Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.330 kr 3.700 kr
2.610 kr 2.900 kr

Karnival ættarmót!

(English below)

Þetta er reyndar svolítið gömul saga þannig séð, en ég hef grun um að þið hafið gaman að þessu samt sem áður!

Árið 2013 var verið að plana ættarmót í fjölskyldunni hennar Tótu, en það eru Holtungarnir. Vilborg systir hennar Tótu var í stjórn og sá sér leik á borði, sagðist mundu sjá um alla leikina afþví hún þekkir mig nú ágætlega og var nokkuð viss um að geta fengið einhverjar hugmyndir frá mér að leikjum. Ég er neflinlega svolítið leikjaóð og elska vesen svo þetta var vel spilað hjá henni!.

Fjölskyldan mín er aftur á móti með ættarmót á hverju ári!.... jább þið lásuð rétt, á hverju einasta ári, það eru Hróararnir, þau eru líka öll kolgeggjuð!

Nema hvað að María sys var einmitt í þeirri stjórn!

Við fengum því hugmynd að vera með sama þema og nýta þarafleiðandi leikina á báðum mótunum. Þemað varð ákveðið: Karnival og ég náði með ótrúlegri lagni að troða mér inn í báðar nefndirnar alveg gjörsamlega óumbeðin!

Ég er ekki sú eina sem elskar vesen en hún María er alveg þar með mér og við eigum nokkuð auðvelt með að ná fólki með okkur í ruglið! Fyrr en varði urðu tilbúnir ca 20 leikir, nokkuð einfaldir þó sem auðvelt er að gera heima fyrir garðpartý, næstu veislu eða einfaldlega næsta ættarmót. 

Saumastofa Volcano Design (sem á eingöngu að sjá um saum á fatnaði fyrir verslunina) varð allt í einu stútfull af velour efnum, skærum litum og vitleysu þar sem starfsfólkið okkar fór á fullt að sauma karnival búninga.. afþví það VERÐA að vera til karnival búningar en þeir enduðu circa 10-12 talsins.

Okkur fannst líka nauðsynlegt að vera með einhverjar veitingar í boði og poppuðum því popp sem að við settum í sérmerkta karnival popppoka, gos í dósum, rice-crispies pinna og sykurpúðapinna með súkkulaði og kökuskrauti, en herlegheitin voru öll borin fram á þar til gerðum karnival bökkum (pappakassi, límbyssa, efni og kögur, frekar einfalt :)).

Við keyptum líka ekta karnival tónlist á netinu en hún kallast "Calliope", hér er dæmi um músikina (svolítið creepy en setti algjörlega "moodið").

Það var líka eitthvað sætt við að halda áfram með gleðina um kvöldið svo við buðum upp á skrímslalottó en við saumuðum skrímslabangsa úr afgöngum á saumastofunni, ca 30 stykki fyrir hvort mót.

Já, þetta var svolítið vesen, en gleðin og stuðið gerði þetta svo algjörlega þess virði... svo er líka gaman að eiga núna fullbúið karnival en það hefur verið nýtt í hinum ýmsu veislum og ferðalögum! Leikirnir voru fjölbreyttir en allir heimagerðir: reiptog, pokahlaup, kasta niður dósum, stultugangur, kasta dvergnum, bollabolti, veiða endur, veiða fiska, Cornhole, teikna munn á konuna blindandi, henda hringjum á flöskur, sápukúlur, andlitsmálning ofl. ofl.

Ég læt myndirnar tala sínu máli svo endilega grípið þessar skemmtilegu hugmyndir en ég er viss um að þær geta nýst einhverjum ykkar vel :)

 

 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

 

 

Family reunion- Carnival style!

In the year of 2013 Tota's family and my family were both planning family reunions. It wasn't happening at the same time or anything but that very same summer.

Tota's sister was a part of the planning committee for their reunion and my sister was a part of our family's planning, so with some remarkable talent I managed to squeeze my way into both committees and wanted to take part. We decided to use the same theme for both so the games, and everything else we did, could be used at both reunions. This was a super smart move and meant we could make it doubly complicated, and I LOVE complicated and hassle and over the top!

So that is exactly what we did, we went way over the top! We made about 20 games, all home-made with inspirational help from Pinterest. And we made about 10-12 costumes, popcorn in specially labelled carnival bags, marshmallows on a stick with chocolates and soft drinks catered on carnival style trays.

It was sooo much fun as you can see from the images! I hope this can give you some inspiration to "complicate" your garden party, birthday party, family reunion or anything you've got going on!

 

 

 

 

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!