Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Dásamleg hvalaskoðun frá Akureyri!

(English below)

Við fórum norður í sumar til að leysa af sumarfríin í versluninni okkar þar. Þetta var þó ekki eingöngu vinnuferð þar sem að við blönduðum heilmikilli skemmtun, upplifunum og svolítlu sumarfríi fyrir okkur inn í ferðina. Allur túrinn er efni í nokkur blogg svo ég ætla að byrja á að segja ykkur frá hvalaskoðuninni.

Hún Tóta mín er alveg ótrúlega vinamörg og rík af dásamlegu fólki, þar á meðal er ein vinkona hennar, en hún rekur hvalaskoðunarfyrirtæki ásamt nokkrum öðrum sem heitir Ambassador.

Við bókuðum okkur í túr og buðum Öbbu sem að sér um verslunina okkar á Akureyri (hún er einnig systir Tótu) og fjölskyldunni hennar með svo þetta varð heljarinnar hópur eins og sjá má á myndinni hér að ofan!

Við fórum út í kaldri sumarblíðu en norðlendingar hafa ekki verið nógu heppnir með sólina í sumar. Veðrið var þó ótrúlega fallegt og við brunuðum út á hvalasvæði þar sem að við stoppuðum og biðum róleg þar til að hvalirnir fóru að kíkja upp. Við sáum alveg helling.. þeir voru ekkert mikið að taka heljarstökk kannski en það var ótrúlegt að sjá þessar stóru skepnur pústa og blása og kíkja aðeins á okkur!

Ferlega gaman að fara í túristaleikinn út á sjó og við mælum klárlega með þessari skemmtilegu ferð.

Heimasíðuna þeirra má finna hér:

Facebook síða Ambassador er svo hér: 

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

Wonderful whale watching trip with the Ambassador!

We went to Akureyri earlier this summer to cover of the staff's summer vacation in our store there. We managed to do several things in the same trip, did a little travelling, took a little vacation on our own and went whale watching!

Ambassador is a specialist whale watching tour company that offers a range of whale watching and marine wildlife adventures on Eyjafjörður fjord in North Iceland. Our whale watching tours are constructed with passion and led by wildlife experts to deliver the ultimate whale watching experience.

One of Tota's dear friends runs this company with a couple of others and she managed to find us a spot on one of their trips. It was a cold summer evening but very still and beautiful and the sky was very clear and the visibility great!

We invited Tota's sister (she also runs the store in Akureyri for us) and her family to join us on the trip so it was a hell of a group! 

 We highly recommend this trip if you ever get the change to go! The boat was very comfortable with several viewing platforms (oh and a bar.. an extra vacation treat!)

Here is their Homepage:

Here is their Facebook page:

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!