Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Dásamleg heimsókn á restaurant Mika í Reykholti.

(English below)

Við Systur & Makar fórum um daginn í smá bíltúr til að skoða nágrenni Reykjavíkur, ástæðuna get ég sagt ykkur eftir örfáa daga en ég er nokkuð viss um að ykkur muni þykja næsta verkefni okkar ansi spennilegt!!!

Eftir svolítinn bíltúr urðum við svöng en það er ekki óalgengt í þessum hópi! Við höfðum heyrt af þessum krúttaða veitingarstað í Reykholti sem heitir Café Mika.

Jú, við vorum svolítið frá staðnum en ákváðum að gera okkur ferð og prufa herlegheitin.

Vitiði, ég elska þegar svona hlutir koma manni svona innilega á óvart!

Umhverfið var notalegt og snyrtilegt, matseðillinn girnilegur og við fengum þjónustu um leið og við komum inn, engin bið ekkert ves!

Þegar við höfðum pantað (alltof mikið auðvitað afþví við áttum mjög erfitt með að velja), kemur einhver sá krúttlegasti þjónn með matinn til okkar!

Cafe Mika er semsagt fjölskyldufyrirtæki og sonurinn, líklega 10 ára, kom með veitingarnar til okkar. Við spurðum hann hvort að hann væri að vinna hjá þeim og hvort hann fengi einhver laun og svona: "nei, ég er nú bara að hjálpa mömmu og pabba, við erum líka að safna fyrir ferð til útlanda"! Já ókei, við bara bráðnuðum auðvitað og maturinn varð betri fyrir vikið!

Við mælum eindregið með þessum flotta stað, maturinn var frábær, eldbökuðu pizzurnar voru æðislegar sem og súkkulaðið. Ég þarf að fara aftur bara til að fá mér eftirréttina.. það er eitthvað rugl bara held ég miðað við myndirnar á síðunni þeirra! Hann er líka stutt frá Reykjavík svo það er tilvalið að taka sér sunnudagsrúnt og koma við á Café Mika.

Eins viljum við hrósa þeim fyrir mjög svo fagmannlega Heimasíðu og Facebooksíðu.

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

A wonderful visit to Café Mika

We went on a little road trip couple of days ago just outside of Reykjavík. There is a little project we are planning and I will reveal the details very very soon I hope.

Anyhow, after a little drive around the area we became hungry as this group so often gets and decided to go to this lovely little restaurant called Café Mika.

It is located at Reykholt, and we had heard raves about this place from couple of people so we simply had to try it!

The restaurant is nice, clean and warm, we got service as soon as we came through the doors and the menu looked delicious!

After ordering our food, way too much of course because we wanted to try so many things, the waiter came, and he is the cutest! Café Mika is a family business and the waiter is the owners son. Such a sweet little guy, so friendly and very professional.

We also tried their handmade chocolates and they were really nice! I must come back only for desserts because according to their images they seem to be some serious dessert makers!

The food was wonderful and the service even better! We really recommend you visiting this darling place, it is ideal for a Sunday road trip with the family or as a stop on your travels.

We also must compliment them for a very professional Homepage and Facebook page.

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!