Teppaslá- snilld á pallinn, í bústaðinn eða útileguna!
(English below)
Þetta er ekta svona gjöf fyrir þá sem eiga "allt" og vantar "ekkert"!
Við Systur & Makar erum óttarlega kósý hópur svona, elskum bústaðarferðir, ferðalög, að sitja á pallinum og hafa það náðugt. Bæði heimilin eru með notalega palla og eitt "pallakvöldið" hjá hópnum fór umræðan, eins og svo oft áður, í að hanna eitthvað. Þar og þá vantaði okkur eitthvað sniðugt teppi þar sem maður gæti haldið á bolla, eða glasi, eða flösku.. jæja þið sjáið þetta fyrir ykkur... án þess að þurfa alltaf að færa teppið af sér.. skiljiði? "Já, við setjum bara falleg "göt" á teppið, svona eins og er á slám og svona, og svo þarf að vera lokun að framan, og þetta má ekki dragast eftir gólfinu ef þú stendur eða labbar, og þetta þarf líka að nýtast fyrir fleiri.."!
Svo úr varð að ég fór á saumastofuna á laugardeginum, örlítið ryðguð eftir pallakvöldið, en með klárt "mission"!
Teppið var saumað, snöpp send á Maríu og við kláruðum hönnunina í gegnum símann! Jebb, svona gerist þetta stundum, góð hugmynd sem fæðist á einhverju sérstöku augnabliki og þar sem að við framleiðum allt á Íslandi tekur ekki langan tíma fyrir okkur að skella vörunni í framleiðslu og sölu nokkrum dögum síðar.
Útileguteppin eða teppasláin er nú komin í sölu í verslununum okkar, og á netversluninni hér. (einnig er hægt að smella á hvaða mynd sem er).
Þau eru notaleg fyrir einstaklinginn til að vefja utan um sig með smellu að framan og götum fyrir hendurnar eða breiða úr teppinu sem er frekar stórt og nýta það þannig eins og venjulegt teppi fyrir nokkra saman!
Svo var einhver sem benti á að þau gætu verið sniðug fyrir veitingarstaði, hótel eða skemmtistaði með útisvæði.. ;)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri)
Camping blanket, brilliant for the patio, the summer house or the camping trip!
The group behind Systur & Makar (me, Tota - my partner, my sister María and her husband Börkur) spend quite a lot of time together. Well we have to because of the company, but we also work really well together and enjoy each others company. We have nice patios in each of our homes and during one "patio-evening" we sat around, talking and like so often the talk lead to some brainstorming and idea bouncing. The camping blanket was born!
We were sitting outside during a wonderful summer evening, but as you can imagine here in Iceland, the evenings are cold, and blankets are a necessity!
We got an idea to make a blanket with holes for the arms (you know, to have better access to our drinks), and a closure in the front. It couldn't be to long to drag on the floor when you'd walk and it must be usable for more than one person at a time if you'd spread it out as a normal blanket.
The day after our patio evening I went to the workshop and made the first blanket, soon after we launched it in our stores and now it is available here on-line, simply by clicking the images. The glory of having local production!
A cute gift for the ones who have "everything" and need "nothing"!
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!