkefni okkar. Það bætist endalaust á Instagram listann okkar og commentin sem við fáum frá ykkur eru dásamleg! Takk öll, það er geggjað gaman að gera þetta svona með ykkur!
Fyrsta nóttin á föstudaginn...
Hér eru nokkrar myndir af síðustu viku(m) af Instagram og ég mæli svo með því að þið haldið áfram að fylgjast með. Fyrsta nóttin okkar í bústaðnum verður núna á föstudaginn og þá munum við geta sýnt ykkur svefnherbergin og svona.. þó svo að allt muni ekki verða komið þá verður þetta langt komið og við munum vonandi setja djúsí myndir inn, líklega nokkrar af Irish Coffee drykkju við arininn!.. já só, í alvöru, það er must í bústað! ;)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
The summerhouse transformation continues!
I haven't been very visible here on the blog lately, but there is a reason for that. We have been working on our little cottage for the past two weeks and it is going super well!
We are amazed by how many have joined the following on our Instagram page and we really feel the moral support! The post today will be short and sweet since I really need to continue working, it's cushion cover and bedspread day today! And you will of course be able to see that by following Instagram or our Facebook page.
Our first night in the house will be this Friday evening and I am sure you will see some posts then.,.. mostly of Irish Coffee drinking by the fireplace! It really is a must, am I right or am I right?!
Anyhow, here are some images from the past two weeks.. this is what has been happening :)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!
more to come...