Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.330 kr 3.700 kr
2.610 kr 2.900 kr

Nýjustu Essie lökkin, þú getur unnið lit að eigin vali!

(English below)

Við fengum hana Theódóru til að skrifa nokkur orð um Essie lökkin en hún er starfsmaður í versluninni okkar í Reykjavík, svo ef þið hafið komið í búðina okkar þangað eru miklar líkur á því að þið hafið hitt hana bakvið afgreiðsluborðið, líklega með lakkaðar neglur. Hún Theó er sérstaklega hrifin af Essie lökkunum og við buðum henni að velja nýjustu haust litina sem eru nú komnir í verslunina.

Ókei, þegar það kemur að naglalökkum þá verð ég alveg óð. Ég elska naglalökk. Það mætti segja að þetta væri fíkn. Ég má ekki fara í búð þar sem seld eru naglalökk, ég verð að kaupa mér eitt. Eða tvö.

Essie er mitt uppáhalds merki. Í fyrsta lagi þá eru litirnir æðislegir, sama hvaða litur það er og í öðru lagi þá eru þau svo góð. Þau verða ekki of þykk viku eftir að þú opnar þau og þau halda sér vel. Það þarf bara 1-2 umferðir og þau smita ekki út frá sér þegar þau eru tekin af nöglunum, maður verður ekki klístraður og litaður á puttunum.
Formúlan er mjúk og góð, dreifist vel á nöglina og það er bara ekkert vesen að lakka sig með Essie!

Ég er alveg ofboðslega hamingjusöm með að hafa fengið þann heiður að velja nýja liti inn hjá Systrum & Mökum (það þarf ekki mikið til að gleðja) og ég ákvað að velja haustlega en fallega liti sem ég vona að ykkur lítist vel á!

Þetta var mjög erfitt verkefni því ég mátti ekki velja alla. Í raun mátti ég bara velja 4 en ég gat ekki gert upp á milli og tók inn 6 nýja liti, þetta var bara of erfitt!

Fyrsti liturinn sem varð fyrir valinu er auðvitað The Perfect Cover Up.

Þetta er ofsalega flottur litur sem ég varð að eignast! Eins og áður hefur komið fram þá er þetta fíkn.
Nafnið er líka frábært „The perfect cover up“en hann er einmitt það, frábær til að skella á sig þó neglurnar séu ekki í endilega í fullkomnu standi (mislangar, brotnar eða hvaðeina).
Hann passsar líka vel við allt, hann hefur gráa og blá-græna undirtóna og mér finnst hann passa bæði við skæra sumarliti og svo jarðliti sem hafa brúna undirtóna. Hann fer líka vel við alla húðliti.
The perfect cover up á eftir að verða mjög sterkur í haust og vetur.

Svo valdi ég litinn Fall in Line.

Hann er ótrúlega fallegur ólífu grænn litur með gráum undirtónum. Hann passar ofboðslega vel við ljósa húð. Ég er sjálf með mjög ljósan húðlit og finnst mér stundum erfitt að finna liti sem passa einstaklega vel við mig.
Þessi er á óskalistanum! Held ég verði þó að bíða þar til í næstu viku (eftir að ég fæ útborgað) til að fá mér þennan.
Hann er mjög flottur með jarðlitum og er æðislegur fyrir haustið. Hann tónar pottþétt mjög vel við brún og græn augu.
Ég get eiginlega varla beðið eftir því að prófa hann!

 

Næst er það Cocktail Bling

Hann passar við allt!
Hann er mjög töff á “djammið” um helgina og það er frábær kostur að þú þarft ekki að skipta um lakk fyrir fundinn í vinnunni á mánudaginn. Ofsalega hlutlaus en gerir samt svo mikið fyrir heildar “lúkkið”.
Hann fer vel við haust litina og verður líka flottur í vetur og fram á næstu árstíðir. Hann er grár en með ljósbláum undirtón sem virðist stundum fara út í fjólubláan. Þessi er líka flottur með möttu top coat lakki. Hann hentar við alla húðliti en liturinn breytist svolítið eftir því hvort hann er við ljósa húð eða dökka, mér finnst hann alltaf koma jafn vel út!

Ég gat ekki sleppt Angora Cardi

Hann er æðislegur, mórauður litur með rósrauðum blæ en hefur þó brúna og heita undirtóna.
Hann hentar einstaklega vel við hvaða tækifæri sem er, en kannski sérstaklega heitt stefnumót því þessi er heitur! Hann er hvorki of dökkur né of ljós.
Ég varð einmitt að fá mér hann líka, kemur það einhverjum á óvart?
Hann verður sterkur í vetur og mig grunar að hann muni henta nýju haustvörunum vel sem eru væntanlegar frá Volcano Design...

Svo var ekki annað hægt en að taka Decadent Dish.

Hann er ótrúlega fallegur, ögrandi og dökkur. Hann er brúnn með hinti af vínrauðu og dassi af brons glansi.
Þessi er mjög flottur til að poppa svarta dressið upp.
Bronsið er að koma sterkt inn í haust og er þessi góður fyrir þá sem þora ekki alla leið í glansandi glamour. Hann er mjög fínn við hvaða húðlit sem er og verður geggjaður við jóladressið!

   

Síðast en alls ekki síst, þá valdi ég brons litað glimmer: Summit of Style.

Mér finnst hann henta yfir hvaða lakk sem er og „you guessed it“: ég fékk mér hann líka!
Hann er bara svo ótrúlega flottur. Ég er algjör glimmer og brons kelling. Ég bara elska glimmer og svo var þessi er eiginlega möst fyrir helgina!
Ég skellti þessum yfir The Perfect Cover Up og er að fíla þetta í tætlur.

Hann er líka fallegur yfir ljósari tóna eða glær lökk eins og sjá má hér...

 

 

Systur & Makar ætla að gefa 3 heppnum lit að eigin vali frá Essie, einfaldlega kvittið hér fyrir neðan hvaða lakk er uppáhalds og ég mun svo draga út þrjá heppna vinningshafa á þriðjudaginn, þá verður nægur tími til að æfa sig fyrir næstu helgi ;)

Ég þakka fyrir mig og vonast til að sjá ykkur sem flest í búðinni í nýju litaflórunni!

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Theó.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)

The newest Essie colours, fancy winning a bottle?!

Theodóra, one of our staff members in the store got to select the newest Essie colours for the fall. We asked her to tell us a little bit about the colours she chose and why.

Essie is my favourite nail polish label, and when it gets to nail polishes my inner crazy really comes out! I am addicted to these lovely little bottles filled with coloured goodness. Essie has such a fantastic range of colours, they are soft and spread evenly across the nail. I also find they do not tend to thicken up and get ruined shortly after you open them and they do not exude. 1-2 coats is all that is needed and that is a real plus for a busy lady!

I love the fact I got to choose the newest colours for the stores and was meant to choose 4 new tones.. I cheated and took 6! I mean, get an addicted person to do this task, what did they expect!?!

I chose tones that would be lovely for the fall and winter, I do however think some can be used all year around!

First colour is “The perfect cover up”.

This is a fabulous tone that I had to get! Like I said before, this is an addiction, truly! And I also love the name: “The perfect cover up”, but that is exactly what it is, it is great to put on even though the nails aren’t in the perfect condition. And I find it suits just about anything, it has grey and blue-green undertones and I think it fits equally well with bright summer colours as well as earth tones. It fits all skin tones and I believe this one will be a strong addition this fall and winter.

Secondly I chose “Fall in line”.

It is a beautiful olive green/grey colour and it suits my blonde skin perfectly! I sometimes find it a bit difficult to find a colour that suits very fair skin but this is definitely on the top of my wish list.. I might have to wait until after next payday, have I told you how many “must-have” items are available in our store?! Girl got to have what a girl wants you know…sometimes I just have to wait a bit...

Fall in Line is a lovely fit with earth tones and is wonderful for the fall! I also think it will suit brown and grey eye colours perfectly! I can’t hardly wait to try it!

Then we have Cocktail Bling.

This one suits everything! I love it for the night on the town and you won’t need to change for that Monday morning meeting. Neutral colour that adds that oomph for the total ensemble. Cocktail Bling will suit those fall colours wonderfully and will definitely be a great “go to” polish. It is a grey beauty with a light blue undertone that sometimes seems to appear a bit lavender or purple. The colours can vary slightly according to the skin tone.

 

I couldn't not get Angora Cardi.

I love this one, a burgundy colour with a hint of rose red and brown hot undertones. A hot colour that fits all sorts of events, especially a sexy date because you know, Angora Cardi is HOT!

Not to dark, not to light, just perfect… and I had to have it! Does that surprise anyone anymore?

This will be a beauty this winter and I have a funny feeling it will fit very well with the soon to be here fall collection from Volcano Design… stay tuned!

 

Decadent Dish is the fifth colour I chose.

Luscious, edgy and oozing sex appeal, this one will pop up that little black dress for sure!

Brown colour with a hint of burgundy and a dash of bronze gloss. I believe the bronze will be a hit this fall and this one is a good settle for those to afraid to go all out. It suits all skin tones and will be perfect for this Christmas or New Year ’s Eve!  

  

Last but not least I chose a bronze glitter: Summit of Style.

I think this one will fit as a top layer over almost any colour and you guessed it, already mine! Summit of Style is super cool and I love glitter and bronze, what a perfect combination for my little raven obsession, plus it was kind of a must have for this weekend! I used it as a top coat over The Perfect Cover Up and I am loving the combo.

It is also lovely with lighter under colours or simply nude like you can see here..

Systur & Makar are going to give 3 lucky ones their favourite polish. Simply write what your favourite colour is and I will pull three winners next Tuesday, that will give you time to practice for the next weekend!

That all for me.. need to do some lacquering.. Later guys!

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Theó, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!