Left Halda áfram að versla
Pöntunin þín

Það eru engar vörur í körfunni

Viltu bæta við?
3.700 kr
2.900 kr

Jólakort síðustu ára frá systrum og mökum!

(English below)

Hún María sys og hennar fjölskylda hefur alltaf staðið sig alveg ótrúlega vel með jólakortin og senda í tugatali á alla sína vini og vandamenn eins og þau hafa gert í fjöldamörg ár. 

Kortin eru alltaf heimagerð og hvert öðru fallegra eins og sjá má á meðfylgjandi myndum!

Þau eru svo klikkuð og hafa td. sent útskorna jólaóróa og laufabrauð brotin úr pappír með sínum kortum!

 

Allir sem fengu kort fengu því um leið jólaskraut.. eins og ég segi: svolítið klikkuð!

Okkur Tótu fannst þetta svo skemmtilegt hjá þeim að við ákváðum að taka þátt í stuðinu og höfum nú sent okkar eigin kort í 5 ár í röð, prentuð í massavís og send til vina, vandamanna og fjölskyldumeðlima en kúnnarnir okkar hafa stundum fengið að finna fyrir því líka!

(Þetta byrjaði ósköp saklaust, Tótu var skellt í kjól af mér sem er sérstaklega ólíkt henni og ég fór í gamla rúllukragapeysu frá henni sem og hneppt vesti, þetta var fyrsta árið okkar saman og vestið sem og rúllukragabolurinn er ekki meðal vor lengur...) ;)

Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg hefð og maður reynir að toppa sig á hverju ári!

Það er "alls engin" íronía í þessu... þetta var ss 2011 þegar allir voru að sprengja sig úr líkamsrækt og dugnaði!

 

 

Það varð allt skemmtilega vitlaust þegar við sendum ballettkortið og fólk fór að senda okkur hugmyndir að næstu kortum! En það var erfitt að toppa ballettinn.. sérsaumaðir spandexgallar.. hvað skal gera?

Við ákváðum því að róa alla niður, halda upp á friðinn og gáfum Yoko og Lennon heiðurinn! Við fengum meira að segja vinkonu okkar til að taka myndina en hún hafði "pantað að mynda" með árs fyrirvara! Hrikalega skemmtilegt!

 

Nú er aldrei að vita hvað kemur á þessu ári en við munum auðvitað leyfa ykkur að fylgjast með og við setjum örugglega inn myndir af kortunum eftir jólin! 

Ef þér líkaði þessi póstur væri dásamlegt ef þú vilt vera yndi og deila :)

Verið góð við hvort annað kæru vinir!

Sköpum okkar eigin hamingju, kveðja Katla.

- Systur & Makar –

Hægt er að fylgjast með okkur á Instagram, Facebook, Pinterest og Twitter

Skráið ykkur endilega einnig á póstlistann okkar hér fyrir ofan til hægri

Veljum íslenska hönnun og íslenska framleiðslu!

There has been a Christmas card tradition in our family for years. Our mother was our greatest influence but she used to craft all her cards and they were all pieces of art really! Then she hand-wrote every single one - like 40-50 pieces each year, and they all had little "essay's".

María, my sister took up the tradition with her family but they have always created these super fun cards, printed yes, but often they included a little hand made ornament! (They are also crazy!)

María, which by profession is indeed a graphic designer, makes all her cards herself and they photograph themselves as well.. and I know the image here above was done using a "timer"! Just so fantastic!

We just loved this so we decided to start making our own and it began relatively "innocent".

 Tóta dressed in a dress from me and I wore a vest and a turtle-neck from her. (both items are not among us any more..!) :)

People loved it! So we of course wanted to better and better every year here are the results:

 

 When we sent out the ballet card- people went nuts! They loved it! We began to get ideas for next year's card and one friend asked to be the next years photographer.. year ahead! 

But it was difficult to "top" the ballet.. so we just asked everybody to calm down and love peace and dressed up as Yoko Ono and John Lennon!

 

We don't know what this years card will look like, but it will be fun I can tell you that!

If you liked this post, please be a dear and share the joy:)

Happiness is not something you postpone for the future; it is something you design for the present. -Jim Rohn

Katla, on behalf of

- Systur & Makar –

Please follow us on Instagram, Facebook, Pinterest and Twitter

Plus you can sign up for our newsletter here on the right!