Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Gamli spítalinn Patreksfirði- magnað verkefni!

(English below)

 

"Þetta er gömul ljósmynd af húsinu frá 1910 sem Örn setti í ramma. Ramminn er gamalt fag úr einum kjallararglugganum, það er fúið en við týmdum ekki að henda því!"

Þetta segir Rebekka Hilmarsdóttir, gömul skólasystir mín, mér í póstinum þar sem ég bað hana að segja mér aðeins frá Gamla spítalanum, algjörlega klikkaðu verkefni sem hún er að gera ásamt eiginmanni sínum Erni Hermanni Jónssyni! Þau eru greinilega svolítið klikkuð líka sjálf og það er alveg ótrúlega gaman að fylgjast með þeim en þau halda úti Facebook síðu þar sem þau sýna myndir og segja frá ferlinu.

Geturðu sagt mér aðeins frá ykkur?

Ég er fædd og uppalin við utanverðan Patreksfjörð, starfa sem lögfræðingur og er mikið sögunörd, ég held því utan um ljósmyndirnar, söguna og pappírsvinnuna í kringum húsið og er ágætur aðstoðarmaður yfirsmiðsins, fín á kústinn og pensilinn.

Örn, maðurinn minn, er líka vestfirðingur, þó af norðanverðum Vestfjörðum, fæddur og uppalinn í Hnífsdal.

Hann er smiður og hefur komið að endurbyggingu og viðhaldi ýmissa húsa síðustu ár. Síðustu tvö ár hefur hann unnið í Calgary í Kanada og þar öðlaðist hann mikla reynslu sem hefur hjálpað okkur mikið í þessu verkefni. Saman held ég að við séum nokkuð gott teimi í þetta verkefni en okkur þykir þetta ákaflega skemmtilegt og spennandi.

Við fáum líka út úr þessu frábærar samverustundir á stað sem er yndislegur og allir ættu að heimsækja!

 

Hvað eru þið eiginlega að gera?

Við erum að gera upp Gamla spítalann á Patreksfirði.

Húsið er timburhús byggt 1901. Það hefur tekið þónokkrum breytingum frá því það var byggt fyrir 114 árum síðan og hefur viðhald verið af skornum skammti síðustu árin.

Aðaláherslan hjá okkur er að færa húsið í fyrra horf og halda því í gamla stílnum. Taka burt plastparket, spónarplötur og gömul teppi og leyfa þessu gamla í húsinu að njóta sín.

Við fórum í það strax í vor að gera húsið þokkalega íbúðarhæft, koma upp tveimur snyrtilegum svefnherbergjum, starfhæfu eldhúsi og baðherbergi. Við vildum geta notið þess að vera í húsinu á meðan við værum að vinna í því.

Meðal þess sem við höfum svo verið að vinna í síðustu mánuði er að taka upp og laga gömlu gólffjalirnar á miðhæðinni. Við ætlum að pússa þær upp, bera á þær antík lút og lakka. Einnig fengum við styrk úr Húsafriðunarsjóði til að byrja að endurnýja gluggana í húsinu. Húsið var augnstungið í kringum 1965-1970 þ.e. gömlu gluggarnir voru teknir burt en við ætlum að setja aftur gömlu gluggana aftur í, þessa litlu með mörgu fögunum. Við fengum frábæran smið á Þingeyri til að smíða fyrir okkur gluggana í akkurat þeim stíl sem við komumst næst að gluggarnir hafi litið út. Við áætlum að taka eina hlið á ári, enda er bæði kostnaðarsamt og mikil vinna að endurnýja alla gluggana.

Fyrsta hliðin fær nýja glugga núna í október/nóvember. Við erum því bæði að vinna í húsinu að innan og utan.

Í sumar unnum við líka aðeins í garðinum, byrjuðum að rækta upp grasið og gera umhverfið aðeins snyrtilegra.

Hér er kjallarahurðin að fá nýjan þröskuld!

Hvers vegna þetta verkefni?

Okkur hefur alltaf dreymt um að gera upp okkar eigið hús. Í september í fyrra vorum við á ferðinni á Patreksfirði að heimsækja ættingja og vini og að gamni ákváðum við að fara og fá að skoða húsið sem þá var til sölu.

Ég hafði komið inn í húsið sem krakki og í barnaminningunni var stiginn risastór og ég öfundaði vinkonu mína sem bjó í húsinu mikið af flotta herberginu hennar sem er á efstu hæðinni með útsýni yfir fjörðinn!

 

Fyrir mér var þetta eins og kastali!

Húsið hafði þó eitthvað minnkað þegar ég skoðaði það síðasta haust.. eða kannski frekar að ég hafi stækkað. Ég er þó ennþá afskaplega hrifin af gamla stiganum enda er hann algjör mubbla. Það sem heillaði okkur líka var að allar hurðirnar í húsinu eru upprunalegar og margt sýndist okkur að væri upprunalegt. Til dæmis er mikill hluti af járninu utan á húsinu upprunalegur frá 1901. Við erum mikið fyrir gamla tímann og gamla hluti og því ákváðum því að demba okkur í þetta verkefni!

Herbergi vinkonunnar á efstu hæðinni breyttum við í bráðabirgða gestaherbergi:

 

Herbergið var teppalagt og málað blátt. Undir teppinu og masonet plötum komu í ljós gömlu gólffjalirnar.

Undir veggfóðrinu var svo strigi og panell og ekki fór á milli mála hvar kamínan hafði staðið í gamla daga.

Klæðningin af gangnum niðri var nýtt til bráðabrigða til að klæða vegginn upp á nýtt.

Svo var málað, rúminu skellt inn og bráðabrigða gestaherbergið tilbúið fyrir áhugasama vinnumenn og gesti!

Dásamlegt útsýnið úr miðjunni!

 

Svona tók gangurinn á móti okkur þegar við hófumst handa. Klæddur í hólf og gólf með þessari líka fínu rennihurð og plastparketi á gólfinu. Hér má einnig sjá klæðninguna sem var nýtt í bráðabirgða svefnherberginu.

 

 

3. apríl 2015 var hafist handa við að hreinsa upp gólfefnin, en ofan á gömlu fjölunum var fyrsta lagið plastparket, annað lagið mosagrænt teppi og þriðja lagið pappi!

15. maí 2015 var svo klárað að hreinsa af ganginum og undan gulu klæðningunni kom gamli panellinn í ljós!

 

Þá var stiginn fjarlægður!

Gólffjalirnar fjarlægðar!

Rétta þurfti gólfið um 6 cm i ganginum.

Búið að rétta gólfið og gömlu gólffjalirnar settar aftur á gólfið.

 

Stiginn kominn aftur á sinn stað!

Pílárarnir og handriðið hreinsað upp!

 

Í hvað verður húsið notað

Hugmyndin er að gera húsið upp sem íbúðarhús enda hefur það verið notað sem slíkt frá 1945. Í húsinu eru tvær íbúðir og mögulega leigjum við það eitthvað út, aðallega til að hafa fyrir kostnaði þar sem þessi endurbygging kostar sitt. Svo eigum við fjölskyldu og vini á Patreksfirði og ég á rætur mínar að rekja til svæðisins, svo hugmyndin er að nota húsið þegar við erum á svæðinu.

Grindverkið að framan fyrir lagfæringuna!

Þetta er fína spýtan sem handlistinn er búinn til úr!

Hvað eruð þið að reikna með því að verkefnið muni taka langan tíma?

Við köllum þetta langhlaupið okkar enda er húsið stórt, um 250 fm og verkefnin eru endalaus. Við áætlum að vera komin með húsið í þokkalegt stand eftir sirka 5 ár, þá ætti að vera búið að skipta um alla glugga og það ætti að vera orðið ágætt að innan líka. Við tökum bara einn dag í einu og ætlum frekar að njóta verkefnisins en að keyra þetta áfram á miklum hraða.

"Við gerðum upp þessa gömlu KitchenAid hrærivél frá árinu 1945 til að setja í Gamla spítalann."

Af hverju þetta hús?

Ég á rætur að rekja til svæðisins og það var einna helst ástæðan fyrir því að við völdum þennan stað.

Þá hafði ég heyrt að húsið hafi verið spítali og trúði því að það ætti sér smá sögu. Ég reyndar komst ekki að því fyrr en ég var búin að kaupa húsið að það átti sér merkilegri sögu en mig grunaði. Það hefur því verið partur af þessu verkefni okkar að skrá og halda utan um sögu hússins.

Vegna þess hversu gamalt og merkilegt húsið er ákváðum við fljótlega eftir að við keyptum húsið að halda úti facebook síðu um endurbæturnar til að leyfa áhugasömu fólki að fylgjast með. Það er líka gott tæki fyrir okkur að halda utan um verkefnið.

Við höfum fengið jákvæð viðbrögð í þorpinu og vorum td. með opið hús í sumar þar sem bæjarbúar gátu komið og skoðað húsið að innan. Það var mjög gaman og við stefnum að því að halda opið hús aftur þegar við erum komin lengra með endurbæturnar.

 

Við óskum Rebekku og Erni ofsalega góðs gengis með breytingarnar! Þetta er algjörlega magnað verkefni sem við munum fylgjast spennt með og við mælum eindregið með því að þið gerið það líka hér:

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

Renovating the old hospital - a huge project! 

Rebekka Hilmarsdóttir, an old school friend of mine is renovating the old hospital building with her husband: Örn Hermann Jónsson. I contacted her and asked her to tell me a little bit about this remarkable project!

Can you tell me a little bit about yourselves?

I am born and raised just outside of Patreksfjörður (a village in the west fjords of Iceland with about 650 inhabitants). I work as a lawyer and am a bit of a history geek so I take care of the photographs, the history and paperwork around the house plus I am a fine assistant to the main builder (my husband). I’m fine with a brush and the broom.

Örn, my husband, is also from the west fjords and he is a builder. For the past two years he has been employed at Calgary, Canada where he got great education and experience which has been great for this project. Together I believe we are a great team for this project, we love what we are doing and find this super exciting and fun!

What is this project you are doing?

We are renovating the old hospital at Patreksfjörður.

The house it built 1901 and it has been changed quite a lot since it got raised 114 years ago but maintenance has been limited.

Our main focus is to bring it as close to the original as we can. Take away modern features such as laminate wood, veneers and old rugs and let the old and the original really come into its own!

This spring we began to make the house more or less “liveable”, we set up two fine bedrooms and a working kitchen and bathroom. We wanted to be able to enjoy living there while we are working on this project!

In the past few months we have been restoring the floorboards in the middle floor. We mean to sandpaper them and oil and lacquer. We also got a grant from the house preservation fund to redo the old windows. The windows were removed 1965-1970 but we tend to put the original look back. Whereas this is a very costly project we will do one side of the house per year.

The first side will receive new windows now in October/November so we are renovating the house on both inside and outside.

This summer we also began working in the garden slightly, grooming the grass and making the surroundings look a bit better.

Why this project?

Well we have always dreamt of renovating our own house and in September last year we were travelling to Patreksfjörður to visit friends and family and decided to check out the houses that were for sale, you know, just for the fun of it.

I remember going into this house as a small girl and in the memory the stairs were huge! My friend lived in it and I remember I envied her of her gigantic bedroom with the great view overlooking the fjord. To me this house was like a castle!

This time it was somewhat smaller (or I had grown, perhaps that is the more likely explanation). I do however still love the stairs and they are a great ornament in the building.

Many things in the house are still original and that is something that fascinated us right away! We love the old times and vintage, original fittings are special to us so we decided to jump in the deep end!

What will the house be used for?

Well the idea is to make it a residence but it has been used as such since 1945. In the house we also have two apartments and possible we will rent those out, mainly to cover the costs but changes like these can be very costly! Plus we have a family and friends living at Patreksfjörður and I have my roots from the area so the idea is for us to use it when we are around!

How long do you anticipate this project taking?

We call this the marathon! The house is large, around 250 square meters and the projects are endless. We estimate we will have the house more or less done in about 5 years. All windows should have been changed by then and it should be fine on the inside also. We just take this day by day and intend to enjoy the project instead of going full speed ahead!

Why this building?

As I said I have roots in this area and that was the main focus for choosing Patreksfjörður.

I had also heard the house had been a hospital before and believed it probably had a great story. I didn’t realise how great that story was until after we had bought the house but it was always a part of this project to record all things we hear about it. Shortly after we bought it we decided to have a Facebook page where people could follow us and this project. It has been a great way to keep everything in order.

We have received great response from the village and held an open house this summer where people could come and check it out. That was a really fun event and we tend to do that again when we are a little more ahead!

We thank Rebekka greatly for sharing this with us and encourage you to follow this very exciting project here.

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!