Bústaðurinn fyrir og eftir - svefnloftið
(English below)
Næsti kafli í bústaðarbreytingunum er svefnloftið, en það er eitt af mínum uppáhalds rýmum.
Það er ekki með fulla lofthæð reyndar en úff það er svo kósý eitthvað og krúttlegt og þessi gluggi horfir yfir allan dalinn, hér er æði að vakna!
Svona var svefnloftið áður þegar við tókum við fallega bústaðnum, furuklætt eins og restin og þarna til vinstri á efri myndinni getið þið séð vatnstankinn.
Við vildum strax halda þessu rúmi á sínum stað svona undir glugganum og mála það hvítt, okkur grunaði líka að loftið yrði aðeins léttara þegar búið væri að mála það og vá hvað það varð mikill munur (sést á myndum hér aðeins neðar).
Við vildum líka setja upp einhverskonar klæðningu fyrir hitakútinn, sérstaklega þar sem við erum að fara að leigja hann út þá á þessi "fíll" ekki að vera sjáanlegur.
Þetta rúm var einnig hér á loftinu við rimlana en við fórum með það niður í svefnherbergi tvö (ég segi betur frá því síðar).
Hér sjást semsagt rimlarnir og hér til hægri er smá skápainnrétting sem var fest í gólfið.
Hér sést skápurinn enn betur, hann er ss þarna svolítið út á miðju gólfi en myndar þessar hillur þarna við hliðina.
Við fjarlægðum þetta allt saman út og vorum svo heppin að parketið var alveg heilt undir og það var bara eins og það hefði aldrei neitt verið þarna, enn og aftur vil ég þakka fyrri eigendum fyrir gæði í öllum frágangi!!
Þá tók auðvitað yndislega málningarvinnan við, grunna grunna, mála og mála :)
Hún Tóta mín var þarna á fjórum fótum í nokkra daga og rak svart hárið reglulega upp í hvíta loftið.. hún var bókstaflega að verða gráhærð á þessu! hohoho ;)
En ohhh, svona var þetta létt og fallegt!
Þá var komið að því að mála rúmið hvítt...
Feðgarnir að koma fyrir rennum svo hægt væri að loka fyrir hitakútinn, þarna er svo kominn léttur renniveggur sem hægt er að opna svo við græddum þarna svolitla aukageymslu fyrir fleiri sængur.
Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.
Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.
Hér er svo loftið tilbúið: Þetta er boxdýna úr Ikea en við tókum bara fæturna undan því og saumuðum utanum það brúnt leðurlíkisáklæði. Fallegu blómapúðarnir fylgdu bústaðnum sem og kringlótta ofna mottan, hún var áður í stofunni en smellpassaði nú á loftið!
Þessa litlu innréttingu fundum við í gegnum sölusíðu Skreytum Hús en hún smellpassaði inn!
Þetta rými er semsagt hugsað svona svolítið fyrir krakkana: skúffurnar eru með DVD diskum og spilum og bókum. Eins nýtist boxdýnan auðvitað sem aukarúm fyrir einn fullorðinn eða ungling.
Öll rúmteppi og púðaver saumuðu snillingarnir á saumastofunni okkar, Volcano Design. Þær eru að verða ansi vanar að stökkva úr fatasaum í heimilissaum þessar elskur... já aðallega orðnar ótrúlega vanar þessu veseni í okkur!
Hér er svo fallega rúmið við gluggann, ég algjörlega elska þetta eins og ég sagði. Unglegt, ferskt og notalegt!
Motturnar fengum við í ILVA (það eru tvær langar sitthvorumegin við rúmið). Náttborðið öðrumegin er gamall viðarkassi og hinumegin notuðum við gamlar ferðatöskur.
Myndirnar sem halla hér uppað veggnum fengum við á heimasíðu sem býður uppá þann möguleika að prenta út fría grafík. Við nýttum okkur þessa skemmtilegu lausn á nokkrum stöðum um bústaðinn.
Hér sjáið þið td fjaðrirnar fallegu í rammanum, þær eru líka af þessari síðu.
Karfan hér fyrir framan er svo hugsuð fyrir alla púðana og rúmteppið meðan sofið er í rúminu.
Ég elska að stútfylla allt af púðum og teppum og öllu sem öskrar "GÆÐASTUND" svo ég fékk það sem ég vildi í þessu! :)
Þarna má svo finna gæða lesefni, Bridget Jones ofl "gourmet stuff"!
Svona er hæðin, eins og þið sjáið hérna vinstra megin þá lokuðum við þessum vegg með svolitlum panil og komum slökkvaranum aftur fyrir (þarna var enginn veggur áður). Þetta verður til þess að loftið virkar dálítið skipt þegar maður kemur upp, maður byrjar á að horfa á sjónvarpsdýnuna og svo til vinstri á rúmið.
Litla sjónvarpsinnréttingin er með glerplötu svo við komum nokkrum myndasögum fyrir undir plötunni til að gera þetta enn "krakkalegra". Ég veit, þetta er Tinni sem er alveg bannað að rífa, en bókin var brotin og nokkrar blaðsíður rifnar úr, það er eina ástæðan fyrir því að við notuðum Tinna!
Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)
Verið góð við hvort annað kæru vinir!
Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.
- Systur & Makar –
Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter
Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri
Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!
Next chapter in the summerhouse renovations is the loft but that is one of my absolute favourite places!
It doesn't have a full loft height but oh it is so lovely and cost and this window offers view over the whole valley!
This is how the loft looked like before we changed it, covered in pine which made it very cosy but a little heavy and dark.
We loved the location of the bed, under the little window and decided to keep it there from the start but the space needed to become a bit lighter with paint and the difference is vast!
We also wanted to set up some sort of a cover for the water tank to make it “invisible”.
This bed was also here on the loft next to the banister but we took this downstairs to be used in the second bedroom.
Here you can see the banisters and there on the right you can see a little cabinet that was stuck to the floor.
Here the cabinet is even more visible, we decided to remove this storage and luckily the flooring underneath was whole, again we are so very thankful to the previous owners for their fine finishing’s!
Then it was time to paint paint paint.. but how everything brightened with a bit of white!
Look, what a difference!
The bed was painted white…
The father and son built a little wall to the left when you go up the stairs and a little light moving wall to hide the water tank. By doing this we gained some extra storage for more bed linens and sheets.
Hér er búið að bæsa allar viðarsperrurnar, við notuðum bæs úr Húsasmiðjunni sem heitir: Lady Pure Nature og liturinn heitir er Sjosand, litanr 9043.
Það er svolítið grágrænbrúnt einhvernveginn en varð ofsalega hlýlegt yfir gula furuna.
Here the loft is ready. This is a box mattress from IKEA but we simply removed the legs and covered it with brown foe leather cover. The pillows came with the house as well as the rug but that used to be located at the living room.
This little storage we bought second hand online but it fitted perfectly!
This space is considered to be an area for the kids, the drawers are filled with DVD’s and books and board games. The box mattress also works as a “sofa” as well as an extra sleeping space for one adult or a teenager!
All bed sheets and pillow cases were made at Volcano Design’s sewing room. They are now quite used to jump from clothes making to home ware which I truly appreciate!
Here we can see the beautiful bed next to the window: I LOVE this like I said! Young, fresh and oh so cosy!
The images on the wall we got online at a brilliant blog called Oh so lovely but she offers free printable’s. This we used in several places throughout the house!
The feathers in the frame are also from this brilliant page!
The basket here in front of the bed is for all the pillows and throws because I am such a sucker for everything that screams “Cosy time”! I got what I wanted!
Quality reading material: Bridget Jones… well of course!
This is how the floor looks from one end to the other. The little wall we built is a sort of a cover for the bed area as soon as you come upstairs. Firstly you see the extra “sofa bed” on the right and then you see the main sleeping area to the left.
We also but some old cartoons under the glass plate on top of the TV cabinet, just to emphasize slightly that this area is “meant for” the kids and teenagers.
If you liked this post, please be a dear and share the joy:)
Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn
Katla, on behalf of
- Systur & Makar –
Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter
Plus you can sign up for our newsletter here on the right!